Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 49 SIGURÐUR G. SIG URÐSSON + Sigurður G. Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 21. apríi 1932. Hann lést á Landspítalan- um 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 24. nóvember. Ég vil með með örfáum orðum kveðja Sigurð G. Sigurðsson prent- ara, með þökk fyrir góða vináttu í fjörutíu ár. Sumir menn eru þannig að maður getur reitt sig á vináttu þeirra og tryggð þótt langur tími Ííði milli endurfunda. Svo þegar menn hittast kemur í ljós að stund- um hefur þeim verið hugsað til manns. Kannski á erfiðum stundum eða gleðistundum. Til þessa var gott að vita, en svona var Sigurður. Eg vona að þetta hafí verið gagn- kvæmt. Að minnsta kosti hefur hugurinn oft leitað til hans síðustu misserin, meðan hann háði sína erf- iðu baráttu. Setjarasalurinn í Ríkisprentsmiðj- unni Gutenberg var í gamla daga sérkennilegur vinnustaður fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að þar unnu ungir menn og aldnir hlið við hlið við hlið, og þótt þar væru bestu tæki sem þá var völ á, var einnig verið að handsetja bækur með aldagamalli vinnu- aðferð. Það voru útgáfur Hins ís- lenska fornritafélags, síðustu bæk- urnar sem handsettar voru á ís- landi, og setjarinn var Sveinbjörn Oddsson. Á þessum sal mættust því gamli og nýi tíminn, og karlarnir voru ósparir á heilræðin við hina ungu, og hefur sumt af því reynst ágætt veganesti. Þeir voru hvattir til vandvirkni og til að tileinka sér gamlar hefðir í faginu. Yfir því vakti meistari H.H., Hallbjörn Halldórs- son yfirverkstjóri, sem gekk um salinn á hveijum morgni og leit á verkin hjá mönnum. Hann bauð gjarnan í nefíð, sem hann sagði að væri konunglegur hirðósiður. Hall- björn varaði menn við of miklum hraða, og hafði yfir ýmsa speki úr hugleiðingum sínum, t.d. þá að prentlistin væri allt í senn: göfugt starf, vandasamt verk og erfíð vinna. Ekki er að efa að Sigurður hafði hæfileika til langskólanáms, ef svo hefði atvikast, en hann valdi prent- verkið og gerði það að ævistarfi. Aldrei bar á öðru en að hann væri LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR + Lydía Kristófersdóttir fæddist í Skjaldartröð á Hellnum 19. júní 1913. Hún lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 13. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsvíkurkirkju 25. októ- ber. Lýdía fóstursystir mín kom í fóstur til foreldra minna að Brekkubæ á Hellnum aðeins sólarhringsgömul. Foreldrar mínir voru hjónin Lárus Lárusson og Stefanía Ólafsdóttir. Þegar Lýdía kom til okkar var ég þriggja ára gamall. Foreldrum mín- um þótti mjög vænt um Lýdíu. Móð- ir mín var mjög góð við hana og elsk- aði hana ekki síður en sín eigin böm. Við Lýdía vorum mjög samrýnd og okkur kom mjög vel saman. Við lékum okkur alltaf saman og einnig eftir að hún fór frá foreldrum mínum aftur að Skjaldartröð. Þá var hún um 10 ára gömul. Það var erfitt fyrir Lýdíu að fara frá okkur aftur til foreldra sinna. Hún varð mjög + Harry Kristján Kjærnested, matreiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalanum 5. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 14. nóvember. Söknuður og ljúfar minningar streymdu fram þegar ég fékk þær fréttir að kær vinur okkar hjóna, Harry, hefði kvatt þennan heim. Við kynntumst Harry fyrst árið 1976 þegar við fluttum í Grænás, í nágrenni við þau hjónin. Fljótlega veittum við eftirtekt manni sem gekk um móana fyrir ofan hverfið og gróðursetti plöntur, venjulega með heilan barnahóp í kringum sig. Þetta var Harry að sinna einu af áhuga- málum sínum. Elsti sonur okkar sagði okkur hróðugur að Harry hefði gefið sér og öllum hinum börnunum tré sem þau yrðu að passa vel. Þann- ig fékk hann börnin til liðs við sig til að vernda gróðurinn. Harry var einstaklega ljúfur mað- ur og eru það mikil forréttindi að hafa átt hann að vini. Það var alltaf auðsótt mál að hjálpa þegar eitthvað stóð til, hvort sem var stórafmæli, matarboð eða fermingarveisla. Þá var hann mættur og tók við stjórn- inni, sagði okkur að hafa engar áhyggjur, við skyldum bara sinna gestunum, hann sæi um veitingarn- ar. Það gerði hann ætíð með sóma og var snyrtimennskan hans aðals- merki. