Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um Byggðastofnun Lánveitingum hug’sanlega hætt ÞAÐ er ekkert fiðlugaul, heldur dillandi harmonikkuleikur á meðan okkar Róm brennur . . . Opinberir starfsmenn geta valið sér nýtt lífeyriskerfi Fertugir og yngri hafa hag af því að færa sig HAUKUR Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, segir að almennt megi segja að fólk sem er innan við fertugt hafi hag af því að færa sig úr B-deild sjóðsins yfir í A-deild. Hagur þeirra sem séu á miðjum aldri af því að færa sig yfir sé óviss, en þeir sem séu ógiftir hafi þó frekar hag af þvi að færa sig. Fyrir þá sem séu komnir yfir sextugt sé almennt betra að vera áfram í B-deildinni. Tími sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til að færa sig yfír í nýtt lífeyriskerfi, A-deild, er að renna út, en taka verður ákvörðun um flutning fyrir 1. desember. Áhugi á að flytja sig yfir hefur verið frekar lítill fram að þessu, en undanfama daga hafa margir komið á skrifstofu LSR til að leita sér ráðgjafar. Hauk- ur segist reikna með örtröð síðustu dagana. Iðgjaldagreiðslur breytast Sjóðsfélagar í A-deild greiða ið- gjald alla starfsævina, en sjóðsfélag- ar í B-deild greiða einungis iðgjald af föstum launum fyrir dagvinnu, persónuuppbót, orlofsuppbót og vaktavinnuálagi. Þegar sjóðfélagi í B-deild hefur greitt iðgjald í 32 ár eða þegar samanlagður aldur sjóðs- félagans og starfsaldur ná 95 árum þarf hann ekki að greiða iðgjald leng- ur. Sjóðsfélagar í A-deild greiða því að jafnaði meira af launum sínum í iðgjald til sjóðsins. Sjóðsfélagar í A-deild ávinna sér lífeyrisrétt af heildarlaunum. Sá rétt- ur er að hluta til borinn uppi með 4% iðgjaldi sjóðsfélagans og að hluta til með 11,5% iðgjaldi launagreiðand- ans. Almennt má því segja að þeim mun meiri yfirvinnugreiðslur eða aðrar launagreiðslur umfram föst dagvinnulaun sem sjóðsfélagi hefur, þeim mun hagstæðara verður fyrir hann að öðru jöfnu að færa sig yfir í A-deildina. Eldri félagar hafa almennt hag af því vera áfram í B-deild Réttur til lífeyristöku hjá A-deild er miðaður við 65 ára aldur. Sjóðfé- lagar geta þó hafið töku lífeyris sex- tugir eða seinkað því til sjötugs, en það hefur áhrif á lífeyrinn. Hjá B- deildinni eiga sjóðsfélagar almennt rétt á að heija töku lífeyris við 65 ára aldur. Hafi sjóðsfélagar náð svo- kallaðri 95 ára reglu geta þeir þó farið fyrr á lífeyri en þó ekki fyrir 60 ára aldur. Reglur eins og þær sem eru hjá A-deildinni um skerðingu eða hækkun lífeyris, ef töku hans er flýtt eða seinkað, gilda ekki hjá B-deild sjóðsins. Því má almennt segja að sjóðsfélagar, sem hyggjast nýta sér rétt samkvæmt 95 ára reglunni og fara á lífeyri fyrir 65 ára aldur, hafi fremur hag af því að vera í B-deild- inni. Þeir sem munu hins vegar vinna lengur eða allt til 70 ára aldurs hafa hins vegar að öðru jöfnu fremur hag af því að flytja sig í A-deildina. Við útreikning réttinda hjá A-deild er tekið mið af launum sjóðsfélagans allan þann tíma sem hann hefur greitt iðgjald til deildarinnar. Hjá B-deildinni er áunninn lífeyrisréttur reiknaður út frá lokalaunum. Eftir því sem meiri munur er á lokalaunum og meðallaunum sem ætla má að greitt verði af til hvorrar deildar