Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 1
116 SIÐUR B/C/D 269. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS APEC-fundur í skugga fjármálaöngþveitis í Asíu Reynt að ótta við Vancouver. Reuters. LEIÐTOGAR Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hófu ár- legan fund sinn í Vancouver í gær og reyndu að sefa fjárfesta, sem óttast að öngþveitið á fjármála- mörkuðum Suðaustur-Asíu síðustu vikur og gjaldþrot fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans um helgina sé fyrirboði alvarlegrar efnahagskreppu í þessum heims- hluta. Chuan Leekpai, forsætisráð- heiTa Tælands, þar sem umrótið hófst, sagði þó að ekkert ríkjanna í Suðaustur-Asíu væri öruggt. „Öryggið og bjartsýnin heyrir sög- unni til, óvissan og drunginn hefur tekið við,“ sagði Chuan. Ryutaro Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, sagði hins vegar að ástæðulaust væri að óttast að fjármálaumrótið í nágrannaríkjun- draga úr kreppu austur-Asíu væru í hættu. Öng- þveitið á fjármálamörkuðunum virtist benda til þess að „efnahags- skipanin væri í algerri óreiðu". Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með viðskiptaforkólfum frá APEC-ríkjunum að eina ráðið við vandanum væri að knýja fram frekari markaðsumbætur og stuðla að opnu hagkerfí. Utanríkisráðherrann lagði til að „tígur-ríkin“ svokölluðu í Suðaust- ur-Asíu sameinuðu „kraft tígursins og visku uglunnar" og drægju þann lærdóm af fjármálavandanum að gera þyrfti „úrbætur á banka- kerfunum, draga úr spillingu og stuðla að traustum fjárfestingum sem tryggja varanlegan hagvöxt". Efnahagsvandinn í Asíu varpaði um bærist til Japans. „Ég vil taka skýrt fram að vandamál Japans eiga ekkert skylt við svokallaða gjaldeyriskreppu í Asíu.“ Hashimoto lagði áherslu á að Japanar væi-u einfærir um að leysa vandamál sín og gerði greinarmun á Japan, öðru helsta efnahagsveldi heims, og ríkjum eins og Suður- Kóreu og Tælandi, sem hafa óskað eftir fjárhagsaðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF). „Nokkrir smáhnökrar" Bill Clinton Bandaríkjaforseti reyndi einnig að gera lítið úr um- rótinu í Asíu og lýsti því sem „nokkrum smáhnökrum". Forsætisráðherra Tælands sagði hins vegar að fjármálakreppan í Suður-Kóreu sýndi að öll ríki Suð- Reuters Safnað fyrir skuldunum SUÐUR-Kóreumenn gefa dollara og gullskartgripi til að gera stjórn- völdum kleift að leysa efnahagsvanda landsins og grynnka á erlendum skuldum. A einu spjaldanna stendur: „Jafnvel einn dalur, sem gleymd- ist í skúffu, getur hjálpað landinu.“ Suður-Kóreustjórn hefur óskað eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að andvirði 20 milljarða dala, sem svarar 1.400 milljörðum króna. skugga á undirbúning leiðtoga- fundarins í Vancouver og gjaldþrot fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, Yamaichi, jók enn á óviss- una. Andinn í viðræðunum var í al- gjörri andstöðu við fyrri leiðtoga- fundi APEC, sem einkenndust af mikilli bjartsýni, enda virtist hag- vöxturinn í Austur-Asíu þá nánast óstöðvandi. ■ Stærsta gjaldþrot/22 Flaug án flugmanns Chicago. Reuters. LITIL einkaflugvél fór mann- laus í loftið í Bandaríkjunum á sunnudag og flaug í tvo tíma áður en hún hrapaði. Flugmaðurinn, Paul A. Sirks, lenti vélinni á flugvelli í Ohio-ríki vegna bilunar. Hreyfillinn stöðvaðist og Sirks kom honum í gang aftur með því að fara út og snúa honum með handafli. Þegar hreyfill- inn hrökk í gang fór vélin af stað án Sirks, slapp naumlega við árekstur við aðra vél og flugskýli og fór síðan í loftið. Flugvélin hringsólaði fyrst