Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Sérswí3 i fjjnr mslmiY oj ueitingahús Svemi smtöur 5S76999 Nýliði fær bókmennta- verðlaun New York. Reuters. CHARLES Frazier vann á þriðju- dag ein stærstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, bandarísku bóka- verðlaunin, fyrir frumraun sína, sem nefnist „Cold Mountain". Fjail- ar hún um Suðurríkjahermann sem gerist liðhlaupi í Þrælastríðinu til að komast heim til elskunnar sinnar. Verðlaunin komu Frazier mjög á óvart. „Eg er nýr í þessu fagi . . . Ef einhver hefði sagt mér að þetta væri svona gaman, hefði ég kannski byrjað fyrr,“ sagði höfundurinn þegar hann tók við verðlaununum. Frazier er 46 ára og var sex ár að skrifa bókina. Bandarísku ljóðaverðlaunin runnu til Williams Meredith fyrir „Effort at Speech: New & Selected Poems“ en Meredith fékk heilablóð- fall árið 1983 og hefur átt erfitt með tal frá því. Joseph Ellis fékk verð- laun í flokki bóka almenns eðlis fyr- ir „American Sphinx: The Charact- er of Thomas Jefferson“ um þriðja forseta Bandaríkjanna. --------------- Nýjar plötur Morgunblaðið. Blönduós. NORÐLENSKAR nætur er með söng Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og hefur að geyma tuttugu lög. Kórinn sem er stofnaður árið 1925 á rætur sínar að rekja eins og nafnið bendir til í Bólstaðarhlíðarhrepp sem er austasta sveitarfélagið í Austur- Húnavatnssýslu. Félagssvæði kórsins er þó stærra því söngmenn koma víða að úr Austur- Húnavatnssýslu. Undanfarinn fjögur ár hefur Sveinn Árnason frá Víðimel í Skagafirði stjórnað kórnum og undirleik við upptökur á efni geisladisksins, annaðist Thomas Higgerson. Gestasöngvarar með karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á plötunni eru þau frændsystkinin Jóhann Már Jóhannsson og Jóna Fanney Svavarsdóttir. Karlakór Bólstaðarhliðar gefur plötuna út. Upptökur fóru fram sl. vor í Miðgarði í Skagafirði og stjórnaði Sigurður Rúnar Jónsson upptökum. Verð 1.500 kr. ------------------ NEFTÓBAKSDÓS enska skáldsins Byrons lávarðar seldist fyrir sem svarar til tæpra átta milljóna ísl.kr. á uppboði í Genf í Sviss fyrir skömmu. Dósin er gullhúðuð og eignaðist Byron hana árið 1812. Með í kaupunum fylgdi ljósrit af reikningnum fyrir dósinni. Kaupandinn, evrópskur safnari, vildi ekki láta nafns síns getið. LISTIR LEIKLIST IVemendaloiklnlsiO í Lindarba; BÖRN SÓLARINNAR Höfundur: Maxim Gorkí. Leik- stjóri: Guðjón Pedersen. Tónlist: Einar Örn Jónsson. Búningar: Ragna Fróðadóttir. Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Lár- us Björnsson. Förðun, hárgreiðsla og gervi: Sigríður Rósa Bjarnadótt- ir. Tannsmiður: Finnbogi Helgason. Tæknistjórn: Þórarinn Blöndal. Út- skriftarhópurinn: Agnar Jón Egils- son, Edda Björg Eyjólfsdöttir, Frið- rik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadótt- ir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sjöfn Evertsdótt- ir. Aukaleikarar: Björgvin Franz Gfslason, Björn Hlynur Haraldsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Nína Dögg Fil- ippusdóttir og Víkingur Kristjáns- son. Laugardagur 22. nóvember. MAXIM Gorkí er því miður þekktastur hér á landi fyrir skáld- sögu sína Móðurina, sem var end- urútgefm í ár. Hún er lítið lista- verk en aftur á móti beinskeyttur og áhrifaríkur áróður. Sem betur fer hafa einnig verið gefnar út sumar sögur hans og þrjú bindi ævisögu hans sem