Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær dóttir, frænka og vinkona, HILDUR SVAVA JORDAN flugfreyja, Laugateigi 23, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni ( Reykjavík, í dag, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á byggingarsjóð (safjarðarkirkju. Ásthildur Sigurðardóttir, Klaus Brandt, Hanna Sigurðardóttir, Bjami Bergsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Álfhildur Sigurðardóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, John Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Guðlaug Jónsdóttir, Ásgeir Ebenezerson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSGEIR ÞORVALDSSON málari, Heiðargerði 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku- daginn 26. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ásta Torfadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Guðný Styrmisdóttir, Snorri Ásgeirsson, Torfi Ásgeirsson, Liane Ásgeirsson, Óskar Ásgeirsson, Svanhildur Stella Júnírós Guðmundsd. og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR JÓN JÓNSSON, Háholti 16, áður Stekkjarhvammi 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Margrét Kristjánsdóttir, Einar M. Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Jón Benedikt Einarsson, Þóra Kr. Einarsdóttir, Halldóra Sigr. Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Þórdfs Stefánsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Guðmundína Hermannsdóttir, Áskell B. Fannberg, Ingimar Arndal Árnason, Gunnar Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFS SIGURÐSSONAR frá Siglufirði, Æsufelli 6, Reykjavík. Valdís Ármannsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Halldóra Pétursdóttir, Sigurður Jónsson, Björgvin S. Jónsson, Steinunn K. Jónsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Salbjörg E. Jónsdóttir, Elísabet Þorvaldsdóttir, Halldóra R. Pétursdóttir, Freyr B. Sigurðsson, Hallgrímur Jónsson, Sigurður J. Vilmundsson, barnaböm og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LÁRU BOGADÓTTUR Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Engilbert Þorvaldsson, Sigurborg Engilbertsdóttir, Eiður Marinósson, Guðbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDINA ÞURIÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Guðmundína Þur- íður Björnsdóttir, ína, var fædd 9. aprfl 1914 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson söðlasmiður og vegg- fóðrarameistari á Akranesi og í Reykja- vík. Björn var frá Gilsstreymi í Lundar- reykjadal, f. 4. maí 1870. Kona hans og móðir ínu; Jóm'na Jensdóttir, húsfreyja, frá Hausastöðum í Garðahverfi, f. 26. mars 1873. Björn og Jónína bjuggu fyrst á Akranesi og síðan lengst af í Reykjavík. Mun veggfóðrarastótt- in öll frá Birni komin, enda hann fyrstur að taka lærlinga í þessari iðngrein sinni. Björn og Jónína eignuðust ellefu börn. Þau voru auk Inu: Helgi Björgvin, póstfull- trúi, Helgi á Póstinum, sem marg- ir gamlir Reykvfldngar muna eft- ir, f. 23.5. 1898; Bjöm Maríjón, bókbindari, f. 9.2. 1900; Leifur Ágúst, f. 31.6. 1901, d. 9.1. 1902; Leifur Ágúst, f. 8.3. 1903, d. 12.5. sama ár, Guðmundur, veggfóðr- ari, f. 5.4. 1904; Jóhannes, vegg- fóðrari, f. 14.6. 1905; Helga Elín- borg, húsmóðir, f. 3.9. 1908; Jens Sandholt, f. 7.7. 1910, d. 13.9. sama ár; Guð- jón Jens Sandholt, veggfóðrari, f. 18.6. 1912, og Jens Jónat- an, húsgagnasmiður, f. 17.3. 1916. Systkini ínu em öll látin. ína bjó um tæp- lega þriggja ára skeið með Ólafi Snóksdalín Ólafssyni skrifstofumanni frá Ólafsey á Breiða- firði, f. 11.11. 1904. Þeirra sonur er Ólaf- ur Th. Ólafsson, kennari á Selfossi, f. 3.10. 1936. Hans kona er Sigrún Gyða Svein- bjömsdóttir og eiga þau fimm böm og níu barnabörn. ína giftist árið 1947 Gi'sla Þórð- arsyni, húsasmfðameistara frá Ölfusvatni í Grafningi, f. 18.5. 1906, d. 1964. Þeirra dætur em: Jónína Björg, þorskaþjálfl, f. 2.9. 1947. Hún á tvö böm. Bryndís, hjúkmnarfræðingur, f. 5.10. 1950. Hennar maður er Eyþór G. Jónsson og eiga þau þtjú börn. Kristín Erna, veitingamaður, f. 6.2. 1953. Hennar maður er Örn Baldursson og eiga þau tvo syni. Utför Guðmundi'nu Þurfðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Mér brá á sunnudagskvöldið þeg- ar ég frétti að þú værir dáin. Tóm- leikatilfinning helltist yfir mig og ég vissi ekki hvemig ég átti að bregð- ast við þessum fréttum. Eg er sorg- mædd yfir því að fá ekki lengur að njóta þess að tala við þig, þig sem alltaf sást björtu hliðamar á tilver- unni og lést öllum líða vel. En samt er ég glöð þín vegna, að þú hafir loksins fengið hvíld. Nú færðu aftur að hitta afa sem þú varst búin að sakna svo lengi. Ég er Crfisdrykkjur ’í^^tVciUngohú/ið IralGAPt-inn Sími 555-4477 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Oisen, utfara rstjóri Útfararstoía íslands Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni. Gjafavömr. viss um að allt þitt fólk bíður þín hinum megin og tekur fagnandi á móti þér. Eg er viss um að þér líður vel. Ég mun geyma allar góðu minn- ingamar um samvemstundir okkar í hjarta mínu um alla tíð. Þrátt íyrir háan aldur varstu alltaf glaðleg og ung í anda, því eins og þú sagðir: „Þá er það ekki hve gamall þú ert heldur hversu gamall þér finnst þú vera.