Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ > > Jón Viktor varði titilinn SKAK Skákmiðstöðinni, 21.-23. nóvember: UNGLINGAMEIST- ARAMÓT ÍSLANDS Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára, varð unglingameistari íslands í flokki 20 ára og yngri annað árið í röð. Jón Viktor tapaði óvænt í fyrstu umferð fyrir ungum og efnilegum pilti, Ómari Þór Ómarssyni. Jón fómaði drottningunni eftir kúnstar- innar reglum snemma tafls og fékk unna stöðu. í úrvinnslunni fataðist honum þó heldur betur flugið og Ómar Þór vann örugglega. Á meðan náði Bragi Þorfinnsson öruggri forystu, missti aðeins niður eitt jafntefli við bróður sinn Bjöm í fjórðu umferð. Fyrir sjöundu og síðustu umferðina hafði Bragi því hálfs vinnings forskot á Jón Viktor sem hafði unnið fimm skákir í röð. Skák þeirra í síðustu umferð var því hrein úrslitaskák. Hún var æsi- spennandi, en að lokum hafði Jón betur og sigraði. Greinilegt að báð- ir þessir skákmenn hafa tekið stór- stígum framföram frá því í fyrra. Jón Viktor er 17 ára, en Bragi ár- inu yngri. Röð efstu manna: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 2. Bragi Þorfinnsson 5‘A v. 3. -5. Bjöm Þorfmnsson (25,0 stig), Berg- steinn Einarsson (22,0 stig) og Arnar Erwin Gunnarsson (21,0 stig) 5 v. 6. Torfi Leósson 4'A v. 7. -10. Ólafur ísberg Hannesson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Guðni Stefán Pét- ursson og Janus Ragnarsson 4 v. 11.-15. Ingvar Þór Jóhannesson, Baldur H. Möller, Elí Frímannsson, Hjörtur Daðason og Ómar Þór Ómarsson 3'A v. í verðlaun fær Jón Viktor ferð á skákmót erlendis, sem kemur sér vafalaust vel því hann keppir nú að þriðja og síðasta áfanga -sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Skák- stjórn önnuðust þeir Haraldur Bald- ursson og Sigurbjörn Björnsson. Úrslitaskákin Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Bragi Þorfinnsson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6 8. 0-0-0 - Bd7 9. f4 - Be7 10. Bc4 - h6 11. Bh4 - g5 12. fxg5 - Rg4 13. Rf3 - Rge5 14. Be2 - Hg8 15. Kbl - hxg5 16. Bg3 - Da5 17. Hhfl - 0-0-0 18. h3 - Be8 19. De3 - Kb8 20. Bel - Dc7 21. Bf2 - f6 22. Rd4 - Bf7 23. Rxc6+ - Rxc6 24. Hd3 - d5!? Tekur á sig stakt peð. Bragi hefur líklega haft áhyggjur af tvöföldun hvíts á skálínunni gl-a7 og hótuninni 25. Rd5. 25. exd5 - exd5 26. Bg3 - Bd6 27. Bxd6 - Hxd6 28. Dg3 - He8 29. Bf3 - He5 30. Hfdl - Re7 31. Df2 - Dd7 32. Re4 - Hc6 33. Rc5 - Dc8 34. Rb3 - Hc4 35. Bg4 - f5 36. Bf3 - f4 37. Rd4 - Bg6 38. H3d2 - Dc5 39. Kal - Db6 40. c3 - Ha4? Bragi hótar að fórna hrók með 41. - Hxa2+! og tryggja sér jafntefli og titilinn. En það reynist óvæntur galli á leiknum. Hrókurinn strandar á drottningarvængnum og fellur. 41. b3! - Ha5 42. b4! - Ha4 43. Rb3 - De3 44. Dxe3 - fxe3 45. He2 - Ha3 46. Kb2 - Hxb3+ 47. axb3 - Kc7 48. Hdel - Rf5 49. g4 - Rh4 50. Hxe3 - Hxe3 51. Hxe3 - Kd6 52. Bhl - b5 53. Hel - Bf7 54. Hal - Ke5 55. Hxa6 - Be6 56. Ha5 - Bd7 57. c4 - dxc4 58. bxc4 - Kd4 59. c5 - Kc4 60. c6 - Bc8 61. Ha8 og svartur gafst upp. Þessi hörkuskák og þunga stöðubarátta er vel tefld af beggja hálfu, sérstaklega þegar tekið er mið af því að umhugsunartíminn var aðeins klukkustund á skákina. Atskákmót öðlinga Staðan á Atmóti öðlinga (40 ára og eldri) hjá Taflfélagi Reykjavíkur eftir 6 umferðir er sem hér segir: 1. Júlíus Friðjónsson 6 v. 2. Jóhann Örn Sigurjónsson 5 v. 3. Halldór Garðarsson 4 v. 5.