Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Veraldarhúsið ^LANDSMENN greinir á um launa- kjör, meira eða minna, og stundum er sagt að það sé ekki sama að vera Jón eða séra Jón þegar kemur að landsins gæðum. Ég þekki þó aðra mis- munun verri en stétta eða fjárhags. Og hana afdrifaríka, ekki síður en kjaramálin. Hún veldur orðið pólitísku vítundarley.si allra landsmanna. Á íslandi ríkir fá- mennisstjórn yfir háttum alls almenn- ings. Stjórn sem hvorki réttlætist af siðferði né þekkingu heldur skaplyndi einu. Sú veraldarviska hefur náð öllum tökum á þjóðinni að auður sé upphaf alls vits og hefur leitt tii valda manngerð sem orðin er að fyrirmynd um hvað mannlegt sé og við hæfi, - og er þó síst af öllum hæf til þess að vera slík fyrirmynd að athuguðu máli. Hérlendis sem annars staðar ræður manngerðin nokkurs konar vnfraldarhúsi úr steinsteypu, orð- um, hugmyndum, - skipulagi sem teygir sig landa í milli, innanlands leggur hún þræði sína um hálend- ið, stíflar ár og myndar vötn á grónum heiðum, er- lendis myndar hún efnahagsbandalög. Hún endurreisir fort- íðina í ljósi sömu hag- fræði. Hún gerir sól- arlandaferðir að flakki milli herbergja. Inni í veraldarhús- inu eiga að ríkja óska- skilyrði fyrir manns- líkamann samkvæmt fræðilegri niðurstöðu okkar tíma um holl- ustu. Þá er horft fram- hjá því að líkaminn hefur sjálfur komið sér upp dómgreind á hvað honum sé fyrir bestu á þeim um það bil milljón árum sem hann hefur verið í manns- mynd. Verkfræði, sú efnislega, fullkomnar náttúrufæðu manna, fjörefnafóðrið á allsnægtaborðum veraldarhússins. Líkaminn van- þakkar veitingarnar með menning- arsjúkdómum og prestar, verk- fræðingar trúarinnar, veita áfalla- hjálp. Meðan þjóðfélagið var náttúr- legt var alltaf von til þess að ein- hveijir fyndu hjá sér hvöt til að fara út úr húsi til að komast að því hvort ekki væri einnig stætt utandyra. Svo varð þjóðfélagið borgaralegt og menn hættu að gera ráð fyrir þessum möguleika. Hættu jafnvel að líta á aðra skjái en sjónvarps og ámóta miðla. í staðinn komu aðferðir verkfræð- innar til að greina í milli vits og vitleysu, gagns og ógagns. Eins og við er að búast hentar mönnum misvel fyrirkomulagið. Enn þá fæðist svipað hlutfall fólks sem býr yfir upprunalegri þörf fyrir að yfirgefa veraldarhúsið; í það minnsta leggja eyra að vegg, líta út um glugga eða rýna um gáttir. Þetta fólk fæðist án borg- aralegra einkenna og lifir í verald- arhúsinu við meiri eða minni vanl- íðan alla sína tíð. Hvorki hug- myndir þess né tilfinningar njóta sín heldur hefur því verið uppáíagt að bera brosgrímu sem það hefur lært að taka fyrir sína eigin ásjónu. Velferðin, fullkomnunar- áráttan sem í vaxandi mæli ein- kennir íslenska þjóðfélagið, stækkar jafnframt hóp þessa van- haldna fólks. Full nýting í hagfræðilegum skilningi er það sem gildir. Þessi átrúnaður sérþarfahóps, sem eitt sinn var, er orðinn að skyldubundn- um lifnaðarháttum allra lands- manna. Þjóðfélag sem á sam- kvæmt lögum að vera allra jafnt er sniðið eftir þessari veraldarvisku eins af hveijum tíu. Skólar, listir, bankar, sjúkrahús. Þorsteinn Antonsson Notaðu jólasmjör og njóttu bragðsins Samkvæmt þessu siðferði er gamalt fólk markleysur. Vegna sama siðferðis missa börn foreldra sína í ævilanga þrælkun á galeið- um markaðarins. Fyrir sama sið- ferði læra unglingar að finna sjálfa sig í fangelsum endalausra dráp- sleikja tölvuheimsins. Það getur auðvitað ekki talist þroskaskilyrði fyrir aðra en þá sem fæddir eru til slíks lífemis. Og þeir eru fáir sem betur fer. Ekki bara afbrigðilegt fólk á í tilfinningastríði við þá mannasiði