Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 40
4fi ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Heiðarleiki í samstarfi PÓLITÍSKAR um- ræður eða deilur eru oft meira áberandi í einu sveitarfélagi en öðru. Eins virðist sem sumir fjölmiðlar leggi megináherslu á að draga fram ágrein- ingsatriði og fjalla þá gjarnan um málin á néíkvæðan máta. Hafnarfjörður hefur ekki farið varhluta af þessari neikvæðu um- fjöllun fjölmiðla, og alltaf virðast vera til einstaklingar innan um, sem sífellt eru til- búnir að halda sér á neikvæðum nótum, í stað þess að gefa jákvæðu málunum gaum. Til að mynda er hið ágæta mál, sem er samvinna milli Alþýðuflokks og Það er fráleitt í mínum huga, segir Arni Hjör- Meifsson, að slíta eigi þessu samstarfí, nú þegar aðeins hálft ár er til kosninga. Alþýðubandalags í Hafnarfirði á sérkennilegum nótum. Einstakl- ingar innan þessara flokka hafa gert þá kröfu að meirihlutanum g»rði slitið. Það er ekki vænleg leið til samstarfs að krefjast þess af öðrum aðilanum að hann bijóti samkomulag til þess eins að teknar séu upp viðræður milli aðila. Víða um land eru fé- lagshyggjuflokkar í viðræðum um sam- starf, en hvergi er sú krafa uppi, að meiri- hlutanum sé slitið til þess eins að viðræður geti átt sér stað. Þessi krafa Alþýðubanda- lagsins hér í Hafnar- firði er ósanngjörn. Hún lýsir kannski best áhugaleysi þeirra á samstarfi, en dregur jafnframt athygli að því að innan þeirra raða eru aðilar sem líta á alþýðu- flokksfólk sem höfuðandstæðinga sína. Mitt mat er að undir stjórn Al- þýðuflokksins síðustu tvö kjörtíma- bil og seinnihluta þessa hafi verið mikið framfaraskeið í sögu Hafnarfjarðar. Rétt er að vekja athygli á því að eftir síðustu kosn- ingar var ljóst að Alþýðubandalag- ið hafði ekki áhuga á samstarfi við Alþýðuflokkinn, og myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um. Þetta eina ár sem sá meiri- hluti sat, er það ár sem flestir Hafnfirðingar vildu gleyma, því aldrei í sögu bæjarins ríkti annað eins dugleysi og svartnætti við stjórnun bæjarins. Þessir aðilar sem tóku þá að sér að stjórna bænum, höfðu engan dug til að stjórna. Innan þess meirihluta voru aðilar sem voru í taumlausu of- stæki á kafi í því að kæra og reyna Árni Hjörleifsson Gœðavara Gjafavdia — matai og kaffíslell. Allir verðflokkar. ^ ^iug/^X\\AV, VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gidnni Versate. að sverta störf alþýðuflokks- manna. Svo langt gekk að þeir voru jafnvel farnir að kæra sína eigin starfsmenn. Þessi aðför var auðvitað dæmd marklaus. Það hefði svo sem verið í lagi að þeir ófrægðu bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins, hins vegar var það öllu verra, að með atferli sínu voru þeir stöðugt að sverta ímynd Hafn- arfjarðar, en það eiga Hafnfirðing- ar ekki skilið. Það fór svo að lokum að tveimur af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins ofbauð ástandið og tóku upp samstarf við alþýðuflokks- menn. í samstarfi þar sem aðilar eru úr tveimur stjórnmálaflokkum má vera ljóst að í einhverjum mál- um skarast sjónarmið, og er það hinn eðlilegasti hlutur. Með mál- efnasamningi gera menn því með sér samkomulag sem báðir aðilar eru sáttir við, og við slíkt sam- komulag eiga aðilar að standa. Ég tel að þetta samstarf hafi byggst á dugnaði og gagnkvæmu trausti á milli aðila og því hefur náðst mikill árangur á ýmsum sviðum á aðeins tveimur og hálfi ári. Rétt er að draga athygli að því að rekstrargjöld sem hlutfall af skatt- tekjum voru tæp 95% árið 1994, árið 1995 náðist að koma því niður í 78% og á miðju ári 1996 niður í 65%, en endaði í 68% vegna yfir- töku grunnskólans. Þessi góði árangur hefur vakið athygli margra og þó sérstaklega meðal sveitarstjórnarmanna um allt land. Þessi árangur er sérstaklega ánægjulegur þar sem ekki hefur verið um þjónustuminnkun að ræða. Jafnhliða þessu hefur tekist að standa við flest stefnuatriði meirihlutans. Þar má nefna að tek- in hefur verið í notkun glæsileg skólaskrifstofa, aukið hefur verið við húsnæði grunnskólanna, nýr glæsilegur tónlistarskóli tekinn í notkun, og nýtt dagheimli verður tekið í notkun um næstu áramót. Auk þessa hefur tekist að greiða niður skuldir og margt fleira. Það er því fráleitt í mínum huga að slíta eigi þessu samstarfi nú þegar aðeins hálft ár er til kosninga, því það er augljóst að þessi meirihluti er að gera góða hluti sem mun skila Hafnfirðingum betri og bjart- ari framtíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Síminn eða þjóðin LENGI hef ég verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn væri það afl sem myndi leiða þjóð- ina í gegnum hvað sem á dynur. