Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ijósmyndari, Melabraut 30, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu laugardaginn 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju í Landakoti miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minningarkort Kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Eva Kristinsdóttir, Kristinn Ólafsson, Laufey Gissurardóttir, Berglind Ólafsdóttir, Dag Helge Iversen, Anna Lóa Ólafsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Jóhann Pétur Reyndal, Magnús Sverrir Ólafsson og barnabörn. minnast hans, er bent á HILDUR SVAVA JORDAN + Hildur Svava Jordan fæddist á Ærlæk í Öxarfirði 7. júlí 1947. Hún lést í Reykjavík 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásthildur Sig- urðardóttir, f. 4.12. 1928, og Edward T. Jordan, f. 1917, d. 1951. Hildur Svava ólst upp á ísafirði til 16 ára aldurs. Hún vann við verslunar- störf í Reykjavxk. Hún fór til Englands í skóla og vann þar síðan í hálft ár, starfaði síð- an sem au-pair í París og var í frönskunámi í tvö ár. Árið 1967 hóf hún störf hjá Loft- leiðum sem skrif- stofustúlka og síðan sem flugfreyja til dauðadags. Jafn- framt stundaði hún um tíma frönsku- og ítölskunám. títför Hildar Svövu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI ÞORSTEINSSON fiskifræðingur, Grenibyggð 3, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðlaug Torfadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SÖEBECK járnsmiður, Kleppsvegi 144, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni laugardags- ins 22. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Kristinsdóttir, Gunnþórunn Sigurðardóttir, Styrmir Sigurðsson, Kristjana Mjöil Sigurðardóttir, Vífill Sigurðsson, Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir, Viðar Eiríksson, Helga María Jónsdóttir, Óskar Sigurðsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Þorlákur Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tendamóðir og amma, ELSA JÓHANNESDÓTTIR, Rauðagerði 70, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. nóvember. Hilmar Magnússon, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Jón F. Egilsson, Örn Hilmarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Sævar Hilmarsson, Hrund Sigurhansdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, JÓNA JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Snorrabraut 33, er látin. Erna Ármannsdóttir, Örn Ármannsson. + STEFÁN ERNST PETTERSEN lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 20. nóvember. Útför auglýst síðar. Aðstandendur. Við urðum harmi slegin þegar okkur barst fréttin um að Hildur Svava Jordan (Hiddý) hefði orðið fyrir skelfilegu slysi sem leiddi hana til dauða. Það er svo margt í lífinu sem okkur finnst tilgangslaust og óskiljanlegt. Það sem kom fyrir Hiddý er eitt af því. Hiddý ólst upp á ísafirði hjá ömmu sinni Hildi Matthíasdóttur. Á heimilinu voru einnig móður- systur hennar þær Hanna, Alfa og Beta, Siggi móðurbróðir hennar og Súddi, en hann og Hiddý voru systrabörn. Adda móðir Hiddýar og Böggý móðir Súdda bjuggu í Ameríku og John móðurbróðir hennar á Spáni. Þetta var hennar fólk - traust og gott fólk sem hafði sterk áhrif á mótun persónuleika hennar. En Hiddý vissi fljótt hvað hún vildi og fylgdi áhugamálum sínum og óskum fast eftir en þó aldrei svo að aðrir þyrftu að líða fyrir. Hiddý var eins og önnur börn á Isafirði, lék sér við jafnaldra úti og inni og kynntist þeim og fjölskyld- um þeirra. Hildur amma hennar skildi vel þessa þörf hennar fyrir að vera með börnum og gaf henni nokkuð lausan tauminn með að gera sínar eigin uppgötvanir í samskiptum og vali á félögum en hún sleppti þó ekki af henni hendinni. Hiddý virti reglur ömmu sinnar og þær virtust ekkert vera að flækj- ast fyrir henni. Hiddý var þremur ári eldri en Bái og tveim og þrem árum yngri en Snjóka og Fríða. Þessi