Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 37

Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 37
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 37" AÐSENDAR GREINAR Hvers konar þjóð viljnm við vera? milli ríkra A UNDANFORN- UM árum hefur orðið mjög hraðfara breyt- ing á „samsetningu" hins íslenskra sam- félags. Það er stétt- skiptara en áður hefur þekkst. Um er að ræða efnalega stéttaskipt- ingu, sem í mörgum grundvallaratriðum er farin að líkjast þeirri þróun, sem orðið hefur í Bandaríkjunum á undanförnum áratug- um. Þar er nú svo kom- ið, að tæp 3% þjóðar- innar eiga liðlega 70% af þjóðarauðnum og bilið breikkar stöðugt á og fátækra. Hagfræðingar og félagsfræðing- ar í Bandaríkjunum hafa varað mjög alvarlega við þessari þróun. Þeir ganga svo langt að segja, að hún geti ógnað stjórnskipulagi Bandaríkjanna. Áhrif auðmanna á störf þings og framkvæmdavalds geti skaðað lýðræðisskipulag þjóð- arinnar og sívaxandi misrétti geti fyrr eða síðar kallað fram ofbeldis- kennd viðbrögð og uppgjör þess stóra hóps, er býr við kjör, sem eru við eða undir fátæktarmörkum. Auður fárra Á Islandi hefur mikill auður safn- ast á fárra manna hendur á síðustu áratugum. Að hluta má rekja upp- hafið til áranna eftir heimsstyrjöld- ina síðari; einokunar á framkvæmd- um fyrir varnarliðið, olíusölu og útgerðar. En steininn tók úr þegar mestu auðævi þjóðarinnar og eign hennar samkvæmt lögum, fiskurinn í sjónum, var afhent nokkrum ein- staklingum. Einnig má benda á rík- isfyrirtæki, sem höfðu verið byggð upp fyrir skattpeninga þjóðarinnar, og hafa verið seld einstaklingum á mjög „hóflegu" verði. - Af þessum sökum, og af fleiri ástæðum, hefur mikill auður runnið í sjóði takmark- aðs hóps íslendinga. Það verður aldrei tryggt að allir einstaklingar beri hið sama úr být- um, enda ekki æskilegt markmið. Það er ekkert eðlilegra en að dug- andi fólk geti hagnast fyrir sakir dugnaðar og kunnáttu, þegar það starfar í eðlilegu og heilbrigðu umhverfi og greiðir skatta og skyld- ur. En velferðarkerfið hefur verið öryggisventill flestra siðaðra þjóða Árni Gunnarsson og verkfæri til að jafna kjörin og til að tryggja að enginn líði alvarleg- an skort. - Og fæstir íslendingar vilja hverfa frá þessu kerfi. Hvað viljum við? En nú eru tímamót í þróun íslenska samfé- lagsins. Þjóðin verður að taka afstöðu til þess hvort núverandi efna- leg stéttaskipting sé æskileg og hvort eigi að viðhalda velferðar- kerfinu sem öryggis- neti. Þjóðin verður að ákveða hverskonar þjóðfélag eigi að þróast hér á nýrri öld. Það eru margar ástæður fyrir því, að ákvörðun verður að taka hið fyrsta. Efnalega stéttaskiptingin er að festast í sessi. Fjölmargir fylgifisk- Við erum komin að þeim tímamótum, segir Arni Gunnarsson, að verða að ákveða, hvers konar þjóð við viljum vera - í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. ar hennar sjá nú dagsins ljós og má þar nefna einkarekstur í heil- brigðis- og menntakerfi. Niðurstaða þeirrar þróunar verður auðvitað sú, að efnafólk sendir börn sín í úrvals- skóla og greiðir fyrir bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu. Þar munu einn- ig koma við sögu betri tryggingar, en almenningur nýtur, fyrir áföllum og elli. Inn í 21. öldina Þar með verður þessi efnalega stéttaskipting fest í sessi til fram- búðar. Og það er þjóðin ein, sem getur svarað því