Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
-
FRÉTTIR
Héraðsdómur um lögheimili manns
Oddvitinn átti
ekki að tilkynna
aðsetursskipti
Morgunblaðið/Ásdís
Jólabækurnar
prentaðar
Samtök
atvinnurekenda
Formenn
ræða sam-
einingu
UMRÆÐA um breytingar á
skipulagi samtaka atvinnurek-
enda og hugsanlega samein-
ingu í ein heildarsamtök er
komin á rekspöl. A mánudag
verður fundur formanna aðild-
arfélaga VSÍ, Verslunarráðs
og Vinnumálasambandsins um
málið og ákvarðanir væntan-
lega teknar um að hefja form-
lega vinnu við undirbúning.
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, segir
að rætt verði um verklag og
hvernig best verði staðið að
hagsmunagæslu aðildarfyrir-
tækja. Meðal þess sem sé til
skoðunar sé hugsanleg sam-
eining atvinnurekendasamtak-
anna. „Eg á von á að það verði
tekin ákvörðun um að hefja
formlega þá vinnu að kort-
leggja verkefnin, kanna þarfir
fyrirtækjanna og næsta skref
yrði svo bæði tæknilegt og
pólitískt, það er að segja
hvemig þessum verkefnum
verði sinnt á ódýrari og árang-
ursríkari máta,“ segir Þórar-
inn.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að oddvita Fljótshlíðarhrepps hafi
verið óheimilt að tilkynna Hagstof-
unni að íbúi í hreppnum væri flutt-
ur þaðan. Dómurinn telur sannað
að maðurinn hafi í reynd búið í
hreppnum þegar tilkynningin
barst Hagstofu.
Maðurinn bjó í nokkur ár í leigu-
húsnæði á jörð í hreppnum. A með-
an hann var í afplánun í fangelsi
vegna ógreiddra sekta féllst hann á
að flytja, en fékk frest til að rýma
húsnæðið þar sem hann kvaðst
ekki eiga í annað að venda. Sett var
fram útburðarkrafa og maðurinn
loks borinn út í lok september í
fyrra. í júní hafði oddvitinn hins
vegar tilkynnt um aðsetursskipti,
enda hélt hann því fram að maður-
inn hefði verið fluttur til Reykja-
víkur og m.a. farið fram á að fá
póst sendan þangað. Engu skipti
þótt einhverjar eigur hans, þar á
meðal ógangfær bíll, væru enn á
jörðinni í hreppnum.
Húsmunir og skepnur á jörðinni
Héraðsdómur benti á að maður-
inn hefði fengið framfærslueyri frá
Fljótshlíðarhreppi út júní 1996.
Hann hafi haft húsmuni og skepn-
ur á jörðinni, enda þótt hann hefði
verið fjarverandi um stundarsakir.
Ekki hefði verið sýnt fram á að
þær fjarvistir hafi verið með þeim
hætti að hann teldist ekki hafa bú-
setu í hreppnum samkvæmt lögum
um lögheimili. Tilkynning oddvit-
ans til Hagstofu hefði því ekki átt
við rök að styðjast.
Fljótshlíðarhreppur var dæmdur
til að greiða manninum 80 þúsund
krónur í málskostnað. Hagstofan
var einnig aðili að málinu, en dóm-
urinn taldi rétt að málskostnaður
gagnvart henni félli niður. Var það
í samræmi við kröfu Hagstofunnar,
en af hennar hálfu var vísað til þess
að aðild hennar að máhnu væri að-
eins komin til af réttarfarsnauðsyn
þeirri sem mælt væri fyrir um í
lögum um lögheimili.
HJÁ ODDA er byrjað að prenta og
binda inn jólabækurnar. Olafur
Steingrímsson, starfsmaður prent-
smiðjunnar, segir að þar verði
prentaður svipaður íjöldi titia og
fyrir síðustu jól, eða um 130-160,
af alls um 200 titlum sem sem
prentaðir eru yfir árið. Oddi er
með 60-70% allra titla sem prent-
aðir eru innanlands.
„Núna erum við að vinna í þeim
bókum sem mest er lagt í. Menn
eru annars farnir að skila miklu
seinna í prentsmiðju en áður enda
kemur textinn yfirleitt á diski til-
búinn til umbrots, eða jafnvel um-
brotinn. Oft draga bókaútgefendur
fram í miðjan nóvember að skila
efninu til að binda peningana ekki
of fljótt í þessu.“
Prentsmiðjan er um tvær vikur
að koma í gegn bók í 1.500-2.000
eintökum við fyrstu prentun, en
Ólafur segir að þegar endurprent-
að er geti vinnslutíminn styst nið-
ur tvo daga.
Launaskrifstofa ríkisins
Þroskaþjálfar fá
ekki greidd laun
ÞROSKAÞJÁLFAR, sem boðað
hafa verkfall nk. mánudag, fengu
ekki greidd laun í gær. Þessi
ákvörðun er í samræmi við þá
stefnu ríkisins að greiða ekki laun
fyrirfram þeim sem boðað hafa
verkfall, en hún styðst við ákvæði
kjarasamninga og úrskurð dóm-
stóla. Nokkrir þroskaþjálfar, sem
eiga að vinna um helgina, fengu
ekki greidd laun í gær og íhuguðu
þeir í gær að mæta ekki til starfa
um helgina.
