Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 55 ► ► ) ) I ) í > % h I I » ifi I BRÉF TIL BLAÐSIIMS Staðreyndavillur Frá Baldri Frey Gústafssyni: ÞAÐ þarf mikið til, að ég taki mér penna í hönd til að gefa andsvar í fjölmiðlum við staðreyndavillum, einsog þeim sem birtust í bréfi Þor- steins Guðjónssonar til blaðsins (fös. 21.) í grein titlaðri „í fijóa jörð..en þegar ég las það sem greinarhöfundur setti þar fram blygðunarlaust, gat ég ekki lengur á mér setið. Ekki veit ég hvaðan Þorsteinn sækir kenningar sínar né vil ég vita hvernig heimsmynd hann hefur búið sér til, en augljóst þykir að hann hefur ekki fylgst með þróun stjörnufræði eða kosmólógíu síðast- liðna áratugi og vel það. Það er dapurlegt að sjá mannleg- an hroka taka á sig þá mynd sem dregin var upp í grein Þorsteins með þessari samtengingu að sið- ferðisbrestir og trúartilhneigingar lífvera, sem búa á hnöttóttum leif- um þess efnis er sólkerfið var mynd- að úr, geti skipt sköpum í endalok- um sólstjarna (supernovu-spreng- ingum) sem eru hrikalegustu nátt- úruhamfarir í alheiminum. Hann heldur rökleysunni áfram og segir Sólirnar (stjörnurnar) ekki komast yfir þennan „þröskuld" þartil maðurinn bæti ráð sitt og taki upp betri breytni í einu og öllu. Ég vil nota þetta tækifæri til að tjá Þorsteini, að slíkar sól-spreng- ingar eiga sér eingöngu stað meðal massamikilla stjarna (ca. 11-100 sól-massa) sem einnig eru það ung- ar (ca.10-15 milljón ára) og óstöð- ugar að í slíkum kerfum gæti líf ómögulega kviknað, hvað þá heldur þróast upp í vitsmunalíf. Til saman- burðar er okkar sólkerfi u.þ.b. 5 milljarða ára gamalt og hefur lífið hér haft að minnsta kosti 3,5 millj- arða ára til að þróast til sjálfsmeð- vitundar. í raun gat greinarhöf. ekki haft meira rangt fyrir sér með því að tengja sprengistjörnur við tor- tímingu lífs því staðreyndin er sú að öll þungu frumefnin sem líf byggir tilvist sína á, urðu einmitt til í iðrum þessara sömu sprengi- stjarna. Kalkið í beinunum, járnið í blóðinu, allt kolefnið og jafnvel gullið í tannviðgerðunum á tilurð sína sprengistjörnum að þakka. Án þeirra værum við ekki hér. Því má einnig bæta við, lesendum til huggunar, að sólin okkar er langt frá því að vera nógu massamikil til að enda sem sprengistjarna, burtséð frá því hvernig við mennirnir högum eða munum haga okkur í framtíð- inni. Ég gat varla varist brosi þegar Þorsteinn skrifaði um „kúluþyrp- ingar stjarna" (Globular Clusters) og hvernig hann sagðist aldrei hafa rekist á nein skrif um sprengistjörn- ur í þeim. Hann ályktar sem svo að þar hljóti möguleikar hins illa að hafa verið gersigraðir og hið góða væntanlega borið sigur. Stað- reyndin er sú að „globular clusters" samanstanda af elstu stjörnum al- heimsins sem lifa þar annars rólegu lífi en í fyrndinni voru þar sprengi- stjörnur einsog annars staðar. Þær eru aftur á móti löngu horfnar af sjónarsviðinu úr þeim þyrpingum, sökum aldursmunar. Það var þó ekki eingöngu yfir- gengileg fáfræðin á geimvísindum sem stakk í augun við lestur grein- arinnar, heldur hrikalega lélegt álit greinarhöf. á gáfnafari lesenda. Þegar svona staðreyndavillur birtast í íjölmiðlum, þá er best að leiðrétta þær sem fyrst. Það er óljúft að hugsa til þess að menn skuli ennþá halda svona fast í frá- leitar og hrokafullar kenningar í lok annars árþúsunds eftir upphaf tímatals okkar, mörgum öldum eft- ir að öll rök þeim til stuðnings hafa verið hrakin, umfram allan efa. Við búum á lítilli plánetu sem er á sporbaug kringum ósköp venju- lega litla gula sól, sem er aðeins ein af 3-400.000 milljón öðrum sól- um sem snúast kringum kjama Vetrarbrautarinnar, sem er aðeins ein af