aldursmunur kom þó ekki í veg fyrir að hún kom inn í líf okkar allra. Dag einn þegar við systurnar vorum ekki heima kom Bái með Hiddý heim til okkar og skipti við hana á öllu servíettusafninu okkar og fékk í staðinn amerísk kara- mellubréf. Þegar við systurnar komum heim urðum við hreint ekki ánægðar með framgöngu bróðurins svo úr varð heljarmikil rekistefna sem endaði með því að mamma varð að skerast í leikinn, hún stakk upp á að við ættum öll fjögur servíetturn- ar og karamellubréfín saman og það varð úr. Upp úr þessu fór Hiddý að venja komur sínar heim til okkar, oft með sængina sína undir hend- inni og ekki leið á löngu áður en við fórum að líta á hana sem eitt af okk- ur. Hiddý kom inn í fjölskylduna á sínum forsendum og gekkst undir þann aga og þær skyldur og reglur sem giltu fyrir okkur systkinin eins og ekkert væri sjálfsagðara fyrir okkur öll. Hún tilheyi-ði okkur þó ekki nema að hluta því hún gætti vel uppruna síns og sterkra tengsla við fjölskyldu sína sem birtist meðal annars í orðum hennar þegar hún svaraði fyrir foreldra okkar þegar þau voru spurð hvort þau ættu líka þessa stelpu. „Ég heiti Hildur Svava Jordan, kölluð Hiddý,“ og ef menn áttuðu sig ekki á tengslunum við þessa yfirlýsingu, átti hún til að bæta við „dótturdóttir Súdda heit- ins kennara". Þegar við höfum verið spurð hvemig Hiddý tengist okkur hefur okkur oft vafist tunga um tönn því þessi tengsl eru eitt af þeim sérstöku, ómetanlegu fyrir- bæram í lífi okkar systkinanna sem erfitt er að orða. Hiddý er fastur skýr hluti í minn- ingu okkar um æskuheimilið á ísa- firði. Við áttum samleið á barns- og unglingsárunum og fyrstu fullorð- insárunum. Eitt af því sem við systkinin höfðum lítið gaman af, var að laga til og þrífa en á því sviði höfðum við okkar skyldur. Hiddý aftur á móti hafði mjög gaman af þessum verkum og bauðst oft til að gera meira en skylda var og dvaldi langtímum saman inni hjá mömmu að raða í skápa, sortera og flokka. Það kom mjög snemma í ljós að reglusemi og snyrtimennska var henni í blóð borin. Unglingsárin voru ekki alltaf áhyggjulaus og ein- fóld, mamma okkar veiktist og Hiddý og Bái voru á viðkvæmum aldri þegai- hún dó. í gegnum þær raunir allar gekk Hiddý með okkur af fullri einurð. Þegar Hildur amma flutti til Reykjavíkur ásamt börnum sínum, sem enn voru heima, fór Hiddý með, en hún undi ekki þar, kom aft- ur og var heima hjá okkur að mestu á meðan hún lauk gagnfræðaskólan- um. Þegar við fórum öll fjögur að finna okkur farveg í lífínu og feta fyrstu sporin á fullorðinsárunum fækkaði samverastundunum. Við systkinin settumst að sitt í hverjum landsfjórðungnum en Hiddý í Reykjavík og út um allan heim. Það sem Hiddý átti ein og við gátum ekki eignast með henni nema að litlum hluta vora útlöndin. Þegar við vorum að alast upp á Isafirði á sjötta og sjöunda áratugn- um var ísaífjörður nafli alheimsins í okkar huga. Útlönd voru eitthvað sem við áttum ekki orð yfir eða hug- myndir um - eitthvað framandi og jafnvel ógnvekjandi sem við bárum vissa lotningu fyrir. Við höfðum ekki haft nein bein kynni af útlöndum fyrr en Hiddý kom inn í líf okkar. Heimili Hildar ömmu var fallegt og bar þess glöggt vitni að íbúarnir höfðu náin kynni af útlöndum. Okkur fannst við vera komin í nána snertingu við hin framandi útlönd þegar við komum þangað heim og kynntumst fjöl- skyldunni sem að hluta til átti heima í útlöndum. Hugulsemi og tryggð Öddu kom berlega í ljós þeg- ar gjafir til okkar vora líka í pökk- um sem komu frá Ameríku. Fyrir okkur voru útlöndin ekki lengur ógnvekjandi og framandi. Tryggð Hiddýar var alltaf mjög mikil. Þó við vissum ekkert hvar hún var eða hafði verið undanfarna mánuði, liðu aldrei jól eða afmæli að ekki kæmi kort eða kveðja frá henni. Tryggð hennar var ekki bara bundin við okkur systkinin, heldur líka við móðursystur okkar og fjöl- skyldur þein-a og fóðursystur okkar