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir um ári, þar sem ég sagði að forsætisráð- herra ætti að bera ábyrgð á ráðherrum sínum og sérstaklega ráðherrum úr sínum eigin flokki. Þann 31. október kallar verk- stjóri ríkisstjórnar- innar Halldór Blöndal inn á teppi, sem þýðir á góðri íslensku „að vera tekinn á beinið“, Halldóri ætti að vera ljóst að í góðum lýð- ræðisríkjum þykir það almenn kurteisi að segja af sér ef ráðherrar gera mistök, sérstaklega þegar menn hafa koma fram með þvermóðsku og hroka. Nú virðist vera að þessi Það er einlæg von mín, segir Einar Bragason, að ráðamenn þessarar þjóðar sjái sér fært að fara ofan í kjölinn á þeim málum er hrjáð hafa innviði Pósts gamla þjóð hafi sætt sig við hvað sem er, eins og yfirgangur ráð- herra undanfarin tvö ár hefur sýnt. Nú hefur orðið breyting á, alnetið hefur komið því til leiðar að upplýsingar berast hratt milli manna eins og sýnt sig hefur í mótmælunum síðustu daga. Hall- dór Blöndal yfirmaður P&S hefur séð sig tilneyddan til þess að lúta vilja þeirra íbúa sem byggja þetta land. Nú er það staðreynd að P&S, þ.e.a.s þjóðin, hefur fengið að gjöf frá sjóðum Atlantshafs- bandalagsins þann títtnefnda ljós- leiðara er P&S hefur notað sér til gjaldskrárhækkunar, að sjálf- sögðu hefur P&S (þjóðin) þurft að borga tengibúnaðinn og þann tæknibúnað sem við á. Þar sem ég rek Internetþjónustu úti á landi þekki ég betur en flestir það órétt- læti er Internetþjónustur og al- mennir símanotendur hafa þurft að búa við. Nú er það svo eftir áralanga baráttu að landið er orð- ið eitt gjaldsvæði sem ber að fagna. Nú spyr ég. Er þá ekki mál að við landsbyggðarmenn er rekum Internetþjón- ustu og höfum verið frumkvöðlar í netvæð- ingu landsins fáum að sitja að sanngjörnum kjörum í burðarlínum, eða sömu gjöldum og Internetþjónustur er reknar eru í Reykja- vík? Oft er það svo að frumkvöðlarnir eru kaffærðir í krafti íjár- magns og aðgangs að auglýsingamarkaði. P&S hefur einnig tekið þátt í þessum leik eins og auglýsing- ar undanfarna daga hafa sýnt. P&S á ekki að taka þátt í þessum leik, ef P&S tekur þátt í leiknum er það óheiðar- legur leikur, sem sagt hagar sér eins og sölumaður er kemur og selur sælgæti til kaupmanns á heildsöluverði og stendur síðan við framdyrnar seljandi sælgætið á lægra verði. Internet á íslandi (Int- ís) hefur frá upphafi sýnt sig í að vera sanngjarnt og stuðlað að framgangi Internet á íslandi. Þess- ir menn er rekið hafa Intís, hafa gert það að litlum efnum og við lítinn skilning ráðamanna, þó er fyrirtækið í eigu þjóðarinnar eins og P&S. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. P&S hefur lagt sig fram við að standa í vegi þróunar og uppgangs Intís eins og okur- reikningar á burðariínum til Intís sýna. Enn í dag sér ekki fyrir end- ann á þessari misbeitingu! Enda telur starfsfólk innan P&S með ráðherra í broddi fylkingar að það sé að reka sitt eigið fyrirtæki og geti komist upp með hvað sem er, á kostnað skattgreiðenda. Þetta sést best á dómum samkeppni- stofnunar enda eru þeir orðnir allt að tíu á undanförnum mánuðum. Á þessu má sjá að eitthvað aivar- legt er að hjá yfirstjórn P&S og þá sérstaklega hjá ráðherra Hali- dóri Blöndal. Það er mál að ráðherranum verði fundinn annar starfi. Það er einlæg von mín að ráðamenn þessarar þjóðar sjái sér fært að fara ofaní kjölinn á þeim málum er hijáð hafa innviði Pósts og síma. Virð- ingarfyllst. Höfundur er kerfisstjóri Internetþjónustunnar Smart Nets. Einar Bragason LEIKURINN THE GAME ..V- .bi ... a 9 xO c ■o \ * «> w. y°*‘ EEIKURINN UM LEIKINN í Morgunblaðinu fimmtudag 27. nóvember. w— r 7 71 HÁSKÓLABÍÓ REGNBOGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.