Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
AFMÆLI SKATAHREYFINGARINNAR
MORGUNBLAÐIÐ
Níutíu
skátaár
Það einkennir upphaf og starf
skátahreyfíngarinnar að starfíð er
borið uppi og því stjómað af ungu
fólki. Oft svo ungu að ókunnugum
þykir tíðindum sæta, en það er eðli
hverrar hreyfingar að vera
jafngömul og félagarnir. Þess
vegna er skátahreyfingin síung og
höfðar ekki síður til
barna og unglinga nú
en í upphafí. Láta mun
nærri að um 4 af hverj-
um 10 landsmönnum
hafí með einum eða
öðrum hætti tekið þátt
í skátastarfi.
Upphaf skáta-
hreyfingarinnar
„Ég sé hann lifandi
fyrir hugskotssjónum,
þó að nú séu liðin tutt-
ugu ár frá því þessir
atburðir gerðust.
Þarna stendur hann í
glampanum frá varð-
eldinum, snaggaraleg-
ur, unglegur og fullur
lífsgleði. Aðra stundina grafalvar-
legur, en hina fullur gáska og svar-
ar alls konar spurningum, hermir
eftir fuglum, segir skemmtisögur
og dæmisögur. Sýnir áheyrendum
hvemig á að bera sig að við að elta
uppi veiðidýr og rekja slóð þess.
Þess á milli syngur hann og dansar
umhverfis varðeldinn.“
Sá sem hér hélt á penna var Sir
Percy Everett, bókmenntaritstjóri
forlagsins Arthur J. Pearson Jr. sem
var á ferð að undirlagi forstjóra síns
á lítilli eyju við Poole Harbour,
Brownsea-eyju, í síðustu viku júlí-
mánaðar árið 1907. Þama hitti Sir
Percy fyrst Sir Robert Baden-Pow-
ell hershöfðingja og þjóðhetju í afar
óvenjulegum félagsskap, í hópi 22
stráka á aldrinum 13-16 ára, sem
fylktu sér undir fánum í fjóra flokka
sem þeir kölluðu Úlfa, Uxa, Spóa
og Hrafna. Eftir langan umþóttun-
artíma, hafði Baden-Powell loks
ákveðið að reyna hugmyndir sínar
í verki og naut til þess stuðnings
Arturs Pearsons, sem gaf þær síðan
út á bók undir nafninu skátastörf
fyrir drengi, Scouting for Boys. í
þessari fyrstu skátaútilegu komu
saman níu drengir úr helstu mennta-
skólum Englands, Eaton, Charterho-
use, Harrow, Cheltenham, Repton
og Wellington, og niu strákar úr
Drengjasveitinni (Boys Brigade) í
Poole og Bomemouth. Auk þeirra
nokkrir synir vinafólks B-P.
„Þetta var eins og að vera boðið
í konungshöllina, ekkert undanfæri
að taka þátt í útilegunni," sagði einn
drengjanna frá Poole. Hugsið ykkur
útilegu á sjóræningjaeyju, Gulleyjan
og Robinson Krúsó svifu fyrir hug-
skotssjónum. Meðal
verkefnanna var
kennsla og æfíngar í
að reisa og fella tjald,
búa til einfalt skýli og
vefa sér mottu til að
liggja á og brauð var
hnoðað með þeim nýst-
árlega og örugga hætti
að hver og einn setti
hveitið, salt og ger í
buxnavasann og síðan
var bleytt í þessu og
hnoðað í vasanum.
Margir vom skammaðir
duglega þegar heim
kom fýrir útlitið á bux-
unum. Þetta er samt
ágæt aðferð sagði B-P.
Um kvöldið stjórnuðu
B-P og aðstoðarmaður hans, MacL-
aren, varðeldinum, sögðu sögur
fræddu og glöddu áhugasama
drengi, sem létu sér vel líka þrátt
fýrir flugnabit. Þama kannaði B-P
áhrif kennsluaðferðar sinnar sem
hann nefndi „leaming by doing“, -
nám með starfí -, og sá hvemig
skátaflokkurinn fæddist. Skáta-
starfíð er bæði persónuleg þjálfun
og vinna í samstilltum flokkum. All-
ir flokksmenn höfðu ákveðin skyldu-
verk. Hér sannaðist sem oftar að
mjór er mikils vísir og nú 90 árum
síðar em starfandi skátar um 30
milljónir en nærri 300 milljónir
manna hafa verið félagar í skáta-
hreyfíngunni.
