Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENIMTUIM Veitingu starfs prófessors í taugasjúkdómafræði við Háskóla íslands frestað á deildarfundi Þ RIR umsækjendur um starf prófessors í tauga- sjúkdómafræði við læknadeild Háskóla ís- lands hafa gert alvarlegar athuga- semdir við störf dómnefndar við mat á hæfni umsækjenda. Prófess- orinn verður jafnframt yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítal- ans. Dómnefndarmenn, Helgi Valdi- marsson prófessor, Sigurður Thorlacius tryggingaryfirlæknir og Johan A. Aarli prófessor við Haukeland sjúkrahúsið í Björgvin, mæla eindregið með Elíasi Ólafs- syni í starfið en nefna Finnboga Jakobsson og Sigurlaugu Svein- bjömsdóttur sem annan kost. Martin Grabowski frá Lundarhá- skóla og Páll Eyjólfur Ingvarsson frá Gautaborgarháskóla koma ekki til greina sem prófessorar að áliti dómnefndar, heldur aðeins sem dósentar, en dósent verður ekki ráðinn. Martin Grabowski er 45 ára gamall með doktorspróf frá lækna- deildinni í Lundi og á samkvæmt greinargerð ágætan og vaxandi feril á öllum sviðum sem krafist er eða í vísindalegum rannsóknum, til- raunum, kennslu, meðferð sjúklinga, stjórnun og í birt- ingu fræðigreina í tímaritum. Martin var dæmdur óhæfur til að gegna starfinu sem prófesor að mati nefndarinnar. Umsækjendur hafa rétt til að mót- mæla niðurstöðu dómnefndarinnar og notfærðu þrír sér það, Finnbogi Jak- obsson, Páll Eyjólfur Ingvarsson og Mart- in Grabowski. At- hugasemdir þeirra voru bornar undir dómnefndina og svaraði hún þeim og sendi til Páls Skúla- sonar rektors Há- skóla íslands og við- komandi umsækj- enda. Þessi viðbót fylgdi svo dóm- nefndarálitinu sem sent var öllum at- kvæðabærum mönn- um deildarinnar fyrir deildarfund. Stöðuveiting var tekin fyrir á deildar- fundi 12. nóvember, og var samþykkt að fresta ráðstöfun starfsins til næsta fundar, en í reglum Háskólans, staðfest- um af ráðherra, um veitingu starfa háskólakennara stendur í grein 5.5.: „Skylt er að fresta atkvæða- greiðslu um ráðstöfun starfs til næsta fundar ef 'A hluti fundar- manna óskar þess.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom fram tillaga á fundinum um að nýtt mat yrði unnið á umsækjend- um vegna formgalla, en í ljós kom að deildarfundur hafði ekki vald til að krefjast þess. Málið er núna hjá læknadeild. Er starf dómnefndar ekki traustvekjandi? Dómnefndin gefur starfi Mart- ins Grabowski á til- __________ raunastofum framúr- skarandi einkunn en tel- ur hann óhæfan til að gegna auglýstri prófess- orsstöðu vegna þess að ——■ hann hafi litla þekkingu á stundun taugasjúkdómafræða á íslandi, starf hans takmarkist við þröngt svið heilagræðslu, hann hafi ekki verið með í klínískri rannsókn síðan árið 1993, og að hann hafi ekki enn borið ábyrgð á skipulagningu rannsókna. Þessu svarar Martin á Efasemdir um starf dómnefndar og niðurstöður Hart er deilt um niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækj- ----------------------^----- enda um prófessorsstöðu við læknadeild Háskóla Islands og Landspítala. Gunnar Hersveinn kynnti sér reglur um veitingu starfa háskólakennara og ræddi meðal annarra við dr. Martin Grabowski umsækjanda sem mótmælir neikvæðum hæfnisdómi dómnefndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg PRÓFESSOR í taugasjúkdómafræði við Háskóla íslands verður jafnframt yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Er óhæfnis- dómurtil að útiloka fólk? þá leið 1) að ekki sé marktækur munur á ástundun taugasjúkdóma- fræði í Sviþjóð og á Islandi og að ef þetta séu rök verði erfitt fyrir útlendinga að fá vinnu á íslandi. 2) Að vísindaleg þjálfun og reynsla sé altæk og byggi á sömu lögmálunum. 3) Að frá árinu 1995 hafi hann borið ábyrgð á sjúkling- um með Parkisonsveiki á Háskóla- sjúkrahúsinu í Lundi og að hann hafi í umsókninni sagt frá rann- sókn sinni og konu sinnar, dr. Guðrúnar R. Sigurðardóttur, um hvernig bæta megi meðferðina, þótt niðurstöður væru ekki komn- ar. Þetta verkefni er mikilsmetið ________ af stjórn sjúkrahússins sem hefur greitt götu þeirra. „Ég geri nokkrar aðr- ar alvarlegar athuga- semdir við dómnefndar- álitið,“ segir dr. Martin Grabowski í samtali við Morgunblaðið, „dóm- endur geta mælt með þeim sem þeir vilja í starfið og það finnst mér að læknadeildin og Háskóli íslands eigi að gera, en ég tel dómnefnd ekki geta leyft sér á vafasömum forsendum að telja suma í þessum hópi óhæfa og stýra þar með valinu með því að útiloka möguleika þeirra að koma upp til atkvæðagreiðslu á deildar- fundi.