Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Þorir þú? OFT heyrist sagt, að það þurfí kjark til að lifa lífinu. Það heyr- ist líka sagt, að það þurfi kjark til þess að vera sannur maður í þess orðs besta skiln- ingi. Oft þarf kjark til að geta horfst í augu við sjálfan sig og lífið sem lifað er hér og þar í veröldinni. Kannski er lífshamingjan fólgin í þessum tveimur orð- um að þora. Samvisk- an og skynsemin er sá áttaviti, sem við þurf- um á að halda í lífinu. Hörður Zóphaníasson Góðvildin og gleðin það veganesti, sem reynist okkur hollt. En oft þarf bæði kjark og þor til þess að nýta okkur þetta. Þær eru margar freistingarnar, sem verða á vegi okkar, hvort sem við erum börn, unglingar eða fullorðið fólk. Og mörg tálsnaran er fyrir okk- ur lögð. Ein þeirra og kannski sú ógnvænleg- asta er saman fléttuð úr áfengi og öðrum eit- ur- og fíkniefnum. Áfengisdýrkun í gylltum umbúð- um er víða á ferð. Fíkniefnaneysla og hætturnar sem henni fylgja er falin með fullyrðingum um mein- leysi hennar og sæluheima. Stað- reyndir eru sagðar ofstæki og hræðslukjaftæði. Hvers vegna, er spurt? Hver er tilgangurinn? Tilgangurinn er hvorki fegurra mannlíf né hamingja og mannheill. Tilgangurinn er sá einn að afla fjár, að græða peninga. Ánetjaðir áfeng- is- og fíkniefnaneytendur eru blóð- mjólkaðir til hins ítrasta. Afleiðing- in er ofbeldi, glæpamennska, ör- yggisleysi og óhamingja. Um það ber samfélag okkar glögg og greini- leg merki. Við segum gjarnan við börn og unglinga: „Þorðu að segja nei, ef samviska þín og skynsemi segir þér, að það sé þér fyrir bestu. Láttu 61disk 50W hljómtækjasamstæða með 61 diska geislaspilara 100w RMS magnara, FM, MB & LB útvarpi, tvöföldu segulbandi, vekjara, 3 Way hátölurum og fjarstýringu. ntKkæi Qreversej UUPOLBYBWR CDCHANGEfí MASH JAFISS og hl|ómtæk|asamstæður Þú getur gert frábær kaup í hljómtækjasamstæðum í Japis, hér eru tvö dæmi. hljómtækjasamstæða með 110w RMS magnara, 1 bita 3 diska geislaspilara Karaoke Tónjafnari með minni DJmix FM, MB & LB útvarpi, tvöföldu segulbandi, vekjara, 3 Way hátölurum og fjarstýringu. hvorki félaga né umhverfi villa þér sýn. Þorðu að vera þú sjálf eða þú sjálfur. Þorðu að beita dómgreind þinni. Þorðu að vera fijáls.“ En segjum við eitthvað svipað við full- orðna fólkið, fólkið sem ræður lífs- stíl og lífsvenjum í landinu? Hvetj- um við það til að þora? Ég skora á alla að taka þátt í þessari bindindis- helgi, segir Hörður Zóphaníasson, og gera ævintýrið um vímulausa helgi að veruleika. Segjum við við foreldra: Þorið þið að hlusta og fara eftir rödd samvisku og skynsemi, þegar áfengi og önnur fíkniefni eru í boði? Þorið þið að vera fyrirmynd barn- anna ykkar? Er sagt við hina fullorðnu, sem engin börn eiga: Þorir þú að fara eftir samvisku þinni og skynsemi, þegar þér býðst áfengi eða önnur ávanabindandi eiturlyf? Þorir þú að láta almannaheill og umhyggju fyrir samfélaginu ráða svari þínu? Er sagt við áhrifafólk og forustu- menn í þjóðfélaginu, hvort heldur sem er á vettvangi stjórnmála eða félagsmála: Þorir þú að hlusta á samvisku þína og skynsemi, þegar áfengi og önnur fíkniefni snúa að þér sjálfri eða þér sjálfum? Þorir þú að vera fyrirmynd barna og unglinga í landinu þínu? Eða þorir þú að gefa tóninn, sem leiðir til áfengisdýrkunar og annarrar fíkni- efnaneyslu? Það þarf líka kjark til þess, ef hlustað er á raddir sam- visku og skynsemi. Ég hefi fyrir löngu svarað þess- um spurningum fyrir mig og ég hvet þig til þess að ieggja þessar spurningar fyrir þig af hreinskilni og heiðarleika. Þorir þú það? Það er stefnt að því að helgin 29. og 30. nóvember næstkomandi verði Ijölskylduvæn. Þá taki allir höndum saman og hafni allri vímu og vímu- gjöfum. Þess í stað rækti þeir sam- band sitt við fjölskylduna, treysti fjölskylduböndin. Geri eitthvað skemmtilegt í sátt við samvisku og skynsemi. Ég skora á hvern og einn landsmann að taka þátt í þessari bindindishelgi, gera ævintýrið um vímulausa helgi að veruleika. Ég fullyrði, að það er tilraunarinnar virði að fá einu sinni áfengislausa eða áfengislitla, vímulausa eða vímulitla helgi, til að kanna og skoða. Kjörorð þessarar helgi er: Að vera án vímu, þorir þú? Þetta er málið og þitt er að svara - ekki endilega mér, heldur fyrst og fremst þér sjálfri eða þér sjálf- um. Höfundur er formaður Landssam- bandsinsgegn áfengisbölinu ogfv. skólastjóri Víðistaðaskóla. • • sœtir sófar* HUSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475» Frá 28. nóvember til 23. desember bjóðum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Verð kr. 1590.- í hádeginu og 2590.- á kvöldin. Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.