Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR + Guðrún Gunn- arsdóttir var fædd að Ásum í Skaftártungu hinn 10. júní 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Kristinn Þorgilsson, f. I Ör- æfasveit 21.11. 1898, d. 14.7. 1957, og Guðný Helga- dóttir, f. í Þing- vallasveit 14.9. 1913, d. 23.9. 1983. Guðrún ólst upp i\já foreldr- um sínum í Ytri-Ásum í Skaft- ártungu við hefðbundin sveita- störf. Hún fékk sína barna- skóiamenntun i fjögurra ára námi í sinni heimasveit. Síðan fór hún í húsmæðraskólann að Staðarfelli í Dölum. Systkini hennar eru: Tryggvi, f. 1931, hálfbróðir frá föður, Hilmar, f. 1940, Þorgils, tví- Hún Dúna mín er dáin - baráttu er lokið. Haustlaufið fellur af trjánum og öll náttúran býr sig undir veturinn. Kannski er það táknrænt að hún skuli kveðja okkur að hausti og svífa burt líkt og fuglamir. Svífa upp í birtu og fegurð himnanna. En best gæti ég trúað að hún hafi komið við í Skaftártungunum og kvatt fögru sveitina sína kæru. Hún fæddist þar inn í birtu vorsins, þessa birtu sem alltaf umlukti hana. Nú þegar ég horfi á myndina af henni í skini kertaljóssins, þá er ljósa hárið eins og geislabaugur um hana og brosið sem leikur um andlitið svo bjart. Það var einmitt þessi birta sem einkenndi hana, ekki bara hið ytra heldur líka hið innra. Ég hef enga manneskju þekkt, sem varðveitti eins í sér birtu, einlægni, gleði og jákvætt viðhorf, en hafði samt svo mikið raunsæi gagnvart lífinu. Það em orðin meira en þrjátíu ár síðan við kynntumst. Þá kom hún ung stúlka austan úr Skaftafells- sýslu til vinnu á Hótel Tryggvaskála á Selfossi, þar sem ég var fyrir. burabróðir, Védís, f. 1951, Helgi, f. 1952, og Ragnheið- ur, f. 1954. Guðrún giftist 31.12. 1966 Erling Gunnlaugssyni, f. 30.8. 1944 í Vest- mannaeyjum. For- eldrar hans voru hjónin Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 13.10. 1906 í Vest- mannaeyjum, d. 7.6. 1992, og Sigríður Ketilsdóttir, f. 15.8. 1915, undir Eyja- fjöllum. Börn Guðrúnar og Erl- ings eru: 1) Gunnar, f. 21.5. 1967, sambýliskona Gróa Jakob- ína Skúladóttir, f. 29.12. 1965. Þau eiga börnin Svanhildi Æv- arr Valgarðsdóttur, f. 3.8.1986, og Erling Ævarr Gunnarsson, f. 18.6.1992. 2) Sigríður, f. 30.9. 1968. 3) Hörður, f. 25.3. 1970. Útför Guðrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mér er enn minnisstæð birtan sem mér fannst leika um hana. Það hreif mig einnig að hún var úr Skaftafells- sýslu, þar sem mín föðurætt átti rætur. Þá þegar hafði hún meiri þroska og lífsreynslu en við hinar stelpumar. Við höfðum ekki upplifað stærri sorg en þá, að missa af „ör- ugglega skemmtilegasta" sveitaballi sumarsins. Hún var búin að vera á húsmæðraskóla og átti saumavél. Kannski varð einmitt þessi saumavél örlagavaldurinn í lífí hennar. Það var nefnilega eitt sinn á Tiyggva- skála, að það þufti að falda stóran stafla af viskustykkjum. Og eins og Dúnu var líkt bauðst hún til að fara með hann heim og falda þau á saumavélina sína. Okkur undraði það ekki, en hissa urðum við þegar Erling sem þar var nærstaddur og við stelpumar þekktum best af stríðni við okkur, bauðst til að keyra hana heim með viskustykkin. Ekki nóg með það, heldur varð Dúna á svipinn eins og sjálfur draumaprins- inn hefði birst hjá