Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 LAIMDIÐ M0RGUN3LAÐIÐ Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í Hveragerði Hefur tek- ist að lyfta Grettistaki í Hveragerði hefur undanfarið veríð gert átak í að fegra bæinn. Karl Blönd- al ræddi við Einar Mathiesen bæjar- stjóra um framkvæmdir og endurskipu- lagningu bæjarins. Morgunblaðið/RAX EINAR Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðis, við sundlaugina í Laugaskarði, sem nú hefur verið opnuð á ný eftir miklar fram- kvæmdir og endurbætur. MIKLAR útlitsbreytingar hafa átt sér stað í Hveragerði undanfarið. Einar Mathiesen, bæjar- stjóri Hveragerðis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að lögð hefði ver- ið áhersla á að fegra ásjónu bæjar- ins. Einar er 35 ára gamall viðskipta- fræðingur og var sveitarstjóri í Bíldudalshreppi áður en hann var ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði. Hann kvað reynsluna að vestan hafa komið í góðar þarfir í Hveragerði. „Þegar ég kom hingað til starfa sumarið 1994 gerði ég mér grein fyrir því að í Hveragerði biðu mörg óleyst verkefni svo sem í gatnagerð, fráveitumálum, frágangi á gang- stéttum og opnum svæðum,“ sagði hann. „Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því að hægt væri á jafnskömmum tíma að ráðast út í eins viðamiklar framkvæmdir og raun ber vitni. Áform bæjarfulltrúa voru mikil í upphafi og menn höfðu miklar hugmyndir um að efla sess Hveragerðis. Meðal annars voru uppi hugmyndir um miklar gatna- framkvæmdir.“ Hann kvaðst hafa áttað sig á því að ættu þessi markmið að nást yrði að hagræða og stokka upp rekstur bæjarfélagsins og ná tökum á fjár- málastjórn hans ef ekki ætti að ráð- ast út í umfangsmiklar lántökur. Milljónasparnaður með endurskipulagningu Einar tók þátt í að endurskipu- leggja ýmsa starfsemi á vegum bæjarins. „Okkur hefur tekist að spara milljónir og við höfum náð þeim markmiðum, sem við settum okkur, án þess að það kæmi niður á þjónustu við íbúa, sem við höfum aukið þrátt fyrir mikinn sparnað,“ sagði Éinar. „Þegar allir málaflokk- ar eru teknir var þetta miklu meira en mig óraði fyrir. Það er stefna okkar að alltaf sé verið að vinna að einhvetju hagræðingarverkefni." Einar kom til starfa strax eftir kosningar og þá biðu mörg verkefni. „Fyrstu tvö árin var fjárhagsáætl- un gagnrýnd af þáverandi minni- hluta, en það átti eftir að breytast þegar í Ijós kom að áætlanir stóð- ust,“ sagði hann. „Fyrsta árið var ég í raun með öll spjót á mér, en 1995 og 1996 gekk vel og á þessu ári sýnist okkur á öllu að reksturinn verði innan þeirra marka sem gert var ráð fyrir í upphafi árs þrátt fyr- ir mikil umsvif í framkvæmdum. Ég tel að við séum að uppskera eftir mikla hagræðingu og skipulags- breytingar, sem hafa meðal annars leitt til opnari og skilvirkari vinnu- bragða.“ Úrvalsfólk Iykillinn að velgengninni Hann kvaðst hafa á að skipa úr- vals starfsfólki, sem væri lykillinn að velgengni sveitarfélagsins. Hjá Hveragerðisbæ starfa rúm- lega 100 manns í rúmlega 80 stöðu- gildum. Bærinn borgar um 150 millj- ónir í laun og launatengd gjöld og rekur umtalsverða starfsemi. „Við rekum einn grunnskóla, tvo leik- skóla, bókasafn, slökkvilið, sund- laug, íþróttahús, rafveitu, hitaveitu og áhaldahús, sem sinnir meðal ann- ars snjómokstri, gatnahreinsunum og viðhaldi gatna,“ sagði Einar. „Það er því í mörg hom að líta.