Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 37
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 37" AÐSENDAR GREINAR Hvers konar þjóð viljnm við vera? milli ríkra A UNDANFORN- UM árum hefur orðið mjög hraðfara breyt- ing á „samsetningu" hins íslenskra sam- félags. Það er stétt- skiptara en áður hefur þekkst. Um er að ræða efnalega stéttaskipt- ingu, sem í mörgum grundvallaratriðum er farin að líkjast þeirri þróun, sem orðið hefur í Bandaríkjunum á undanförnum áratug- um. Þar er nú svo kom- ið, að tæp 3% þjóðar- innar eiga liðlega 70% af þjóðarauðnum og bilið breikkar stöðugt á og fátækra. Hagfræðingar og félagsfræðing- ar í Bandaríkjunum hafa varað mjög alvarlega við þessari þróun. Þeir ganga svo langt að segja, að hún geti ógnað stjórnskipulagi Bandaríkjanna. Áhrif auðmanna á störf þings og framkvæmdavalds geti skaðað lýðræðisskipulag þjóð- arinnar og sívaxandi misrétti geti fyrr eða síðar kallað fram ofbeldis- kennd viðbrögð og uppgjör þess stóra hóps, er býr við kjör, sem eru við eða undir fátæktarmörkum. Auður fárra Á Islandi hefur mikill auður safn- ast á fárra manna hendur á síðustu áratugum. Að hluta má rekja upp- hafið til áranna eftir heimsstyrjöld- ina síðari; einokunar á framkvæmd- um fyrir varnarliðið, olíusölu og útgerðar. En steininn tók úr þegar mestu auðævi þjóðarinnar og eign hennar samkvæmt lögum, fiskurinn í sjónum, var afhent nokkrum ein- staklingum. Einnig má benda á rík- isfyrirtæki, sem höfðu verið byggð upp fyrir skattpeninga þjóðarinnar, og hafa verið seld einstaklingum á mjög „hóflegu" verði. - Af þessum sökum, og af fleiri ástæðum, hefur mikill auður runnið í sjóði takmark- aðs hóps íslendinga. Það verður aldrei tryggt að allir einstaklingar beri hið sama úr být- um, enda ekki æskilegt markmið. Það er ekkert eðlilegra en að dug- andi fólk geti hagnast fyrir sakir dugnaðar og kunnáttu, þegar það starfar í eðlilegu og heilbrigðu umhverfi og greiðir skatta og skyld- ur. En velferðarkerfið hefur verið öryggisventill flestra siðaðra þjóða Árni Gunnarsson og verkfæri til að jafna kjörin og til að tryggja að enginn líði alvarleg- an skort. - Og fæstir íslendingar vilja hverfa frá þessu kerfi. Hvað viljum við? En nú eru tímamót í þróun íslenska samfé- lagsins. Þjóðin verður að taka afstöðu til þess hvort núverandi efna- leg stéttaskipting sé æskileg og hvort eigi að viðhalda velferðar- kerfinu sem öryggis- neti. Þjóðin verður að ákveða hverskonar þjóðfélag eigi að þróast hér á nýrri öld. Það eru margar ástæður fyrir því, að ákvörðun verður að taka hið fyrsta. Efnalega stéttaskiptingin er að festast í sessi. Fjölmargir fylgifisk- Við erum komin að þeim tímamótum, segir Arni Gunnarsson, að verða að ákveða, hvers konar þjóð við viljum vera - í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. ar hennar sjá nú dagsins ljós og má þar nefna einkarekstur í heil- brigðis- og menntakerfi. Niðurstaða þeirrar þróunar verður auðvitað sú, að efnafólk sendir börn sín í úrvals- skóla og greiðir fyrir bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu. Þar munu einn- ig koma við sögu betri tryggingar, en almenningur nýtur, fyrir áföllum og elli. Inn í 21. öldina Þar með verður þessi efnalega stéttaskipting fest í sessi til fram- búðar. Og það er þjóðin ein, sem getur svarað því hvort hún vill halda inn í 