Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður LIU hafnar takmörkun á framsali aflaheimilda Alitamál hvað skip á að veiða af kvóta Morgunblaðið/Silli Hvalskurður á Húsavík Húsavík, Drangsnesi. Morgunblaðið. HVALURINN, sem strandaði á grynningum við Hrófberg í Steingrímsfirði, var dreginn í slipp á Húsavík með kvöldflóð- inu í gær og var ætlunin að liefja hvalskurð fyrir hádegi í dag. Arnar Sigurðsson, sem rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Sjó- ferðir Arnars frá Húsavík, sótti búrhvalinn á skipinu Moby Dick, sem áður hét Fagranes. Hvalamiðstöðin á Húsavik keypti hvalshræið af Halldóri Halldórssyni, bónda á Hróf- bergi. Vel gekk að ná hvalnum á flot í Steingrímsfírði. Hann var bundinn við skipshlið og tók siglingin til Húsavíkur 18 klukkstundir. Hvalurinn mæld- ist 15 metra langur og er talið að hann vegi 40 tonn. Verður kjötið nýtt í refafóður, en beinagrindin urðuð og látið rotna utan af henni. Er gert ráð fyrir að beinagrindin verði hluti af hvalasafni, sem stofnað var í sumar á Húsavík. Búrhvalurinn synti upp á grynningar fyrir neðan Hróf- berg á miðvikudag í liðinni viku. Hann gat ekki synt brott og var hann skotinn með öflug- um riffli. Þegar vfsindamenn frá Hafrannsóknastofnun skoð- uðu skepnuna kom f ljós að á hana vantaði neðri kjálkann. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist vera andvígur því að takmarka meira en gert hefur verið framsal á aflaheimildum, en hann útilokar þó ekki breytingar á ákvæðum laga um framsalið. Þær viðmiðanir sem þar séu settar séu ekki óumdeildar. Það sé alltaf álita- mál hvað eigi að gera kröfu um að skip veiði sjálft mikið af úthlutuðum aflaheimildum. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði á aðalfundi mið- stjómar flokksins um helgina að hörð gagnrýni á kvótakerfíð beind- ist ekki síst að því að of mikið frjáls- ræði væri í framsali veiðiheimilda. Hann sagðist telja að ekki yrði erfítt að ná samkomulagi um að tak- marka það meira en gert hefði ver- ið. Með því yrðu ákveðin vandamál leyst, en benti jafnframt á að önnur myndu koma upp í staðinn. „Ég tel að það verði erfítt að ná samkomulagi um að takmarka fram- salið. Við höfum metið það þannig að framsalið sé óaðskiljanlegur hluti af kvótakerfinu og án þess væri hag- kvæmni þess miklu rýrari en ella. Við erum því mjög ákveðið á móti því að skerða framsalið. Þessu var breytt fyrir tveimur ár- um. Áður þurftu menn að veiða a.m.k. 25% af kvóta sínum á því skipi sem kvótanum var úthlutað til annað hvert ár. Síðan var þetta hlutfall hækkað upp í 50%. Þarna er um að ræða hlutfoll sem menn geta aldrei verið vissir um að séu í sjálfu sér þau réttu. Við höfum alltaf lagt áherslu á að kvótanum sé úthlutað á skip, en ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það er álitamál hvað ganga eigi langt í því að gera kröfu til þess að kvótinn sé veiddur af því skipi sem úthlutað er til,“ sagði Krisján. Framsalið eykur hagkvæmni Kristján sagði að við framsal á aflaheimildum væri í langflestum tilvikum um jöfn skipti á aflaheim- ildum að ræða, þ.e. skip sem fengi t.d. úthlutað kvóta í rækju og botn- fiski framseldi botnfískkvótann fyr- ir skipti á meiri rækjukvóta. Með því væri hægt að ná meiri hag- kvæmni í veiðunum. Kristján sagði að LÍÚ vildi ekki að menn gætu lifað á því að eiga skip bundið við bryggju og fram- selja aflaheimildimar til annarra. Kerfíð væri ekki sett á stofn til að slíkt ætti sér stað. Hann sagðist telja að dæmi um slíkt heyrðu til al- gerra undantekninga og í reynd gætu menn ekki komist upp með slíkt samkvæmt gildandi reglum. Hvort ganga ætti lengra í því að gera mönnum skylt að veiða úthlut- aðan afla á viðkomandi skip væri ei- líft álitamál. Kristján sagðist vera ósammála þeirri skoðun að stjórnvöld yrðu að bregðast við gagnrýni á sjávarút- vegsstefnuna annaðhvort með því að takmarka framsalið eða leggja á veiðileyfagjald. „Þetta er gömul lumma frá rit- stjóra Morgunblaðsins. Ég sé ekk- ert samhengi í þessu. Það er auðvelt að ala á vantrú fólks á þessu kerfi með því t.d. að segja