Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 42
-.#42 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Júlía Jónína Halldórsdóttir var fædd á Ver- mundarstöðum í Ólafsfirði 8. maí 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 25. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, f. 7.3. ^ 1864 á Þverá í Svarfaðardal, d. 19.3. 1941 á Siglu- firði, og Margrét Friðriksdóttir, f. 10.11. 1865 í Brekkukoti í Svarfaðardal, d. 21.4. 1954 á Siglufirði. Þau bjuggu fyrst á Böggvistaðagerði á Dalvík 1890-1894, Vermundarstöðum í Ólafsfirði 1898-1916, Staðar- hóli í Siglufirði 1919-1924 er þau fluttu á Siglufjörð. Júlía var yngst níu systkina sem öll eru látin nema Anna Kristín sem er búsett í Reykjavík. Eig- Júlía var átta ára þegar foreldr- ar hennar, sem ættuð voru úr Svarfaðardal, fluttu frá Vermund- arstöðum í Ólafsfirði árið 1919, þar sem þau höfðu búið nokkur ár. Fjölskyldan settist að á Staðarhóli í Siglufírði um vorið en bærinn er skammt utan þess staðar sem snjó- flóð féllu á hinn 12. apríl þetta ár, og af varð mikið eignatjón og 9 manns fórust. Hún varð að stunda sitt barna- skólanám með því að ganga fyrir J^fjörðinn, en barnaskólinn sem byggður var 1913 stendur á Þor- móðseyri. Hefur hún því strax á unga aldri orðið að takast á við vind í fangið, því þótt oft sé gott veður í Siglufírði, getur líka blásið. Foreldrar hennar áttu 9 böm, Guð- rúnu, Jón, Magneu, Sólveigu, Finn- boga, Sigurbjörn, Bjöm Kristin, Önnu, Júlíu og auk þess ólu þau inmaður Júlíu var Björn Þórðarson sem dvelur nú á öldrunardeild Sjúkrahúss Siglu- fjarðar. Börn þeirra eru: 1) Þór- ir, f. 18.6. 1934, maki Jónína Víg- lundsóttir, þau eiga 6 börn. 2) Auður, f. 16.2. 1936, maki Sverrir Sveinsson, þau eiga 5 börn. 3) Birgir, f. 17.9. 1937, maki Hrafn- hildur Stefánsdótt- ir, þau eiga 5 börn. 4) Sverrir, f. 4.1. 1939, maki Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, þau eiga 3 börn. 5) Ægir, f. 25.4. 1940, á 4 börn, sambýliskona nú Christine Johannsson. Barna- börn Júlíu og Björns eru 23 og barnabarnabörn 48. Utför Júlíu verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. upp eina fósturdóttur, Jónu I. Jóns- dóttur. Eins og nærri má geta hafa bömin strax farið að vinna og hjálpa til við búskapinn og farið sjálf að bjarga sér. En öll komust þau upp og vom áberandi fyrir dugnað og harðfylgi og eftirsótt til vinnu. Bræður Júlíu urðu sjómenn, aflasælir skipstjórar, vélstjórar og útgerðarmenn, systur hennar hús- mæður. Af þessu fólki er kominn stór og mikill ættbogi sem dvelur víða á landinu. Margrét móðir Júlíu hefur verið einstök kona með stórt hjarta, hún hafði Júlíu og Jónu báðar á bijósti, en Jóna kom til hennar 3 mánaða gömul er þau Halldór bjuggu í Olafsfirði. Dugnaður, nægjusemi, heit trú og samkennd fjölskyldunnar mót- aði Júlíu í uppvexti og þessum eiginleikum skilaði hún svo sannar- lega til sinna afkomenda. Halldór byggir hús á Siglufirði 1924 og stundar þar almenna verkamanna- vinnu, m.a. hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Júlía fær að sjá Siglufjörð, sem fékk kaupstaðarréttindi 1919, vaxa úr fámennri byggð í þrjú til fjögur þúsund manna samfélag, með öll- um þeim hræringum sem því fylgdu. Uppbyggingu síldar- bræðslna og söltunarstöðva auk annarra umsvifa. Hún tók líka þátt í þessu, var hamhleypa til vinnu og var eftirsótt til síldarsöltunar. Júlía fékk áhuga á að sjá meira en Siglufjörð og hún réðst til vistar hjá Magnúsi Thorberg í Reykjavík og eignaðist þar fjölda vinkvenna. Margar stúlkur gerðu þetta á þess- um tíma, og má segja að dvöl á ýmsum heimilum í Reykjavík hafí verið þeim stúlkum einskonar kvennaskóli þar sem þær námu eitt og annað. Júlía minntist þessa tíma ætíð með ánægju. Hinn 17. september 1938 giftist Júlía Birni Þórðarsyni, þá höfðu