munu halda á lofti nafni hans sem skálds. Auk þessa voru leikritin Náttbólið og Sumargestir sýnd í Þjóðleikhúsinu á áttunda áratugnum. Börn sólarinnar er verk skrifað örfáum árum síðar en þessi tvö síð- astnefndu, kom fyrir almennings- sjónir í kringum byltinguna 1905. Hræðsla borgarastéttarinnar við Astin á tímum kóler- unnar kólerusýktan lýðinn er líka yfír og allt um kring í verkinu og í hnot- skum sýnd í persónu járnsmiðsins sem þau þarfnast en óttast svo mjög. Fjórar aðalpersónanna bregðast á mjög ólíkan hátt við ást- leitni annarra fjögurra svo annað eins hefur ekki sést síðan í Sem yð- ur þóknast eftir Shakespeare, enda persónurnar jafn ótrúverðugar og ævintýralegar og þar. I stað þess að enda í sátt og samlyndi og fjór- fóldu brúðkaupi fer allt á versta veg. Kostir þessa leikrits sem verk- efni fyrir útskriftarhóp leiklistar- skólans era augljósir; þarna era átta (mis)viðamikil hlutverk og jafn fjöldi karl- og kvenleikara. Þetta er gott og kröftugt stykld og leik- stjórinn hefur náð einstökum tök- um á hinum ungu leikaraefnum. Sýningin flakkar milli ritunartíma og nútímans í einfaldri og nota- drjúgri leikmynd og fjölbreyttum búningum sem færir verkið nær nútímaáhorfendum. Olafur Darri Ólafsson leikur húsbóndann, efnafræðinginn Pav- él, með eðlislægri leikgleði og þokka. Hann sjarmerar áhorfand- ann upp úr skónum um leið og hann kemur vel til skila tillitsleysi og einangran hins fjarhuga vís- indamanns. Edda Björg Eyjólfs- dóttir leikur Lísu, systur hans, sem sveiflast milli ofsagleði og dýpsta þunglyndis sem Edda sýndi með glæsibrag. Friðrik Friðriksson sýnir tragíkómískan biðil hennar, dýralækninn Boris, með sérstakri innsýn í hlutverkið, krafti og til- fmningu. Agnar Jón Egilsson sem aurapúkinn Mísa sýndi á ísmeygi- legan og drepfyndinn hátt alla þá mannlegu lesti sem geta prýtt einn mann. Linda Asgeirsdóttir sótti í sig veðrið er leið á sýninguna sem vinnukonan Fíma og sýndi framúr- skarandi kómíska takta. Þó Sjöfn Evertsdóttur séu þrengri skorður settar í hlutverki sínu sem Melan- ía, systir Borisar, skapaði hún eft- irminnilega og fyndna persónu. Helga Vala Helgadóttir leikur Elénu, eiginkonu Pavéls, ábúðar- mikil með pilsaþyt og djúpri til- finningaþranginni röddu, en hið umtalaða stolt hennar jaðrar hér við drýldni. Guðmundur Ingi Þor- valdsson leikur ábúðarmikill og með tilþrifum ástmann hennar og vin eiginmanns hennar, listamann- inn Dimitri. Auk þess era í minni hlutverkum nemendur úr öðram bekkjum leiklistarskólans og setja skemmtilegan svip á sýninguna. Það er ánægjulegt að fyrsta verkefni lokaársnema leiklistar- skólans undir styrkri stjóm Guð- jóns Pedersen skuli vera eins vel heppnað og raun ber vitni. Það gef- ur vísbendingu um að þarna sé kominn fram sterkur hópur lista- manna sem mun láta að sér kveða í leiklistarlífi þjóðarinnar er fram h'ða stundir. Sveinn Haraldsson PBÓFKJÖR akkir fyrir veittan stuðning Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði s.l. laugardag tókst með miklum ágætum. Rúmlega 900 Hafnfirðingar tóku þátt i að velja framboðslista sem þeir treysta til að veita bæjarfélagi sínu forystu á næsta kjörtímabili. Um leið og ég óska Hafnfirðingum tiL hamingju með sigurstranglegan framboðsLista Sjálfstæðisflokksins viL ég þakka ykkur eindreginn stuðing í 1. sæti listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.