Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hvalaskoðun Nýr mark- hdpur sem annars kæmi ekki ALLS tóku 20.540 manns þátt í hvalaskoðunarferðum hér við land á liðnu sumri. Árið áður fóru um 9.700 manns í hvalaskoðun og 1995 um 2.200 manns. Nú bjóða þrettán aðil- ar á landinu öllu upp á hvalaskoðun- arferðir en fyrsta árið voru þeir að- eins þrír. Þetta kom fram á blaða- mannafundi Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík í gær, en þar var kynnt skýrsla Ásbjörns Björgvinssonar, framkvæmdastjóra miðstöðvarinn- ar, um hvalaskoðun á íslandi 1997 og úttekt Bjarnheiðar Hallsdóttur ferðamálafræðings á efnahagslegu gildi hvalaskoðunar á Islandi. Fram kom að með hvalaskoðun- arferðunum væri kominn nýr mark- hópur ferðamanna, sem annars myndu ekki koma hingað til lands, þ.e. þeir sem gagngert koma til ís- lands til þess að skoða hvali. Ásbjöm sagði að taka þyrfti efna- hagslega og pólitískt á spurning- unni um hvort hefja ætti hvalveiðar að nýju. „Það gengur aldrei upp að sýna hval á stjórnborða og skjóta hann á bakborða," sagði hann. ------»4------ Hlýtt fram yfir helgi SPÁÐ er áframhaldandi hlýindum fram að næstu helgi og jafnvel fram yfir hana, að sögn Eyjólfs Þor- bjömssonar, veðurfræðings. Mikil og stór lægð suður af landinu beini hlýju lofti til landsins, en norðan af landinu, milli Jan Mayen og Sval- barða, er háþrýstisvæði sem kemur í veg fyrir að lægðir gangi yfir land- ið. „Þetta er þriðja vikan sem þetta er svona. Á meðan þetta ástand rík- ir emm við hérna í mildu lofti. Þetta kemur alltaf upp öðm hverju, en af því að nú er vetur og ætti kannski frekar að vera kalt og snjór tekur maður eftir þessu,“ sagði Eyjólfur. Aðspurður hvort nóvember færi á spjöld sögunnar vegna hlýinda sagði Eyjólfur það ekki útilokað. FRÉTTIR Viðskipta- og iðnaðarráðherra Skagafjörður ákjósanlegur fyrir olíuhreinsunarstöð Ganga um tuttugu km á dag FERÐ Suðurskautsfaranna Ólafs Arnar Haraldssonar, Haraldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar hefur gengið vel, að því er fram kom þegar þeir töluðu heim í talstöð í gegnum farsíma í Patriot Hills á Suðurskautslandinu aðfaranótt sunnudags. Þeir gengu af stað 12. þessa mánaðar. A laugardagskvöld höfðu þeir lagt 180 km að baki og ganga nú um 20 km á dag. Aðstæður hafa verið erfiðar, frost 20-25 stig, stöðugur mótvindur allt að 8 vindstig og miklir skaflar. Heilsa þremenninganna og líðan er hins vegar mjög góð og allur búnaður í lagi. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á Suðurskautslandinu fyrir helgina, eru þeir að huga að búnaði sínum í upphafi ferðar. Þeir Ólafur Örn, Haraldur Örn og Ingþór báðu í samtalinu fyrir bestu kveðjur heim. FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segist telja að Skagafjörður sé besti staðurinn fyrir olíuhreinsunarstöð hér á landi, en bandarísk-rússneska fyrirtækið M.D. Seis hefur lýst áhuga á að reisa slíka stöð hér. Verið er að vinna að forhagkvæmisathugun og verður hún tilbúin í janúar nk. Iðnaðarráðherra sagði eðlilegt að olíuhreinsunarstöðinni yrði gert að uppfylla stöngustu mengunarvamar- kröfur sem Evrópusambandið gerir til slíkra stöðva. Finnur sagði að ástæðan fyrir áhuga á að staðsetja olíuhreinsunar- stöð á Islandi stafaði af því að til landsins væri stutt og greið leið frá nýjum olíulindum í Barentshafi. Lega Islands skapaði markað fyrir dísilolíu í Evrópu og markaði fyrir bensín í Bandaríkjunum. Á íslandi væru góð hafnarskilyrði fyrir stór tankskip og möguleiki á hagstæðum orkukaupasamningi. Olíuhreinsunar- stöð væri hins vegar ekki orkufrekt fyrirtæki. Stöð sem ynni úr einn milljón tonna á ári þyrfti 44 GWst. Finnur sagði á aðalfundi mið- stjómar Framsóknarflokksins um helgina að forsvarsmenn M.D. Seis væru jákvæðir fyrir því að staðsetja olíuhreinsunarstöðina á landsbyggð- inni. Hann sagði að í sínum huga væri Skagafjörður langákjósanleg- asti staðurinn ef áform um byggingu olíuhreinsunarstöðvar hér á landi gengju eftir. Þar væru góðar iðnað- arlóðir til staðar og möguleiki á góðri og sérstaklega djúpri höfn. Helmingur telur starf erlendis líklegt HELMINGUR stúdenta við Háskólann telur líklegt að eftir nám taki