kaffíkönnunni við litla borðið í eldhúsinu á Tryggva- skála, svo ijóð og sæl. Canon BJC-240 A4 litableksprautuprentari 720 dpi upptausn 3 bls/mín Canon BJC-4200 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn j 4,5 bls/mín rrmi A3 litableksprautuprentari fyrir PC & Mac 720 dpi upplausn Canon LBP-660 Windows geislaprentari 600x600 dpi upplausn 6 bls mín 100 blaða arkamatari _.. .Tölvukjör rolVU,- verslun heimilanna Opið til kl. 16:00 alla laugardaga! MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Og hann varð draumaprinsinn hennar. Hún helgaði líf sitt Erlingi, böm- unum þeirra og heimilinu í Vallholt- inu. Húsmóðurstarfið og uppeldi bamanna varð hennar stolt. Starf sem hún vann af þeim myndarskap, samviskusemi, fórnfýsi og gleði sem henni var gefið. Við vomm góðar nágrannakonur í mörg ár meðan við vomm með bömin okkar lítil og þó að ég flytti í burtu hélst samband okkar og varð sterkara með ámnum. Það var ljúf hvíld í amstri dagsins að ræða við hana. Djúpvitra, ættfróða og minn- uga. Kröfulausa á gæði lífsins, þeg- ar aðrir misstigu sig í lífsgæðakapp- hlaupinu. Finna hvað hún mat lífið mikils með fjölskyldu sinni. Gleðina í frásögnum hennar af ferðalögun- um með Erlingi sínum í húsbílnum. Ferðalögum austur í Skaftafells- sýslu og til kærra systkina. Eftir að ég fluttist til Svíþjóðar höfðum við bréfasamband. Nú fletti ég þessum bréfum sem eru mér svo dýrmæt. Þar á meðal em bréfin sem hún hefur skrifað mér á þessu ári. Þessu erfiða ári, þegar krabbamein- ið fór hamföram um líkama hennar sem var illa fyrir kallaður eftir margra ára baráttu við liðagigtina. Ég les setningarnar: - Eg hefði nú viljað hafa meira þrek, en ekki þarf ég að kvarta, það hafa það svo margir verra en ég. Einnig - Það eru allir svo góðir við mig og það gefur mér svo mikið. Hér heima dekra þau við mig, Erling og krakk- amir - þau em mér svo góð. Svo em skrifuð helstu tíðindi úr umhverfinu, fréttir af bömunum og sögur af Iitla ömmustráknum. Gleði yfir velgengni annarra, en samúð með þeim ef ekki gekk allt að óskum. Yndisleg kona er gengin, langt um aldur fram, en hún skilur eftir sig fjársjóði í huga okkar, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Elsku Erling, Gunnar og fjölskylda, Sirrý og Hörður; það er dimmt í skammdeginu en megi ljúfar minn- ingar veita ykkur birtu vorsins að nýju. Við Þorlákur sendum ykkur, systkinum, tengdafólki, öðram ætt- ingjum og vinum innilegar samúð- arkveðjur. Kristjana Sigmundsdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast móður okkar og tengda- móður. Hún hét Guðrún en var dagsdaglega kölluð Dúna. Hún kom á Selfoss árið 1965 og fór að vinna í Tryggvaskála. Þar lágu leiðir hennar og föður okkar, Erlings, saman eins og svo margra hér á Selfossi. Fyrir 21 ári síðan greindist hún með liðagigt og setti það mark sitt á hana það sem eftir var. Þrátt fyrir langar sjúkrahúslegur og mik- il veikindi kappkostaði hún að halda gott heimili. Hún var ekta húsmóð- ir af gamla skólanum, eldaði tvisvar á dag, sá um að halda húsinu hreinu, vann ýmsar hannyrðir og var ætíð til staðar þegar við systkin- in komum heim úr skólanum. Hún var alltaf tilbúin að passa bama- börnin og gerði allt sem hún gat til að hafa ofan af fyrir þeim. Það er