Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 21 ÚRVERINU Morgunblaðið/Ben. Jóhannsson HÓLMABORG SU 11 hefur komið með mestan afla að landi það sem af er þessu ári, tæplega 58.000 tonn. Finna litla sem enga síld en sæmilegt á loðnu Hólmaborg Su, Beitir NK og Víkingur AK hafa fengið á bilinu 53-57.000 tonn frá áramótum LÍTIL sem engin síldveiði var um helgina, ekki einu sinni í trollið. Var enga síld að finna þótt bátam- ir leituðu skipulega um allan sjó. Á loðnunni hefur verið þokkalegt kropp á Kolbeinseyjarsvæðinu en tíðin hefur verið erfið, stanslaus norðaustanátt. Þtjú aflahæstu skip- in, aðallega í loðnu en eitthvað í síld og kolmunna, á þessu ári em Hólmaborg SU, Beitir NK og Vík- ingur AK en afli þeirra frá áramót- um er á bilinu 53-57.000 tonn. Þorsteinn EA landaði 140 tonn- um og Beitir NK 130 tonnum af síld á Neskaupstað í gær en líklegt þykir, að þeir fari á loðnu í ein- hverja daga vegna þess hve illa gengur á síldinni. „Björgunarsveit- in“, sem sumir kalla svo, trollbát- arnir, hafa verið þeir einu, sem fengið hafa einhveija síld í nokkrar vikur en nú er veiðin farin að treg- ast hjá þeim líka. Var veiðin sáralít- il um helgina. Jóna Eðvalds SF, sem er með hvottveggja, nót og troll, var að toga í gær í einhverri síldar- dreif og hafði þá ekkert fengið í tvo sólarhringa. Skiptar skoðanir um flottrollið Bátarnir hafa staðið saman að því að leita og siglt fram og aftur um miðin en í besta falli fundið einhvern slæðing. Ljóst er, að það skiptir mjög í tvö horn um afstöð- una til flottrollsins og á sama tíma og sumir telja það hafa bjargað því, sem bjargað varð, telja aðrir, að það hafí orðið til að tvístra síldar- torfunum og koma þannig í veg fyrir, að síldin verði veiðanleg í nót. Urðu nokkrar umræður um þetta á nýafstöðnu Fiskiþingi og þar var samþykkt að skora á stjórn- völd að kanna áhrif veiðarfæranna á síld og loðnu til að unnt verði að setja reglur um notkun þeirra. Hjá Tanga á Vopnafírði hefur ekki verið tekið á móti meinni síld síðan 14. þessa mánaðar en þess í stað hefur verið unnið að loðnu- frystingu. Í gær var Víkurberg GK að landa þar 600 tonnum af loðnu og Sunnuberg GK var þá á landleið með 400 tonn. Hjá SR-mjöli í Siglufírði hefur verið tekið á móti um 4.000 tonnum af loðnu síðan hún fór að veiðast aftur í haust. Gullberg VE landaði þar í gær um 900 tonnum en Björg Jónsdóttir ÞH landaði í fyrradag 560 tonnum og Guðmundur Ólafur ÓF 800 tonnum. Víkingur landaði 1.100 tonnum af loðnu á Akranesi á laugardag og sama dag kom Höfrungur með 900 tonn. Voru þeir komnir aftur á loðnumiðin fyrir norðan í gær og þá var Höfrungur búinn að fá í sig 400 til 500 tonn. Elliði GK hefur verið á sfld fyrir austan en þar er ekkert að hafa lengur. Var hann á heimleið í gær með 30 tonn af síld, sem áttu að fara í frystingu í Sandgerði, en síðan átti hann að taka loðnunótina um borð og halda norður. Frá áramótum hefur verið landað hjá Haraldi Böðvarssyni um 90.000 tonnum af síld og loðnu og með beinum og öðru er það líklega kom- ið í eða yfír 100.000 tonn. Á Vík- ingi er aflinn kominn í 53.000 tonn á sama tíma. Vel hefur einnig geng- ið á Höfrungi III, frystitogaranum, en hann kom inn til Akraness í fyrradag og var aflaverðmætið hátt í 56 milljónir kr. eftir mánuðinn. Var aðallega um að ræða grálúðu, þorsk og karfa. Hólmaborgin með mestan afla Þótt afli Víkings sé með ólíkind- um þá er samt Hólmaborg SU afla- hæst með samtals 57.816 tonn frá áramótum. Beitir NK er síðan í öðru sæti enn sem komið er með rúmlega 54.000 tonn og Víkingur síðan í