“ Ég kveð þig því með sálmi sem þú kenndir mér þegar ég var barn. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín nafna ína. Nú er hún elsku, besta amma kkar dáin eftir langa og góða ævi. Við systkinin viljum þess vegna skrifa hér lítið ljóð sem minnir okk- ur á hana. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu mér Mð, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Svo biðjum við Guð að passa hana ömmu og vonum að hún hvíli í friði hér eftir. Katrín Svana og Eyþór Páll. Elsku ína amma. Okkur langar til að kveðja þig með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér í gegnum tíðina. H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H u Sími 562 0200 u cxxxxxxxxxxxj Það var alltaf notalegt að koma til þín á Dunhagann, hvort sem það var í heimsókn eða pössun. Þar mætti maður alltaf umhyggju og hlýju. Það var vinsælt að fara í pössun til þín, þar sem þú sýndir okkur alltaf mikla athygli. Þær eru ógleymanlegar sögumar sem þú sagðir okkur á kvöldin um hann Nikulás. Þú virtist alltaf hafa nýjan kafla tilbúinn fyrir hvert kvöld. Ein af bestu æskuminningum okkar var þegar við sátum með þér í stofunni á Dunhaganum og spiluð- um á spil. Þú varst alltaf tilbúin að spila við okkur. Þessar stundir eru okkur ógleymanlegar. Þegar við minnumst þín er ekki hægt að kom- ast hjá því að minnast á jólin. Það hefur alltaf verið hluti af aðfanga- dagskvöldi að hafa þig með og erum við vissir um að næstu jól verða tómleg án þín. Nú ertu loksins komin í faðminn á afa á ný. Við vitum að hann hefur tekið vel á móti þér og að þar komi þér til með að líða vel um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku Ina amma, og megir þú hvfla í friði. Gísli og Þórður. Nú er hún ína móðursystir mín farin í ferðina sem bíður okkar allra. Ég á eftir að sakna hennar mildð, en alla tíð var samband okk- ar mjög náið, fyrst og fremst vegna þess að mikill samgangur var á milli heimila systranna Inu og Helgu móður minnar. Er ég var barn bjuggum við í sama húsi, hjá afa og ömmu í Bergstaðastræti. Þegar mín fjölskylda flutti á Háteigsveginn, sem þá var langt fyrir utan bæinn, fékk ég um helgar að heimsækja ínu og afa, en þau bjuggu saman eftir að amma dó. A þessum tíma var Óli, sonur ínu, fæddur. Um þessar heimsóknir á ég svo ljúfar minningar. Ina vann fyrir sér á þessum árum með því að sauma og sníða fatnað fyrir fólk. Það gerði hún reyndar einnig meira og minna síðar á ævinni. ína giftist síðar Gísla Þórðarsyni og átti með honum þrjár myndar- legar dætur. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði en fluttu svo á Dunhag- ann, þar sem ína bjó alla tíð síðan. Eftir að hún missti Gísla sinn langt fyrir aldur fram, fóru í hönd erfið ár. En Ina var dugleg að bjarga sér með dæturnar þrjár, og kom þeim öllum til náms. ína og Helga móðir mín voru mjög samrýndar og hjálpuðu hvor annarri þegar þær þurftu þess við. ína saumaði mikið á mig þegar ég var barn og unglingur, og mér er sérstaklega minnisstætt hvað allt var fallegt og vel gert. Mamma hjálpaði henni svo á móti með eitt- hvað annað. Ina var mjög listræn í sér, bæði með efni og liti. Hún málaði falleg málverk og vann með silki síðustu árin eftir að hún var hætt að vinna og strita fyrir lífsviðurværi. Börnin hennar hafa erft listhneigðina og hafa þetta í sér. Það sama má segja um barnabörnin. Það var áberandi alla tíð hvað fna var létt og kát, og alltaf var svo þægilegt að vera nálægt henni. Þá var hún líka alltaf svo fín og vel til höfð hvenær sem maður hitti hana. Ég minnist 80 ára afmælisins henn- ar á Laugarásveginum, þegar heils- an var farin að gefa sig. Þá var hún svo glæsileg og yndislegt hvað hún hélt sér vel miðað við heilsu og ald- ur. Ég á svo margar skemmtilegar minningar frá ínu og fjölskyldu hennar. Börnin mín ólust upp við að við fórum í heimspkn á Dunhagann, og þeim fannst ína alltaf tilheyra ömmu sinni. Nú er hún farin og við söknum öll þessara tíma. Með þakklæti og söknuði í huga kveð ég kæra frænku mína, sem var mér svo mildl vinkona alla tíð. Ég mun alltaf minnast hennar sem yndislegrar konu. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Ég og fjölskylda mín sendum systrunum, Óla og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóm'na Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.