sem nú ráða lögum og lofum held- ur allir þeir sem ekki eru sölugikk- ir að upplagi og skaplyndi. Það er ekki sjálfsagt mál að öll samkeppni sé af hinu góða. Milli auðhyggju og mannlegra þarfa rík- ir núorðið samkeppni. Það er slæmt Sú veraldarviska hefur náð tökum á þjóðunum, segir Þorsteinn Ant- onsson, að auður sé upphaf alls vits. og ber að breyta því! Menn hafa alltaf greinst í tvo andstæða hópa eftir upplagi sínu og náttúruþörf- um og hefur þá hvorum sýnst sitt um hvaðeina vegna þess helst að manngerðirnar eru ólíkar. Ef þess- ir hópar hafa nokkurn veginn jöfn áhrif er samfélag þeirra heilbrigt. Heitin sem vísuðu mönnum á leið, hvar væri að finna sér líka, voru vinstri og hægri, eða samkeppnis- og samvinnusinnar. Menn sáu merkin, kynntust að- ferðunum og fundu sig í öðrum hvorum hópnum. Nú hafa sam- keppnissjónarmið orðið hin ríkjandi hvar sem er svo að samvinnu- hneigt fólk nýtur sín ekki við þær aðstæður. Það öðlast jafnvel ekki merkingu í eigin hópi. Markleysan er hlutskipti þeirra sem ekki vilja taka samkeppnissjónarmið fram yfir önnur. Þeir lenda í sérþarfa- hópi, undir einu eða öðru for- merki, þar sem málin snúast um lífsstíl og ekkert annað. Skilyrði til að hafa áhrif á samfélagsheild- ina eru engin. Annaðhvort er um að ræða hóp áhugamanna um eig- ið ágæti, eða þurftarmannaklíkur á opinberu framfæri fyrir þá ástæðu eina að það skal verða allra trú að burðarbitar þjóðfélagsins séu hagfræðinnar. Tilfinningakuldi er það sem gild- ir. Markaðsgerræði þeirra tilfinn- ingaköldu. Slíkt fólk nýtur sín við aðstæð- ur sem engin ástæða er til að ætla að séu hinar einu réttu þótt sé stefna allra stjórnvalda Islend- inga á undanförnum árum og ára- tugum að sú trú skuli tekin. Hinn tilfinningakaldi, haldinn óseðjandi þörf fyrir örvun, er orðinn fyrir- mynd þjóðarinnar um lífsstíl og lifnaðarhætti. Ofbeldisendaleysur myndmiðlanna eru slíku fólki stöðugt áminning um að það er til, en ofbjóða aftur á móti okkur hinum sem engrar ágengni þörfn- umst slíku til staðfestingar. Skemmtistaðir, sem keyra allar nautnir í botn, þjóna þeim köldu. Hveijum er skemmt við öskur? Þeim sem ekki getur hrærst nema samkvæmt fræðilegum upplýsing- um um hvað hann sé. Slíkur mað- ur væntir þess að öskrað verði á hann viðstöðulaust uns eitthvað nýtt hrærist með honum og hann sannfærist um að honum sé skemmt eins og hinum. Hefurðu nautn af góðmeti ef því er troðið niður í kverkar þér? Við hin sem óskum þess að aðrar þarf- ir en auglýsingaheimsins séu tekn- ar alvarlega höfum það ekki. Alveg óskilgreind yfirstétt ræð- ur veraldarhúsinu og nú er leiðin til valda þessi að líkjast henni sem mest hvað sem upplagi manns líð- ur. Þeim ósnortnu. Þeim með vél- rænu vitsmunina. Er ekki eitthvað ótímabundið og lögmálskennt við þessa þróun mála til vélgengni frá þeirri óreiðu sem einkenndi þjóðlífið fyrir ekki mörgum árum þegar andstæður lágu ljósar fyrir? Þróunin minnir mig á framgang þjóðmála í Þýska- landi á árunum fyrir stríð sem leiddi Hitler til valda. Formsins menn sem aðhyllast eina hugsun aðeins hafa alltaf verið hug- myndasmiðir tilfinningakaldra manna. í bakgrunni ólga dulspeki- órar sem kenna má við nýöld nú eins og í tíð nasista við galdramál fornnorrænna seiðskratta. Þetta er sama tóbakið hvaða nafni sem nefnist. Og ekki í húsum hæft. Höfundur er rithöfundur. ] ffiocgi f| ísa > 3 l' í\ u nii t \W. s t. TL Stórhöfða 17, við Gulllnbrú, sími 567 4844 Rcroprint® STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 \at^'bcTL Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. 1 Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.