-8. Magnús Gunnarsson, Áskell Öm Kárason, Sverrir Norðfjörð og Siguijón Sigurbjörnsson 3 'A v. o.s.frv. Lokaumferðimar verða tefldar á mið- vikudagskvöldið. Bikarmót TR Staðan eftir níu umferðir á Bik- armóti Taflfélags Reykjavíkur er sem hér segir: 1. Ríkharður Sveinsson 7'A v. ('A tap) 2. Páll A. Þórarinsson 7 v. (2 töp) 3. Stefán Kristjánsson 6'A v. (l'A töp) 4. Eiríkur K. Björnsson 6'A v. (2'A töp) 5-6. Torfí Leósson og Sigurður Páll Steindórsson 6 v. (2 töp) 7. Bjami Magnússon 5'A v. (3'A töp) o.s.frv. Keppendur falla úr keppni eftir 5 töp. Teflt er á þriðjudagskvöldum. Kvennameistarar sterkir hjá Helli Þriðja umferð á Meistaramóti Hellis var tefld á mánudagskvöld. Kristján Eðvarðsson er efstur á mótinu og hefur unnið allar sínar skákir. Góð þátttaka og frammistaða kvenna í mótinu vekur athygli, en Qórar skákkonur eru í þátttakenda- hópnum. Það eru þær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nýbakaður ís- landsmeistari kvenna, Anna Björg Þorgrímsdóttir, íslandsmeistari kvenna 1996, Ingibjörg Edda Birg- isdóttir, íslandsmeistari í telpna- flokki 1997, og Ágústa Guðmunds- dóttir, sem er stigalaus, en náði engu að síður að vinna Kjartan Másson (1.690 stig) í fyrstu um- ferð. Því miður varð Guðfríður Lilja að hætta keppni í mótinu eftir fyrstu tvær umferðirnar, en þá var hún með 1 'A vinning. Einnig er athyglisverð frammi- staða Guðmundar Kjartanssonarj sem er einungis 9 ára gamall. I fyrstu umferð gerði hann jafntefli á móti Hrannari Baldurssyni (2.025 stig) eftir að hafa leikið niður unnu endatafli með kóngi og drottningu á móti kóngi og hróki Hrannars. Guðmundur er með 1 'A vinning að loknum þremur umferðum. Röð efstu manna á mótinu er þessi: 1. Kristján Eðvarðsson 3 v. 2. -3. Baldur H. Möller og Þorvarð- ur F. Ólafsson 2'A v. 4.-9. Bjöm Þorfinnsson, Grétar Áss Sigurðsson, Hrannar Baldurs- son, Torfí Leósson, Vigfús Óðinn Vigfússon og Guðjón Heiðar Val- garðsson 2 v. 10.-13. Guðmundur Kjartansson, Sveinn Þór Wilhelmsson, Valdimar Leifsson og Ómar Þór Ómarsson 1 'A v. Mótið fer fram í Hellisheim- ilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Teflt er á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Umferðir hefjast klukkan 20. Lokaumferðin verður tefld miðviku- daginn 26. nóvember. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvers átti ég að gjalda? AÐ fara á árshátíð með konunni sinni og skemmta sér vel, ætti ekki að vera stórmál í dag. Mörg eru veitingahúsin sem keppast um að fá til sín gesti og gera þeim til hæfis þar til kvöldið er úti. Já, konan mín bauð mér á árshátíð sem haldin var á Hótel Is- landi laugardaginn 8. nóv- ember í ár. Við vorum mætt í mat ásamt öðrum gestum um kl. 19, en borð- hald hófst skömmu seinna. Byijað var á fordrykk og var mér boðinn drykkur fyrir mig og mína konu. Þar sem ég var akandi þá bað ég um óáfengan drykk handa mér og fékk ég tvö glös með 7up. Þegar að borði kom var þjónn kom- inn um leið með vínlista. Ég sagði honum að ég væri akandi og myndi ekki smakka áfenga drykki það kvöldið. Lítið vatnsglas var á borðinu fyrir hvern gest og dreypti ég á þvi þangað til að forrétti kom. Aðrir gestir við borðið fengu sér léttvín og var snúist í kringum þær pantanir. Eftir að forréttur hafði verið kláraður bað ég þjón- ustustúlku um að fá smá vatnskönnu fyrir mig á borðið. Svar hennar var „kemur bráðum". Aðal- réttur var borinn fram og og vín sem var pantað kom fljótt og vel, en aldrei kom vatnið fyrir mig. Konan sem sat við hliðina á mér var einnig orðin þyrst og undraðist mjög framkomu þjóna vegna vatnsleysis á borði okkar. Til að gera langa sögu stutta þá fór ég af staðnum vatnslaus kl. 23.45. Ég vil spyija. Var það vegna þess að ég pantaði ekki vín með mat, að ég var hunsaður þetta kvöld eða eru einhveijar reglur um að þeir sem ekki kaupa vín með mat skulu bara vera vatnslausir og koma sér svo heim. Eða er þetta gert til að venja fólk sem ekki drekkur áfengi af því að fara út að borða. Það getur bara borðað heima hjá sér og drukkið sitt Gvendarbrunnavatn. Við sem viljum hafa val um hvaða drykk við notum með mat, verðum að end- urskoða þau veitingahús sem þannig fara með gesti sína. Ég hélt að ég væri gestur eins og hitt fólkið þótt ég notaði aðeins vatn en ekki áfengi þetta kvöid. Ég mun hugsa mig um áður en ég ákveð að fara á þennan veitingastað aft- ur. Magnús Pálsson, kt. 060939-4549. Hvar er Dægurlandið? BESTI þáttur að margra mati á íslandi í dag. Þátt- ur sem hefur verið á Sí- gilt FM 94,3 á laugardög- um frá kl. 1-4 og hefur bjargað