Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ k ■> ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiíiS kt. 20.00: FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Fös. 28/11 uppselt — lau. 6/12 nokkur sætl laus. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. 8. sýn. fim. 27/11 uppselt — 9. sýn. lau. 29/11 uppselt — 10. sýn. sun. 30/10 örfá sæti laus — 11. sýn. fim. 4/12 nokkur sæti laus — 12. sýn. fös. 5/12 örfá sæti laus — sun. 7/12. SmiiaVerkstœiii kt. 20.00: KRABBASVALIRNAR — Marianne Goldman Lau. 29/11 — lau. 6/12. Síðustu sýningar. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama. Sýnt i Loftkastalanum kt. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fös. 28/11 -fös. 5/12. Miðasalan eropin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Símapantanir frá ki. 10 virka daga. fös. 28/11 kl. 20.00 örfá sæti laus laugardaginn 29/11 kl. 23.15. föstudagur 5/12 kl. 20 föstudagur 12/12 kl. 20 Síðustu sýningar fyrir jól [ „Snilldarlegir kómískir taktar leikaranna. j>au voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV)J Ósóttar pantanir seldar daglega. [ýÍAfr j ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS KRINGLUKRÁIN í MAT EÐA DRYKK - á góðri stund LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD ISLKNSKA OI'I IÍW iiiii sími 551 1475 COSl FAN TUTTE ,,Svona eru þær allar“ eftir W.A. Mozart Fös. 28. nóv. Allra síðasta sýning. Sýning hefst kl. 20.00. Nýtt kortatímabil. „Hvílík skemmtun — hvílíkur gáski — hvílíkt fjör — og síðast en ekki síst, hvílík fegurð! DV 13. okt. Dagsljós: * * * Miðasalan er opin alla daga nema mánudag frá kl. 15—19 og sýningardaga kl. 15—20. Sími 551 1475, bréfs. 552 7384. Nýjung: Hóptilbod íslensku óperunnar og Sólon íslandus i Sölvasal. SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins fös. 28. nóv. kl. 20 fös. 5. des. kl. 20 VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar milli jóla og nýárs. ÁFRAM LATIBÆR lau. 29. nóv. kl. 14 örfá sæti laus sun. 30. nóv. kl. 14 uppselt kl. 16 uppselt — síðasta sýning Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI lau. 29. nóv. kl. 20 örfá sæti laus sun. 7. des. kl. 20 Ath. aðeins örfáar sýningar. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10 — 18, helgar 13—18 Ath. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýning er hafin. Ástarsaga 27/11 kl. 20.00. Síðasta sýning í nóvember. Miðasala í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustig 15, sími 552 4600, SKEMMTIHUSIÐ LAUFÁSVEGI 22 S:552 2075 LEIKSTJÓRINN Jeane-Pierre Jeunet, Sigourney Weaver, Win- ona Ryder og Michael Wincott. Geimveruupprisa frumsýnd KVIKMYNDIN „Alien Resurrecti- on“ var frumsýnd í Los Angeles nú á dögunum. Sem fyrr er það Sigourney Weaver sem leikur her- manninn Ripley sem á í eilífðar- baráttu við geimverur. Önnur aðalhlutverk leika Win- ona Ryder, Ron Perlman og Mich- ael Wincott en það er Frakkinn Jeane-Pierre Jeunet sem leikstýrir. Þetta er fjórða geimverumyndin um Ripley en hinar þrjár hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Stjörnur myndarinnar mættu að sjálfsögðu á frumsýn- inguna, ánægðar með heildarút- komuna. WINONA Ryder ásamt vin- konu sinni Claire Danes á frumsýningunni. FÓLK í FRÉTTUM Síðustu orð Díönu þjáningarfull ANDLÁTSORÐ Dí- önu prinsessu voru þjáningarfull, að sögn Frederick