Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 4íf Þrjú fróðleg nt um fiskveiðar ÞÓTT íslenskir fjölmiðlar með Morg- unblaðið í fararbroddi segi frá því með stríðs- fyrirsagnaletri, þegar útlendingar opna munninn til stuðnings veiðigjaldi, þegja fjölmiðlar vandlega um það, að íslenska kvóta- kerfíð er almennt talið eitthvert hagkvæm- asta skipulag fisk- veiða, sem nú stendur. Þetta kemur skýrt fram í þremur nýjum, erlendum ritum, sem ekki hafa verið kynnt á íslandi mér vitan- lega. Taking Ownership. Property Rights and Fishery Management on the Atlantic Coast kom út hjá Atlantic Institute for Market Studi- es í Halifax í Nova Scotia 1996. Sem kunnugt er, hafa fiskveiðar frá íslenska kvótakerfið, segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson, er almennt talið eitthvert hagkvæmasta skipulag fiskveiða, sem nú stendur. austurströnd Kanada brugðist. Sjó- menn Iifa á atvinnuleysisbótum þúsundum saman, og þorskurinn er horfinn. Höfundar ritsins telja framtíðarlausnina liggja í kerfi framseljanlegra aflakvóta. Einn frumkvöðull fískihagfræðinnar, Anthony Scott, á þar grein um kosti eignarréttinda á auðlindum. Ragnar Árnason, prófessor í fískihagfræði, lýsir reynslu sex þjóða af ólíku skipulagi fískveiða. Umhverfís- vemdarsinninn Elizabeth Brubaker bendir á, að meginástæðan til ískyggilegrar mengunar hafsins er sú, að enginn á tilkall til gæða hafsins, þar á meðal fískistofna. Um leið og einhver hins vegar öðl- ast tilkall til þeirra, mun hann reyna að minnka mengunina. Þá á hann beinna hagsmuna að gæta ólíkt rík- inu og almenningi. Fish or Cut Bait! kom út hjá Fraser Inst- itute í Vancouver í Bresku Kólumbíu 1997. Fiskveiðar frá vesturströnd Kanada eru í mikilli hættu. Hinu opinbera hefur með öllu mistekist að stjórna þeim. Höfundar þessa rits spyija, hvað Iæra megi af reynslu annarra þjóða. Svarið er: Kvótakerfí er eina ráðið, sem dugar. Þá taka veiðimenn að ein- beita sér að því að taka afla sinn með sem minnstum tilkostaði í stað þess að taka sem mestan afla á sem skemmstum tíma. Birgir Þór Runólfsson hagfræðilektor er einn höfunda, og bendir hann á, að kvótakerfíð íslenska hefur ekki haft í för með sér flutning kvóta á suð- vesturhornið, eins og margir óttuð- ust. Öðru nær: Það hefur eflt at- vinnulíf úti á landi. Tom McClurg, framkvæmdastjóri fískifélags Nýja- Sjálands, lýsir tíu ára reynslu Nýsjálendinga af kvótakerfí, sem er í meginatriðum góð, en þeir hættu við að innheimta auðlinda- skatt af útgerðarmönnum árið 1994. Deep Water: Fisheries Policy for the Future kom út hjá David Hume Institute og Edinburg University Press í Edinborg í Skotlandi 1997. Þar gagnrýnir Neil McKellar, aðal- hagfræðingur skosku fiskistofunn- ar, fískveiðistefnu Evrópusam- bandsins. Hún er að setja árlegan heildarkvóta á hvern fískistofn án þess að úthluta einstökum útgerð- armönnum framseljanlegri hlut- deild. Þetta leiðir til þess, að þeir, sem fá að veiða, reyna að veiða sem mest á sem skemmstum tíma án tillits til kostnaðar. Það er því ekki að furða, að fískveiðar njóta mikilla ríkisstyrkja víðast í Evrópu. McKell- ar og aðrir höfundar ritsins telja, að kerfí framseljanlegra aflakvóta sé langheppilegast til þess að tryggja hagkvæma nýtingu físki- stofna. í því sambandi bendir McKellar sérstaklega á góða reynslu íslendinga og Nýsjálend- inga af slíku kerfí. Höfundur er prófessor í stjórnmálnfræði í Háskóla íslands. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Frábær fyrirtæki 1. Fiskvinnslufyrirtæki. Til sölu einstök aðstaða. Eigið húsnæði rétt við hliðina á fiskmarkaði. Tæki og áhöld fylgja. Gott verð, laust strax. 2. Lítill bar með mikið af spilakössum sem gefa góðan pening. Mjög lítið verð. Staðsetning í miðborginni. Góð bjórsala. 3. Gjafavöruverslun og blómabúð. Glæsileg og falleg verslun á mjög góðum stað. Laus strax, mikil ferðamannavelta á sumrin. 4. Mjög fullkomin myndbandaleiga til sölu, sælgætissala. Öll nýjustu myndböndin, nýjar innréttingar og tölvur og hugbúnaður. Glæsi- legur staður enda nýr með öllu því nýjasta. Ótrúlega hagstætt verð ef samið er strax. Einnig selt til flutnings ef vill. 5. Virðulegur og vinsæll kínverskur veitingastaður með austurlensku yfirbragði. Sæti fyrir 40-50 manns. Gott eldhús með öllum tækjum. Mjög hagstætt verð. Góð staðsetning. 