þau eignast þijú börn, en börnin urðu fimm sem þau eignuðust á sex árum. Trúlega hefur oft verið nokkuð mikið að gera hjá Júlíu, þar sem Björn stundaði sjómennsku á þessum árum og var oftast á vertíðum á vetrum bæði í Vest- mannaeyjum, Sandgerði, Reykja- vík og víðar og síld á sumrin. Ég man að Júlía sagði mér að vertíðin 1936 hafi brugðist, þann vetur fæðist Auður og Björn var á vertíð í Vestmannaeyjum, það hef- ur því ekki alltaf verið úr miklu að spila. Árið 1946 byggir Björn ofan á hús móður sinnar á Hafnar- götu 6, og stóð heimili þeirra þar alla tíð. Á stríðsárunum 1943-45 siglir Björn á Dagnýju með fisk til Bret- lands og má nærri geta hvað Júlía hefur átt erfiða daga þegar ekkert fréttist af skipinu dögum saman meðan þeir voru í hafi og hún með fimm lítil börn heima. Þórunn móðir hans bjó á neðri hæðinni með Nönnu systur hans þegar ég kynnist fjölskyldunni og er að draga mig eftir Áuði dóttur þeirra. Júlía hafði þá tekið Mar- JÚLÍA - HALLDÓRSDÓTTIR KRISTINN JÓNSSON Þjóðólfshaga í Holtum 19. júní 1903. Hann lést á Landspítalanum 27. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Jón Jónsson, f. 5. ágúst 1867, d. 5. sept. 1953 og kona hans, Anna Guðmunds- dóttir, f. 18. nóv. 1876, d. 27. maí 1962. Þau bjuggu í Bjóluhjáleigu, síð- ar að Hrafntóftum. Systkini Kristins eru: Jón, dó ungur, Guðrún f. 23. júlí 1904, Ingi- björg f. 3. apríl 1906, Ingigerð- ur, dó ung, Ingólfur f. 15. maí 1909, d. 18. júlí 1984, Sigríður f. 27. júní 1911 og Ragnar f. 24. ágúst 1915, d. 24. nóv. 1992. Kristinn kvæntist Jónu Sól- veigu Einarsdóttur 13. október 1934. Hún fæddist í Ásgarði, Dölum, 13. janúar 1907, d. 19. ágúst 1962. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Helga Jónsdóttir. Systir Jónu var Sig- Mánudaginn 27. október hneig lífssól elsku afa okkar, Kristins Jónssonar, til viðar hinsta sinni. Skin hennar hafði lýst um langan og gifturíkan tíma eða 94 ár. Erfítt er að hugsa sér framtíðina án afa svo snar þáttur var hann í tilveru okkar systkinanna allt frá ^.^fæðingu, en við vorum svo heppin að búa í nærveru hans. Daglega ríður f. 2. ágúst 1902, d. í desember 1964. Börn Kristins og Jónu eru: Svavar f. 29. febr. 1936, maki Jóna Helgadóttir f. 19. sept. 1942. Barn þeirra, Þórhallur, f. 13. des. 1960. Einar, f. 12. des. 1938, maki Þórunn Ólafsdóttir, f. 19. sept. 1939, d. 4. sept. 1990. Barn þeirra, Sólveig Þórdís, f. 16. okt. 1974. Anna Helga, f. 11. ágúst 1944, maki Knútur Scheving, f. 14. júní 1945. Börn þeirra: Jóna Sigríður, f. 26. sept. 1974, Kristinn, f. 27. ágúst 1977, og Margrét, f. 2. sept. 1983. Lan- gafastelpurnar eru tvær: Sig- urveig Þórhallsdóttir og Hel- ena Ösp Björgvinsdóttir. Aðal ævistörf Kristins voru akstur og verslunarstörf. Útför Kristins fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin kiukkan 14. sýndi hann okkur væntumþykju sína með áhuga á því sem við vor- um að gera og okkur viðkom. Sömuleiðis hugsaði hann vel um alla aðra sína nánustu án þess að láta mikið fyrir sér fara. Afi var dagfarsprúður maður að eðlisfari, rólegur í fasi og breytti aldrei ljúfu skapi en hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Samverustundir okkar með afa hafa verið okkur dýrmæt- ar. Þessara stunda munum við ávallt minnast í framtíðinni með hlýju í huga. Er hugir okkar reika til baka til bernsku okkar rifjast upp spurning- ar okkar til afa hvort hann ætti ekki eitthvað í vasanum, en þar átti hann oftast eitthvert góðgæti til að gleðja litla munna. Afi var ætíð tilbúinn að leika við okkur og spila eða að fara með okkur í bílt- úra til kirkju, í réttir eða um ná- grennið. Éinnig minnumst við stunda okkar á Brúarlandi, en svo heitir húsið hans á Hellu, og leiks okkar að gullunum sem afi átti í kassa fyrir okkur að leika að. Afi var heilsuhraustur nánast