Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 35* AÐSENDAR GREINAR Lækningar - hvað er nú það? I MORGUNBLAÐ- INU hinn 15. nóv. sl. er grein eftir Gunnlaug K. Jónsson forseta NLFÍ sem ber fyrir- sögnina „Skottulækn- ingar- hvað er nú það?“. Greinin mun vera svar við fyrirlestri mínum á vegum Holl- vinafélags læknadeild- ar HÍ hinn 8. nóv. sl. Ég verð að játa að mér finnst heldur miður, að Gunnlaugur skuli hafa gleymt því hvað ég heiti. Sé sú gleymska orðin af tillitsemi er hún byggð á misskiln- ingi, því ég reyni að jafnaði að standa að baki skoðunum mínum með fullu nafni, fyrir nú utan það að fyrirlesturinn var haldinn á mjög svo opinberum vettvangi. Hitt vil ég þakka Gunnlaugi að gefa mér tækifæri til að skýra nán- ar ýmislegt það sem ekki vannst tími til að gera nægiieg skil í fyrir- lestrinum og þá sérstaklega það er Aðferðir til að lækna sjúkdóma, sem hvorki hafa verið reyndar vís- indlega né staðist vís- indalegar prófanir, segir Arni Björnsson vera skottulækningar. varðar Heilsustofnun NLFÍ Hvera- gerði. Þetta geri ég fyrst og fremst, vegna þess að ummæli mín hafa verið túlkuð sem niðrandi fyrir starf- semina sem þar er rekin og það ágæta starfsfólk sem þar vinnur. Því fer auðvitað víðs íjarri. Þar sem mér varð á í messunni var að reyna að skilgreina hugtök þannig að af- marka annarsvegar vísindalegar og hinsvegar óvísindalegar lækningar og mér varð á að kalla óvísindalegar lækningar skottulækningar og orðið fór fyrir bijóstið á einhverjum áheyr- enda minna, svo sem raun ber vitni. Ástæðan til þess að ég notaði orðið er, að það er gott orð sem, hefur fastan sess í íslensku máli og ég þekki ekki annað orð betra yfir óvís- indalegar lækningar. Forskeytið skott á í því sambandi ekkert skylt við það líffæri sem ýmsar dýrateg- undir bera á óæðri enda sínum, né heldur drauga þá sem skottur voru nefndar. Forskeytið þýðir eitthvað sem er stutt, sbr. skottutúr, Sveinn skotti, o.s.frv. Lækningar þær sem hér um ræðir hafa verið nefndar öðruvísi lækningar - öðruvísi en hvað?, hjálækningar - hjá hvetju? Heitin eru fleiri en eiga það öll sam- eiginlegt að í þeim felst, þegar best lætur - óljós hugsun og þegar verst lætur - hrein fölsun. En áður en ég sný mér að NLFÍ og heilsustofnun þess í Hveragerði, langar mig til að lýsa ánægju minni með þá eindregnu afstöðu sem Gunnlaugur tekur til þeirra samviskulausu aðila, sem í nafni lækninga selja, grandalausu fólki og örvæntingarfullum sjúkling- um vafasama og jafnvel hættulega gervilæknis-dóma, fyrir of fjár. En snúum okkur nú að náttúru- lækningum og Heilsustofnun NLFÍ. Þegar sá mæti maður og læknir Jónas Kristjánsson stofnaði NLFÍ og reisti Heilsuhæli NLFÍ var hann að boða það sem hann taldi vera heilbrigða lífshætti, og hælið var í upphafi ætlað sem athvarf fyrir þá sem vildu stunda þessa lífshætti. í grundvailaratriðum var boðskapur Jónasar í því fólginn, að með réttum lífsháttum, gætu menn komið í veg fyrir eða seinkað sjúkdómum, sem hijá okkur dauðlega menn. Kollegar hans á þessum tíma Árni Björnsson voru ekki allir sammála honum en slíkt er ekki óalgengt í læknastétt sem og öðrum stéttum. Hinsvegar held ég að aldrei hafi verið neitt missætti um þá grund- vallarkenningu Jónasar að heilbrigt lífemi í hvívetna væri lykillinn að farsælu lífi. Menn greindi á um aðferðir, m.a. hvort það væri grundvallarskilyrði fyr- ir heilsugóðu farsælu lífi að neyta aðeins jurtafæðu og hafa hægðir oftar en einu sinni á dag. NLFÍ byggði hælið í Hveragerði upp af miklum stórhug og myndarskap, fyrst undir forystu Jónasar Krist- jánssonar og að honum látnum af Bimi Jónssyni. Uppbygging þessi hefur síðan haldið áfram, en eðli stofnunarinnar hefur breyst, úr því að vera athvarf þeirra sem vildu ástunda lífshætti byggða á megin- reglum náttúrulækningastefnunnar í það að vera lækningastofnun. Stofnun sem er rekin að stómm hluta af íslenska heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfi sem rekið er skv. meginreglum vísindalegrar læknis- fræði. Starfsfólkið er menntað eftir þeim meginreglum og rækir störf sín í samræmi við það. Auðvitað getur menn greint á um einstakar aðferðir en það liggur í eðli vísinda- legrar læknisfræði. Það sem eftir er af upprunalegu hreintrúarstefnunni er jurtafæðið, sem þó lætur smátt og smátt undan síga fyrir eðlilegu mataræði og þar með þeirri staðreynd, að maðurinn er upphaflega alæta og að melting- arfæri hans eru gerð til að geta nýtt sér ólíkustu fæðutegundir hvort sem þær eru upprunnar í Honolulu eða Haparanda. Það sem skiptir höfuðmáli varðandi fæðu er það að hún innihaldi þau efni sem líkaminn þarfnast til vaxtar og viðhalds, að þessara efna sé neytt í hæfílegu magni og að þau séu í réttum hlut- föllum. Með núverandi þekkingu á næringarfræði ætti samsetning og magn fæðunnar að vera bamalær- dómur. Þetta á að sjálfsögðu við þar sem aðgengi að fæðu er nægilegt og það er það hér á landi nú, þó svo hafí ekki alltaf verið. Það er ótrúlega mikið fjallað um holla og óholla fæðu og alls kyns sk. fæðu- bótarefni, sem seljast daglega í tonnatali, en em flest óþörf miðað við nútíma stöðu í næringarmálum þjóðarinnar. Ef þar er einhver vandi er hann líklega helst fólginn í ofáti. Þá gleyma menn því gjarna, sérlega þegar rætt er um lengingu ævinnar að fjöldi annarra þátta en fæðunnar kemur þar að. Það skyldi þó aldrei vera að gúmmístígvélin hafi lengt meðalævina meira en öll vítamínin, sem troðið hefur verið í þjóðina á undanförnum áratugum. Líklega hafa ísskápamir átt stærri þátt í fækkun tilfella magakrabbameins en allt grænmetið, mismunandi hreinræktað sem við flytjum inn og neytum og örugglega hafa vel upp- hituð húsakynni bjargað lífí fleiri ungbama og gamalmenna en sýkla- lyfín, án þess að þáttur þeirra í leng- ingu meðalævi Islendinga sé van- metinn. Böm og gamalmenni dóu nefnilega úr kulda fyrr á áram og ungt fólk, sem vann blautt í fæt- uma dag eftir dag, dó úr lungna- bólgu og berklum. Að lokum svar við fyrstu spum- ingunni. Orðið lækning þýðir það að lagfæra eitthvað sem farið hefur úr skorðum í mannslíkamanum, fyrir innri eða ytri áhrif eða hvort tveggja. Læknisfræði er það að nota vísinda- lega reyndar aðferðir til að fram- kvæma lækningu. Þekkingu læknis- fræðinnar er svo hægt að nota til að koma í veg fyrir vissa sjúkdóma en það er ekki lækning, því heilbrigð- ir þurfa ekki á lækningu að halda. Það að nota aðferðir sem ekki hafa verið reyndar vísindalega, eða sem ekki hafa staðist vísindalegar prófanir, til að lækna sjúkdóma era skottulækningar. Höfundur er læknir. FRA28. NOVEMBER FRAMAÐ JÓLUM Á ífflOTIL * > Hangikjötscarpaccio meðpiparrótarfondant, v tómat, strengjabaunum og timian olíu Reykt rjúpubrjóst meóþurrkuðum ávöxtum og balsamico Hreindýraterrine t Briocbebrauði með saffrankrydduðu eplacomjwte Hörpuskel og smálúða „cheviche" í koriander og limesafa * Smokkftsksblek risotto með kolkrabba, skeldýraolíu og djúpsteiktri steinseljurót ★ Milliréttur á kvöldin BouiUabaisse ftskisúpa með croutons og rouille Hamborgarbryggur með sykurgljáðum kartöflum, rauðkáli og rauðvínssósu NautaftUet meðpaprikumarmelaði, tarragon pesto og kartöflumús * Gœs og rjúpa með kontaks-épiccsósu, - rúsínum, fjeslihnetum og rauðrófumauki Hvítvínsgufusoðin rauðspretta með basil, kirsuberjatómötum, griUuðum kúrbít ogfennelgulstöngulsósu Amaretto paifait með appelstnugreipsalati og möndlukexi Heitur súkkulaði, brauð- og smjörbúðingur með vaniUuis og kanilsírópi VaniUusoðin pera á sablé köku með bláberjasósu og sítrónugrassabayonne * Réttir sem eru aðeins á kvöldin. ' f': ' :4 W BORÐAPANTANIRÍ SÍMA552 5700 WGAllDWUM við öll skemmtileg tækifæri gSSSOW! \l/ VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 yOGA IDYFA M»6 UvddbtíwW <á!íí- vV VOGAB/CR VOGA IDYFA SMAb. VOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.