Anna Örlygsdóttir, lögfræðingur
hjá Launaskrifstofu ríkisins, sagði
að það væri óumdeilt að ríkið hefði
heimild til að greiða ekki laun fyrir-
fram til starfsmanna sem væru bún-
ir að boða verkfall. Þetta væri gert
með vísan í kjarasamning opinberra
starfsmanna, en einnig hefðu falhð
dómar sem staðfestu rétt ríkisins í
þessu máh. Hún sagði að sér kæmi
á óvart ef einhverjir þroskaþjálfar,
sem boðað hefðu verkfall, ættu að
vinna um helgina. Allir þroskaþjálf-
ar sem ynnu vaktavinnu ættu að
vera á undanþágu frá verkfalli.
Sigríður Kristjánsdóttir, formað-
ur verkfallsstjómar, sagði að þetta
sýndi vel að launaskrifstofan þekkti
ekki hvemig störfum þroskaþjálfa
væri háttað. Hún sagðist hins vegar
ekki efast um að ríkið þyrfti ekki að
greiða laun fyrirfram til starfs-
manna í verkfalli.
Þroskaþjálfar segja upp
Níu þroskaþjálfar sem starfa hjá
Styrktarfélagi vangefinna sögðu
upp störfum í gær. Laufey Gissur-
ardóttir þroskaþjálfi sagði að hún
hefði tekið þá ákvörðun að segja
upp störfum vegna langvarandi
óánægju með launakjörin. Hún
sagðist vera mjög óánægð með við-
brögð launanefndar ríkisins við
kröfum þroskaþjálfa og svo virtist
vera að ekki væri mikill áhugi hjá
ríkinu að meta störf þroskaþjálfa að
verðleikum.
7 af 11 þroskaþjálfum sem starfa
á Skálatúnsheimilinu upp störfum í
gær. Aðeins tveir þroskaþjálfar á
Skálatúni hafa verkfallsrétt. í
fyrradag sögðu 8 þroskaþjálfar hjá
Endurhæfingardeild Landspítala
(áður Kópavogshæli) upp störfum.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í
Reykjavík hefur móttekið uppsagn-
ir 24 af 25 þroskaþjálfum er starfa á
vegum skrifstofunnar.
ISLANDSFLUG
gerir fleirum fært ad fljúga
Morgunblaðið/Ásdís
Bjartur og Kíki í bæjarferð
BJARTUR ákvað að skreppa bæjarferð í gær,
meðal annars til að líta aðeins á úrvalið í leik-
fangabúðunum. Hann tók páfagaukinn sinn, sem
heitir Kíki, með sér og virtist fuglinn sjá ýmislegt
forvitnilegt í verslununum. Kíkí á ættir sínar að
rekja til heitari landa, en kveinkaði sér ekkert
undan kulda á ferðalaginu, enda veður milt og
gott.
Fatlaðir og aðstandendur í vanda í verkfalli þroskaþ.jálfa
Dagvistunarstofnanir
loka komi til verkfalls
ÖLL starfsemi á dagvistunarstofn-
unum fatlaðra leggst niður komi til
verkfalls þroskaþjálfa. Á þriðja
hundrað fatlaðir einstaklingar missa
þjónustu sína. Starfsemi Greiningar-
stöðvar ríkisins mun einnig lamast.
Fundur er í kjaradeilunni hjá ríkis-
sáttasemjara í dag.
Öll starfsemi dagvistunarstofn-
anna í Bjarkarási, Lyngási og Lækj-
arási leggst niður komi til verkfalls
og þar með þjónusta við liðlega 130
fatlaða einstaklinga. í Bjarkarási
vinna um 50 fatlaðir einstaklingar
við pökkun og framleiðslu fyrir um
100 viðskiptavini. Helmingur skjól-
stæðinganna dvelur á sambýlum og
um helmingur í foreldrahúsum.
Árni Már Bjömsson, forstöðumað-
ur í Bjarkarási, sagði Ijóst að verk-
fallið kæmi til með að koma mjög illa
við þá einstaklinga sem störfuðu í
Bjarkarási og ekki síður við aðstand-
endur þeirra. Hann sagðist hafa orðið
var við kvíða og áhyggjur bæði hjá
skólstæðingum og aðstendendum.
Ljóst væri að sumir aðstandendur
kæmu til með að lenda í miklum
vandræðum í verkfallinu. Sumir gætu
þurft að taka sér frí í vinnu til að ann-
ast fotluð böm sín. Álag inn á sambýl-
unum kæmi einnig til með að aukast.
Starfsemi hæfingarstöðvanna í
Hafnarfii-ði, á Suðurnesjum og
Akureyri leggst einnig niður komi til
verkfalls.
Greiningarstöðin lamast
Starfsemi Greiningarstöðvar rík-
isins mun að verulegu leyti lamast
komi til verkfalls þroskaþjálfa. Öll
greining á bömum leggst af og eng-
ar tilvísanir verða þar af leiðandi af-
greiddar í verkfaUi. Almenn þjón-
Usta við foreldra fatlaðra barna, ráð-
gjöf, greining og þjálfun, feUur
sömuleiðis niður. Oll þjálfun yngstu
barnanna með þroskafrávik feUur
niður. Tryggvi Sigurðsson, sálfr®ð-
ingur hjá Greiningarstöðinni, sagði
að þetta væri alvarlegur hlutur
vegna þess að þjálfun skipti miklu
máli varðandi alla færni og líðan
barnanna.
I
I
)
)
\
I
I
I