um sig, þeim mun hagstæðara verður að öðru jöfnu fyrir sjóðsfélaga að vera áfram í B-deildinni. Breyting á maka- og örorkulífeyri Örorkulífeyrisréttur er mun betri hjá A-deild en B-deild. Barnalífeyrir er sömuleiðis hærri í A-deild auk þess sem hann er greiddur lengur en barnalífeyrir í B-deild. Makalíf- eyrisréttur er hins vegar almennt hagstæðari hjá B-deildinni. Kemur það ekki síst fram í því að makalíf- eyrir er greiddur ævilangt í B-deild sjóðsins, en meginreglan er að maka- lífeyrir er greiddur út tímabundið hjá A-deildinni. Munur á reglum deild- anna um makalífeyri er með þeim hætti að makalífeyrir getur þó orðið talsvert hærri úr A-deildinni ef eftir- lifandi maki er ungur við fráfall sjóðsfélaga, en lífeyririnn er eftir sem áður greiddur í takmarkaðan tíma. Sjóðsfélagi sem flytur sig yfir í A-deildina getur ekki flutt sig aftur í B-deild. Áunninn réttur þeirra sem flytja sig úr B-deild í A-deild verður varðveittur í B-deild, en flyst ekki jrfir í A-deild. OLYMPUS V1YMDAVÉLAR. Ky, — _ _ rt/f'ir staö oa stoma/ OLYMPUS mju II - 35mm alsjálfvirk, margverðlaunuð og vönduð vél. HÉR FÆRÐ PÚ MIKIÐ FYRIR PENINGINN ! - Stafrænar myndavélar - ENGIN FILMA - 1- 6 MB diskur 30-120 myndir Fyrir Mac og PC OLYMPUS mju ZOOM 70 - 115mm Svart / Ch. Gold. , (ZOOM vélar frá kr. 11.900.- stgr. )' HLJÓMCO Fákafen 11 Sími 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Markaðssetning á Netinu Aðgangur að upplýsingum forréttindi Einar Örn Sigurdórsson EINAR Öm Sigurdórs- son hlaut nýlega verð- laun fyrir grafíska hönnun í samkeppni á vegum tímaritsins Graphic Design: USA. Nefnast þau „Americ- an Graphic Design Awards 97“ og voru veitt fyrir hönn- un á vefsíðum fyrirtækisins Allen & Gerritsen. Myndir af verkefnunum sem verð- launuð voru munu birtast í desemberhefti tímaritsins. - Hvernig stóð á því að þú ílentist ytra? „Möguleikarnir á starfi eru miklu meiri, gróskan á Nýja-Englandssvæðinu er mikil og auglýsingaheimur- inn þar byggir á sterkri hefð. Ég vildi líka prófa eitthvað ólíkt hasarnum sem er á markaðinum hérlendis, þar sem fjármagnið er minna og styttri tími til þess að framkvæma hlutina." - Hver er menntun þinni hátt- að? „Ég lærði markaðsboðskipta- fræði sem fjallar um auglýsingar, markpóst, almannatengsl og fleira; öll samskipti markaðs- setjara við almenning. Ég er að reyna að samþætta þessa þekk- ingu Netinu, hvemig nýjar leiðir opnast með tilkomu þess. Það er til dæmis hægt að setja upp vef með auglýsingum og upplýsingum um vöru hjá fyrirtæki sem getur komið í staðinn fyrir hinn mann- lega þátt. Vefur sem sameinar ýmsa gagnagrunna fyrirtækisins getur til dæmis séð um birgðabók- hald, sem tengt er við framleiðsl- una, svo sala á vörum og þjónustu gengur sjálfvirkt fyrir sig.“ - Hvað geta fyrirtæki sparað sér marga starfsmenn með þessu móti? „Islensk fyrirtæki á útflutnings- markaði geta með slíkri samteng- ingu náð út um allan heim, sem auðvitað er alger bylting. Bolmagn fyrirtækisins þarf ekki að endur- speglast í fjölda starfsmanna, sem geta verið færri en ella vegna nýrrar tækni. Það er erfitt að segja hversu mikið færri því þörfin á annars konar starfsmönnum kem- ur til mótvægis. Einhver þarf auð- vitað að skrifa forritin og viðhalda kerfunum.