Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Formaður danska EDI-ráðsins á haustráðstefnu EDI-félagsins Fyrirtæki án rafrænna viðskipta dæmd úr leik „SUMIR halda því fram að útbreiðsla alnetsins muni ganga af stöðluð- um, rafrænum viðskiptum dauðum en flest bendir hins vegar til að þetta tvennt styrki hvort annað,“ segir Bjarne Emig, formaður danska EDI-ráðsins. ÍSLENDINGAR þurfa að leggja meiri áherslu á þróun rafrænna við- skipta en þeir hafa gert hingað til. Slík viðskipti munu smám saman verða mikilvægari, einkum fyrir lít- il og meðalstór fyrirtæki, segir Bjame Emig, formaður danska EDI ráðsins. Emig er nú staddur hér á landi og mun halda erindi á haust- ráðstefnu EDI-félagsins, félags um útbreiðslu staðlaðra viðskipta, á Hóteli Loftleiðum kl. 14 í dag. Emig hefur um árabil verið einn helsti talsmaður fyrir útbreiðslu rafrænna viðskipta í Danmörku og tekið þátt í sameiginlegri mótun stjórnvalda og samtaka atvinnulífs- ins í þessum málum. Hann hefur einnig tekið þátt í útbreiðslu raf- rænna viðskipta í Evrópu en á þeim vettvangi hefur mikið starf átt sér stað, sérstaklega með samræmingu staðla og þróun sameiginlegrar lög- gjafar á þessu sviði innan Evrópu- bandalagsins. Skýr stefna Dana I Danmörku hafa stjórnvöld markað skýra stefnu í upplýsinga- tæknimálum og svipar henni að mörgu leyti til framtíðarsýnar ís- lensku ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Danir hafa þó gengið mun lengra í að útfæra stefnuna og skil- greina markmið en gert hefur verið hérlendis, og sett fram dagsetning- ar í þessu sambandi. Danir þykja standa mjög framarlega í upplýs- ingamálum og í ljósi þeirra metnað- arfullu markmiða, sem íslendingar hafa sett sér í upplýsingamálum, er fróðlegt að kynnast því hvernig Dönum hefur reitt af og hvert þeir stefna á þessu sviði. Danska EDI-ráðið er einn helsti samstarfsaðili danskra yfirvalda á þessu sviði og á ráðstefnunni segist Emig ætla að fjalla um þá stefnu, sem þessir aðilar hafa mótað í sam- einingu. „Ég mun skýra frá því hvemig Danir stóðu að mótun stefnunnar, hvar við stöndum nú, og hvernig við ætlum okkur að stefna að því markmiði að verða allra þjóða fremstir í upplýsingatækni árið 2000. Þessi vinna gengur vel og það er styrkur áætlunarinnar hve margir taka þátt í henni. Þátttaka ólíkra ráðuneyta og stofnana í henni hefur verið mjög almenn, en auk helstu ráðuneyta má nefna samtök sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðar- ins og fjölmörg hagsmunasamtök." Mikil áhersla á öryggi Stefnt er að því að í árslok 1998 verði öll opinber fyrirtæki og stofn- anir í Danmörku í stakk búin til að hafa samskipti við hvern sem er á rafrænu formi, sem fylgi alþjóðleg- um stöðlum og að rafræn viðskipti verði orðin almenn í dönsku efna- hagslífi árið 2000. „Þessi vinna gengur vel og ég á von á að við ná- um settum markmiðum," segir Emig. „Danir eru líklega komnir lengst allra þjóða í þróun rafrænna viðskipta og danska EDI-ráðið hef- ur tekið upp samstarf við aðrar þjóðir um frekari útbreiðslu þeirra, þ.e. AustuiTÍkismenn, Norðmenn og Svía. I stefnumótuninni er mikil áhersla lögð á öi-yggisþáttinn og að rafrænir viðskiptahættir fullnægi síbreytilegum tæknikröfum. Sumir halda því fram að útbreiðsla alnets- ins muni ganga af stöðluðum, raf- rænum viðskiptum dauðum en flest bendir hins vegar til að þetta tvennt styrki hvort annað. Netið er flutn- ingsmiðill en rafræn viðskipti ákveðinn samskiptamáti. Töluverð lagasmíð hefur einnig átt sér stað vegna rafrænna viðskipta og er nú búið að samræma þau lagareglum um önnur viðskipti." Mikilvægt að hraða þróunarvinnunni Emig telur að íslendingar þurfi að leggja meiri áherslu á þróun raf- rænna viðskipta, ætli þeir að standa jafnfætis Dönum á þessu sviði. „Stefnan er í sjálfu sér ágæt en það er mikilvægt fyrir ykkur að útfæra hana nánar og koma einstökum verkefnum af stað. Þannig öðlist þið reynslu, sem mun skipta miklu máli þegar þessir viðskiptahættir breið: ast meira út og verða þungvægari. í framtíðinni munu rafræn viðskipti skipta miklu máli í viðskiptum, sér- staklega fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki, og án þeirra munu fyrirtæki sjálfkrafa dæma sig úr leik í alþjóð- legi'i samkeppni," segir Bjarne Emig. Hioo Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. t* 10 ára ábyrgð 10 stcerðir, 90 - 370 cm n- Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga t*. Truflar ekki stofublómin Eldtraust Þarfekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamleg fjárfesting / SNORRABRAUT 60 Branson ekki í framboð? London. Reutera. RICHARD BRANSON, forstjóri Virgin Group, hefur borið til baka frétt um að hann ætli að fela 16 ára dóttur sinni að stjórna fyrirtækinu og bjóða sig fram í embætti borgar- stjóra Lundúna. Stjórn Verkamannaflokksins hef- ur lofað að innleiða aftur borgar- stjórnarkosningar í London og vill kjörinn borgarstjóra með mikil völd. Ríkisstjórn Ihaldsflokksins lagði borgarstjórnina niður 1986. Branson sagði að það yrði mikil áskorun ef hann fengi að stjórna London og útilokaði ekki einhverja slíka ákvörðun, en sagði að hún yrði erfíð vegna margra skuldbindinga Virgin-fyrirtækisins. Vátryggingaeftirlitið gagnrýnir kynningu bresks líftryggingafélags hérlendis á ávöxtun landinu sem miðað er við, rauná- vöxtun þar og gengisþróun gagn- vart íslenskri krónu. Gagnrýni Vátryggingaeftirlitsins beinist þó ekki eingöngu að tals- mönnum þess breska líftrygginga- félags sem tekið er dæmi af. Því er haldið fram að ýmis fjármálafyrir- tæki veiti viðskiptavinum ófull- nægjandi og stundum villandi upp- lýsingar. Engar aðgerðir Helgi Þórsson hjá Vátrygginga- eftirlitinu vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki skýra frá því við hvaða breska tryggingafélag væri átt, enda hefði stofnunin ekki gripið til neinna aðgerða gegn félaginu. Fremur væri um að ræða tilmæli til þeÚTa sem seldu slíka þjónustu um að vanda sig við skýringar á henni. Ráðstefnudagurinn haldinn á morgun RAÐSTEFNUDAGURINN verður haldinn í fyrsta skipti á morgun miðvikudaginn 26. nóvember. nk. á Kjarvalsstöðum. kl. 10-18. Þar munu 29 aðildarfélagar að Ráð- stefnuskrifstofunni kynna aðstöðu sína og þjónustu öllum þeim sem eru í aðstöðu til að bjóða til ráð- stefna á Islandi. Samhliða sýning- unni verður haldin námstefna þar sem ráðstefnugestgjafar munu miðla af reynslu sinni. Ráðstefnu- dagurinn verður opinn frá kl. 10-18. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun setja Ráðstefnu- daginn 1997 formlega kl. 10,, en áð- ur mun Pétur J. Eiríksson, stjórn- arformaður Ráðstefnuskrifstofunn- ar útskýra tilgang og markmið Ráð- stefnudagsins. Erindi flytja þau Dr. Guðmundur E. Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, dr. Arnar Hauksson, yfirlæknir mæðradeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, Þor- kell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Eimskips, Lára B. Pétursdóttir, deildarstjóri hjá Ferðaskrifstofu Islands og Jóhanna Kristín Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Ráðstefnuskrifstofu íslands. Að því búnu verður efnt til kynn- inga á fyrirtækjum en í lok hennar verður dregið úr hatti með nöfnum þeirra sem skráðu sig til þátttöku fyrir 17. nóvember sl. Sá heppni hlýtur farseðil frá Flugleiðum í verðlaun, ásamt dagpeningum í 4 daga frá Ráðstefnuskrifstofunni. VÁTRYGGINGAEFTIRLITIÐ hefur sent út dreifibréf til vátrygg- ingamiðlara og líftryggingafélaga, þar sem hörð gagnrýni er sett fram á kynningar bresks líftryggingafé- lags sem veitir þjónustu hér á landi. Er látið að því liggja að verið sé að leyna hugsanlega viðskiptavini upp- lýsingum sem geti skipt þá miklu. „I kynningarbæklingi bresks líf- tryggingafélags er veitir þjónustu hér á landi segir að meðalávöxtun tiltekins sjóðs hafi verið 12,84% á ári frá 1984. Þessar upplýsingar, þótt réttar væru, eru gagnslausar fyrir íslenska viðskiptavini vegna þess að hér er gefin upp bresk nafnávöxtun sem tilgreinir hvaða ávöxtun þessi sjóður náði umfram þá sem geymdu bresk pund undir koddanum sínum. Upplýsingarnar eru líka rangar vegna þess að ekki er tekið fram að ávöxtunin sé nafn- ávöxtun en Islendingar eru vanir upplýsingum um ávöxtun umfram vísitölu, að minnsta kosti í lang- tímasamningum. Til þess að fá út breska raunávöxtun þarf félagið að taka breska verðbólgu út úr þeiiri ávöxtun sem gefin var upp,“ segir í bréfinu. Að mati stofnunarinnar verður að greina að verðlagsbreytingar í láttu ekki peningana fara I VSKinn Hjá B&L fæst gott úrval af bílum til atvinnustarfsemi sem undanþegnir eru virðisaukaskatti. Hyundai H100 Verð frá 1.186.345 kr. án vsk. Afborganir á mánuði: 13.497 kr.* Rekstrarleiga á mánuði: 25.605 kr.** * Afborganir á mánuði m.v. 84 mán. (Innborgun 25%) Lokaverð með vöxtum og kostnaði: 1.502.983 Einnig hægt að fá 100% lán i 72 mánuði. ** Miðaö við 3 ár og 60.000 km. akstur. <B> HYunoni B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818 Gagnslausar upplýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.