Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yamaichi, fjórða stærsta verðbréfafyrirtækið í Japan, leggur upp laupana Stærsta gjaldþrotið frá lokum seinna stríðs Reuters SHOHEI Nozawa, forstjóri Yamaichi-verðbréfafyrirtækisins, greinir frá gjaldþroti þess á blaðamannafundi í Tókýó í gær. Aibright um íraksdeiluna Atökunum hvergi nærri lokið Washington, Paris, Baghdad. Reuters VOPNAEFTIRLITSSVEIT Sam- einuðu þjóðanna í írak sinnti í gær reglubundnu vopnaeftirliti þriðja daginn í röð. Njósnavél Bandan'kjamanna, U- 2, sem Irakar hótuðu í upphafi deil- unnar að skjóta niður, flaug áfalla- laust yfir Mið-írak. Var það í þriðja skipti sem vélinni er flogið yfir landið á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá upphafi deilna íraks og Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Samkvæmt upplýsingum hinnar opinberu fréttastofu Iraks (INA) mun vopnaeftirlitið hefja eftirlits- ferðir sínar á því að heimsækja 16 staði auk þess sem þyrlum verður flogið yfir ákveðin svæði. A næstu dögum er hins vegar ekki talið að flogið verði yfir umdeild svæði eða farið inn í byggingar í einkaeign Saddams Husseins Iraksforseta. Ekki eftirlit í höll Saddams Eftir að William Cohen, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að vopnaeftirlitsmennirnir ættu að hafa óheftan aðgang að öll- um byggingum, þar á meðal höllum Saddams, mæltust írösk stjórnvöld til þess á sunnudag að vopnaeftir- litsmennirnir flygju hvorki yfir helg svæði þjóðarinnar né könnuðu einkahallir forsetans. Cohen svar- aði þvi til að ekki kæmi til greina að Saddam lýsi 63 staði utan athafna- svæðis eftirlitsins. Þá fullyrti Cohen að átökunum um vopnaeftir- lit SÞ væri hvergi nærri lokið. Al-Jumhouaiya, dagblað írösku stjórnarinnar, sakaði Bandaríkja- menn um að kynda undir áfram- haldandi ófriði þrátt fyrir að Iraks- stjóm hafi leyft bandarískum vopnaeftirlitsmönnum að snúa aft- ur og komið öllum umdeildum vopnum fyrir á sínum upprunalegu stöðum. Þá gagnrýndi yfirmaður íranska heraflans áframhaldandi hemaðar- uppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu í gær með þeim orðum að hún væri bæði ólögmæt og órökrétt og afhjúpaði drottnunargirni Bandaríkjamanna. Sagði hann Iransher vera á verði og reiðubúinn til að verjast erlendum yfirgangi á svæðinu. Tókýó. Reuters. GJALDÞROT Yamaichi Securities, fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, sem lýst var yfir í gær, er stærsta gjaldþrot í sögu Japans eft- ir síðari heimsstyrjöld og þriðja stóra gjaldþrotið í japanska fjár- málaheiminum á einum mánuði. Hinu aldargamla fyrirtæki, sem hafði lengi átt í örðugleikum, fékk náðarhöggið á stjórnarfundi snemma í gærmorgun. Á blaða- mannafundi í Tókýó greindi for- stjórinn Shohei Nozawa tárvotum augum frá niðurstöðunni eftir 45 mínútna langan fund stjómend- anna. Sagði Nozawa skuldir fyrir- tækisins vera yfir þrjár trilljónir jena, eða um 1.700 billjónir króna. Stærð gjaldþrotsins hefur valdið ugg um að það muni hafa neikvæð áhrif á fjármagnsmarkaði um allan heim. Gengi verðbréfa á evrópskum mörkuðum lækkaði um nokkur pró- sentustig í gærmorgun og Wall Street-vísitalan lækkaði lítillega fyrst eftir opnun kauphallarinnar síðdegis að íslenzkum tíma. Viðbrögð markaðanna voru þó ekki meiri en þessi einkum vegna þess að dagurinn í gær var frídagur í Japan og allir fjármálamarkaðir þar lokaðir. Þess var því vænzt með eftirvæntingu hver viðbrögð kaup- hallarinnar í Tókýó myndu verða í dag. Stjórnvöld til aðstoðar Stjómvöld og seðlabanki Japans reyndu líka allt hvað þau gátu til að hamla neikvæðum afleiðingum gjaldþrotsins. Yasuo Matsushita, aðalbankastjóri japanska seðla- bankans, sagði að bankinn hefði ákveðið að framlengja sérstök lán sem hann hefði veitt í því skyni að vemda inneignir viðskiptavina Yamaichi, sem er áætlað að séu um 24 trilljónir jena, um 13.300 billjónir króna. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, lýsti því yfir er hann var í þann mund að stíga um borð í flugvél sem flutti hann á leiðtoga- fund APEC, samtaka um efnahags- samstarf Asíu- og Kyrrahafsríkja í Vancouver í Kanada, að hann hafi gefið fjármálaráðherranum fyrir- mæli um að grípa til hvers konar ráðstafana sem hann teldi þurfa til að „viðhalda stöðugleika í fjármála- heiminum". Eigi var þó örgrannt um að kaup- hallarspámenn um allan heim óttuð- ust að Japan væri nú orðið nýjasti hlekkurinn í keðju áfalla sem riðið hafa yfir efnahag ríkja Suðaustur- Asíu að undanfórnu, nú síðast ná- grannaríki Japans Suður-Kóreu, sem samkvæmt tölum yfir þjóðar- framleiðslu er ellefta stærsta efna- hagsveldi heims. Talsmaður Hashimotos sagði heiminn ekki hafa neina ástæðu til að tapa trausti sínu á japanskan efnahag. „Eg held að grunnstoðir japansks efnahags séu enn traust- ar,“ sagði talsmaðurinn, Hiroshi Hashimoto. Fleiri gjaldþrota að vænta? Gjaldþrot Yamaichi er þriðja stóra gjaldþrotið í japönsku fjár- málalífi á einum mánuði. Það kemur í kjölfar gjaldþrots verðbréfamiðl- unarinnar Sanyo Securities og bankans Hokkaido Takoshoku, sem var tíundi stærsti banki Japans. Endalok Yamaichi urðu á aldaraf- mælisári þess, en þetta var ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið hafði lent í kröppum dansi. Það hékk á blá- þræði árið 1965, þegar mikið verð- fall varð á verðbréfamarkaðnum og sögusagnir um fjárhagserfiðleika fyrirtækisins ollu því að hræðsla greip um sig meðal fjárfesta sem drógu fé sitt út úr fyrirtækinu. Þar til nýlega hikuðu japönsk stjómvöld ekki við að segja að stofnanir á borð við Yamaichi og Hokkaido Takoshoku-bankann væru „of stór til að lenda í þroti“. Gjaldþrot af stærðargráðu Yama- ichi vekur upp spurningar um hvort fleiri stórra gjaldþrota sé að vænta meðal banka, trygginga- og verð- bréfaíyrirtækja í Japan, sem hafa veikzt vegna fallandi verðlags á fasteignum og verðbréfum undan- farin sjö ár og slæmra heimta á skuldum af þeim sökum. Endalok Yamaichi hófust sl. föstudag, þegar fyrirtækinu reynd- ist nær ómögulegt að halda áfram starfsemi eftir að alþjóðlegu mats- skrifstofurnar Moody’s og Standard & Poors færðu mat sitt á skulda- stöðu þess niður í lakasta flokk. Hlutabréfamarkaðir höfðu þegar afskrifað fyrirtækið, en verð á hlutabréfum þess var komið niður í 65 jen í síðustu viku, úr 525 jenum í upphafi þessa árs. Hæst fór hluta- bréfaverð í Yamaichi í 3.130 jen árið 1987. Fór illa út úr kreppu á fasteignamarkaði Yamaichi fór sérstaklega illa út úr kreppu tíunda áratugarins í Jap- an, sem fylgdi í kjölfar mikils þenslutímabils. Fyrirtækið tapaði miklum fjölda smærri fjárfesta þeg- ar verðbréfavísitalan fór að lækka verulega, en á fáum árum hefur hún lækkað úr 39.000 stigum, sem var hámark, niður í kring um 16.500 stig, þar sem hún er nú. Samtímis þessu hefur hrun á fasteignamark- aðnum valdið því að íyrirtækið neyddist til að afskrifa fjölda fast- eignalána. Upphafið að endalokunum var síðan spillingarhneyksli, sem kom fram í dagsljósið sl. sumar. Oll fjög- ur stærstu verðbréfafyrirtæki Japans flæktust í málið, en sex hátt- settir stjórnendur Yamaichi voru handteknir, þar á meðal forstjórinn fyrrverandi. Núverandi forstjóri tók við í ágúst sl. Þetta hneyksli skaðaði ímynd fyrirtækisins verulega og fjöldi