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar ég ökklabrotnaði ein jólin, þá var Harry minn mættur til að hjálpa til við matinn. Harry átti mörg áhugamál og eitt sorgbitin og grét mikið. Hún reyndi oft að komast til okkar í leyfisleysi og þegar einhver kom frá Skjaldar- tröð til að sækja hana, þá faldi hún sig gjarnan. Mér leiddist það mikið þegar Lýdía fór aftur að Skjaldar- tröð og móðir mín saknaði hennar mikið. Lýdía sagði mér að hún hefði aldrei beðið þess bætur að hafa far- ið frá okkur. Þorleifur bróðir Lýdíu var ferming- arbróðir minn og eftir að Lýdía fór að Skjaldartröð, lékum við okkur saman þtjú. Á vorin vorum við látin vaka yfir vellinum sem kallað var og við áttum að passa að skepnur kæm- ust ekki í túnin. Við vöktum alla nóttina, þar til fuliorðna fólkið kom á fætur. Okkur fannst gaman að vaka, því þá gátum við leikið okkur svo mikið. Okkur kom vel saman í leikjunum og vorum samrýnd. Lýdía var indælt barn og alltaf ljúf og glöð. Þær eru ljúfar minning- arnar sem ég á um hana frá æsku- árunum okkar og alla tíð síðan. Hún tók alltaf vel á móti mér hvenær sem af þeim var lestur bóka. Varla kom maður í heimsókn öðruvísi en að hann væri með bók í hendi. Eftir að börnin hans gáfu honum hundinn Snúlla var hann duglegur að fara í gönguferðir og veit ég að hann heim- sótti margar af vinkonum sínum, eins og hann kallaði samstarfskonur sínar hjá Flugleiðum. Var hann alls staðar aufúsugestur og nutu þær þess að dekra við hann. Harry var lánsamur maður, átti það sem mestu máli skiptir, yndis- lega fjölskyldu og voru góðar sam- verustundir með henni honum allt. í lok júlí kom Harry í sína síðustu gönguferð til mín í fallegu sumar- veðri. Við sátum úti í garði þar sem hann gat notið náttúrunnar. Hann talaði mikið um börnin sín og ljóm- aði þegar hann sagði sögur af barna- börnunum. mig bar að garði, hún var gestrisin og vildi öllum gera gott. Lýdía og Jónas Pétursson, sem ólst upp á Arnarstapa, hófu búskap á Sjónar- hól á Arnarstapa og bjuggu þar í um það bil 30 ár eða þar til þau flutt- ust til Ólafsvíkur og voru búsett þar allt til þess að Jónas dó árið 1993. Það ár varð Lýdía áttræð. Þau hjón- in voru samhent og sambúðin góð. Bæði voru þau dugleg og vinnusöm. Þau áttu þijú góð og mannvænleg börn sem voru vel upp alin. Lýdía var indæl kona og góð húsmóðir. Hún var verklagin og lék allt í hönd- um hennar. Þá var hún þrifin og kappkostaði að hafa allt hreint og snyrtilegt í kringum sig. Eftir að hún náði áttræðisaldri fór heilsu hennar að hraka og ágerðust veik- indi hennar með tímanum. Hún var um tíma á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi en fór svo þaðan á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi og dó þar. Nú að leiðarlokum þakka ég fyrir indælar samverustundir í æsku og allar ljúfar samverustundir á liðinni tíð. Guð blessi minningu hennar og öllum aðstandendum votta ég inni- lega samúð mína og bið Guð að blessa ykkur öll. Finnbogi G. Lárusson, Laugarbrekku. Sjúkralega Harrys var stutt en erfið, þó átti hann ætíð auðvelt með að slá á létta strengi og stutt var í grínið. Þegar ég eitt sinn spurði hvort ég gæti gert eitthvað fyrir hann var svarið „keyra varlega heim“. Aðdáunarvert var að sjá með hví- líkri nærgætni og alúð eiginkona hans, Dagga Lis hlúði að honum í veikindunum, en á móti uppskar hún alla hans ást og kærleika til hins síðasta dags. Við kveðjum