mörg þúsund milljón slíkum í Alheiminum. Við erum merkileg ... en ekki svo merkileg. BALDUR FREYR GÚSTAFSSON, Bakkaseli 6, Reykjavík. Er til barnabjór, pabbi? Frá Guðrúnu G. Bergmann: ÉG HEF, eins og sennilega margir aðrir, fylgst dálítið með umljöllun dagblaðanna og þó einkum Morg- unblaðsins um áfengis- og vímu- efnaneyslu unglinga, um drukkna unglinga í miðbæ Reykjavíkur, sölu vímuefna við skóla á Sel- tjarnarnesi, um- fjöllun um nýaf- staðna ráðstefnu SÁÁ og forvarn- aráðstefnu for- eldra. Mikið hefur verið lagt fram af upplýsingum, rætt um ýmis boð og bönn, rætt um að ryðja miðbæinn af drukknum unglingum og annað i þá veru. Hjá mér kemur upp sú spurning hvort við séum enn einu sinni að leggja okkur fram um að lækna afleiðing- arnar í stað þess að leita orsakanna. I tilefni af því rifjaðist upp fyrir mér samtal sem ég átti við kunn- ingja minn í haust. Við vorum að ræða um það hversu dulin áfengis- neysla væri eftir að sala á bjór var leyfð í landinu. Alltof margir líta á bjór „sem bara bjór“ og gleyma áfengismagni hans. Hann er talinn „sakleysislegri“ en sterkt áfengi, þó enginn neiti því að áhrifin eru þau sömu. Hvorutveggja veldur ölv- un. Ég tók sem dæmi nokkrar fjöl- skyldur sem ég þekkti til og færu stundum i sumarútilegur með börn- in sín. Við fyrsta stopp fyrir utan Reykjavík væri gjarnan tekinn upp bjór. Þegar komið er á tjaldstæði eða í bústað, er drukkinn bjór á meðan grillað er. Með matnum er síðan rauðvín og á eftir írskt kaffi eða aðrir áfengir drykkir. Miðað við þessa neyslu mætti ætla að börnin fengju litla sem enga athygli og þegar komið væri fram á kvöldið væru foreldrarnir í raun óhæfír til að sinna þeim. Kunningi minn brosti við og sagði að sjö ára sonur hans hefði spurt sig að því í sumar þeg- ar þeir voru í útilegu, hvort ekki væri til barnabjór. Eg missti málið augnablik og gat svo ekkert annað sagt en: „Vá! Sjáðu hversu sterk fyrirmyndin er.“ Hann vildi svo mikið verða eins og pabbi að hann vantaði barnabjór til að verða full- komin eftirmynd. Og þegar vinur minn hafði sagt þetta brá honum líka, því hann hafði ekki gert sér grein fyrir þessari hlið málsins fyrr. Við sem foreldrar erum fyrir- myndir, hvort sem við erum góðar eða slæmar fyrirmyndir og því verð- um við að gæta að eigin neyslu, áður en við getum ætlast til að börnin geri betur en við. Ég held nefnilega að ef ryðja á miðbæinn af ölvuðu fólki um helgar, þá verði í þeim hópi ekki bara unglingar, heldur myndi allnokkur fjöldi af fullorðnu fólki slæðast með. Ef við beinum sjónum okkar að orsökinni hlýtur meðferð og neysla áfengis hjá foreldrum að þurfa að dragast stórlega saman til að unglingar breyti neyslu sinni. GUÐRÚN G. BERGMANN, leiðbeinandi, rithöfundur og áhuga- maður um bætt og betra mannlíf á íslandi. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Yfir 1.200 notendur gH KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Guðrún G. Bergmann Hvers eiga heilbrigð börn að gjalda? Frá Þóru Emilsdóttur: SONUR minn er fæddur í mars ’94. Hann hefur verið á biðlista eftir heilsdags plássi á leikskóla í rúm þrjú ár hjá Dagvist barna í Reykjavík. Hann er ekki for- gangsbarn, hann er heilbrigður og á heilbrigða foreldra sem eru í hjónabandi, sakir þess má hann sitja á hakanum. Við foreldrarnir gætum sett á svið skilnað að hætti margra, sem þá leið kjósa til að stytta sér leið, en við kærum okkur ekki um það. Hann hefur verið á góðum einkareknumm leikskóla síðan hann var eins árs. Þar eru börnin flest á aldrinum eins til tveggja ára og á hann því tæpast samleið með þeim. Það er erfitt fyrir fóstrurnar að sinna þörfum barns sem er á öðru þroskastigi þegar