og fjölskyldu hennar. __ Hiddý var sannur Isfirðingur og heimsótti Isafjörð mun oftar en við systkinin höfum gert eftir að bernskuheimili okkar sem allar björtustu og fegurstu minningar æskunnar eru bundnar við leystist UPP- Við munum sakna Hiddýar sárt. Elsku Adda, Hanna, systkinin og fjölskyldur ykkar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hólmfríður, Snjólaug, Bárður og fjölskyldur. Hiddý mín. Nú ferðast ekki lengur lítil hréf eða póstkort með orðinu „hringdu" eða „komdu á þessum degi klukkan þetta,“ á milli okkar, til að minna hvor aðra á að nú sé orðið of langt síðan við heyrðumst eða sáumst síð- ast og við orðnar leiðar á að ná ekki í hvor aðra eftir hinni hefðbundnu leið símaþjónustunnar. Það á eftir að taka mig langan tíma að átta mig á því. Þær eru margar minningarn- ar sem tengjast eldhúsinu hennar Hönnu frænku þinnar í Mávahlíð- inni. Hlátur og gleði, draumar og framtíðarplön, lífið allt svo skemmtilegt og við að reyna að plana allt saman svo skipulega. Ef eitthvað gekk svo ekki upp þá var minnsta mál að byrja upp á nýtt og Hanna hafði alltaf heitt kaffi á könnunni og tilbúin að ræða við okkur. Það voru margar skemmti- legar ferðir sem við fórum saman í fluginu; Hattamátunarferðirnar í Macy’s og Bloomingdales voru nú alveg sérstakur kafli hjá okkur í löngu stoppunum í New York. Litlu antíkbúðirnar í Kaupmannahöfn skiptu líka miklu máli fyrir okkur. Kaffihúsamenningin hentaði okkur líka mjög vel hvar sem við vorum, en sitja yfir kaffibolla, horfa á mannlífið og spá í lífið og tilverana var okkur alltaf einkar hugleikið. Margt hefur á daga okkar drifið og alltaf hefur þú haldið tryggð og vinskap sem er ekkert sjálfgefið mál. Við höfum oft rætt um það, og ákváðum að vinskapurmn skipti okkur meira máli heldur en hitt. Vinátta þín og elskulegheit við okk- ur á erfiðum stundum hefur verið ótakmörkuð og ég vona að ég hafi getað þakkað það nógu vel, þvi þú átt það svo sannarlega skilið. Með skemmtilegii upprifjunum í minn- ingunni er „90 ára“ afmælisveislan þín og Þórdísar vinkonu þinnar vestur í Skutulsfirði sumarið ‘92. Sumarblíða, veislutjald, grill, báts- ferð, leikir og dans, allur sólar- hringurinn gleði og gaman. Þessi veisla var næstum þvf draumi lík- ust. Þá má ekki gleyma 50 ára af- mælisboðinu þínu nú í september s.l. þar sem litaval kvöldsins var: gyllt, fjólublátt og svart, tilmæli um að vera í kjólum (þú varst ekkert hrifin af drögtum í boðum) og auð- vitað hattar, þetta allt skipti miklu máli. Alveg stórkostleg veisla og mikið gaman. Elsku Hiddý, þetta er bara lítið bréf með örfáum minningarbrotum sem renna hér fram hjá og kaffiboll- inn tómur. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Öddu, Klaus, Hönnu, Bjarna, Gullu og Ásgeirs. Þín vinkona, Þórdís. Góð vinkona okkar er nú látin langt um aldur fram. Að standa frammi fyrir þeim sára missi er í senn þungbært og óraunverulegt, en eitt er víst, að Hiddý hefði viljað að við minntumst hennar með gleði. Fröken Hildur Svava var sko engin meðaljóna. Strax í byrjun hafði hún að engu hefðbundinn meðgöngu- tíma og hóf sitt fyrsta ferðalag úr móðurkviði tveim mánuðum fyiár tímann. Móðir stúlkunnar var á ferðalagi á Norðurlandi, nánar til- tekið í Ásbyrgi. Vegurinn var hol- óttur í meira lagi og virðist Hiddý hafa ákveðið að nú væri nóg komið. Stúlkan fæddist að Ærlæk í Axar- firði. Hún var 7 merkur við fæðing- una, vafin inn í bómull, vaggan var skókassi og var hún geymd í ylvolg- um bakaraofni fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Móðir hennar bjó til treyju úr bómull, þar sem viðkvæm húðin þoldi ekki viðkomu saumanna sem eru á ungbarnafatnaði. Þessi hvíta viðkvæma húð og dökka yfirbragð gaf henni þetta sérstaka útlit sem gerði hana framandi á sinn „íslensk- franska" hátt og sveipaði hana dulúð. Við vinkonur hennar sem minn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.