því þriðja. Er aflaverðmæti skipanna á bilinu 350 til 360 millj- ónir kr. Þær bræðslur, sem hafa tekið við mestum afla og er þá miðað við sumar- og haustvertíð, eru SR-Mjöl í Siglufirði með rúm 62.000 tonn, Síldarvinnslan í Neskaupstað með 52.500 tonn og Haraldur Böðvars- son á Akranesi með rúm 43.000 tonn. Hraðfrystihús Eskifjarðar er í fjórða sæti með um 39.000 tonn og síðan eru Krossanes á Akureyri, SR-Mjöl á Seyðisfirði og Raufar- höfn og Hraðfrystistöð Þórshafnar á líku róli með 33-34.000 tonn. Fjölþættar lausnir gn KERFISÞRÓUN HF. ^ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Útflutningur á físki tollaður STJÖRNVÖLD í Rússlandi vinna að nýjum lögum um utanríkis- verslunina í landinu með það fyrir augum að ná tökum á fiskútflutn- ingnum. Eins og nú er háttað kemur mest af þeim fiski, sem veiddur er innan lögsögunnar en landað erlendis, hvergi fram í skýrslum. Opinberar skýrslur segja, að Rússar hafí aðeins flutt út 130.000 tonn af físki á síðasta ári fyrir rúma 18 milljarða fsl. kr. en rúss- neska hagstofan áætlar, að út- flutningurinn hafi verið 1.5 millj- ónir tonna. Nú verður mönnum skylt að afla sér heimildar fyrir sölu erlendis. AKAI TX220 Kr. AKAI TX52B 2x270 watta (2 x 133 w RMS) magnari fyrir framhát., 83 watta (41 w RMS) fyrir mibjuhátalara og 83 watta (41 w RMS) fyrir Surround hátalara Dolby ProLogic fimm hátalara kerfi Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö 30 minnum Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum Tónjafnari meö sex forstillingum ■ Dínamískur Súper Bassi 1 Tímastilling og vekjari Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun Innstunga fyrir heyrnartól og hljóönema Fullkomin fjarstýring TX723 Kr. 69.900st( Sjónvarpsmiðstöðin Umbobsmenn um land allt: • 2x26 watta (2 x 14 w RMS) magnari • Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö 30 minnum • Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum • Tónjafnari meö fimm forstillingum • Dínamískur Súper Bassi • Tímastilling og vekjari • Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóönema • Fullkomin fjarstýring 29.900stgr. • 2x225 watta (2 x 100 w RMS) magnari • Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö 30 minnum • Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum • Tónjafnari meö sex forstillingum • Dínamískur Súper Bassi • Tímastilling og vekjari • Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun • Innstunga fýrir heyrnartól og hljóönema • Fullkomin fjarstýring Kr. 49.900stgr. VESIURIANO: Hljómsýa Akranesi. Kauplélao SorgMnga. BorgamesL Blémsturvellir. Hellíssandi. Guðní Hallgrimsson. Grundartirði.VESIflRÐIR: flalbúð Jónasar Mrs. Patreksfirði. Póllinn, Isalirði. NOROURLAND: Ef Steingrímsljarðar. Hólmavik. (FV-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf Hunvetninga. Blonduósi. Skagfírðingabúð. Sauðárkróki. KEA Calvík. Bókval, Akureyri. Ijósgjafina Akureyri Oryggl Húsayik. Kl Þingeyinga. Húsavik. llrð. flaularböfn.AUSTURLAND: Kl Héraðsbúa, Egílsstóðum Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kauptún. Vopnatirði. Kl Vopntirðinga. Vopnalirði. Kl Héraðsbúa. Seyðisfirði. lumMur. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsljarðar. fásktúösfirði. KASK. Djúpavagi. KASK. Hóln Homafirði. SliBURLAND: Ralmagnsverkstæði KH, Hvelsvelli. Mosltll, Hellu. Heieislækni. Sellossi. KÁ. Sellossi. flás, Porlákshóln. Brimnes. VestmannaeyjuBi. REYKJANES: Ralborg, Grindavik. Ballagnavinnust. Sig. Inevattsonat. 6atði. Ralmæili, Halnatlirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.