Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stutt Coolio handtekinn ►BANDARÍSKI rapparinn Cool- io var handtekinn í Þýskalandi á laugardag fyrir að kýla búðar- eiganda í magann. Þýska lög- reglan greindi frá því að hún hefði handtekið átta manns síð- astliðinn laugardag vegna ásak- ana um að þeir hefðu gengið út úr verslun í suðvesturhluta Boeb- lingen síðastliðinn fimmtudag í fötum sem þeir höfðu ekki greitt fyrir. Rapparinn Coolio hefði verið með í för. Hann varð frægur fyrir lög á borð við „Gangsta’s Paradise“og „CU When U Get There“. Öllum var sleppt eftir yfirheyrslu, en Coolio síðar handtekinn þegar kom i ljós að hann hafði beitt ofbeldi. Var tryggingaféð þá hækkað úr 10 þúsund mörkum í 100 þúsund mörk. Tónleikar í Ziirich ► JIM Kerr söngvari skosku hyómsveitarinnar Simple Minds var einn af þeim sem komu fram á „Night of Proms" tónleikunum í Ziirich í síðustu viku. Simple Minds var ein margra hljóm- sveita og söngvara sem komu fram á tónleikunum en Iöngu uppselt var á þá og stemmningin mikil. Kápur í Kína ►KÁPURNAR í verslunarkjarna Peking borgar voru ekki mikil freisting fyrir þessa kínversku konu sem átti leið fram hjá versl- uninni. Vetrarkápurnar sem hin- ar vestrænu gínur skarta kosta á bilinu 25 þúsund til 40 þúsund krónur og því ekki fyrir hvern sem er að fjárfesta í slíkum fatn- aði. FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ásdís LÁRUS Páll Birgisson fékk verðlaun fyrir bestu myndina, Reimar Viðarsson frá Dalvik þótti eiga frumlegustu myndina og Bergþór Leifsson frá Akureyri fékk verðlaun fyrir bestu myndaröðina. EINKENNISBÚNINGUR var viðfangsefni Bergþórs Leifssonar að þessu sinni en hann átti bestu myndaröðina í keppninni. Ljósmyndamaraþon Unglistar ’97 „Erfitt að velja úr“ Ljósmyndamaraþon var þreytt á hátíð Unglistar í októberlok og skráði 31 áhugaljósmyndari sig í keppnina. Af þeim luku 28 manns keppni en þijár filmur reyndust óáteknar. KEPPENDUR fengu tólf viðfangsefni, tólf mynda filmu og höfðu tólf klukkustundir til að vinna verkefnið og skila því inn,“ sagði Þórunn Guðjónsdóttir hjá Hinu hús- inu sem stóð að Unglist ’97. Að sögn Þórunnar voru óvenjufáir sem tóku þátt að þessu sinni. „Ég veit ekki hvað veldur því en venjulega eru mun fleiri sem hafa tekið þátt en þetta var engu að síður mjög áhuga- verð keppni.“ Ljósmyndamaraþonið var sam- starfsverkefni Hins hússins, Hans Petersen og Morgunblaðsins. Verð- iaunin voru ekki af verri endanum og Bergþór Leifsson, sem átti bestu myndaröðina, fékk Canon EOS 500 N myndavéi, Lárus Páll Bragason sem átti bestu myndina fékk Canon ÉG OG NÚMERIÐ MITT þótti best hjá Kjartani Þórðarsyni á Akureyri. Prima Mini myndavél og Reimar Viðarsson, sem átti frumlegustu myndina, fékk sjónauka. Einnig fengu þeir sem áttu bestu myndina í hveijum flokku Kodak töskur _og filmupakka. „Dómnefnd skipuðu Ás- dís Ásgeirsdóttir ljósmyndari á Morgunbiaðinu, Einar Daníelsson hjá Hinu húsinu og menningarsveit Hins hússins. Það var talsvert erfitt að velja myndirnar og sumar hveijar BESTA mynd keppninnar að mati dómnefndar, ljósmynd- ari Lárus Páll Bragason. breyttust mikið við stækkanirnar og urðu miklu betri,“ sagði Þórunn. Akureyringurinn Bergþór Leifsson átti bestu myndaröðina í keppninnni en hann var að taka þátt í fyrsta sinn. „Ég keypti mér myndavél í sumar og er í