“ Martin finnst ekki að nefndin hafi unnið samviskusamlega og ekki verið traustvekjandi í upp- talningu á fræðigreinum umsækj- enda. Dómnefndin veitti sérstak- lega, að sögn Martins, þær upplýs- ingar í niðurstöðum sínum að einn umsækjenda hafi birt tíu fræði- greinar þrátt fyrir að í raun væru þær aðeins fjórar. Dómnefndin leiðrétti sig, þegar Martin gerði athugasemd við þetta, og sagði að fjórar af þeim væru samþykkt- ar til birtingar í virtum alþjóðleg- um tímaritum og að tvær væru birtar í Læknablaðinu íslenska. Hvers vegna bað dómnefnd um viðbótargögn? Martin er líka ósáttur við að hafa ekki fengið bréf frá nefnd- inni fyrr en í lok maí, dagsett 26.05.97, um að umsækjendur mættu bæta við framlögð gögn til 6.06.97. Hann hefði ef til vill hagað störfum sínum, þetta rúm- lega hálfa ár frá því umsóknar- frestur rann út 1. desember 1996, öðruvísi hefði hann fengið að vita þetta strax. I reglunum um veitingu starfa háskólakennara, grein 2.5. stend- ur: „Eftir að frestur til að skila umsóknargögnum er liðinn, sbr. 1.1. og 1.3., tekur dómnefnd ekki við frekari gögnum frá umsækj- endum, nema þau séu til að votta gögn sem fylgdu umsókn. Dóm- nefnd er þó heimilt að óska eftir því við umsækjendur að þeir láti í té viðbótargögn við áður framlögð gögn. í þessu efni skal dómnefnd láta umsækjendur njóta jafnræð- is.“ _______ Umsækjendur um pró- fessorsstarfið fengu allir bréf um að nefndin ósk- aði þessa, dagsett 26.05.97. Martin spyr um .. ástæður þessarar óskar og hvers vegna hún kemur svona seint fram og hvort einhver umsækjendi hafí vitað að von væri á þessari ósk. Hann segist hafa fengið bréfið 28.05. eða rúmlega viku áður en það átti að skila nýjum gögnum. Hann sendi ekki viðbótargögn, en aðrir gerðu það. Dómnefndin hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, verið beðin um að sanna að enginn umsækjenda hafi öðlast vitneskju á undan öðrum um beiðnina um viðbótargögnin. Hér gæti rektor Háskólan úrskurðað að um form- galla á vinnuferlinu sé að ræða, formgallinn væri þá brot á jafn- ræðisreglu. Skortir rök fyrir neikvæðum hæfnisdómi? - Hverja má velja? Martin segist fyrirmunað að sjá að hann sé óhæfari en hinir um- sækjendurnir til að gegna prófess- orsstöðunni en samkvæmt reglum um veitingu háskólastarfa vegi vís- indalegt starf umsækjenda þyngst á metunum og þar standi hann einmitt vel að vígi. „Ég hef engan sérstakan rétt sem umsækjandi en hinsvegar bið ég um endurmat á umsækjendum vegna þess að ég tel ranglátt að nefndin lýsi mig óhæfan," segir hann og telur dómnefndarálitið ekki nógu vel unnið og því sé að hans mati vafasamt að veita starf- ið á grundvelli þess. Dagsetning næsta deildarfundar lækna- deildar hefur ekki ver- ið ákveðin, aðeins að hann verði í síðasta lagi í janúar. Á þeim fundi á samkvæmt reglum að ganga til atkvæða á grundvelli fyrirliggjandi dóm- nefndarálits um hver fái starf prófessors í taugasjúkdómafræði við Háskóla íslands. Samkvæmt auglýs- ingu á að veita starfið frá 1. janúar 1998. Forgangsröðun dómnefndar, 1. Elías Ólafsson, 2.-3. Finn- bogi Jakobsson og Sigurlaug Svein- björnsdóttir, er hins- vegar ekki bindandi. Deildarfundur getur kosið á milli þeirra þriggja. Fundurinn getur aftur á móti ekki gengið til at- kvæða um þá sem dómnefnd gefur nei- kvæðan hæfnisdóm eins og var í tilfelli Páls Eyjólfs og Mart- ins Grabowski. Páll var ekki enn talinn hafa öðlast reynslu til að stjórna rannsókn- arhópum og þróa aka- demíska taugasjúk- dómafræði á Islandi, að mati nefndarinnar. Deildarfundur getur ekki hafnað dómnefndarálitinu sem slíku en með því að kjósa til dæmis annan en þann sem er efst í forgangsröð- inni eða með því að skila auðu og kjósa þannig engan af þeim sem metnir eru hæfir lýsir deildarfund- ur yfir með óbeinum hætti að hann sé ekki sammála dómnefndinni. Verður auglýst aftur? I grein 5.7. í reglum um veitingu starfa háskólakennara stendur: „Engum má veita prófessors-, dós- ents-, eða lektorsstarf við Háskól- ann nema meirihluti dómnefndar telji hann hæfan og meirihluti við- ________ staddra á deildarfundi greiði honum atkvæði í starfið ... “ Ef deild- arfundur greiðir engum umsækjenda með já- .... kvæðan hæfnisdóm meirihluta atkvæða myndi það þýða að ráðherra gæti ekki ráðið neinn í prófessorsstarfið. Lækna- deildin yrði í framhaldi af því að ákveða hvort það ætti að auglýsa starfið aftur og með hvaða hætti, t.d. hvort það ætti að auglýsa eft- ir dósent í staðinn. „Formgall- inn“ gæti ráð ið úrslitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.