kæran vin með virð- ingu og þakklæti fyrir samfýlgdina. Döggu Lis og aðstandendum öllum sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Svala og fjölskylda. öarSskom ^ v/ PossvogskPkjwgafð a 554 0500 í stórum og mmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla | Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 HARRY KRISTJÁN KJÆRNESTED sáttur við þá ákvörðun; hann leitaði aldrei á önnur mið en sinnti starfinu alla tíð af mikilli alvöru og sam- viskusemi og hvarvetna nutu sín vel hæfileikar hans og mannkostir. Hann átti því er yfir lauk að baki langan og farsælan starfsferil, vin- sæll af stéttarbræðrum og vel met- inn af viðskiptavinum. Og vel mega vinnuveitendur hans við una, því nærvera hans var hveiju fyrirtæki til framdráttar, enda voru honum hvarvetna falin vandsöm verkefni, en meðfædd hógværð olii því að hann sóttist ekki eftir vegtyllum og frama. Þó hlaut svo að fara að hon- um yrðu falin mannaforráð, því síð- ustu tvo áratugina var hann við verkstjórn og verkmóttöku í Guten- berg. I því starfi nýttust vel þekking hans og reynsla, en ekki síður áreið- anleiki, vilji til að leysa hvers manns vanda og leikni í mannlegum sam- skiptum. Lengst af starfsævinni vann Sigurður í Gutenberg, en átti einnig stuttar viðkomur í Eddu, Prentsmiðju Jóns Helgasonar, ísa- fold og Morgunblaðinu. Um miðjan sjöunda áratuginn hleypti hann heimdraganum og vann í nokkur ár við prentverk í Bandaríkjunum. Þar kunni hann vel við sig, en kaus að festa þar ekki rætur. Sigurður var ákaflega vandaður - maður til orðs og æðis, heilsteypt- ur, trygglyndur og vandur að virð- ingu sinni. Hann var greindur, vel að sér og viðræðugóður um alla hluti, stálminnugur og fróður. í einkalífi sínu var hann mikill gæfumaður og átti góða fjölskyldu sem hann unni og mat meira en allt annað, og á góðu heimili átti hann sínar hamingju-, næðis- og hvíldarstundir. Svo heill var hann og óskiptur í öllu atferli á lífsleið- inni að þar var ekki rúm fyrir mik- ið annað en starfið og fjölskylduna, en það var líka sannfæring hans að einmitt þetta tvennt væri það sem mestu máli skipti um hamingju manna. Ég og Guðrún kona mín vottum Maríu og bömum þeirra Sigurðar dýpstu samúð. Sverrir Sveinsson. + Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, HELGA K. OTTÓSDÓTTIR flugfreyja, sem lést mánudaginn 17. nóvember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 26. nóvember kl. 15.00. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elísabet Þóra, Auður, Hafdís Björk, Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga Kristín, Óttar Örn, Ásgeir Thor. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI KRISTJÁNSSON, lengst af til heimilis á Rifi á Snæfellsnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir, Jón Helgi Óskarsson, Guðfinnur Georg Pálmason, Jóhanna Sigríður Emilsdóttir og barnabörn. + Við þökkum innilegar fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR fyrrv. yfirlæknis Sjúkrahúss Keflavíkur, Otrateigi 34, Reykjavík. Valgerður Halldórsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Ingibjörn Hafsteinsson, Halldór Kristjánsson, Jenný Ágústsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Anna Daníelsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Vera Björk Einarsdóttir, Guðrún Þura Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar, KRISTÍNAR DANIVALSDÓTTUR, Hlévangi, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlé- vangs og starfssfólki hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Hilmar Pétursson, Jóhann Pétursson, Kristján Pétursson, Páll Pétursson, Unnur Pétursdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Ingibjörg Elfasdóttir, Ríkey Lúðvíksdóttir, Halla Njarðvík, Snorri Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.