við starf erlendis, samkvæmt könnun sem Stúd- entaráð lét gera. Þegar þeir, sem töldu ólík- legt að þeir myndu starfa er- lendis, vom spurðir hvort sú af- staða mundi breytast byðust hærri laun kvaðst helmingur þeirra telja líklegt að vinnunni erlendis yrði tekið. Greint er frá könnuninni í Stúdentablaðinu sem kemur út í þessari viku. Þar er hún túlk- uð þannig að rúmlega 70% há- skólastúdenta telji líklegt að þeir muni starfa erlendis að há- skólanámi loknu og að land- flótti ungs fólks sé því yfirvof- andi. Deilur enn uppi vegna umsóknar um atvinnuleyfí fyrir Rúmena Ráðuneytið boðar hags- munaaðila til fundar í dag ÁGREININGUR er enn uppi milli Norðuráls og eins undirverktaka þess við álversframkvæmdimar á Gmndartanga, annars vegar og Samtaka iðnaðarins og iðnaðar- mannafélaga hins vegar um mann- aflaþörf við byggingu álversins á Grundartanga. Félagsmálaráðu- neytið hafnaði fyrir nokkm beiðni Norðuráls um dvalar- og atvinnu- leyfi fyrir um 60 málmiðnaðar- menn frá Rúmeníu, sem áttu að reisa hreinsivirki við álverið. Beiðnin hefur verið endumýjuð og er nú sótt um atvinnu- og dvalar- leyfi fyrir 25 rúmenska starfs- menn, sem em sérhæfðir í upp- setningu reykhreinsibúnaðar, sem undirverktakinn ABB hefur selt Norðuráli. í umsókninni er einnig sótt um leyfi til að flytja inn fleiri starfs- menn síðar, þannig að samanlagður fjöldi þeirra geti verið um 50 þegar framkvæmdir standa sem hæst. Félagsmálaráðuneytið hefur boðað fulltrúa Samtaka iðnaðarins, iðnaðarmannafélaga og Norðuráls til fundar í ráðuneytinu í dag vegna þessa máls. Óttast að tafir verði á gangsetningu álversins Þórður S. Óskarsson, starfs- mannastjóri Norðuráls, segir stjómendur fyrirtækisins hafa áhyggjur af því að skortur á sér- hæfðum mannskap leiði til þess að tafir verði á framkvæmdum í vetur sem leitt geti til þess að álverið verði ekki gangsett á tilsettum tíma. Gengið hefur verið út frá að starfsemi í álverinu geti hafist í júní á næsta ári. Þórður segir því aðeins sex mán- uði til stefnu og framkvæmdir verði að ganga af miklum hraða. Þörf sé á miklum mannafla við verk sem úthlutað sé til verktaka og því talsverð óvissa uppi um hvort takist að útvega þann mann- skap sem til þurfi. Vinna við upp- setningu á hreinsivirkinu við álver- ið á að hefjast í næsta mánuði og er ráðgert að verkinu ljúki í vor. Aðeins verið leitað til eins íslensks fyrirtækis „Aðalatriði málsins er að það bendir ekkert til annars en að ís- lensk fyrirtæki geti tekið þetta að sér,“ segir Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnað- arins. Ingólfur segir málið ekki snúast um hvort skortur sé á ís- lenskum starfsmönnum til að byggja hreinsivirkið heldur sé aðalatriðið það hvort íslensk fyrir- tækjum er treyst til að standa við verksamninga og ábyrgðir sem þeim fylgir. Umrætt verk hefur ekki verið boðið út hér innanlands. „Mér er aðeins kunnugt um að leitað hafi verið til eins íslensks fyrirtækis vegna þessa verkefnis og veit ekki til þess að öðrum hafi verið kynnt þetta verk,“ segir Ingólfur. Hann segir að íslensk fyrirtæki, sem séu reiðubúin að gera verk- samninga, geri það á eigin ábyrgð og þau útvegi þann mannafla sem til þurfi til að vinna þessi verk. Þau standi og falli með þeim verkum sem þau taka að sér. Hvort sem fyrirtækin geti ráðið við þetta ein og sér eða þurfi að leita í aðra landshluta eða jafnvel út fyrir landsteinana til að útvega starfs- menn, þá sé það þeirra höfuðverk- ur. „Það fer mest í taugarnar á okkur að okkur finnst skína í gegn vantraust á íslenskum fyrirtækjum og að þau geti ekki axlað þá ábyrgð sem fylgir því að manna verkefni sem þau taka að sér,“ segir hann. Leyfi til hunda- halds hækkar NÝ gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík tekur gildi um næstu áramót og felur hún í sér 16-17% hækkun frá núverandi gjaldskrá. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sam- þykkti hækkunina á fundi sínum síðastliðinn fóstudag. BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um hugmyndir Alfreðs Nóbels um æskilega Nóbelsverðlaunahafa, kynningarviðtöl við rithöfunda og umsagnir um nýjustu bækurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.