Skátahreyfingin miðar stofndag
sinn við þessa fyrstu útilegu. Skáta-
starfíð náði til barna og unglinga
fyrirhafnarlaust. Skátahreyfíngin
lét heldur ekki staðar numið á Bret-
landseyjum heldur barst undra-
skjótt til nágrannalandanna og
hingað til lands sumarið 1911 að-
eins réttum fjórum árum eftir úti-
leguna frægu á Brownsea-eyju.
Skátahreyfingin festir rætur á
Islandi.
Ingvar Ólafsson var flokksforingi
í skátaflokki í Rungsted þegar hann
kom til íslands og stofnaði skátafé-
lag hér. Fyrir það afrek hlaut hann
Ólafur
Asgeirsson
Frískir krakkar á skátamóti.
Síðsumars voru liðin 90
ár frá stofnun skáta-
hreyfingarinnar og nú,
2, nóvember, verða liðin
85 ár frá því fyrsta ís-
lenska skátafélagið,
Skátafélag íslands, síð-
ar Skátafélag Reykja-
víkur, tók til starfa. Ól-
afur Asgeirsson reifar
sögu skátahreyfíngar-
innar, og minnir enn-
fremur á að í sumar
voru liðin 75 árfrá
stofnun fyrsta kven-
skátafélagsins.
heiðursmerki Det danske spejder-
korps. Þrátt fyrir áhuga á skáta-
störfum bar nokkuð á tortryggni í
garð Ingvars, sem var danskur skáti
og vildi að íslensku skátamir yrðu
félagar í bandalagi danskra skáta,
en það féll ekki í góðan jarðveg.
Mikil líkindi era til þess að fýrsti
skátafundurinn hérlendis hafí verið
haldinn 16. júlí árið 1911. Um vetur-
inn fór Ingvar til Danmerkur á ný
og var þá skátafélagið forystulítið.
Helgi Tómasson, síðar skáta-
höfðingi, var í flokki Ingvars og
hafði hann kynnst skátahreyfing-
unni af lestri danskra blaða og af
bók Baden-Powells, Skátahreyfing-
unni. Helgi greinir frá því að lítið
hafí gerst eftir brottför Ingvars og
starfsemin lognast út af sumarið
1912. Um haustið bar svo til að
hópur skáta úr skátaflokki Ingvars
safnaði saman 30 stofnfélögum nýs
skátafélags, Skátafélags íslands,
og fengu þeir Siguijón Pétursson,
íþróttaleiðtoga á Alafossi, einn
þekktasta íþróttamann landsins á
þeirri tíð til að vera formann félags-
ins. Stofnfundurinn fór fram í leik-
skála Menntaskólans í Reykjavík
og var haldinn 2. nóvember 1912
sem telst stofndagur skátahreyfing-
arinnar á íslandi. Sveitarforingjar
voru kjörnir tveir þekktir íþrótta-
menn, Benedikt G. Waage og Helgi
Jónasson frá Brennu, en megin-
þungi starfsins lenti auðvitað á
flokksforingjunum, sem vom nem-
endur í Menntaskólanum. Vinsældir
félagsins vom talsverðar og taldi
það brátt 80 skáta. Þeir Helgi Tóm-
asson og Axel Andrésson vom
flokksforingjar og atkvæðamestir.
Mikill kraftur var í skátastarfinu
árin 1913-1914, fundir reglulega
tvisvar í viku. Sumarið 1913 tóku
skátarnir á móti dönskum skátum
frá menntaskólanum í Hellerup sem
voru hingað komnir undir stjórn
hins kunna ísiandsvinar Hartvigs-
1 #1
Grillað í útilegu.
Möller rektors, sem var upphafs-
maður skátastarfs í Danmörku.
Þótt vel gengi að fá skáta í félag-
ið hættu flestir forystumannanna
og dró það máttinn úr félaginu
haustið 1914. í októbermánuði
stofnaði Hallgrímur Thomsen
Skátasveit Reykjavíkur og vom átj-
án skátar í sveitinni. Höfðu nokkrir
skátar þá reynt þrívegis að boða
til eins konar aðalfundar í Skátafé-
laginu en foringjarnir komu ekki á
fundina. Ekki kunnu skátamir við
að setja forystu félagsins af en
þeir voru þá 15 ára og á 16. árinu.