6. Lítill skyndibitastaður á Laugaveginum sem er opinn eins og verslanir. Lokaður á sunnudögum. Selur einnig mexíkóskan mat. 7. Mjög glæsileg blómaverslun til sölu í stórri verslunarmiðstöð á fjölmennum stað, miðsvæðis. Leggur mikla áherslu á afskorin blóm, blómaskreytingar og gjafavörur. Þekkt verslun á góðum stað. Laus strax. Góð verslunarsambönd fylgja með. 8. Þekkt gjafavöruverslun á Laugaveginum til sölu strax. Mikið af nýjum vörum. Höfum fjársterka kaupendur að góðum heildverslunum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. miTTTT7iTri7?pyiTvrnn SUÐURVE R I SfMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. ÉG VIL þakka Frið- riki Erlingssyni góða grein í Morgunblaðinu hinn 23. okt. sem vakti mig til umhugusunar um unglingana, „skríl- inn“, sem ræður ríkjum í miðborginni um helg- ar eins og Friðrik tók réttilega til orða, er verndaður með þögn- inni og aðgerðaleysinu. Þessir vesalings ungl- ingar eru sjálfum sér og öðrum stórhættu- legir og agaleysi þeirra þjóð okkar stórlega til skammar. En hví þessi þögn og hví þetta að- gerðaleysi? Vissulega bendir Friðrik réttilega á, að það þarf að rýma svona hættusvæði og auka löggæsl- una til muna. En að mínu mati er lausnin engan veginn fundin í slík- um aðgerðum og tel ég að engin lög né gæsla geti stemmt stigu við þeirri miklu útbreiðslu vímuefna, slagsmála og jafnvel glæpa sem eiga sér stað í þessari fögru borg. Okkar eigin endurspeglun Hegðun unglinganna þarfnast óhjákvæmilega vandaðrar skoðunar með tilliti til þess að fínna orsökina fyrir þessu vandamáli. En „skríll- inn“ á torginu er að sjálfsögðu ekk- ert annað en börnin okkar sjálfra sem sköpum þetta þjóðfélag. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni og eru þau okkar eigin endurspeglun og hleypa óhjákvæmilega öllum okkar eigin misgjörðum upp á yfír- borðið og endurspegla okkar innri líðan og hegðun. Hvar í heiminum má t.d. fínna önnur eins helgarfyllirí á fullorðnu fólki, eins og tíðkast hér á landi? Og annan eins aragrúa af skemmtistöðum sem allir eru troðfullir af haugdrukknu fólki sem virðist þurfa að sleppa fram af sér beislinu langt fram undir næsta morgun? Fullorðna fólkið virðist ekki kunna aðrar leiðir til að fá útrás fyrir sitt bælda eðli og lokuðu tilfínningar en að leita á náðir þessarar fölsku gleði. Hvemig getum við ætlast til þess, að óheflaður unglingur, sem er uppfullur af innri vanlíðan, sitji heima með góða bók og tónlist um Unglingar sem ánetjast vímuefnum, segir Bima Smith, eruþjáðirvegna skorts á andlegri nær- ingu. helgar? Óttinn við hegningu lag- anna breytir engu í sambandi við hegðunarmynstur ungs fólks í dag, það cr þess innri líðan sem flýtur upp á yfírborðið og þarfnast útrás- ar. Sjálfsímynd þeirra í molum Unglingar sem ánetjast vímuefn- um eiga við mikla innri vanlíðan að stríða og þeir eru þjáðir vegna „Skrílliim“ á Torginu Birna Smith skorts á andlegri næringu, sjálfsí- mynd þeirra er í molum, þeir era stöðugt mataðir á neikvæðum frétt- um utan úr heimi og heimi stjórr^ málanna, framtíðarmöguleik^®' þeirra svertir, foreldrar þeirra fylla þá af sektarkennd og lífíð virðist tilgangslaust. Hafa foreldrar þess- ara bama gefið þeim tíma og verið til staðar fyrir þau félagslega og tilfínningalega og hafa þeir hlustað á þarfír þeirra? Hvemig eiga þeir að geta það ef þeir hlusta ekki á sínar eigin þarfir og tilfinningar, heldur era stöðugt á flótta frá þeim sjálfir? Á meðan þjóðfélagið mætir ungl- ingunum ekki á annan hátt en með opnu gæslulausu svæði, þar sem— mörg þúsund unglingar hópast saman um helgar og allt flýtur í áfengi og dópi, er ekki skrítið þó að upp úr sjóði annað slagið með óhugnanlegum afleiðingum. Þetta er eiginlega gildra fyrir hinn særða ungling. Vínmenning landsins þarf að breytast og umfram allt þarf maðurinn að læra að hlú að sjálfum sér á allt annan hátt en með helgar- fylliríi og hvað hinn særða ungling snertir, þarf hann á sálfræðiaðstoð að halda og tel ég að mörgu slysinu mætti afstýra ef bömin okkar fengju betri sálfræðiaðstoð strax á unga aldri, því betra er að byrgja branninn áður en bamið er dottið ofan í. Megi Guð blessa æsku þessa lands. Höfundur er leikskólakennari og meðferðaraðili. Blað allra landsmanna! -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.