til æviloka, ók bílnum sínum til þess dags er hann missti heilsuna og var fluttur á sjúkrahús. Þar greindist hann með ólæknandi sjúkdóm. Allt var gert sem hægt var til að afa liði sem best í veikindum sinum en lífssól hans hneig hratt til viðar. Skin hennar mun lýsa okkur til framtíðar. Erum við þakklát lækn- um og öðru starfsfólki deildar 11B á Landspítalanum fyrir mjög góða umönnun og blítt viðmót í hans garð og aðstandenda. Elsku afi, við gleðjumst yfir end- urfundum þínum við ömmu og aðra ástvini þína sem á undan eru farn- ir. Það verða áreiðanlega fagnaðar- fundir. Á skilnaðarstundu þökkum við þér samfylgdina og biðjum al- góðan Guð að blessa þig og minn- ingu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóna Sigríður, Kristinn og Margrét. gréti móður sína háaldraða á heim- ilið. Júlía tók mér einstaklega vel og mér fannst hún ætíð líta á mig sem einn af sonum sínum. Þegar við Auður höfðum eignast Bjöm elsta son okkar tók hún ekki í mál annað en hafa hann svo við gætum klárað nám í Reykjavík. Hana munaði ekkert um að bæta barni á sig frekar en móðir hennar gerði forðum. Júlía gekk þá ekki heil til skógar og var skorin upp við maga- sári sumarið eftir. Vettvangur Júlíu var heimilið, hugsunin um velferð barna sinna, eiginmanns og fjöl- skyldu var hennar starf, sem gaf henni líka þá lífsfyllingu sem hún naut. Þegar hægðist um hjá henni og börnin farin að heiman fór hún að vinna í Niðurlagningarverk- smiðju Sigló síldar og vann þar í mörg ár. Júlía hafði sig ekki mikið í frammi á opinberum vettvangi. Slysavarnadeildin „Vörn“, sem var stofnuð 5. mars 1933, var henni þó mjög kær, og starfaði hún í henni meðan kraftar entust. Júlía hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en hún mátti aldrei heyra manni hallmælt, þá tók hún málstað hans, eiginleiki sem gerir hana einstaka í minning- unni. Júlía og Björn voru oftast nefnd samtímis eins og tíðkast um samhent hjón. Heimili þeirra stóð öllum opið og þau voru vinmörg og vinföst. Þijú af börnum þeirra búa í Siglufírði og hafa barnabörnin not- ið samvista við ömmu sína og afa sem nutu þess að fá þau í heim- sókn á Hafnargötuna. Ég held að í huga barnabarnanna hljóti jóla- boðin hjá ömmu og afa að vera með skærustu perlum minninga þeirra frá bernskudögunum í Siglu- fírði. Júlía dvaldi síðustu ár sín á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og Bjöm er á öldrunardeild Sjúkrahússins. Ég þakka starfsfólki þar fyrir frá- bæra umönnun, hlýlegt og elsku- legt viðmót. Ég vil að leiðarlokum, kæra tengdamóðir, þakka þér fyrir öll okkar samskipti sem aldrei bar skugga á og vona að þú finnir þann guðsfrið sem þú þráðir. Tengdaföður mínum bið ég guðs- blessunar. Sverrir Sveinsson. Elsku amma mín, mig langar til að minnast þín með nokkrum orð- um. Upp hrannast minningabrot í huga mér frá heimsóknum mínum til ykkar afa á Hafnargötu 6 á Siglufirði, þangað sem mér þótti svo gott að koma. Þú varst ein af þeim sem aldrei féll verk úr hendi, en áttir alltaf tíma til að tala við okkur barnabörnin, því gleymir maður aldrei. Það sem mér fannst einkennandi og ríkt í fari þínu voru dyggðir þær sem eru mikilvægastar í fari sér- hvers manns, heiðarleiki, kurteisi, að gera kröfur til sjálfs sín áður en maður gerir kröfur til annarra, dugnaður, hófsemi, að vera ekki dómharður í garð annarra og svo ótalmargt fleira. Mér fannst þú um margt á undan þinni samtíð, svo sem varðandi líkamsrækt, að borða hollan mat, búa til meðal úr grösum og fleira, þessum góðu gildum deildir þú með þeim sem vildu heyra. Aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni, þú tókst alltaf málstað þeirra sem minna mega sín. Frá þér stafaði kraftur sem lýsti sér þannig að þeir sem fóru á þinn fund fóru bjartsýnni og fullir orku frá þér, þú hafðir lag á að