Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 53 FRÉTTIR „Hve sekir voru Þjóðverjar?“ DR. VALUR Ingimundarson sagn- fræðingur heldur fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags íslands í kvöld kl. 20.30 um ofsóknarherferð Þjóð- vetja gegn gyðingum í seinni heims- styrjöld. Fyrirlesturinn, sem haldinn verður í húsakynnum Sögufélagsins í Fisch- ersundi, ber heitið „Hve sekir voru Þjóðveijar" og fjallar um þær heift- úðugu deilur, sem spunnist hafa af bók Daniels Jonahs Goldhagens: „Hitier’s Willing Executioners: Ord- inary Germans and the Holocaust". Bókin varð metsölubók í Banda- ríkjunum, Þýskalandi og fleiri lönd- um og vakti ýmsar spumingar um hvernig koma ætti sagnfræðiefni á framfæri við almenning og hvemig bæri að túlka það. Var markmið Goldhagens að endurvekja þá hug- mynd að allir Þjóðvetjar bæra ábyrgð á nasismanum og afleiðingum hans, eins og sumir gagnrýnendur hans fullyrða? Eða gekk Goldhagen það til að túlka helförina og þátttöku Þjóðvetja í henni á nýjan og bylting- arkenndan hátt, eins og hann telur sjálfur? í umræðum um bókina myndaðist gjá beggja vegna Atlantshafs milli almennra lesenda, sem tóku flestir málstað Goldhagens, og sagnfræð- inga, sem voru mjög gagnrýnir á ritið. í fyrirlestrinum rekur Valur röksemdir Goldhagens um að „venjulegir Þjóðvetjar" eða óbreyttir borgarar hafi tekið þátt í helförinni vegna rótgróinnar andúðar á gyð- ingum og tekur afstöðu til þeirra með hliðsjón af gagnrýni sem komið hefur fram á bókina. Valur beinir einnig sjónum að viðbrögðum Þjóð- verja við bókinni og áhrifum hennar á umfjöllun um nasistatímabilið í Þýskalandi. Fundur um viðskipti ís- lands og Nýfundnalands AMERISK-íslenska verslunarráðið og Verslunarráð íslands efna til op- ins hádegisverðarfundar í Ársal Hótels Sögu í dag, þriðjudag, um viðskipti íslands og Nýfundnalands. Ræðumaður á fundinum verður Judy M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Nýfundnalands. Fundurinn hefst kl. 12 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um 13.30. „Judy M. Foote hefur verið ráð- herra í ríkisstjórn Nýfundnalands frá því í mars 1996. í upphafi var hún ráðherra þróunar- og býggðamála en frá því í júlí í fyrra hefur hún farið með ráðuneyti iðnaðar-, við- skipta- og tæknimála í fylkinu. Frú Foote varð ráðherra strax í kjölfar þess að hún var kjörin á þing Ný- fundnalands. Hún hafði þá í sjö ár starfað sem yfirmaður almanna- tengsla á skrifstofu forsætisráðherra fylkisins. Áður hafði hún m.a. starf- að sem stjórnandi umræðu- og fréttaskýringaþátta í sjónvarpi og unnið að samskiptum milli háskóla fyrir Memorial University á Ný- fundnalandi. Judy M. Foote lauk B.A. og B.Ed. Opið hús Heima- hlynningar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Islands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins, Sigurður Skúla- son leikari verður með upplestur og skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Bænalíf á heimilum SR. KRISTJÁN Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, heldur erindi á fræðslukvöldi í safnaðarheimili Langholtskirkju t kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30. Þar mun hann fjalla um hvernig efla megi bænalíf innan veggja heimilisins, jafnt einstaklinga sem og fjölskyldunnar allrar. Allir velkomnir. Tangó og salsa á Sóloni Islandusi TANGÓKLÚBBUR Kramhússins stendur fyrir tangó/sa'lsa-kvöldi í Sölvasal á Sóloni íslandusi miðviku- daginn 26. nóvember kl. 20.30. Tangókvöldin hafa verið haldin einu sinni í mánuði á undanförnum misserum, en verða nú í vetur síð- asta miðvikudag í mánuði. Salsa- áhugafólk hefur bæst í hópinn og eru leiknar til skiptis tangó- og salsa- syrpur. Aðgangur er ókeypis. prófun frá Memorial University og stundaði síðan framhaldsnám í fjölmiðlafræðum við Lambton Col- lege í Ontario þar sem hún lagði sérstaka áherslu á málefni útvarps og sjónvarps. Hún er gift og þriggja barna rnóðir," segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn er öllum opinn. Nauð- synlegt er að skrá þátttöku fyrir- fram. Fundargjald er 1.900 kr. og er hádegisverður innifalinn. -------» ♦ ♦-------- Fundur um börn með sér- þarfir FUNDUR verður haldinn á vegum Félags aðstandenda barna með sér- þarftr í Hafnarfirði í Öldutúnsskóla miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20. Efni fundarins er öryggi barna á skólalóðum og skipulagning gæslu í frímínútum, einelti og hvert foreldr- ar geta leitað ef upp koma vandamál. Fulltrúar frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar mæta á fundinn, sem er öllum opinn. úr dagbók lögreglunnar , Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁREKSTUR varð á sunnudagskvöld á Suðurlandsbraut við Álfheima. Flytja varð fjóra einstaklinga á slysadeild til skoð- unar vegna eymsla í baki, hálsi og innvortis. Bæði ökutækin voru óökufær og því flutt af vettvangi með kranabifreið. Unglingar teknir við að úða málningn 21. - 24. nóvember Helgin var fremur róleg hjá lög- reglu að þessu sinni. Höfð voru afskipti af fímmtíu ökumönnum vegna hraðaksturs og voru nokkrir þeirra sviptir ökuréttind- um til bráðabirgða. Þá voru 11 grunaðir um akstur undir áhrif- um áfengis. Umferðarslys Um helgina var lögreglu til- kynnt um 34 umferðaróhöpp. Árekstur varð á Miklubraut við Rauðagerði á föstudagsmorgun. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til skoðunar, annar vegna eymsla í btjósti og hinn í hálsi. Fjarlægja varð bæði öku- tækin af vettvangi með kranabif- reið. Ekið var á 9 ára dreng um klukkan fimm á laugardag á Nesvegi. Drengurinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið slasaður. Brunar Rétt fyrir þtjú að morgni laug- ardags var tilkynnt um eld í bíl- skúr í Hlíðahverfinu. Miklar skemmdir urðu í bílskúrnum og meðal annars brann þar bifreið. Þá var tilkynnt um reyk í stiga- gangi á Háaleitisbraut um tvö- leytið á laugardag. Reyndist þar hafa gleymst pottur á eldavél. Eignaspjöll Nokkuð bar á því að unglingar væru að vinna skemmdarverk á eigum borgara með því að úða á þær með málningu. Tveir 15 og 16 ára piltar voru handteknir við slíka iðju eftir miðnætti á laugar- dag við Hallveigarstaði. Þeir voru fluttir á lögreglustöð. Þá voru þrír aðrir handteknir við sömu iðju í undirgöngum á Miklubraut við Lönguhlíð. Þar var lagt hald á 60 úðabrúsa. Að morgni sunnudags voru síðan þrír unglingar teknir er þeir voru að úða á veggi skóla í austurborginni. Innbrot Að morgni sunnudags vaknaði húsráðandi í Vesturbergi upp við mannaferðir í húsi sínu. Brota- maður náði að hlaupa á brott en hann hafði tekið til nokkur verð- mæti til að hafa á brott með sér. Maðurinn er ófundinn. Annað Tveir tvítugir piltar voru hand- teknir er þeir voru að selja ungl- ingsstúlkum áfengi við grunn- skóla. Þeir hafa báðir oft komið við sögu við slíka iðju áður. Reykjanesbær Jafnaðar- og félags- hyggjufólk sameinast BÆJARMÁLAFÉLAG jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ hefur verið stofnað og mun það standa fyrir framboði til næstu bæj- arstjórnarkosninga. í frétt frá félaginu kemur fram að mikill einhugur ríkti meða! fund- armanna á stofnfundinum sem hald- inn var sl. laugardag. Samþykkti fundurinn einróma starfsreglur fyrir félagið og framtíðarsýn. Stjórn fé- lagsins skipa Björn Herbert Guð- mundsson formaður, Theodór Magn- ússon varaformaður, Eyjólfur Ey- steinsson gjaldkeri, Hulda Björk Þor- kelsdóttir ritari, Ingibjörg Magnús- dóttir og Ragnar Halldórsson, með- stjórnendur. Varamenn í stjórn eru Andrea Gunnarsdóttir, Jens ísfjörð og Ragnhildur L. Guðmundsdóttir. í kjörnefnd voru kosin Anna Margrét Guðmundsdóttir og Hólmar Tryggvason og skipa þau kjömefnd- ina ásamt stjórn félagsins. í reglum félagsins segir að til- gangur þess sé að vera vettvangur jafnaðar- og félagshyggjufólks til umræðna og ályktana um bæjarmál í Reykjanesbæ. Meginmarkmiðið sé að hefja sjónarmið jafnaðar- og félagshyggju til vegs í bæjarfélag- inu, að standa fyrir virkum umræð- um um málefni bæjarfélagsins og að standa fyrir framboði jafnaðar- og félagshyggjufólks til bæjar- stjórnar. Aðgengi fyrir alla Þroskaþjálfar samþykktu FÉLAGSMENN Þroskaþjálfafé- lags íslands hafa greitt atkvæði um kjarasamning sinn við ríki og Reykjavíkurborg. Samningurinn var samþykktur og var niðurstaða atkvæðagreiðslu eftirfarandi: 30 á kjörskrá. 25 greiddu at- kvæði eða 83,33% þátttaka. 24 sögðu já eða 96%. 1 sagði nei eða 4% Þroskáþjálfar hjá ríki: 195 á kjörskrá. 