fjárfesta sniðgekk viðskipti við það í kjölfarið. Þannig var Yamaichi rekið með töluverðu tapi á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs. Margir kauphallarsérfræðingar voru þó hissa á því hve fljótt dauða- stríð hins stóra og rótgróna fyrir- tækis tók af. Sumir benda á að hinir miskunnarlausu fjármálamarkaðir hafi sífellt meiri áhrif á það hverjir lifa af og hverjir lendi undir. Áður fyrr hafi stærstu aðilamir í jap- anska fjármálaheiminum jafnan notið samtryggingar, sem þar að auki var baktryggð af ríkissjóði. „í þessu tilviki leitaði markaðurinn uppi veikburða fjármálastofnun og gekk frá henni. Og samtrygginga- kerfið gat ekki bjargað henni,“ sagði sérfræðingur hjá Asíudeild fj ármálaráðgj afarfyrirtækisins Dresdner Kleinwort Benson. Eins er víst að kerfið mun ekki finna öll- um hinum 7.000 starfsmönnum fyr- irtækisins nýja vinnu. Reuters Sómölum komið til bjargar í flóðum BJÖRGUNARMENN komust um helgina á bátum til 10.000 Sómala sem urðu innlyksa á afskekktum svæðum af völd- um flóða sem hafa kostað 1.300 manns lífið á síðustu vikum í suður- og miðhluta Sómalíu. Björgunarsveitirnar náðu m.a. í hóp manna sem hafði dvalið á tveggja km löngum flóðgarði í áfján daga. Tugþúsundir hektara af rækt- arlandi hafa eyðilagst í flóð- unum og um 250.000 manns hafa misst heimili sín. Ungur Sómali bjargar hér kettlingi af þaki húss í þorpi á flóða- svæðunum. Systurflokkarnir CDU og CSU búa sig undir kosningar Waigel MUnchen. Reuters. ÞÝZKU systurflokkarnir CDU, flokkur Helmuts Kohls kanzlara, og CSU, flokkur Theos Waigels fjármálaráðherra, leystu um helg- ina nokkuð af þeim ágreiningi sem blossað hafði upp milli flokkanna í sumar og sneru bökum saman út á við í því skyni að treysta stöðu sína í upphafi kosningabaráttunnar fyr- ir þingkosningarnar næsta haust, en versta útkoma Waigels í innan- flokksatkvæðagreiðslu til þessa sýndi að staða hans er völt. í því skyni að treysta böndin fyrir kosningabaráttuna komu for- ystumenn flokkanna beggja saman í Múnchen um helgina, þar sem CSU hélt flokksþing sitt. í ávarpi sínu á þinginu lýsti Kohl því yfir að ríkisstjórnarsamstarf CDU, CSU og frjálsra demókrata, FDP, verði að halda áfram á næsta kjörtíma- bili. Flokksmenn Waigels sendu honum ótvíræða áminningu með því að staðfesta hann í embætti flokksformanns með færri atkvæð- fær áminningu um en nokkru sinni fyrr á niu ára for- mannsferli hans, eða 83,5%. Þýzkir stjómmála- skýrendur sögðu að hnignandi stuðningur við Waigel, sem fékk 95% atkvæða flokks- manna fyrir tveimur árum, væri til marks um að CSU vildi halda þeim möguleika opnum að skorast undan sam- stöðu með Helmut Kohl og flokki hans ef það kynni að henta CSU í tengslum við kosningar til þings Bæjaralands, sem fara fram 13. september, tveimur vikum fyrir sambands- þingkosningamar. Stoiber bíður færis Maðurinn á bakvið þessi áform er Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands og keppinautur Waigels um forystuna í CSU, sem hefur reynzt Kohl og Waigel óþægur ljár í þúfu með gagnrýni sinni á stefnu Bonn- stjórnarinnar varð- andi Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. „Enginn ætti að of- meta samstöðu Stoib- ers með kanzlaranum og fjármálaráðherran- um,“ skrifaði tíild am Sonntag í leiðara. „Ef minnsta hætta skyldi verða á því að Kohl, samsteypustjórnin í Bonn eða stefna henn- ar gæti skemmt fyrir útkomu CSU í kosningunum til þings Bæjaralands mun Stoiber mis- kunnarlaust segja sig úr lögum við Helmut Kohl og ríkisstjórn hans.“ HELMUT Kohl ávarpar flokksþing CSU í Munchen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.