ljósmyndaklúbbi skól- ans núna,“ sagði Bergþór. Hann hefur enga kennslu eða tilsögn feng- ið og var því að vonum ánægður með árangur sinn. Keppendur fengu FERSKT var eitt hinna tólf við- fangsefna og var mynd Ernu Jónasdóttur valin best í þeim flokki. viðfangsefnin tólf afhent á hádegi og þurftu að taka tóif myndir sem lýstu þeim. „Það var erfiðast að mynda „Hraða“ en þar notaði ég skopparakringlu til að lýsa honum. Ég hef verið að mynda svolítið hérna í bænum og vissi nokkurn veginn hvert ég ætti að fara til að ná mynd- unum,“ sagði Bergþór. Sú hugmynd er uppi að myndaröð Bergþórs verði sýnd á Akureyri en ljósmyndaklúbb- ur Verkmenntaskólans sýnir reglu- lega myndir félagsmanna. Viðfangsefnin tólf sem keppendur þurftu að glíma við voru: Ég og númerið mitt, Einkennisbúningur, Einu sinni var.... Kikk, Með fullri reisn, Heimahagar, Ferskt, Gamalt, Hraði, Menning, Fíflalæti og Búið. FRUMLEGASTA myndin var tekin af Reimari Viðarssyni á Akureyri. HEIMAHAGAR Lárusar Bragasonar þóttu fanga viðfangsefnið best. Þægileg tónlist TONLIST Gcisladiskur SIGGA Sigríður Beinteinsdóttir flytur lög af ýmsum toga. Upptökusljóm: Frið- rik Karlsson. Útsetningar: Friðrik og Jonn Savannah. Sigríður gefur sjálf út. 1.999 kr. 35 mín. ÍMYND Sigríðar Beinteinsdóttur hefur verið greypt í þjóðarsálina allt frá því hún söng iínuna „Vertu ekki að plata mig“ í samnefndu iagi með HLH-flokknum fyrir 10-15 árum. Síðan hefur hún verið ein ástsælasta söngkona okkar, þjóðarstolt, hvort sem hefur verið í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva (þar sem hún náði fjórða sætinu sællar minningar) eða með hljómsveitinni Stjórninni. Nú hefur hún loks gefið út plötu upp á eigin spýtur. Henni til aðstoð- ar er margt hæfileikaríkt tónlistar- fólk, með gítarleikarann F'riðrik Karlsson, félaga hennar úr Stjórn- inni, í broddi fylkingar. Lögin eru fjölbreytileg og úr ýmsum áttum, erlend sem útlend; gospeltónlist („Oh Happy Day“), danspopp (,,Júfó“) og ballöður ( T.d. Brú yfir boðaföllin, betur þekkt sem „Bridge Over Troubled Water“). Útsetningar Friðriks Karlssonar eru vel af hendi leystar og því er í sjálfu sér ekki hægt að gagnrýna þær að neinu leyti, en eigi að síður leyfi ég mér að segja að þær séu yfirmáta væmnar. Það er þó bara smekksatriði. Að ósekju hefði mátt ráða alvöru strengjasveitir í stað gervilegs hljómborðs, en slíkt hefði að sjálfsögðu orðið dýrt. Jonn Sav- annah kemur einnig mikið við sögu, syngur t.a.m. lagið „You Are My Home“ á móti Sigríði og gerir það ágætlega. Lagavalið er ekki fyrir minn smekk, t.d. er ég löngu búinn að fá mig fullsaddan af Brúnni yfir boðaföllin eftir Paul Simon og Þakklæti eftir Magnús Kjartans- son, en það er kannski frekar mitt vandamál en flytjenda eða lagahöf- unda. Málið er að margir hafa gaman af þessari ljúfu tónlist og ég hef engan rétt til að skipta mér af því. Áðalatriðið er að Sigríður Bein- teinsdóttir hefur skilað mjög vönd- uðu verki, með tónlist sem án efa fellur að smekk fjölda fólks. Flutn- ingur er allur framúrskarandi og hljómur góður, enda brá hún undir sig betri fætinum og tók plötuna upp í Lundúnum. Ohætt er að mæla sterklega með geislaplötunni Siggu, ef fólk hefur á annað borð gaman af tónlist sem hljómar ekki ókunnuglega og leikur ljúflega um hlustirnar. Ivar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.