hvetja, ekki síst með ótrúlegum krafti og sjálfsaga. Um það bar allt sem þú komst nærri vott. Heimilið alltaf fágað og fínt, garðurinn gróinn og fallegur, prýddur trjám, ásamt sumarblómum, málaðir steinar og hellur, alveg einstaklega snyrtilegt. Eftir að ég flutti suður til Reykjavíkur, hittumst við sjaldnar, ég minnist heimsókna ykkar afa til okkar, þar sem ég fékk að fylgja ykkur milli ættingja og vina, það var mér mikils virði, upphaf nokk- urra ára vináttu minnar og Jónu systur þinnar. Nú ert þú farin þang- að sem vinir og vandamenn taka vel á móti þér, þeirra á meðal Jóna, sem við bæði mátum svo mikils. Síðustu árin þekktir þú mig ekki, þú hafðir þenna'n sjúkdóm sem lýs- ir sér í skertu minni, samt varstu létt og kát, kvaddir mig ósjaldan með orðunum „og reyndu nú að físka“ og „guð veri með þér á sjón- um“. Ég minnist þín sem góðrar fyrir- myndar sem ég lærði sitthvað af. Elsku afi minn, eins og amma var vön að segja „guð veri með þér“. Árni Sverrisson. Minningarnar hrannast upp, hún Júlla amma mín er dáin. Júlla amma eins og hún var daglega nefnd af okkur barnabörnunum var frekar lág vexti og snaggaraleg í hreyfingu. Flestir máttu hafa sig við til þess að fylgja henni eftir á gangi, það sem hún gerði var ekki framkvæmt með hangandi hendi. Ég er fæddur á Hafnargötu 6 í húsinu ömmu og afa, og man eftir mér sem litlum dreng í eldhúsinu hjá ömmu þar sem hún var að þvo fætur mína í eldhúsvaskinum áður en ég var settur í náttfötin og sett- ur í rúmið. Trúrækni var ömmu í blóð borin þannig að „Faðir vorið“ var hluti af undirbúningi fyrir svefninn ásamt fleiri bænum. Ég tengi í minningunni sterka trú og réttlætiskennd hennar við uppeldi hennar sjálfrar og þá minn- ist ég þess sérstaklega hve mikla virðingu hún bar fyrir föður sínum í þeim efnum. Þegar ég átti heim á Laugavegi 14 kom það oft fyrir að ég stalst á öskuhaugana sem voru ekki mjög langt undan, ösku- haugarnir höfðu gífurlegt aðdrátt- arafl á unga drengi sem fannst gaman að grúska. Fyrir mér var það til að byija með óskiljanlegt að mamma gat alltaf spurt hvar ég hefði verið þegar ég hafði verið á öskuhaug- unum. En þegar ég gat sett það í samhengi að hún hnusaði af föt- unum mínum tók ég upp á að fara bara til ömmu að loknum hauga- ferðunum, því þangað var ég alltaf velkominn og skipti ekki máli hvort ég lyktaði eitthvað. Oftar enn einu sinni „bjargaði" hún mér frá því að svara til saka eftir haugaferðir, eða þegar eitthvað annað bjátaði á. Minningin um það þegar ég datt í sjóinn inni á Leirum er ljóslifandi í huga mér, þar sem ég álpaðist beint í flasið á föður mínum rétt áður en ég komst til ömmu og mátti standa skil gjörða minna. Afí og amma voru mjög samrýnd og þótti greinilega mjög vænt hvoru um annað. Þrátt fyrir að þau hefðu skiptar skoðanir á ýmsum málefnum kom það ekki að sök, vegna þess að þau báru gæfu til að virða hvort annars skoðanir. í bernskuminningunni þá skipuðu jólaboðin á Hafnargötu 6 mikilvæg- an sess í jólahaldinu. Það var alltaf dálitlum vandkvæðum bundið að velja jólagjöfina hennar ömmu, því hún átti það oftar en ekki til að gefa það sem henni var ætlað ein- hveijum sem hún taldi að væri í meiri þörf fyrir hlutinn. Þegar móðurbræður mínir þeir Þórir og Ægir voru fluttir frá Siglu- firði, þá munaði ömmu ekkert um að bæta fleiri fjölskyldum í jólaboð- ið, sem venslaðar voru mökum barna hennar. Dugnaður, kjarkur og ósérhlífni eru orð sem mér finnst einkenna ömmu mína, sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfiða sjúkdómslegu. Ég sendi öllu því starfsfólki sem hefur annast hana þakklætiskveðj- ur og afa mínum innilegar sam- úðarkveðjur. Og kveð ömmu mína með þess- um fátæklegu orðum. Guð blessi minningu þína, amma mín. Björn Sverrisson, Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.