Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Álagssjúk- domar við skrifstofustörf HÚSGAGNAGERÐIN GKS hefur gefíð út upplýsingarit um heilsu- vernd við skrifstofustörf. Þar er farið yfír ýmsa kvilla sem geta komið upp vegna langvarandi setu við vinnu og ráð til að draga úr þeim. Sérstaklega er fjallað um álag á augu, háls, herðar, hendur, handleggi, bak, fætur og fótleggi. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að talið sé að álagssjúk- dómar séu algengasta ástæða fjar- vista frá vinnustað. Ein orsökin er röng líkamsbeiting starfsmanna, röng hönnun skrifstofubúnaðar og vinnuaðstöðu. Nytt > Avaxtahlunkar í krakkapakka GULIR og grænir ávaxtahlunkar frá Kjörís eru nú komnir á markað í hinum svokölluðu krakkapökkum, sex stykki í pakka. I fréttatilkynningu frá Kjörís segir að gulu og grænu ávaxta- hlunkarnir hafí strax orðið svo vin- sælir þegar þeir voru settir á markað í lausasölu í sumar að ákveðið hafí verið að setja þá í krakkapakka. í krakkapakkalínu Kjöríss eru nú þegar grænn hlunk- ur og ananashlunkur, apaís, froskaís og gíraffaís. ________NEYTENPUR____ Umræða um mark- fæði skammt á veg komin hér á landi MARKFÆÐI er nýyrði í íslensku máli, en það er hugtak sem notað er yfír fæðu sem markaðssett er undir ýmsum heitum í öðrum tungumálum, en oftast þó með til- vísun til enska heitisins „Funct- ional foods“. Önnur slík heiti eru „Medical foods,“ „Nutraceuticals" og „Nutrional foods“. Sameiginlegt flestum þessum heitum er að þau eru ekki skilgreind í matvælalög- gjöfínni og því eru þau aðallega notuð í markaðssetningu. Orðið markfæði höfðar til þess að varan er markaðssett með tilliti til heilsufarslegra þátta og jafnvel fyrir tiltekna þjóðfélagshópa. Slíkri markaðssetningu tengjast orð eins og markmið og markhópur og því er heitið markfæði lýsandi, jafnvel þó að það sé enn óljóst fyrir marga, þar sem það er nýtt og nákvæma skilgreiningu eða afmörkun skort- ir. Þetta kom m.a. fram í erindi sem Jón Gíslason, forstöðumaður matvæla- og heilbrigðissviðs Holl- ustuvemdar ríkisins, hélt nýlega á ráðstefnu Matvæla- og næringar- fræðingafélags Islands. Framleiðsla og sala á markfæði er upprunnin í Japan og voru fyrstu vörumar sem þar voru sam- þykktar á grundvelli nýrrar lög- gjafar hrísgrjón meðhöndluð með hvata til að draga úr óþoli og mjólkurvara sem innihalda lítið af fosfati og ætluð er fyrir fólk með skerta nýmastarfsemi. Auk þess hafa þar verið leyfðir gosdrykkir og borðsætuefni með kolvetnasam- böndum sem eiga að auka vöxt bi- fidusgerla í þörmum og pylsur með sojapróteini sem eiga að sögn að draga úr frásogi kólesteróls. AB-mjólk og lýsi dæmi um markfæði Af íslenskum vömm sem talist gætu til markfæðis nefnir Jón AB- og ABT-mjólk, fjönnjólk, lýsi og ýmis önnur vítamínbætt matvæli. Hann segir engan vafa leika á að íslensk matvælafyrirtæki hafi áhuga á að ná til neytenda með framleiðslu og dreifingu vörateg- unda þar sem höfðað er til heilsu- farslegra þátta og ráðandi viðhorfa í manneldisfræðslu. Umræða um þessi mál sé þó skammt á veg kom- in og einnig setji matvælalöggjöfin skorður varðandi markaðssetningu markfæðis. „Nú eram við að ræða almennt um að reyna að móta stefnu um vítamínbætingu matvæla. Auk þess er til skoðunar hvort ætti að taka upp einhverskonar gæðamerki sem hægt væri að nota til að draga fram næringarfræðilega eiginleika vöra. Til þess að geta notað svona merki myndu vörurnar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi fituinnihald, trefjainnihald eða annað slíkt. Væntanlega yrði sett fram í reglugerð hvaða vörar mættu nota þetta merki, sem þá yrði ákveðinn lykill fyrir neytend- ur, þannig að tryggt væri að þeir væra að velja vöru sem telst hluti af heilsusamlegu mataræði. Þetta hefur t.d. verið gert í Svíþjóð í þónokkurn tíma og var nýlega tek- ið upp í Danmörku," segir Jón. Hann nefnir dæmi um sænskt hrökkbrauð sem fæst í verslunum hér á landi, en á umbúðunum er mynd af litlu grænu skráargati, sem er sænski gæðastimpillinn. Enn sem komið er þjóni hann þó litlum tilgangi hér þar sem íslensk- ir neytendur viti almennt ekki fyrir hvað skráargatið stendur. Ólíkar merkingar markfæðis og nýfæðis Á ráðstefnunni var einnig rætt um svokallað nýfæði, en það tekur til nýrra fæðutegunda eða efnis- þátta í matvælum, í þeim skilningi að nýfæðið hefur ekki verið notað áður eða aðeins notað í takmörkuð- um mæli sem fæða fyrir fólk, en þannig teljast t.d. erfðabreytt mat- væli til nýfæðis. Jón segir það geta verið athygl- isvert að bera saman merkingu og markaðssetningu markfæðis og ný- fæðis. Framleiðendur markfæðis Jólaland HINN árlegi jólamarkaður versl- unarinnar Magasín í Húsgagna- höllinni, Jólaland, var opnaður um síðustu mánaðamót. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að þar fáist mikið og fjöl- breytt úrval af jólavöram á lágu verði, sem og úrval af húsbúnaði, bökunarvöram, gjafavöra, leik- fóngum o.fl. Þar segir ennfremur að viðskiptavinir séu þegar farnir vilji fá tækifæri til að merkja og auglýsa vörana og draga þannig að henni athygli neytenda vegna sér- stakra heilsufarslegra þátta. Hins vegar geti stjórnvöld tekið ákvörð- un um að banna merkinguna þar sem erfítt geti verið að sanna að varan hafi tilætluð áhrif. Hvað varðar nýfæði getur merking orðið til þess að tilteknir hópar vilji ekki kaupa vörana. Framleiðendur vilji þá síður merkja hana og því verði stjórnvöld að taka um það ákvörð- un hvort réttmætt sé að fyrirskipa merkingu vörannar. Fullyrðingar um heilsufar eða næringarfræði Jón bendir á að þó svo að oft sé talað um merldngarreglur, þá gildi þær reglur einnig um auglýsingu og kynningu og þai' með markaðssetn- ingu í víðum skilningi. Hann vitnar til könnunar sem gerð var meðal matvælafyrirtækja í Bandaríkjun- um, en þar kom fram að reglur stjórnvalda væra einn helsti þrösk- uldur fyrir sölu markfæðis. „Ef slík könnun væri gerð hér á landi eða í öðram Evrópuríkjum er ekki vafí á að niðurstaðan yrði á sama veg, því þar eins og hér er bannað að merkja, auglýsa eða kynna matvör- ur með notkun heilsufarslegra full- yrðinga („health claims“),“ segir í erindi Jóns. Matvælafyrirtæki eiga aftur á móti möguleika á að mark- aðssetja vörar með svokölluðum næringarfræðilegum fullyrðingum („nutrional claims“). Sem dæmi um slíkar fullyrðingar nefnir hann orð eins og „fituskert,“ „trefjaríkt" og „lítið salt,“ en hins vegar er ekki hægt að ganga lengra og segja að neysla vörannar verji fólk gegn sjúkdómum. Magasíns að fjölmenna á jólamarkaðinn til að gera góð kaup meðan birgðir end- ist. Undirbúningur jólanna sé kom- inn á fullt hjá þeim sem hafi vaðið fyrir neðan sig og vilji ekki brenna inni með undirbúninginn nokkram dögum fyrir jól. Vitnað er í viðskiptavin sem sagði að betra væri að hafa jóla- undirbúninginn of snemma en jólin of seint. Skátar selja gervi- jólatré SALA er hafin á hinu svokallaða „sígræna jólatré" í Skátahúsinu við Snorrabraut. Sígræna jólatréð er mjög eðlileg eftirlíking norðmanns- þins, að sögn Þorsteins Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Banda- lags íslenskra skáta, sem stendur fyrir sölunni. Boðið er upp á níu stærðir trjáa, allt frá 90 upp í 370 sentimetra á hæð. Þorsteinn segir skátana einu söluaðila gervijólatrjáa hér á landi sem bjóði tíu ái’a ábyrgð á jólatrjánum. Þá séu þau eldtraust og vandaður stálfótur fylgi með. Gervijólatré á 30-40% heimila hér á landi I fréttatilkynningu frá skátunum segir að talið sé að nú orðið séu gervijólatré á 30-40% heimila hér á landi og að hlutfallið fari enn vax- andi. Þeir telja ástæður sívaxandi vinsælda gervijólatrjáa fjölmargar. Verulega vönduð gervijólatré séu það eðlileg að vart sé hægt að sjá mun á þeim og náttúralegum jólatrjám. Fólk sé laust við alla þá fyrirhöfn sem fylgi náttúralegu trjánum, eins og að geyma þau á köldum stað, höggva til legginn, vökva þau, ryksuga upp nálarnar og losa sig við það eftir hátíðarnar. Auk þess virðist sem sífellt fleiri hafi ofnæmi fyrir gróðri og því geti gervitrén komið sér vel á mörgum heimilum, skóium, sjúkrastofnun- um og dagheimilum. ----------------- Leiðrétting FYRIR misskilning var Harald G. Haralds titlaður innkaupastjóri hjá Fálkanum í umfjöllun um skrán- ingu reiðhjóla á neytendasíðu Morgunblaðsins á laugardag. Rétt er að Harald er innkaupastjóri hjá Erninum og er hér með beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Þá skal einnig tekið fram að hjá Fálkanum er stellnúmer og nafn kaupanda reiðhjóls nú aðeins skráð á nótu ef kaupandinn óskar þess sérstaklega, jafnvel þó að það hafi verið reglan áður fyrr. Aukafyrirhöfn að lyfta hjólinu og lesa númer Að sögn Einars Guðjónssonar, vörastjóra hjá Fálkanum, er það aukafyrirhöfn fyi'ir starfsmenn verslunarinnar að lyfta upp hjólinu til þess að lesa af því númerið, auk þess sem það sé ekki krafa af hálfu tryggingafélaganna að eigendur stolinna hjóla framvísi stellnúmeri þegar bætur era greiddar. Otrúlegt tilboð! Kanínupels 19.900,- Slæður & töskur á frábæru verði með ekta bláref í kraga Kr. áður 45.000.- Kr. nú 36.000,- ctrt, Heimaföt Kr. áður 14.500.- Kr.nú Pelsar ur pelsefm Kr. áður 32.600,- verslunarhúsið • Kr. nú 25.600,- Dalvegi 2 • Sími 564 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.