laugardeginum. Fyrir okkur sem erum á besta aldri 40 ára og upp- úr, þá spilar Garðar Guð- mundsson íslenskar perlur sem hvergi heyrast hjá hinum stöðvunum frá kl. 1-3. Einnig gamla rokkið frá kl. 3-4, lög sem heyr- ast hvergi. Við erum fólk um alla borg sem viljum fá Garðar aftur með Dægurlandið. Sígilt FM var selt og þá hvarf Garð- ar og Dægurlandið. Með von um að heyra aftur í Garðari. Tvær vinkonur, Olga og Kristín. Dýrahald Kettlingar fást gefins KASSAVANIR kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 566 6051. Með morgunkaffinu tól þetta er bara náungi sem fór yfir á tékk- heftinu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgnnblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykja- vík. Eigum við ekki að hætta að horfa á drauga- myndir? SLEPPTU perlufestinni þá bara. II I W Áster... 10-24 ... atburðursem breytir lífínu. TM Rog U.S. P«t. Off — a'l rigma rcnerved (c) 1987 Los AngolM Times Syndicato SKAK Umsjön Margelr Pétursson STAÐAN kom upp á Schahin Cury mótinu í Brasilíu í haust. Alonso Zapata (2.505), Kólumb- íu, var með hvítt, en Giovanni Vescoci (2.480), Brasilíu, hafði svart og átti leik. 34. - He3! og hvítur gafst upp. 35. Dxe3 gengur auðvitað ekki vegna 35. - Dg2 mát. SVARTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... ÓTT OFT sé orð á því haft, að jólabækumar séu misjafn- ar að gæðum er þó alltaf gefið út töluvert af merkilegum bókum eða bókum um athyglisvert efni á ári hveiju. Að þessu sinni koma út nokkrar ævisögur, sem athygli hljóta að vekja efnisins vegna. Þar má nefna bók Gils Guð- mundssonar um Einar Hjörleifsson Kvaran, sem átti sér ótrúlega ijöl- breyttan starfsferil og hafði mikil áhrif í þjóðlífi okkar á fyrri hluta þessarar aldar og raunar einnig á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Þá má ganga út frá því sem vísu að fyrsta bindi ritverks Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Einar Benediktsson eigi eftir að vekja athygli og áhuga. Einar Bene- diktsson er þjóðsagnapersóna en hingað til hefur margt verið á huldu um ævi hans, ekki sízt athafnir hans í öðrum löndum. Jón Viðar Jónsson hefur skrifað ævisögu Stefaníu Guðmundsdótt- ur, sem var stjarna íslenzks leik- húss á fyrsta aidarfjórðungi þess- arar aldar og móðir Borgar-systk- inanna, sem settu mikinn svip á leikhússtarf hér og reyndar einnig í Danmörku fram eftir öldinni. Ævisaga Stefaníu segir líka tölu- verða sögu um lífið í Reykjavík í byijun aldarinnar. Loks hefur athygli Víkveija beinzt að sögu Oddnýjar Erlends- dóttur, sem barnabarn hennar og nafna, Oddný Sen, skrifar og fjallar um ævintýralegt líf ömmu hennar, sem giftist kínverskum manni og bjó um árabil í Kína en sneri heim til íslands að lokum. Víkveiji lætur ritdómurum eftir að fjalla um það hvernig til hefur tekizt en allar fjalla þessar bækur um fólk, sem átti sér merkilegan æviferil og eru þess vegna forvitni- legar. xxx IBÓK Everestfaranna, sem nú er komin út, er fjallað ítarlegar en áður hefur verið gert um ferð þeirra þremenninga á hæsta tind jarðar. Kafli úr bók þeirra, sem birtist hér í blaðinu fyrir viku sýn- ir, að fjallgangan hefur verið enn hrikalegri en fram kom í frásögn- um þeirra fyrst eftir að þeir náðu takmarki sínu. Afrek þeirra þre- menninga verður lengi í minnum haft. x x x ATVINNUAUGLÝSINGAR hér í Morgunblaðinu eru skýrt dæmi um það, hvað erlend fjárfest- ing skiptir miklu máli fyrir okkur. Fyrir nokkrum vikum birtist auglýs- ing frá Norðuráli, sem auglýsti eft- ir fjölda starfsmanna vegna álvers- ins, sem tekið verður í notkun á Grundartanga á næsta ári. í fyrradag auglýsti svo hið nýja símafyrirtæki, sem ætlar að hefja samkeppni við Póst og síma hf. á sviði GSM-símakerfis á næsta ári, eftir starfsfólki. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulíf okkar, fjölgar þeim tæki- færum, sem launþegum bjóðast á vinnumarkaðnum og skapar sam- keppni, sem er öllum til góðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.