Mailliez, fransks læknis sem var fyrstur á slysstað í París. Hann greinir frá þessu í viðtaii sem birtist síðastliðinn laugardag í dagblað- inu The Times. Mailliez segist hafa komið að fallegri ungri konu með hnén kiemmd föst milli fram- og aftursæta Mercedes-bif reiðar. Hann hefði ekki gert sér ljóst að hún væri prinsessa fyrr en síð- ar. Hins vegar hefði hann greint að hún væri ensk á örvænt- ingarfullum þjáning- arorðum hennar. „Eg reyndi eins vel og ég gat að róa hana og spyrja hvar sárs- aukinn væri,“ segir hann. „Ég sagði að sjúkrabifreiðin kæmi fljótlega á vettvang og að allt færi vel, - allt sem maður segir við þann sem á um sárt að binda. Hún hélt áfram að tala um hversu mjög hún þjáðist á með- an ég setti endurlífgunargrímu yfir munninn á henni.“ Mailliez segir ennfremur: „Ef hún sagði einhver önnur orð meðan á þessu stóð man ég þau ekki og myndi hvort eð er ekki ljóstra þeim upp. Það ríkir trún- aður á milli læknis og sjúkl- ings.“ Að síðustu segir hann: „Eg vona að henni hafi liðið betur og að hún hafi heyrt hvað ég sagði. Ég veit ekki hvort svo var en að minnsta kosti gerði ég mitt besta.“ Mailliez segir að hún hafi misst meðvitund skömmu síðar og aldrei komist aftur til meðvitundar. Hún dó síðar á spítala úr miklum inn- vortis meiðslum. Miklar deilur hafa stað- ið um andlátsorð Díönu. Fyrstu fregnir hermdu að hún hefði verið meðvit- undarlaus alveg frá því hún lenti í árekstrinum, en franskt dagblað greindi frá því að hún hefði hrópað: „Guð minn góður, látið þið mig í friði, látið þið mig í friði!“ Talsmaður Mohamed A1 Fayed, föður elskhuga Díönu, Dodi A1 Fayed sem lést í árekstrinum, sagði á blaðamannafundi skömmu eftir slysið að Díana hefði borið fram síðustu óskir á slysstaðn- um. Fjölskylda hennar neitaði að trúa þeim yfir- lýsingum. Mailliez segist hafa orðið var við fólk sem var að sniglast í kringum bíl- inn með langar linsnr, en það hefði ekki gert til- raun til að skerast í leik- inn. „Það var þarna en ekki uppáþrengjandi eða til vandræða. Allar sögur um annað eru uppspuni." Hann sagðist hafa ver- ið hundeltur af blaða- mönnum eftir slysið sem hefðu boðið háar upphæðir fyrir sögu hans af síðustu augnablikum í lífi Díönu. „Mér byrjaði að líða örlítið eins og henni hlýtur að hafa liðið. Ég gat hvergi farið án þess að blaðamenn gerðu mér lífið leitt og hefðu í hótunum. Maður verður óneitanlega mjög tauga- veiklaður." BÍÓIIM í BORGIIMIMI Sæbjöm Valdimarsson / Amaldur Indriðason / Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIIM Marvin’s Room ★ ★★ Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um flöl- skyldutengsl, ábyrgð og ást. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★ ★ Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg af- þreying fyrir alla ijölskylduna og ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Contact ★ ★ ★ 'A Zemeckis, Sagan og annað einvalalið skapar forvitnilega, spennandi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilífðarspurningunni erum við ein? Foster, Zemeckis og Silvestri í toppformi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnar- gallanum og í Óskarsverðlaunastell- ingum. SAMBÍÓIIM, ÁLFABAKKA Walking and Talking ★ ★ ★ Mynd um mannleg samskipti sem ristir ekki djúpt en er fyndin og hitt- ir oft naglann á höfuðið. Pabbadagur ★★ Tveir afburða gamanleikarar hafa úr litiu að