Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 49 ' Heimaþjónusta fyrir aldraða ENDURMENNTUNARSTOFN- UN Háskóla íslands og Öldrunar- j fræðafélag íslands standa að nám- ■ stefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 16. nóvember kl. 9-16 um rétt aldr- aðra til heimaþjónustu. Fjallað verður um þá þróun sem aldraðir eiga kost á að fá heim og siðfræðilegum vangaveltum um hversu langt réttur til heimaþjón- ustu nær. Fjallað verður um þau úrræði sem standa öldruðum til boða. Ýmsar stefnur, hugmynda- ■ fræði og þróun í heimaþjónustu verður kynnt og áhrif þeirra á lífs- gæði hins aldraða. Ennfremur verður fjárhagslegur ávinningur mismunandi úrræða skoðaður. Umsjón hefur Hlíf Guðmunds- dóttir, stoðhjúkrunarfræðingur á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykja- víkur. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu gerir grein fyrir lögum og LEIÐRÉTT Röng dagsetning í afmælistilkynningu DAÐI Elvar Sveinbjörnsson varð fimmtugur í gær og birtist tilkynn- ing í blaðinu af því tilefni. Hann var sagður eiga afmæli 31. septem- ber en þar átti að sjálfsögðu að i standa 31. október. Hægt er að senda honum heillaóskaskeyti í bréfsíma númer 001-760-603- 9100, en hann er staddur í Napa- dalnum í Kaliforníu. reglugerðum sem fjalla um heima- þjónustu. Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir, yfirmaður öldrunarþjón- ustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fjallar um val á úrræðum í öldrunarþjónustu. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, fjaliar um ábyrgð og hlutverk kirkjunnar gagnvart öldruðum. Karítas Ólafsdótitr og Sara Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálf- arar öldrunarlækningadeild SHR í Fossvogi, skýra frá könnun sem verið er að gera um notagildi úr- ræða sem mælt er með fyrir út- skrift af öldrunarlækningadeild. Ella B. Bjarnarson, sjúkraþjálfari í heilsugæslunni á Seltjarnarnesi, fjallar um heimsóknir til eldri borgara með tilliti til forvarna- starfs sjúkraþjálfara. Dagrún Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræð- ingur MA, fjallar um siðfræðileg gildi sem tengjast heimaþjónustu aldraðra. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldr- unarsviðs SHR fjallar um þróun heimaþjónustu aldraðra í öðrum löndum. Kristjana Sigmundsdótt- ir, félagsráðgjafi, fjallar um tengslanet hins aldraða og styrk- ingu þess. Sigríður Jónsdóttir, for- stöðumaður rannsóknar- og þró- unarsviðs Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, íjallar um könnun á því hvemig aldraðir vilji sjá þörfum sínum mætt þegar heilsan bilar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar. Allra heilagra messa í Breið- holtskirkju „FYRSTA sunnudag í nóvember minnumst við í lúthersku kirkjunni að fornum sið allra heilagra messu en á allra heilagra messu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklega þeirra sem látnir eru og þakkað er fyrir líf þeirra og þjónustu. Af þessu tilefni verður á morgun sérstök messa í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14. Karlakvartett úr Kór Breiðholtskirkju syngur stólvers og tendrað verður kertaljós til minn- ingar um látna. Að messu lokinni verður síðan kaffisala í safnaðar- heimilinu til stuðnings orgelsjóði kirkjunnar en Björgvin Tómasson orgelsmiður er nú að smíða 18 radda pípuorgel sem sett verður upp í kirkjunni 1998. Það er von okkar að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunn- arar kirkjunnar hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni með okkur og styðja síðan starf safnað- arins með því að þiggja veitingar á eftir,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlistarflutn- ingur í Lang- holtskirkju Á ALLRA heilagra messu, næsta sunnudag, er víða í kh'kjum lands- ins minnst látinna. í Langholts- kirkju verður sérstakur tónlistar- flutningur í guðsþjónustunni kl. 11 á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur en tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja tónlistar- starf í Langholtskirkju. Guðlaug Björg var félagi í Kór Langholtskirkju og lést í slysi árið 1986. Foreldar hennar og systkini stofnuðu sjóðinn til minningar um hana. Eitt af verkum sjóðsins er að greiða kostnað við tónlistarflutn- ing í messunni á allra heilagra messu, segir í fréttatilkynningu. í messunni á sunnudag leikur Hljómskálakvintettinn og verður m.a. fluttur Introitusþátturinn úr Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Kór Langholtskirkju syngur fullskipað- ur við messuna. Alþjóðleg kattasýning ALÞJÓÐLEG kattasýning verður haldin í reiðhöll Gusts í Linda hverfi í Kópavogi laugardaginn 1. nóvem- ber og sunnudaginn 2. nóvember nk. Þrír alþjóðlegir dómarar dæma á sýningunni og keppa kettimir til verðlauna báða dagana. Fjölmargar tegundir verða til sýnis, þar á meðal persneskir kett- ir, óríentalkettir, abbyssiníukettir og norskir skógarkettir að ógleymd- um ýmsum afbrigðum af íslenska húskettinum. Haldin verður kynn- ing á nýjum kattartegundum auk þess sem Kattholt mun kynna starf- semi sína. Sýningarsvæðið verður opið al- menningi frá kl. 10-18 báða dag- ana. Tónlist á „löng- um laugardegi“ Á „LÖNGUM laugardegi“ mun strengjakvartett frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík flytja kammer- tónlist fyrir gesti Súfístans og bóka- búð Máls og menningar, Laugavegi 18. Strengjakvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Jóhönnu Ósk Vals- dóttur, Kristínu Bjömsdóttur og Álfheiði Hafsteinsdóttur ásamt sellóleikaranum Sólrúnu Sumarliða- dóttur. Kvartettinn mun leika klassíska strengjatónlist á heila tímanum frá kl. 15-17. Fyrirlestur um heimspeki SEBASTIAN Slotte, Nordplus- skiptikennari í heimspeki frá há- skólanum í Helsinski, flytur opin- beran fyrirlestur á vegum heim- spekideildar Háskóla Islands og Félags áhugamanna um heimspeki í Norræna húsinu laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið „Word Pictures and Scepticism" eða Heimsmyndir og efahyggja. í fyrirlestrinum fjallar Slotte um heimsmyndir vísindanna og tak- mörk þeirra. Hann veltir upp ýms- um spurningum um heimsmyndir okkar eins og hvort þær séu á rök- um reistar eða hluti af menningar- arfleið okkar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður haldin í Hjallakirkju sunnudaginn 2. nóvem- ber á almennum messutíma kl. 11. Slíkar guðsþjónustur eru að jafnaði einu sinni í mánuði. í guðsþjónustunni flytur hópur fólks tónlist í léttum dúr en þessi hljómsveit var stofnuð síðasta haust sérstaklega í tengslum við popp- messur í Hjallakirkju. Markmiðið er að ná til sem flestra með nýjung- um í tónlistarflutningi og söngva- valdi, segir í fréttatilkynningu. I ; i , J I I Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 3000 nv sýningarsalur ( 59.500 100x37x178 Hnota Mahónt °~i______________n ( 21.800 ) 40x40x78 Mahóní_________ Hnota Kirsuberjaviður TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.