hvort hún vill halda inn í 21. öldina í stéttskiptu samfé- lagi þar sem misréttið hlýtur að aukast smátt og smátt og um leið minnki áhugi og tilfinning fyrir nauðsyn þess tryggingakerfís, sem við höfum til þessa kallað velferðar- kerfi. Sýning á ekta handmáluðum bysönskum íkonum í laugardaginn I. nóv. kl. 12—19 sunnudaginn 2. nóv. kl. 12—19 Lmánudaginn 3. nóv. kl. 12—19 HOTEþ REYKJAVIK SIGTLJNI Þá gæti skiptingin á þjóðarskút- unni litið út eins og einn sérfræðing- ur hefur getið sér til um: 1. farrými: Fjármagnseigendur, fólk með sérfræðikunnáttu og fóik með aðstöðu. Það notaði „elítu- skóla“, greiddi sjálft fyrir úrvals heilbrigðisþjónustu og tryggingar gegn áföllum og til að njóta góðrar elli. 2. farrými: Bjargálna launa- menn. Þeir notuðu almennt skóla- kerfi, samtryggingar um almenna heilbrigðisþjónustu og tryggingar. 3. farrými: Ófaglært verkafólk, lausavinnuafl, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar. Þetta fólk hefði lítinn aðgang að almennri þjónUstu, bæði skólum og heilbrigð- isþjónustu og tryggingar þeirra yrðu ölmusa. Ný lögmál Einhverjir munu nú tala um svartagallsraus í höfundi. En lítið í kringum ykkur og athugið vandlega hvað er að gerast. Þessi þróun er hafin. Hún er heldur ekki óeðlileg þegar þess er gætt hver hefur verið rauði þráðurinn í predikun þeirra karla á kössunum, sem brýnt hafa fyrir unga fólkinu lögmál lífsbaráttu nýrra tíma. Þar á tilgangurinn að helga meðalið í óheftri samkeppni eftir lífsgæðum, sem í mörgum til- vikum flokkast undir hreina og klára græðgi, sem er að verða eitt helsta einkenni íslensks samfélags. Ég hef stundum undrast hvemig almenningur á íslandi hefur setið þegjandi og gneypur undir aðför margvíslegra sérhagsmunahópa, sem tekið hafa sér réttindi og fjár- muni úr sameiginlegum sjóðum. En nú er komið að þeim tímamótum, að þjóðin verður að ákveða hvers konar þjóð hún vill vera í nánustu framtíð og í hvers konar þjóðfélagi hún vill búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Homafjörðui * HotuafJðirðUí * Hornafjördur * Hornafjörður * ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugfélag íslands býðurflug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg- verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. v \ | Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til Hornafjarðar með Flugfélagi íslands. www.airicelaivd.is 7 & HORNAFJÖFVDUR HEiLLiARl - HnmafmrðtK - ífcvVjavi a & 13.300 • Flug fram og til baka • Gisting á mann 12 nætur með morgunvcrði i tveggja manna herb. • Afsléttarhefti og flugvallarskattur innifalinn Gjuggbelgin 7. tílB. nóvetmber Uppskeruhátíð aldarinnar á Höfn -100 ára Á þessu ári hafa Hornfirðingar minnst aldar afmælis byggðar á Hrfiín og nú er loka- spretturinn hafinn. (^igg helgi með villibáða veislu og karnival stemm^u. X n \ vefureinblínum við ð: - jöklaferðir á vélsleðum eða snjóbílum - jeppasafarí - bátsferðir út í Hornafjarðarós - hestaferðir á ís r - hestaferðir á ís - heimsókn í sveitina - fjöruferðir -fuglaskoðun & 1y>7 - Verð frá kr. 2.990 !!! « Juí’eéT . | FLUGFELAG ISLANDS yr- 1 I . V i r hrlmni L______. Kyrintu þer Gjugg i Bæ hja Flugfélagi íslands i síma 570 3030 eöa hja næsta umboðsmanni. Söjuskrifstofa Fluglélags íslanris. Fálkahúsiny, Hafnarstræti. sími 570 3800 - myndriti 570 3502

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.