moða í veikburða sögu í meðalgamanmynd um táning í til- vistarkreppu og hugsanlega feður hans þijá. Air Force One ★ ★ ★ Topp hasarspennumynd með Harri- son Ford í hlutverki Bandarikjafor- seta sem tekst á við hryðjuverka- menn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemmtun. Conspiracy Theory ★ ★ 'A Laglegasti samsæristryllir. Mei Gib- son er fyndinn og aumkunarverður sem ruglaður leigubílstjóri og Julia Roberts er góð sem hjálpsamur lög- fræðingur. Perlur og svín ★ ★ 'A Óskar Jónasson og leikarahópurinn skapa skemmtilegar persónur en töluvert vantar uppá að söguþráður- inn virki sem skyldi. Volcano ★★ Allra sæmilegasta hamfaramynd, á köflum fyndin og flott en sjaldan sérlega ógnvekjandi eða skelfileg. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★★ Sjá Bíóborgina. Batman & Robin ★ Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúru- vemdarsinni. George Clooney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlutverk- inu. HÁSKÓLABÍÓ Event Horizon ★ ★ 14 Spennandi og oft vel gerður geimtryllir sem tapar nokkuð fluginu í lokin. The Peacemaker ★★14 The Peacemakerer gölluð en virðing- arverð tilraun til að gera metnaðar- fulla hasarmynd um kjarnorkuógnina og stríðshijáða menn. Austin Powers ★ ★ Gamanmynd Mike Myers er lagleg- asta skemmtun þó erfiðlega gangi að gera grín að James Bond myndun- um og myndin líði fyrir ofuráherslu á neðanbeltisbrandara. Perlur og svín ★ ★ 14 Sjá Sambíóin, Álfabakka. KRIIMGLUBÍÓ L.A. Confidential ★ ★ ★ 14 Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, laglegur leikur og ívið flóknari söguþráður en gerist og gengur. Air Force One ★ ★ ★ Sjá Bíóborgina. Brúðkaup besta vinar mins ★ ★★ Sjá Stjörnubíó. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★★ Sjá Bíóborgina. LAUGARÁSBÍÓ Most Wanted ★ ★ Samsærismynd þar sem söguhetjan á í höggi við bandarísku þjóðina, mínus einn. Hröð en heilalaus. Wilde ★★★ Að sumu leyti vönduð mynd um ástir og raunir breska skáldsins Osears Wilde setur samkynhneigð hans á ómarkvissan oddinn en orð- snilldin nýtur sín á milli. Afburða vel leikin af Stephen Fry og flestum öðrum. The Peacemaker ★ ★ 14 Sjá Háskólabió. Money Talks ★ ★ Fislétt formúlumynd um tvo ólíka náunga - annar hvítur hinn svartur - sem koma sér í margvíslegan vanda. Léttmeti af gamarispennu- ættum sem fær mann að vísu sjald- an til að hlæja af öllu hjarta en aldr- ei beint leiðinleg. REGIMBOGIIMIM Með fullri reisn ★ ★ ★ Einkar skemmtileg og fyndin bresk verkalýðssaga um menn sem bjarga sér í atvinnuleysi. Allir segja að ég elski þig ★ ★ ★ Bráðskemmtileg mynd frá Woody Allen þar sem ólíklegustu leikarar hefja upp raust sína. María ★ ★ ★ Lítil og ánægjuleg mynd sem tekst í aðalatriðum að segja hálfgleymda örlagasögu þýsku flóttakvennanna sem komu til landsins eftir seinna stríð. STJÖRNUBÍÓ Auðveld bráð ★ ★ ★ Kraftmikil gamanmynd um tvo nú- tíma Hróa hetti. Þeir stela að sjálf- sögðu frá ríkum en styrkja eingöngu sjálfa sig enda atvinnulausir. Ráðabruggið ★!4 Undarleg mannránssaga og lítt áhugavekjandi nema Benetio Del Toro er ágætur. Brúðkaup besta vinar míns ★ ★ ★ Ástralinn J.P. Hogan heidur áfram að hugleiða gildi giftinga í lífi nú- tímakvenna. Þægileg grínmynd sem leyfir Juliu Roberts að skína í hlut- verki óskammfeilins og eigingjarns matargagnrýnanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.