21. öldina í stéttskiptu samfé- lagi þar sem misréttið hlýtur að aukast smátt og smátt og um leið minnki áhugi og tilfinning fyrir nauðsyn þess tryggingakerfís, sem við höfum til þessa kallað velferðar- kerfi. Sýning á ekta handmáluðum bysönskum íkonum í laugardaginn I. nóv. kl. 12—19 sunnudaginn 2. nóv. kl. 12—19 Lmánudaginn 3. nóv. kl. 12—19 HOTEþ REYKJAVIK SIGTLJNI Þá gæti skiptingin á þjóðarskút- unni litið út eins og einn sérfræðing- ur hefur getið sér til um: 1. farrými: Fjármagnseigendur, fólk með sérfræðikunnáttu og fóik með aðstöðu. Það notaði „elítu- skóla“, greiddi sjálft fyrir úrvals heilbrigðisþjónustu og tryggingar gegn áföllum og til að njóta góðrar elli. 2. farrými: Bjargálna launa- menn. Þeir notuðu almennt skóla- kerfi, samtryggingar um almenna heilbrigðisþjónustu og tryggingar. 3. farrými: Ófaglært verkafólk, lausavinnuafl, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar. Þetta fólk hefði lítinn aðgang að almennri þjónUstu, bæði skólum og heilbrigð- isþjónustu og tryggingar þeirra yrðu ölmusa. Ný lögmál Einhverjir munu nú tala um svartagallsraus í höfundi. En lítið í kringum ykkur og athugið vandlega hvað er að gerast. Þessi þróun er hafin. Hún er heldur ekki óeðlileg þegar þess er gætt hver hefur verið rauði þráðurinn í predikun þeirra karla á kössunum, sem brýnt hafa fyrir unga fólkinu lögmál lífsbaráttu nýrra tíma. Þar á tilgangurinn að helga meðalið í óheftri samkeppni eftir lífsgæðum, sem í mörgum til- vikum flokkast undir hreina og klára græðgi, sem er að verða eitt helsta einkenni íslensks samfélags. Ég hef stundum undrast hvemig almenningur á íslandi hefur setið þegjandi og gneypur undir aðför margvíslegra sérhagsmunahópa, sem tekið hafa sér réttindi og fjár- muni úr sameiginlegum sjóðum. En nú er komið að þeim tímamótum, að þjóðin verður að ákveða hvers konar þjóð hún vill vera í nánustu framtíð og í hvers konar þjóðfélagi hún vill búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Homafjörðui * HotuafJðirðUí * Hornafjördur * Hornafjörður * ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugfélag íslands býðurflug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg- verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. v \ | Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til Hornafjarðar með Flugfélagi íslands. www.airicelaivd.is 7 & HORNAFJÖFVDUR HEiLLiARl - HnmafmrðtK - ífcvVjavi a & 13.300 • Flug fram og til baka • Gisting á mann 12 nætur með morgunvcrði i tveggja manna herb. • Afsléttarhefti og flugvallarskattur innifalinn Gjuggbelgin 7. tílB. nóvetmber Uppskeruhátíð aldarinnar á Höfn -100 ára Á þessu ári hafa Hornfirðingar minnst aldar afmælis byggðar á Hrfiín og nú er loka- spretturinn hafinn. (^igg helgi með villibáða veislu og karnival stemm^u. X n \ vefureinblínum við ð: - jöklaferðir á vélsleðum eða snjóbílum - jeppasafarí - bátsferðir út í Hornafjarðarós - hestaferðir á ís r - hestaferðir á ís - heimsókn í sveitina - fjöruferðir -fuglaskoðun & 1y>7 - Verð frá kr. 2.990 !!! « Juí’eéT . | FLUGFELAG ISLANDS yr- 1 I . V i r hrlmni L______. Kyrintu þer Gjugg i Bæ hja Flugfélagi íslands i síma 570 3030 eöa hja næsta umboðsmanni. Söjuskrifstofa Fluglélags íslanris. Fálkahúsiny, Hafnarstræti. sími 570 3800 - myndriti 570 3502
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.