allur dagurinn fer í að sinna ungbörnum. Ég spyr því hvort rétt sé gagnvart honum að hann verði kominn vel á fimmta árið þegar hann fær leik- skólapláss hjá Reykjavíkurborg? Er það ekki yfirlýst stefna að öll börn geti komist á leikskóla þriggja ára? ÞÓRA EMILSDÓTTIR, Veghúsum 1, Reykjavík. TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Eiga sérhagsmunir að einoka almenning? Frá Páli V. Daníelssyni: ÞAÐ VAR lærdómsríkt að hlusta á umræðuna í sjónvarpinu um að flýta klukkunni um klukkutíma yfir sum- artímann til viðbótar því sem nú er. Merkilegast var að þeir sem vildu flýta klukkunni vísuðu nær eingöngu til þröngra sérhagsmuna máli sínu til stuðnings. Það var ekki hlustað á þau rök að tíminn er innbyggður í lífið umhverfis okk- ur. Þess vegna gæti það haft heilla- vænlegri áhrif að seinka klukkunni heldur en að flýta henni. Margt er rannsakað nú til dags og mætti skoða hvaða áhrif það hefur á heilbrigði og velferð fólks þegar það þarf að fara eftir klukku sem er langt frá því sem hnattstað- an segir til um. E.t.v. finnum við ekki slíkan mun á meðan heilsa og þrek er í lagi. En hvað um þá sem viðkvæmir eru eins og t.d. börn, aldrað fólk og lasburða, sjúkt fólk og þá ekki síst þá sem geðsjúkir eru eða búa við viðkvæmt tauga- kerfi? Þurfum við ekki að fara með gát í því að heimta breytingar sem okkur henta ef það kemur þeim illa sem búa við margs konar þjáningar? Fyrir nokkrum áratugum var sólmyrkvi hér á landi. Ég fór þá austur í Dyrhólaey en þar var al- myrkvi. Það var mjög lærdómsríkt. Ekki aðeins að sjá almyrkvann, heldur að upplifa áhrif hans á um- hverfið. Kindur, sem voru á beit, lögðust, fuglarnir þögnuðu og við fundum fyrir því hvað kólnaði og dimmdi. Náttúran lagðist í dvala. Þannig kom skýrt fram hve mikil áhrif sólin og sólargangurinn hefur á lífið á jörðinni. Og þegar sól- myrkvinn leið hjá var eins og lífið kviknaði að nýju jafn skjótt og á því hafði slokknað áður. Þetta kenndi mér að við ráðum ekki við náttúruöflin. Og hnattstöðu og sól- argangi verður ekki breytt með lagasetningu. Fram kom í þættinum að breyting á klukkunni bætti um fyrir ferða- mönnum. Hvaða ferðamönnum? Er ^ hægt að stunda ferðalög og ferða- mennsku þannig að ekki þurfí að taka tillit til hnattstöðunnar? Og geta eldhressir golfmenn ekki haft sveigjanlegan vinnutíma þannig að þeir byiji klukkan 7 að morgni og hætti klukkutímanum fyrr til að iðka íþrótt sína? Getur fólk með sérþarfír ekki hagrætt tíma sínum í samræmi við birtuna þótt ekki séu sett sérstök lög er þvinga allan almenning til að lúta sérþarfahópum? Og varla er eðlilegt að stilla klukkuna eftir hæð fjalla á einum stað. Siglfírðingar ættu t.d. að geta hagað vinnutíma sínum í samræmi við hæð fjallanna sé það þeim til hagsbóta. Varla halda menn að hægt sé að hafa einn og ^ sama tíma um allan heim þótt sam- staða næðist um löggjöf í því efni? Og ég hélt nú að hinn ágæti þing- maður vildi sem mest frelsi einstakl- ingsins og þvinga hann ekki lengra frá uppruna sinum og umhverfí en orðið er til að þóknast fámennum sérhagsmunahópum. PÁLLV. DANÍELSSON, viðskiptafræðingur. TI1J30Ð JZjóómyiulaatafu (fiuuuvta Jtujittuutó a muvt Suðurveri, sími 553 4852 VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £8 Þ.ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 € t \ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Verð frá kr. 7.495 • Stœrðir 36-41 • Litur Svartur 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS í V STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 ^ STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN ^ SÍMI 568 9212 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.