ómetanlegt að eiga svona heimili. Hennar mikla barátta við liðag- igtina hefur kennt okkur að það er ekki sjálfgefið að hafa góða heilsu. Hún var dugleg að hjóla og minn- ast hennar margir á hjólinu sínu. Mamma var geysileg fróð um marga hluti þrátt fyrir stutta skóla- göngu. Það var gaman að fylgjast með henni að horfa eða hlusta á spumingakeppnir, því iðulega kom hún með réttu svörin. Fyrir nokkmm árum innréttuðu pabbi og hún húsbíl. Þau ferðuðust um allt land á honum og vom það hennar ljúfustu stundir síðustu árin. Hún bar ipjög sterkar taugar til heimasveitar sinnar, Skaftártung- unnar, og vom ferðimar ófáar sem þau fóru þangað. Fyrir rúmu ári fóm þau til Nor- egs og Svíþjóðar á húsbílnum. Þar var gamall draumur að rætast og nutu þau ferðarinnar fram í fing- urgóma. Upp úr því veiktist hún mjög alvarlega af krabbameini og var vart hugað líf, hún reif sig upp úr því og var kölluð „kraftaverkið". Hún fékk eitt ár sem hún nýtti vel og nú er komið að leiðarlokum. Hún skilur eftir sig mikið tóma- rúm en við yljum okkur við góðar minningar. Gunnar, Gróa, Sigríður og Hörður. Mig langar að minnast Dúnu í fáum orðum. Hún fæddist í Eystri Ásum í Skaftártungu 10. júní 1944 og ólst upp við öll venjuleg verk þeirrar tíðar og að sjá um og svæfa okkur yngri systkinin. Ekki síður að bjarga ýmsum málum eins og að leysa bandið af skottinu á kettin- um þegar við höfðum beitt honum fyrir leikfangavömbíl, svo ekki kæmist upp um athæfið. 14. júlí 1957 missti hún föður sinn, þá aðeins 13 ára gömul. Bjó hún við söknuð innra með sér æ síðan. Lýsir ljóðið hér á eftir því vel: Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ávallt skildir allt. Liðin er tíð er leiddir þú mig lítið bam, brosandi blíð. Þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund, leikandi létt. Þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Dúna bjó við hamingju í einkalífi og bamalán, sem þrátt fyrir and- streymi veikinda er það sem mestu máli skiptir. Hugheilar samúðarkveðjur til ástvina hennar og þökkuð er ljúf samfylgd. Védís Gunnarsdóttir. í dag kveðjum við með þökk og virðingu heiðurskonuna Guðrúnu Gunnarsdóttur, Dúnu eins og hún var ávallt kölluð af vinum og ætt- ingjum. Kynni okkar hófust þegar hún hóf störf í Tryggvaskála á Selfossi 1965. Þar kynntist hún Erling Gunnlaugssyni eftirlifandi manni sínúm og árið eftir byijuðu þau búskap á Selfossi og hafa búið þar síðan. Að Vallholti 33 byggðu þau hús sitt og fluttu þangað 1969. Við höfðum flutt nokkrum dögum áður í Stekkholtið og var því skammt á milli heimilanna og hefur svo verið síðan í orðsins fyllstu merkingu. Dúna varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í víðáttu- miklu og stórbrotnu umhverfi, um- kringdu jökulvötnum^ sem runnu við túnfótinn að Ytri-Ásum í Skaft- ártungu, með fjallasýn til norðurs en hraun og eyðisanda í suður. Þar ólst hún upp hjá foreldmm sínum og systkinum og tók þátt í leik og starfi í sveitinni sinni. Á æskuheimilinu tók hún snemma til hendinni í störfum heimilisins, skepnuhirðingu, heyskap og inni- verkum og þrátt fyrir að hún hafi aldrei kvartað mátti ráða að oft hefur hún gengið þreytt til hvílu eftir erfiði dagsins því hennar eigin- leikar vom að ljúka hveiju verki án þess að draga