Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 27
TÓNLIST
Gcrdubcrgi
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Fljtjendur, Ingveldur Ýr Jónsdóttir,
mezzosópran og Gerrit Schuil, píanó.
Verkefni eftir Granados, Atla Heimi,
Bernstein, Ives, Copland, Samuel
Barber, Menotti og Kurt Weiil.
Sunnudagur 23. nóvember kl. 17.
Á LAUGARDAGSKVÖLD upp-
lifði undirritaður Ingveldi í hlut-
verki Dorabellu í „Cosi“ í íslensku
óperunni, þar sem hún túlkaði hlut-
verkið með ágætum og undirstrik-
aði enn einu sinni ágæta leikhæfi-
leika sína. í dag, sunnudag, hélt
hún áfram á nótum leikhússins og
flutti söngskrá sem að stórum hluta
var sótt í leikhústónlist. Fyrsti hluti
efnisskrárinnar gat þó tæplega tal-
ist til leikhústónlistar, en fyrstu sjö
lögin voru úr lagasafninu Tonadillas
eftir Enrique Granados, þar sem
hann leggur grunninn að sinni þjóð-
legu spænsku tónsköpun. Eins og
áður er nefnt eru Ingveldi gefnar
góðar leiklistargáfur, einnig ágætar
tónlistargáfur og lætur því vel að
tjá innviði þeirra verkefna sem hún
velur sér og slík var því reyndin í
þessum spænsku lögum, hvort sem
hún túlkaði stúlkuna sem svarar
sumum spurningunum syngjandi og
lætur ekki setja sig út af laginu eða
hún syngur um strákinn sem kemur
á gluggann en hleypur niður götuna
þegar hann kemur auga á stúlkuna
innan við gluggann eða hún syngur
um stúlkuna hverrar augnaráð var
Tímarit
• ALMANAK Hins íslenska þjóð-
vinafélags er komið út í 124. sinn,
en það kom fyrst
út í Kaupmanna-
höfn árið 1874.
Alla tíð síðan hef-
ur almanakið
komið út á vegum
Þjóðvinafélagsins
og nú um langa
hríð í samvinnu
við Háskóla ís-
Jóhannes lands. Auk al-
Halidórsson manaksins sjálfs
hefur árbók íslands alltaf verið fast-
ur liður í ritinu og má finna i alma-
nökunum samfellt yfirlit um sögu
síðustu 120 ára
og ríflega það.
Fjallað er um ár-
ferði, helstu at-
vinnuvegi, stjórn-
mál, íþróttir,
mannalát og
margt fleira.
Forseti Hins
íslenska þjóðvin-
afélags og um-
sjónarmaður al-
manaksins er Jóhannes Halldórsson
cand. mag.
Almanak Þjóðvinafélagsins fyrir
árið 1998 er 200 bls. Þorsteinn
Sæmundsson stjörnufræðingur hef-
ur reiknað og búið almanakið sjálft
til prentunar, en árbókina fyrirárið
1996 ritar Heimir Þorleifsson
menntaskólakennari. Prentsmiðjan
Oddi prentaði ritið, Sögufélag, Fisc-
hersundi 3, sér um dreifingu. AI-
manakið fæst í bókaverslunum um
allt land ogkostar 1.254 kr. Unnt
er aðgerast áskrifandi hjá Sögufé-
laginu.
Heimir
Þorleifsson
LISTIR
Sterkar
lýsingar
í tónum
og fasi
svo djúpt að hún varð að líta undan
til að fela reiði sína eða þegar efn-
ið er þessi klassíska ást, í öllum
sínum tilbrigðum, öllu þessu lýsir
Ingveldur sterkt í tónum og fasi.
Píanóleikur Gerrit Schuil var frá-
bær og þó svo að hann fylgdi hverri
hreyfingu söngvarans varð manni
á að fara að hlusta á píanóleikinn
og lenti þá söngvarinn til hliðar.
Stemmningu vantaði ekki í flutning
laganna, en stemmning þarf ekki
alltaf að vera sú rétta og til þess
að kunna að dæma um það þarf
maður að þekkja uppruna og upp-
runalega flutningahefð þessarar
tónlistar, sem byggð er á ströngum
ryþma og hömdum tilfinningum
sem aldrei sleppa lausum taumn-
um. Kannske var einmitt það sem
mér fannst helst á vanta að syngja
aldrei alveg út og sleppa aldrei
taumhaldi af þessum innri
(spænska) ryþma. En Ingveldur er
listakona sem söngvari og þar
kemur vafalaust, að hún finnur að
listin er voldugust þegar áheyrand-
inn skynjar víddir sem aldrei. voru
sagðar.
Atli Heimir átti „Tíu smálög fyr-
ir börn“, lög sem undirritaður
heyrði fyrst nú. Atli hefur löngu
sýnt ágæti sitt í sönglögum og
þekkir tónmálið bæði í gáska og
aivöru og voru þessi smálög ein
sönnun þess, þótt hvorki væru þau
fyrir börn að syngja né að spila og
nú sem fyrr leggur hann margar
gildrur fyrir hljóðfæraleikarann.
Lögin voru mjög skemmtilega flutt
af þeim Ingveldi og Gerrit, þó var
á mörkunum að píanóið væri ekki
of sterkt þegar sterkt var spilað.
í leikhúslögum Kurt Weill sakn-
aði ég einmitt þessa innri ryþma,
sem ég minntist á áðan, án hans
er Kurt Weill ekki Kurt Weill, þar
er einnig lögmálið að gefa í skyn,
en gefa ekki allt í botn, þó var
mjög falleg stemmning yfir
„Kveðjubréfinu" og „Hve lengi“ var
fallega uppbyggt og víst var „Youk-
ali“ fallegur endir á söngskránni.
Best flutt voru þó kannske arían
eftir Barber úr óp. Vanessa og fal-
lega vöggu- ljóðið úr óp. The Cons-
ul eftir Menotti, þar sem Ingveldur
sýndi mjög fallegt neðra svið radd-
arinnar. Fáir söngvarar - ef nokkr-
ir - voru til að hlýða á þessa ágætu
tónleika og spyr maður sig, af
hveiju? Á sama hátt hefðu þeir sem
taka að sér píanóundirleik með
söngvurum, e.t.v. getað lært nokk-
uð af meðleik Gerrit Schuil, en
heimurinn er nú víst einu sinni
svona.
Ragnar Björnsson
Ertu búinn að
skipta um bremsuklossa?
Komdu í s
TOYOTA Nýbýlavegi 4-8
in.rnnn S. 563 4400
Íslensku almanökin 1998
Ásamt landkynnmgarbókinni Islcind
Töfrandi land
11801 íslenska almanakið
11802 Breiða náttúrualmanakið
11803 íslenska náttúrualmanakið
11804 Stóra náttúrualmanakið
11805 jslenska hestaalmanakið
11806 íslenskir fossar
(borðalmanak)
Island Töfrandi land,
vönduð gjafabók með
80 Ijósmyndum frá helstu
perlum landsins.
Bókin er á 5 tungumálum.
ölustaðir:
skaverslanir
Klippið út og notið við
innkaupin.
Vandaðar gjafir frá íslandi
kaupfélög
minjagripaverslanir.
lil vina og viðskiptamanna
í útlöndum.
tengir þig töfrum landsins!
Höfðabakki 3 - sími 567 3350 - fax 567 6671
—
lAILEOU
luglýtingastofa i.BACKMAN