að útgerðar- menn liggi á baðströndum í útlönd- um og lifi á peningasendingum frá íslandi vegna kvóta. Þetta eru til- búnar sögur sem eru sagðar til þess að sverta þetta kerfi. Umræða um hvað sé sanngjarnt veiðileyfagjald er út í bláinn. Það er ekkert sanngjamt veiðileyfagjald til þegar afkoma greinarinnar er í núlli. Það þekkist hvergi meðal samkeppnisaðila okkar að leggja á slík gjöld. Þvert á móti eru ríkis- stjómir að kaupa veiðirétt af öðrum og afhenda hann útgerðum í sínu heimalandi án endurgjalds. Ég hafna því báðum hugmyndunum um veiðileyfagjald og um takmörkun á framsali, með þeim fyrirvara þó að ég tel alltaf álitamál hvað eigi að gera kröfu um að sé veitt á hvert skip,“ sagði Kristján. GiUirtil 30.11 '97 yfir 2.000,- kr. ©SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aldar- afmæli fagnað 100 ÁRA afmælisfagnaður Blaða- mannafélags íslands var á Hótel íslandi á laugardag. Blaðamenn fjölmenntu og ýmsir innlendir og erlendir gestir heiðruðu Blaða- mannafélagið með nærveru sinni á þessum tímamótum. Við háborð- ið voru Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, ræðumaður kvölds- ins Matthfas Johannessen, ritsljóri Morgunblaðsins, og eiginkona hans, Hanna Johannessen, Lúðvfk Geirsson, formaður Blaðamanna- félags íslands, og eiginkona hans, Hanna Björk Lárusdóttir. Stjórn Náttúruverndar rflrisins Sápugosið í Geysi slæmt fordæmi STJÓRN Náttúruvemdar ríkisins átelur það athæfi oddvita Biskups- tungnahrepps að standa í heimild- arleysi að sápugosi í Geysi og telur það skapa slæmt fordæmi fyrir náttúruvemd á íslandi. Stjómin fundaði í gær og sam- þykkti að skrifa oddvitanum bréf, þar sem ítrekað var að á fundi 20. ágúst sl. hafi m.a. verið samþykkt að leita leiða til að vernda Geysi sem goshver og að ráðist yrði í rannsóknir á goshegðun hversins. Tilgangurinn væri sá að athuga hvað gera þyrfti til þess að Geysir Kvótamál til efnis- legrar meðferðar HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur taki til efnislegrar meðferðar mál sem Valdi- mar Jóhannesson hefm- höfðað gegn ríkinu. Valdimar sótti um að fá úthlutað aflaheimild og leyfi til fiskveiða í at- vinnuskyni í desember 1996 en sjáv- arútvegsráðuneytið sypjaði honum. Höfðaði Valdimar mál fyrir Héraðs- dómi þar sem krafist var ógildingar á synjun ráðuneytisins þar sem hún bryti gegn tveimur ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi Valdimar ekki eiga lögvarða hagsmuni af því að skorið yrði úr um tilvist eða efni þein-a rétt- inda sem hann sótti í málinu. Valdimar fagnar mjög niðurstöðu Hæstaréttar og segir að þetta sé í fyrsta sinn sem dómstóli á íslandi sé falið að athuga hvort lög standist stjórnarskrá landsins. gysi af eigin rammleik. Áætlað væri að ljúka rannsóknum fyrir áramót. „Stjórn Náttúruvemdar ríkisins harmar þetta frumhlaup oddvitans sérstaklega þar sem sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið að málefnum Geysis og Geysissvæð- isins. Má hér t.d. nefna frumkvæði stofnunarinnar að áframhaldandi rannsóknum á svæðinu, svo og nefnd sem umhverfisráðherra skip- aði nýlega sem ætlað er að gera til- lögu til umhverfisráðuneytis með hvaða hætti sé æskilegt að friða Geysi og næsta nágrenni." Sjálfstæðisflokkur Framtíð sjávarútvegs rædd FRAMTÍÐ sjávarútvegs á ís- landi verður fyrsta umræðu- efnið á flokksráðs- og for- mannaráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins sem haldin verður á laugardaginn í Súlnasal Hótels Sögu. í fréttatilkynningu kem- ur fram að 300 fulltrúar eigi seturétt á ráðstefnunni. Við umræður um sjávarút- vegsmál munu Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra, Markús Möller hagfræðingur, Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður og Sigurður Lín- dal prófessor flytja ræður. Aðrir ræðumenn á ráðstefn- unni verða Davíð Oddsson for- sætisráðherra, formenn lands- samtaka Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur H. Garðarsson, formaður Samtaka eldri sjálf- stæðismanna, sem mun gera grein fyrir stofnun samtak- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.