“ - Hefur tilkoma Netsins breytt auglýsingamarkaðinum? „Fyrirtæki á borð við Microsoft, Netscape og IBM eru farin að eyða 50% af auglýsingapeningun- um sínum í auglýsingar á Netinu, til dæmis hjá stórum aðilum eins og Yahoo! Það hefur ekki leitt til þess að þau auglýsi minna annars staðar því þau leggja bara út í meiri auglýsingakostn- að. Minni fyrirtæki hafa að vísu sum dregið úr auglýsingum í dagblöð- um og tímaritum fyrir vikið. Sum fyrirtæki byggja viðskipti sín síðan alfarið á Netinu, eins og til dæmis stærsta bókabúð í heimi amaz- on.com sem byijaði í bílskúr og er nú með milljón bókatitla á skrá.“ - Hvaða hópar eru á Netinu í Bandaríkjunum? „Árið 1994 var hlutfall kvenna 5%, í dag eru þær næstum því jafnmargar körlunum. Aldurs- dreifingin er líka jafnari. Á hinn bóginn eru flestir notendur úr millistétt og talað um það að með tilkomu Netsins hafí bilið milli stétta aukist enn meira. Aðgangur að upplýsingum telst til forrétt- inda.“ - Þú varst í námi í stjómmála- ► Einar Örn Sigurdórsson fæddist á Selfossi árið 1965. Hann er sjálfmenntaður í graf- ískri hönnun og starfaði sem grafískur hönnuður í lausa- mennsku til ársins 1993. Sama ár lauk hann BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla íslands og MA-prófi í auglýsinga- og markaðsfræðum í Emerson College í Boston ánð 1995. Síð- an þá hefur Einar Örn kennt hönnun og markaðssetningu á Netinu við Emerson College og víðar í grennd við Boston og var ráðinn hönnunarstjóri hjá Allen & Gerritsen í apríl í fyrra. Þar sér hann um hönnun markaðs- efnis, auglýsinga og vefgerð fyrir fjárfestingabankann State Street, gagnagrunnshugbúnað- arfyrirtækið Sybase og fyrir- tæki í efnagreiningartækni sem nefnist Waters. Sambýliskona hans er Brynhildur Davíðsdóttir visthagfræðingur. fræði. Hvemig fer sú þekking saman við hönnun auglýsinga og framsetningu á upplýsingum? „Kenningarnar í stjórnmála- og félagsfræði kenndu mér gagnrýna hugsun og að sjá heiminn frá öðru sjónarhomi. Hið sama gerir maður í hönnuninni og ég held að bak- grunnur minn leiði til þess að ég skeri mig frekar úr hópnum ytra. Hönnun er í raun bara niðurbrot á því sem maður skynjar í kringum sig. Ég reyni alltaf að sjá eitthvað nýtt og svara nemendum mínum, þegar þeir spyija hvar maður eigi að leita að innblæstri; með því að sjá og heyra eins mikið og þeir geta, bíómyndir, bækur blöð. Einnig bendi ég þeim á að fara ekki alltaf sömu leið í skólann, þannig sér maður ekk- ert nýtt. Hönnun byggir á vissum grundvallar- reglum og þegar maður er búinn að tileinka sér þær er um að gera að bijóta þær.“ - Hvað ertu að vinna fyrir Elite-fyrirsætuskrifstofuna? „Ég er að vinna verkefni fyrir litla deild með frægu fólki innan Elite þar sem eru á skrá 25 fyrir- sætur, til dæmis Nastassja Kinski, Brooke_ Shields og Drew Barry- more. Ég er að búa til lítinn kassa með upplýsingum um þetta fólk sem sendur verður tilteknum markhópi." - Þú ert hér heima í fríi, fær maður nokkuð sumarfrí íAmeríku? „Maður fær tólf daga á ári, einn dag fyrir hvern unninn mánuð. Þetta er örlítið öðruvísi í Banda- ríkjunum." Hönnun á aö brjóta grund- vallarreglur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.