af sér eða slóra. Ekki er ósennilegt að vinnan á unglings- ámnum og sérstaklega eftir fráfall föður hennar 1957 hafi að einhveiju leyti markað heilsufar hennar þegar hún fór ung að finna fyrir liðagigt sem olli henni ómældum þjáningum. Því næst fyrir nokkmm ámm kenndi hún þess sjúkdóms er dró hana til dauða. Að gefast upp hversu veik sem hún var, kom ekki til greina. Hennar vandamál vom ekki umtals- verð. Margs er að minnast þegar horft er til baka á stundu sem þess- ari. Við sem þessar línur skrifum áttum þess kost að vera þátttakend- ur í mörgum gleðistundum þeirra Dúnu og Erlings og þá var oft virki- lega gaman. Saman bmtumst við í ófærð til Reykjavíkur á gamlársdag 1966 til að gifta okkur, elstu bömin okkar fæddust með nokkurra daga millibili og vom skírð samtímis. Samgangur á milli heimilanna var mikill, bömin gengu saman í skóla o.s.frv. Og víst er að aldrei lét Dúna sig vanta ef eitthvað var að og hún gat rétt hjálparhönd. Umhyggja hennar var slík að þrátt fyrir eigin veikindi hafði hún samband og fylgdist með öðmm en lét sínar þján- ingar liggja á milli hluta. Ferðalög vom sú skemmtan sem var sameig- inlegt áhugamál okkar. Minnast má ferðar inn í Þórsmörk seinni hluta vetrar 1967 til skoða afleiðingar mikilla náttúmhamfara. Það var nú sjálfsagt ekki mikið vit í þeirri ferð, mágkonumar gengu þá með fmm- burði sína undir belti, og að fara með þær í slíka ferð inn á öræfi. En eiginmennimir vom auðvitað ábyrgðarfullir. Hin síðari ár áttu þau hjónin yndislegar stundir í ferðum á hús- bílnum sínum um landið vítt og breítt. Hápunktur ferðanna var haustið 1996 þegar þau sigldu með Heijólfi til Noregs og óku þaðan um Norðurlöndin meðan skipið var í viðgerð. Þá heimsóttu þau Gunnar son sinn sem ásamt fjölskyldu sinni bjó í Svíþjóð og Ragnheiði systur hennar í Danmörku. Á síðustu dög- um þeirrar ferðar tók sig upp hinn illkynja sjúkdómur sem hún barðist hetjulega gegn og vann sigur í þeirri ormstu sem hún háði þá við dauð- ans dyr. Lífsviljinn og hugurinn til að komast heim bar hana yfir þann þröskuld sem hún stóð þá á ásamt góðu hjúkmnarfólki og styrk fjöl- skyldunnar. Heim komst hún og átti margar góðar stundir á því ári sem liðið er síðan. Það er þroskandi að hafa kynnst henni Dúnu og verð- ur ekki þakkað eins og vera ber. Hún skilur ekki eftir nema góðar minningar hjá okkur, sem okkur er hollt að muna. Minningar um fölskvalausa vináttu hennar, vin- semd og virðingu fyrir öllum sem nærri henni vom. Megi góður Guð geyma hana og gefa eiginmanni, bömum þeirra, barnabörnunum, tengdamóður og systkinum stýrk á ókomnum tímum. Erla og Ólafur. Elsku Dúna, okkur langar að þakka þér góðu stundirnar í gegn- um árin og kveðja þig með þessu kvæði: Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og rikan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er, og vertu um eilífð ætíð sæl vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Kæri Erling, Gunnar, Gróa, Sirrý, Hörður og bamaböm. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur. Sigríður (Sigga) og Óttar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordpcrfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. -I (3 á Í c I ( ( ( ( ( ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.