“ Hveragerðishreppur var stofnaður 1946, en var áður hluti af Ölfus- hreppi. Hveragerði fékk kaupstaðar- réttindi árið 1987. Upphaf byggðar í Hveragerði má hins vegar rekja til 1902, en jarðhitinn á svæðinu var fyrst nýttur að heitið geti fyrir Mjólkurbú Ölfusinga árið 1928. Fyrsta jarðhitaholan var boruð árið 1940. í hugum flestra íslendinga tengist Hveragerði jarðhita og gróðurhús- um. Einar sagði að á næstu árum yrði lögð sérstök áhersla á að kynna ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum, þann þátt í bæjarlífinu. Þegar hefði verið lokið við að reisa inngangshús við Hverasvæðið og ásamt göngustígum og umhverfi hverasvæðisins. Þar er meðal annars Manndrápshver, sem hlaut nafn sitt eftir að maður féll í hann árið 1906 og lést. Eftir það var sett upp götu- lýsing í Hveragerði. Á hverasvæðinu verður fræðsluefni þar sem jafnt verður fjallað um jarðsögu svæðisins sem nýtingu þess til hitunar hús- næðis og gróðurhúsa og rannsókn- um og nýtingu hitaþolinna ensíma eða lífhvata úr hveraörverum. Talsvert hefur verið um gatna- framkvæmdir í Hveragerði undan- farið og sjást þess greinileg merki á svip bæjarins. Forarpyttir horfnir „Meginmarkmið okkar hefur verið að auka þjónustu við íbúa og fyrir- tæki, fegra bæinn og ganga frá götum og gangstéttum þannig að íbúar eigi greiðari leið um hverfin um leið og aðkoman að bænum hef- ur verið löguð,“ sagði Einar. Þá mætti ekki gleyma lagningu bundins slitlags og gangstétta þar sem áður hefði verið möl og forar- pyttir í rigningum, en nú hefði ímynd þessara hverfa breyst til muna. Lagning stétta og tyrfíng torgs í miðju Hveragerði hefði orðið lyfti- stöng og nú tali bæjarbúar um að vísir sé kominn að miðbæ. Bæjarstjórinn taldi upp ýmsar framkvæmdir, sem ráðist hefði verið í undanfarið. Á síðasta ári hefði verið lokið við byggingu inngangs- húss við hverasvæðið sem áður er nefnt og fyrir rúmri viku hefði sund- laugin í Laugaskarði verið opnuð aftur eftir endurbætur. Allt þetta væri í raun framlag Hveragerðisbæjar til ferðaþjón- ustunnar á staðnum, enda þyrfti sveitarfélagið að halda því forskoti, sem það hefði náð á því sviði. Heilbrigðisþjónustan kjölfesta Heilbrigðisþjónustan er að sögn Einars ákveðin kjölfesta í atvinnulífi Hveragerðis. Starf dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis er umfangsmikið og nú er verið að reisa hjúkrunarheim- ili, sem mun kosta 250 milljónir króna og borgar Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund alla upphæðina. Með tilkomu hjúkrunarheimilisins munu skapast tæplega 25 ný störf. Bæjar- félagið hefur ýmsar tekjur af Ás/Ás- byrgi og sagði Einar að þar á meðal væru lögum samkvæmt fasteigna- skattur og fasteignatengd gjöld af þeim eignum dvalarheimilisins, sem ekki væru nýtt fyrir vistmenn. Hann sagði að það hefði verið gagnrýnt að hann byggi í húsi í eigu Áss/Ás- byrgis ásamt fjölskyldu sinni, en hann greiddi markaðsleigu fyrir af- notin og húsið hefði aldrei verið notað fyrir aldraða. Umfang Heilsustofnunar Nátt- úrulækningafélags íslands, sem tók formlega til starfa árið 1955, hefur einnig aukist og geta nú 160 manns dvalist þar í senn. í starfsemi henn- ar er áhersla lögð á tvennt, almenna og sérhæfða endurhæfingu og hvíld- ar- og hressingardvöl. Endurnýjun hitaveitu Einar sagði að í upphafí árs hefði bæjarstjórnin að fenginni tillögu Veitustofnana Hveragerðisbæjar samþykkt að heíjast handa við end- urnýjun hitaveitunnar. „Nýja hita- veitukerfíð er svokallað lokað hring- rásarkerfi og um margt umhverfís- vænt. íbúðar- og þjónustuhúsnæði tengjast nýja kerfinu en gróður- og iðnaðarhúsnæði verða áfram á gufu- kerfi. Dreifikerfið hefur verið end- urnýjað í Lyngheiði og reist tveggja megawatta varmaskiptistöð, sem sett verður í gang með viðhöfn [í dag, föstudag].