í um fimm mínútur, flaug síðan frá flugvellinum og hrapaði, líklega vegna bensínleysis. Villtur lax að hverfa í Noregi Ósló. Morgunblaðió. ELDISLAX er á góðri leið með að ryðja villtum laxi úr vegi í Hörða- landi í Noregi. Segja flskifræðing- ar að þrír síðustu stofnar villts lax sem eftir eru í fylkinu kunni að hverfa á næstu fimm til tíu árum. Atle Kambestad, fiskieftirlits- maður í Hörðalandi, segir ástand- ið alvarlegt og takmarka þurfi fjölda laxa sem sleppa úr eldiskví- um. Sem dæmi um það séu árnar Eio, Kinso og Opo, en þar sé eldis- lax um helmingur alls lax sem veiðist. í sumum ám sé ástandið jafnvel enn verra, t.d. í ánni Vosso, þar sem eldislax var um 70% þess lax sem veiddist, og svo hátt hlutfall eldislax sé allt of hátt til að bjarga megi upprunalegum laxastofnum í ánni. Nýr biskup DOKTOR Sigurbjörn Einarsson biskup færir son sinn herra Karl Sigurbjörnsson í bisk- upskápu, gullofinn kostagrip frá árinu 1898. Það var herra Ólafur Skúlason biskup sem vígði eftirmann sinn í Hall- grímskirkju á sunnudaginn. Morgunblaðið/Golli um áramót Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, fylgist með. Nálega allir prestar lands- ins voru við vígsluna og voru kirkjugestir alls yfir 1.200. ■ Yfir/6 ■ Geng inn/34 Winnie Mandela sökuð um morð Jóhanncsarborg. Reuters. SANNLEIKS- og sáttanefndin svokallaða í Suður-Afríku hóf í gær yfírheyrslur vegna máls Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela for- seta, sem hefur verið sökuð um að hafa myrt 14 ára gamlan blökku- mann og vera meðsek um morð og barsmíðar ungra lífvarða hennar á nokkrum blökkumönnum seint á síðasta áratug. Gert er ráð fyrir að 35 manns beri vitni fyrir nefndinni og yfir- heyrslurnar taki fimm daga. Á meðal vitnanna er Katiza Cebek- hulu, sem segist hafa séð Winnie Mandela stinga 14 ára gamlan dreng, Stompie Seipei, til bana með hníf árið 1989. Fyrrverandi bílstjóri Winnie Mandela, John Morgan, bar vitni í gær og sagði hana hafa skipað sér að fjarlægja lík drengsins. Seipei og þrír félagar hans hefðu verið í haldi lífvarðanna á heimili hennar og sætt þar pyntingum í fjóra daga. Sakaðir um tólf morð Annað vitni sagði að lífverðirnir hefðu myrt skæruliðaforingja, Vincent Sefako, sem Winnie Mand- ela hefði átt sökótt við. Þeir hefðu einnig myrt konu, sem varð vitni að árásinni, eftir að Winnie hefði sagt að „hún vissi of mikið“. Foreldrar tveggja annarra drengja, sem talið er að lífverðirnir hafi myrt, báru einnig vitni og sögðu að Winnie Mandela væri við- riðin morðin. Talið er að lífverðirnir hafi orðið allt að tólf manns að bana. Segist saklaus Winnie Mandela er nú forseti kvennadeildar stjómarflokksins, Afríska þjóðarráðsins (ANC), og Reuters WINNIE Mandela heilsar einni af stuðningskonum sínum sem voru viðstaddar yfirheyrslurnar. kveðst saklaus af öllum sakargift- unum. Stuðningsmenn hennar segja ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga hennar, sem vilji koma í veg fyrir að hún verði kjörin varaforseti Afríska þjóðar- ráðsins í atkvæðagreiðslu sem á að fara fram í desember. Margar stuðningskonur Winnie Mandela voru viðstaddar yfir- heyrslurnar og gripu fram í fyrir Desmond Tutu erkibiskupi, for- manni sannleiksnefndarinnar, þeg- ar hann áminnti lögfræðing sak- borningsins um að ganga ekki of hart að vitnunum. Nefndinni er ætlað að upplýsa pólitíska glæpi, sem framdir voru í Suður-Afríku fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar, en hún hefur ekki vald til að sækja menn til saka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.