Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Framsóknarflokks segir þurfa meiri sátt um sjávarútvegsstefnuna Framundan eru breyt- ingar á byggðastefnunni Verðlaun fyrir land- græðslu og skógrækt SKÓGRÆKT ríkisins og Land- græðsla ríkisins héldu upp á það á Iaugardag að 90 ár voru liðin frá því að fyrst voru sett lög um skógrækt og vamir gegn upp- blæstri hér á landi. Við það tæki- færi var skógarhnífurinn, viður- kenning Skógræktarinnar, af- hentur i fyrsta skipti og einnig vom landgræðsluverðlaun Land- græðslunnnar afhent. Landgræðsluvérðlaunin hlutu Skógræktarfélag Islands, Ingvi Þorsteinsson náttúmfræðingur, Helgi Jóhannsson landgræðslu- vörður á Núpum í Ölfusi, Halldór Steingrímsson bóndi á Brimnesi í Viðvíkurhreppi í Skagafirði og Tómas Pálsson bóndi á Litlu- Heiði í Mýrdal. Fjórir hlutu skógarhníf Skóg- ræktar ríkisins, sem hannaður er af Hlyni Halldórssyni á Mið- húsum. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fékk skógar- hnif númer 1, Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri fékk skógarhníf númer 2, Krist- inn Björasson forsljóri Skeljungs hf. skógarhníf númer 3 og Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- ráðherra skógarhníf númer 4. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist telja að skoðana- könnun um orsakir búferlaflutn- inga, sem gerð var fyrir Byggða- stofnun, eigi eftir að hafa mótandi áhrif á stefnu flokksins í byggða- málum. Innan Framsóknarflokksins hafi menn vanmetið mikilvægi sterkra byggðakjarna. Byggðamál var stærsta mál aðal- fundar miðstjómar Framsóknar- flokksins um helgina. Á fundinum var lögð fram áfangaskýrsla byggðahóps, sem skipaður er fjór- um þingmönnum flokksins. Hópur- inn hefur staðið fyrir fundum um allt land um byggðamál. Halldór sagði að hópnum hefði verið falið að starfa áfram og skila tillögum á næsta ári. Á fundinum voru kynnt- ar niðurstöður skoðanakönnunar, sem Stefán Ólafsson prófessor vann fyrir Byggðastofnun, um orsakir og eðli búferlaflutninga á íslandi. „Ég held að niðurstöður þessarar könnunar geti orðið mjög ráðandi um stefnumörkun í byggðamálum á næstunni. í könnuninni kemur fram hvað það er sem gæti komið að gagni samkvæmt þeirri reynslu sem við höfum. Það hefur verið ríkt í Framsóknarflokknum að það verði reynt að standa við bakið á öllum byggðum í landinu. Við munum byggja áfram á því grundvallarat- riði. Ég tel hins vegar að við verðum að viðurkenna að við höfum vanmet- ið þýðingu sterkra byggðakjama í þessu sambandi. Skoðanakönnunin sýnir þetta. Þess vegna tel ég að flokkurinn eigi eftir að breyta áherslum sínum í byggðamálum." Umræða um að takmarka framsalið Talsverðar umræður urðu um sjávarútvegsmál á fundinum og snerust þær ekki síst um hvort tak- marka ætti framsal aflaheimilda. Halldór sagði á fundinum að sam- komulag ætti að geta tekist um að þrengja framsalið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri hægt að hugsa sér aðra við- miðun en þá sem er í gildandi lögum um að hvert skip verði annað hvert ár að veiða a.m.k. 50% af þeim veiðiheimildum sem það fær úthlut- að. Þetta leysti ákveðin vandamál, en þetta gæti leitt til vandamála hjá skipum sem lentu í meiriháttar bilunum. Menn hefðu nefnt að lögin þyrftu að gera ráð fyrir undanþág- um frá þessum reglum, en undan- þágurnar sköpuðu einnig vanda. Vandinn við að þrengja framsalið væri sá að við það væri hætt við að dregið yrði úr margvíslegri hag- ræðingu sem nú ætti sér stað. „Ég hef fundið fyrir því að stjórn- málamenn eru reiðubúnir til þess að finna einhveija nýja viðmiðun í þessu sambandi ef það má verða til þess að draga úr því sem við köllum óeðlileg viðskipti eða brask, sem að vissulega á sér stað í dag, og verður til þess að margir dæma allt kerfið út frá því.“ Halldór sagðist heyra það á for- ystumönnum í Sjálfstæðisflokknum að þeir væru að velta svipuðum hlutum fyrir sér. Sjómenn hefðu sett fram kröfur um takmarkanir á framsali í tengslum við kjaradeilu við útvegsmenn. Hann sagðist hafa kynnt sér hugmyndir sjómanna, en ekki séð neinar tillögur frá útvegs- mönnum. Stjórnmálamenn hefðu fram til þessa leitast við að taka tillit til sjónarmiða sjómanna og útvegsmanna, sem ættu að búa við kerfið. Leitast þyrfti við að skapa meiri sátt um kerfið. í stjórnmálaályktun miðstjórnar- fundarins segir um sjávarútvegs- mál. „Fundurinn hafnar hugmynd- um um veiðileyfagjald þar sem slík skattlagning á mikilvægustu at- vinnugrein landsmanna, umfram aðrar greinar, yrði fyrst og fremst til þess að íþyngja landsbyggðinni og skerða lífskjör þar. Fundurinn hvetur hins vegar til áframhaldandi opinskárrar umræðu um fiskveiði- stjórnunarkerfið innan Framsókn- arflokksins og telur mikilvægt að flokkurinn verði í forystu við að sætta sjónarmið um kerfið og breyt- ingar á því m.a. með því að málið verði tekið upp á sérstakri ráðstefnu í byijun næsta árs.