Skátasveit Reykjavíkur óskaði eftir
samstarfi við Skátafélag Reykjavík-
ur í desember 1914, með þeim
hætti að komið yrði á deildarráði
og deildarforingja yfir þeim sveitum
sem þá vom starfandi, en sam-
komulag náðist ekki. Helstu for-
ystumenn auk Hallgríms voru Páll
Þorleifsson, Henrik Thorarensen,
og Cyrill Klingenberg. Var Henrik
Thorarensen síðar varaskátahöfð-
ingi og lengi_ í forystu skátahreyf-
ingarinnar. A sumardaginn fyrsta
1913 gekkst séra Friðrik Friðriks-
son fyrir stofnun skátafélagsins
Væringja sem störfuðu innan vé-
banda KFUM. Haustið 1915 lögðu
þeir félagar í Skátasveit Reykjavík-
ur til við skátafélagið Væringja að
stofnað yrði Bandalag skáta. Tók
Axel Tuliníus, foringi Væringja, því
vel en þá þegar var mikill rígur
milli Væringja og Skátafélaganna.
Væringjar stóðu betur að vígi þar
sem Axel Tuliníus var á þeim ámm
forseti ISI. Var stofnað sérstakt
sérsamband innan ÍSÍ, Skátasam-
band íslands, og sátu þeir Axel V.
Tuliníus, Benedikt G. Waage og
Guðjón Samúelsson húsameistari í
stjórn þess. Þegar frá leið höfnuðu
Væringjar þessari tilhögun.
Skátasveit Reykjavíkur lifði
fram á haustið 1916-1917 en þá
varð Hallgrímur að láta af störfum
sakir veikinda og flutti til Dan-
merkur. Skátasveitin -hélt fundi í
íþróttahúsi Menntaskólans
og voru æfingar þar á
sunnudögum. Flokksfund-
ir voru vikulega. Af fund-
argerðum flokksfunda má
ráða talsvert um starfið á
þessum árum. Þar segir
t.a.m. um fund 12. apríl
1916: „Fundur settur.
Kimsgame [Kimsleikur]
fyrst tekið fyrir. Geir hlýtt
yfir í Flaggamáli [flagga-
stafrófi] hnútum og lögum
og kunni hann það. Jóni
Inga [síðar sundkennara]
hlýtt yfir í áttavitanum og
lögunum og kunni hann
það vel. Þá var kennt að
binda um sár með þrí-
hyrnu, stöðva blóðrás og
gjöra sjúkrabörur." Lík-
lega hefur sveitarforing-
inn, sem síðar varð hæsta-
réttarlögmaður í Kaup-
mannahöfn, slegið slöku
við námið þessa daga því
efst á blaðsíðunni, er fyrir-
sögn fundargerðarinnar:
Enskur stíll.
Árið 1916 var stofnað skátafé-
lagið Væringjar í Stykkishólmi. Er
það fyrsta skátafélagið sem stofnað
er utan Reykjavíkur og starfaði það
í tengslum við Væringja í Reykja-
vík. Ári síðar, 1917, var svo stofnað
skátafélag á Akureyri. Hinn 6. júlí
1924 héldu fulltrúar skátafélag-
anna Væringja og Arna í Reykjavík
og skátafélagsins Birkibeina á Eyr-
arbakka undirbúningsfund að
stofnun Bandalags íslenskra skáta.
Var ákveðið að sækja um inngöngu
í alþjóðabandalag skáta (The Boy
Scouts World Wide Brotherhood
Association). Var íslenskum skátum
veitt innganga 29. ágúst 1924.
Fyrstu stjórn Bandalags íslenskra
skáta skipuðu Axel V. Tuliníus
skátahöfðingi, Ársæll Gunnarsson
og Henrik Thorarensen.
Ekki leikur vafi á því að íslensk-
ar stúlkur höfðu hug á skátastörf-
um en það var fyrst árið 1922 að
til tíðinda dró. Hvatamaður að
stofnun Kvenskátafélags Reykja-
víkur var dönsk stúlka, Gertrud
Nielsen, síðar félagsforingi og pró-
fastsfrú á Húsavík um langt skeið.
Hún hafði verið skátaforingi í Dan-
mörku innan vébanda KFUK-skát-
anna. Leitaði hún eftir því við
frammámenn KFUM og KFUK að
stofnað yrði kvenskátafélag. Varð
það að ráði og hélt félagið fyrsta
fund sinn 7. júlí árið 1922 og eru
því liðin 75 ár frá stofnun þess.
Kvenskátar stofnuðu með sér
sérstakt Kvenskátasamband árið
1939, og var stofnfundurinn hald-
inn 23. mars það ár. Fyrsti aðalfor-
ingi íslenskra kvenskáta var kjörin
Jakobína Magnúsdóttir. Brynja
Hlíðar, skátaforingi frá Akureyri,
tók við af Jakobínu árið 1941 og
gegndi starfínu til ársins 1944 er
kvenskátafélögin gengu í Bandalag
íslenskra skáta.
Höfundur er skátahöfðingi ísiands
og þjóðskjuln vörður.