155 greiddu atkvæði eða 78,97%. Já sögðu 138 eða 88,46%. Nei sögðu 17 eða 10,90%. Auður var 1 eða 0,63%. Þroskaþjálfafélag íslands á eftir að gera kjarasamning við launa- nefnd sveitarfélaga fyrir þá þroskaþjálfa sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkur- borg. Fundur hefur verið boðaður á fimmtudag kl. 10. Fundur í Vísindafélagi Islendinga PÁLL Bergþórsson veðurfræðing- ur flytur fyrirlestur í Norræna húsinu á vegum Vísindafélagsins miðvikudaginn 26. nóvember og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist Frumkvöðlar nútíma veður- fræði: Feðgarnir Vilhelm og Jakob Bjerknes. Hundrað ár voru liðin 2. nóvem- ber frá fæðingu norska veðurfræð- ingsins og prófessorsins Jakobs Bjerknes. I samráði við föður sinn, prófessor Vilhelm Bjerknes, upþe götvaði hann og rannsakaði korn- ungur það kerfi hitaskila og kulda- skila sem lægðimar bera með sér og setti þannig svipmót á þau dag- legu veðurkort sem birtast um all- an heim. Síðar átti hann mestan þátt í að skýra fyrirbærið E1 Nino, sem einmitt nú vekur mikla at- hygli, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn. ---------» ♦ ♦----- LEIÐRETT Tilvitnanir víxluðust í UMFJÖLLUN um annan dag heimsóknar Gerhards Schröders^, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, á miðopnu Morgunblaðsins sl. föstudag, 21. nóvember, víxluðust tilvitnanir sem hafðar voru eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands. Eftirfarandi ummæli voru sögð höfð eftir Halldóri, en voru orð Ólafs Ragnars. „Það var greinilegt að það er mikill áhugi hjá Schröder og sendi- nefndinni sem fylgdi honum að efla efnahagsleg tengsl við ísland. Þeir fagna greinilega þátttöku öflugra fyrirtækja úr íslenskum sjávarút- vegi í þróun sjávarútvegs í Þýska- landi og telja að þeir geti margt lært af íslendingum." Það var ennfremur Ólafur Ragn- ar, en ekki Halldór, sem ræddi á fundi sínum með Schröder „fyrst og fremst tengsl íslands við fram- tíðarþróun Evrópu og möguleika á viðskiptasamvinnu fyrirtækja og fjárfesta í Þýzkalandi og á íslandi, ekki aðeins á sviði sjávarútvegs heldur einnig á sviði hugbúnaðar- tækni og líftækni.“ „Ég lagði áherslu á að þótt ís- land væri ekki aðili að Evrópusam - bandinu væri það einlægur vilji okkar að taka virkan þátt í að þróa Evrópu í átt að öruggara samfélagi lýðræðis og mannréttinda," sagði Ólafur. Jafnframt væri það athygl- isvert að Island hefði náð þeim árangri á sviði efnahagsmála á þessum áratug að þeir mælikvarðar sem ESB hefði sjálft skapað til að meta stöðugleika og árangur ættu betur við íslenskt efnahagslíf en flest aðildarríki ESB. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Piltur og stúlka í Sunnuhúsinu LEIKFÉLAG Rangæinga sýnlr leikritið Pilt og stúlku í Sunnuhús- inu á Hvolsvelli. Rangt var farið með sýningarstaðinn í frétt á föstu- dag. Næstu sýningar verða nk. fimmtudag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 15. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. RÁÐSTEFNAN Aðgengi fyrir alla verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, miðvikudaginn 26. nóvember, og hefst kl. 9.30. Ráð- stefnan er haldin af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og um- hverfisráðuneytið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands ísl. sveitarfélaga setur ráðstefnuna og félagsmála- ráðherra Páll Pétursson og um- Guðmundur ávörp í upphafi hverfisráðherra Bjarnason flytja hennar. Á ráðstefnunni verður fjallað um ný skipulags- og byggingarlög sem taka gildi um næstu áramót og drög að skipulagsreglugerð og drög að byggingarreglugerð. Fjallað verður um helstu þarfir og lausnir er varða aðgengi og skýrt frá því sem áunnist hefur hér á landi í aðgengismálum. Kirkjustarf Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvaldur Halldórsson. Neskirlga. Foreldramorgunn á morgun kl. 10. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngri deild, kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Langholtskirkja. Ungbamamorg- unn kl. 10-12. Fundur yngri deildar æskulýðsfélagsins, 13-14 ára, kl. 20. Kl. 20.30 flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson erindi um hvernig efla megi bænalíf á heimilum. Kaffi. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Starf fyrir 8-9 ára böm kl. 17.15-18.30. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.