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson HANDHAFAR landgræðsluverðlauna Landgræðslunnar og skógarhnífs Skógræktarinnar. Fremst sitja Jón Loftsson skógræktarsljóri, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti og Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri. Fyrir aftan standa Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra, Helgi Jóhannsson landgræðsluvörður, Tómas Pálsson bóndi, Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs, Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarsljóri, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur og Halldór Steingrímsson bóndi. Uppselt á jólatónleika Kristjáns Jóhannssonar ján ætlar að syngja - það þarf ekki einu sinni.“ Hörður vonar að unnt verði að efna til aukatónleika enda sé þrýst- ingurinn strax mikill. „Allt veltur það auðvitað á Krisljáni og við munum ræða þann möguleika við hann við fyrsta tækifæri." Að áliti Harðar eru ýmsar ástæð- ur fyrir þessum mikla áhuga. „Krislján hefur ekki sungið í Hall- grímskirkju í fimm ár en þá fundum við fyrir gríðarlegum áhuga og ánægju. Fólk er greinilega þyrst í að heyra hann, sjá og upplifa. Síðan er Mótettukórinn náttúmlega nokk- uð vel kynntur og umhverfið, kirkj- an og orgelið, sérstaklega heillandi á þessum tíma árs. Ég geri mér í ir um að miðarair seldust upp svona hratt. Við hugarlund að svipaðar ástæður liggi að baki eram ekki einu sinni farin að kynna hvað Krist- áhuganum á Akureyri.“ UPPSELT er á jólatónleika Krist- jáns Jóhannssonar tenórsöngvara og Mótettukórs Hallgrímskirkju í Hallgrímskirkju 13. desember næst- komandi og í Akureyrarkirkju dag- inn eftir. Miðasala á tónleikana hófst í Bókaverslun Máls og menn- ingar í Reykjavík síðastliðinn sunnudag og í Bókvali á Akureyri í gær og seldist upp samdægurs á báðum stöðum. Fjöldi manns hefur látið skrá sig á biðlista eftir miðum. „Maður vaknaði upp við góðan draum í morgun,“ sagði Hörður Áskelsson stjórnandi Mótettukórs- ins í samtali við Morgunblaðið í gær. „ Við vorum bjartsýn á góð við- brögð en gerðum okkur engar von- Krislján Jóhannsson Andlát GUÐNI ÞORSTEINSSON GUÐNI Þorsteinsson, fiskifræðingur, lézt að heimili sínu í Mos- fellsbæ síðastliðinn laugardag, 61 árs að aldri. Guðni var fæddur í Hafnarfirði 6. júlí 1936. Foreldrar hans voru Þorsteinn Ey- jólfsson skipstjóri og kona hans Laufey Guðnadóttir. Guðni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957. Hann lauk síðan prófi í fiski- fræði frá Háskólanum í Kiel í Þýzkalandi árið 1964. Hann stund- aði framhaldsnám í veiðitækni í Hamborg í tvö ár og starfaði að því loknu í þijá mánuði á því sviði hjá Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm. Hann hélt síðan heim og var ráðinn deildarstjóri veiðarfæra- deildar Hafrannsóknastofnunar frá árinu 1967. Frá þeim tíma ogtil dauða- dags var Guðni yfir- maður veiðarfæra- rannsókna hjá stofn- uninni. Hann kenndi mikið um veiðarfæra- gerð í framhaldsskól- um og við Háskólann á Akureyri. Guðni vann einnig mikið að þróun og rannsóknum veiðarfæra með Hampiðjunni og Neta- gerð Vestfjarða. Hann var í eitt ár formaður Félags íslenzkra nátt- úrufræðinga og skrifaði fjölda greina og ritgerða um veiðarfæri í blöð og tímarit. Fyrri eiginkona Guðna var Ilse Ruth Thiede frá Lubeck í Þýzka- landi. Þau áttu saman fjóra syni en þau slitu samvistir. Síðari eigin- kona Guðna var Guðlaug Torfa- dóttir. Þau gengu í hjónaband í desember 1991 og lifir hún eigin- mann sinn. Andlát RAGNAR OTTO ARINBJARNAR RAGNAR Ottó Arin- bjarnar læknir lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur sl. sunnudag, 68 ára að aldri. Ragnar fæddist á Blönduósi 12. júlí árið 1929, sonur Kristjáns læknis Arinbjamar og konu hans Guðrúnar Ottósdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og prófi frá lækna- deild Háskóla íslands árið 1957. Fyrstu árin eftir að Ragnar lauk námi starfaði hann í Dan- mörku og Svíþjóð. Hann kom heim aftur árið 1960 og starfaði á Hólmavík og í Kópa- vogi, en var læknir í Reykjavík frá 1962. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu, Grétu Pálsdóttur, og fjögur uppkomin börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.