“ Að sögn bæjarstjórans er stefnt að því að byggja kerfíð upp á næstu 15 árum samhliða uppbyggingu og endurnýjun gatnakerfís. Með því móti gæti hitaveitan dreift kostnaði vegna fjárfestingarinnar á lengri tíma í stað þess að ráðast út í mikl- ar lántökur eða grípa til verulegra gjaldskrárhækkana. Gert væri ráð fyrir því að heildarkostnaður við endurnýjun kerfisins myndi nema um 230 milljónum króna. Fram- kvæmdir þessa árs væru unnar fyrir eigið fé og stefnt væri að því að svo yrði áfram. Grunnskólinn í brennidepli Einar sagði að með yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna hefði verið stigið stórt skref í þeirri viðleitni að efla og styrkja grunn- skólann í landinu. Betri þjónusta næðist með betri nýtingu á þekkingu á aðstæðum og einföldun í stjórn- sýslu. í Hveragerði væri verið að vinna að heildaráætlun varðandi ein- setningu skólans: „Við leggjum allt í sölurnar til að styrkja og bæta innra starf hans samhliða nauðsyn- legum fjárfestingum í húsnæði." Framför í dagvistarmálum Að sögn Einars verður mikil fram- för í dagvistarmálum bæjarins um næstu áramót þegar lokið verður við stækkun Leikskólans Undralands um þriðjung. Leikskólinn hefði verið stækkaður í samstarfi við Ölfus- hrepp og Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi og yrði biðlistum eytt og þjónustan aukin. Bærinn hefði farið fram á það við fyrirtæki og stofnanir í og við Hveragerði að hlaupa undir bagga með stækkunina og Ás/Ásbyrgi hefði ákveðið að leggja til þijár millj- ónir króna gegn því að eiga for- gangsrétt á sex leikskólaplássum í tólf ár. Kvaðst bæjarstjórinn telja að slík samvinna bæjarfélags og fyrirtækis væri einsdæmi. „Við áætlum að heildarkostnaður bæjarsjóðs og -veitna við fram- kvæmdir og fjárfestingar verði 110 miiljónir króna á þessu ári,“ sagði hann. „Á síðustu fjórum árum höfum við fjárfest og framkvæmt fyrir rúm- ar 300 milljónir króna. Á árunum 1990 til 1993 var samtals fram- kvæmt fyrir 120 milljónir, það er að segja ívið meira en framkvæmt er og fjárfest á þessu ári.“ Einar sagði að með þessu væri hann ekki að gagnrýna bæjarstjórn síðasta kjörtímabils. Þá hefði áhersl- an einfaldlega verið önnur og ein- blínt á að lækka skuldir. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á kjörtímabilinu væri áætlað að skuld- ir myndu lækka um 6% á tímabilinu. Bæjarstjórinn kvaðst vera sáttur við hvernig til hefði tekist í uppbyggingu sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Mikilvæg verkefni framundan Einar kvaðst ekki hafa ástæðu til að kvíða verkefnaskorti á næstunni: „Á næsta ári er fyrirhugað að ráð- ast út í miklar gangstétta- og gatna- framkvæmdir, en að þeim loknum verður að mestu búið að leggja gang- stéttir og bundið slitlag á götur Hveragerðis og einungis eftir nokkr- ar af elstu götum bæjarins. Unnið er að gerð heildaráætlunar um bygg- ingu skólphreinsistöðvar fyrir bæinn en það er verkefni upp á 150 milljón- ir króna. Verkinu verður áfangaskipt en bygging stöðvarinnar ásamt út- bótum í frárennsliskerfi þolir enga bið. Ráðgert er að fyrsti áfangi stöðvarinnar verði gangsettur árið 2001.“ Einar er í þeirri sérstöku stöðu að vera bæjarstjóri í sveitarfélagi þar sem í raun er hvorki meirihluti né minnihluti heldur samstarf allra bæjarfulltrúa. „Það var mikið átak fyrir bæjar- fulltrúa D-lista og H-lista að setja ágreiningsmál til hliðar og fara að vinna sameiginlega að framfaramál- um sveitarfélagsins með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi,“ sagði bæjar- stjórinn. „Það er mín skoðun að sam- starfið hafi orðið til þess að auka samkennd meðal íbúanna. Jafnframt hefur áratuga gömlum draugum verið eytt. Samstaðan hefur orðið til þess að okkur hefur tekist að lyfta Grettistaki í framkvæmdum og stefnumótun á öllum helstu sviðum er snúa að uppbyggingu bæjarfé- lagsins." Bæjar- og sveitarstjórnarkosning- ar verða á næsta ári, en Einar kvaðst ekki velta þeim fyrir sér: „Framtíðin er óráðin. Það veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Morgunblaðið/Einar Jónsson Kálfafellsstaðarkirkja 70 áraaf- mæli Kálfa- fellsstaðar- kirkju Suðursveit - Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudaginn 16. nóvember sl. af tilefni 70 ára afmælis hennar. Sigurður Sigurðar- son, vígslubiskup í Skálholti, flutti hátíðarpredikun en sóknarpresturinn sr. Einar Jónsson þjónaði fyrir altari og rakti sögu kirkjunnar. Organisti var Pálína Benediktsdóttir Miðskeri. Eitt barn var skírt við athöfnina sem var virðuleg og var ánægjulegt að sjá gömul sóknarbörn og aðra vel- unnara fjölmenna til messu. Kirkjan hafði ávallt staðið í miðj- um kirkjugarði á staðnum. Síðasta kirkja var timburkirkja reist 1885 en hún fauk í hinum nafntogaða Knútsbyl árið eftir 7. janúar 1886 og brotnaði í spón. Fljótlega var hún endurreist af vanefnum og þótti óhrjálegt hús er sífellt mátti þola aðfínnslur af kirkjuyfirvalda hálfu. Árið 1925 ákvað söfnuðurinn að taka við kirkjunni og eigum hennar enda var slíkt orðið alsiða. Kirkjunni var reistur staður á fornum húsatóft- um austur af bænum, yfirsmiður var Siguijón Jónsson í Suðurhúsum, Borgarhöfn. Arkitekt kirkjunnar var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, og eru systurkirkjur all- margar áþekkar um allt land. Ekki var lagt af stað með mikið framkvæmdafé enda sáust vart pen- ingar manna í millum á þessum árum. En hér reið baggamuninn sem oftar þrotlaus sjálfboðavinna sóknar- manna skv. niðuijöfnun sóknar- nefndar en formaður hennar var þá Benedikt Þórðarson á Kálfafelli, bróður Þórbergs rithöfundar. Kirkjan var fokheld undir veturnætur 1926 og fullgerð vorið eftir. Á vígsludeginum 31. júlí 1927 var sól og blíðuveður í Suðursveit og heyskapur í fullum gangi. Þann dag köstuðu menn frá sér amboðum og héldu heim á staðinn þar sem klerk- ar og sóknarnefnd gengu í skrúðfylk- ingu að nýrri kirkju og fluttu með sér helga gripi hennar. Þáverandi prófastur sr. Ólafur Stephensen í Bjarnanesi vígði kirkjuna en sr. Ei- ríkur Helgason í Sandfelli og síðar Bjarnanesi sá um altarisþjónustu. Guðfræðineminn Jón Pétursson steig í stólinn, en hann varð síðar sóknar- prestur staðarins og prófastur. Að hátíðarmessu lokinni var hald- ið í gamla þinghúsið undir Krítar- kletti, vatn hitað á prímusum og kaffíveitingar bomar fram í boði ungmennafélagsins. Ávörp voru flutt, mikið sungið og dans stiginn fram á kvöld Þannig leið þessi eftir- minnilegi dagur fyrir 70 árum. Kvenfélagið Ósk bakhjarl Á þessum árum hafa kirkjunni hlotnast margir eigulegir gripir er bera vott um ræktarsemi og tryggð gefenda og enn áskotnast henni gjaf- ir og áheit. Á engan mun þó hallað með því að segja að Kvenfélagið Ósk hér í Suðursveit hafi verið kirkjunni sá eilífðarbakhjarl sem mest hefur um munað, óþreytandi við að prýða og styrkja þennan helgidóm. Það skal metið og það skal þakkað. Margt hefur áunnist á síðari árum við endurbætur og fegrun og fyrir dyrum standa enn frekari endurbæt- ur innanhúss. Suðursveitungum þyk- ir vænt um kirkju sína og mega vera stoltir af henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.