Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 13 JÓSAVIN Arason, bóndi í Arnarnesi, og Þórður Halldórsson, sem kosinn var formaður fagráðs í lífrænni ræktun, ræða saman. k', : PÉTUR Þórarinsson, prestur í Laufási, og Brynjólfur Sand- holt, fyrrverandi yfirdýralæknir, voru á meðal frummælenda á fundinum. Mörg vandamál í lífrænni ræktun eru enn óleyst Bændur stofna tíu manna fagráð Arnarneshreppi. Morgunblaðið. MÁLÞING um lífræna ræktun var haldið á Akureyri í tilefni af því að bændur í VOR, Félagi framleið- enda í Iífrænum búskap, höfðu stofnað tíu manna fagráð. Fulltrú- ar þess eru frá landbúnaðarráðu- neytinu, bændasamtökunum, bænda- og garðyrkjuskólunum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins auk fjögurra bænda úr greininni. Formaður ráðsins er Þórður Hall- dórsson, Akri, Biskupstungum. í framsöguerindum átta ræðu- manna, flestra fulltrúa í fagráðinu, er lífrænn landbúnaður veruleiki en framleiðendur þurfa að horfa upp á mörg vandamál sem enn á eftir að leysa eða ráða fram úr. Til að fá viðurkennda lífræna fram- leiðslu þarf vottun sem hið opin- bera tekur engan þátt í. Vottunar- stofurnar tvær virðast starfa á veikum fjárhagsgrundvelli en bændur í lífrænni ræktun eru að- eins um 30 talsins og löggilding vottunarstofanna er mjög kostnað- arsöm. Rannsóknir hér á landi á nytja- plöntum, sem ræktaðar eru án til- búins áburðar og notast sem fóður og/eða áburður, eru skammt á veg komnar. Langtímarannsóknir eru forsenda fyrir lífrænni ræktun. Markaðsmál þurfa að þróast og má vænta aukinnar eftirspurnar hér á landi miðað við þær viðtökur sem þessar afurðir hafa notið hér. Fordómum um möguleika og tilvist á ræktun og búfjárhaldi með líf- rænum og sjálfbærum aðferðum þarf að eyða. Lífrænn landbúnaður er lífsstefna Hér á landi eru menntunarmögu- leikar nokkuð góðir, bændasamtök- in hafa duglegan og hæfan ráðu- naut í sinni þjónustu. Garðyrkju- skólinn og Bændaskólinn á Hvann- eyri eru með lífræna ræktun sem valgrein þar sem ítarlega er fjallað um efnið, t.d. á Hvanneyri eru kenndar 52 kennslustundir sem gefa tvær einingar í heildamáminu. Hver sá sem stundar lífrænan búskap þarf að vera til fyrirmynd- ar og trúverðugur, hann þarf að sá kærleika og mun þá uppSkera kærleika. Þetta var innlegg í um- ræður á málþinginu og að lífrænn landbúnaður er ekki aðeins búgrein heldur lífsstefna. Þijú ný fjós í sömu sveit Dalvík. Morgunblaðið. Á ÞREMUR bæjum í Svarfaðar- dal hafa nýlega verið tekin í notkun ný fjós og af því tilefni þótti bændum ástæða til að gefa almenningi kost á að kynna sér þessa hlið mjólkurframleiðsl- unnar. Það heyrir einnig til tíð- inda að á sama tíma séu tekin í notkun þrjú ný fjós í sömu sveit, en þau eru á Sökku, Hofi og Hofsá. Framkvæmdir á Sökku hófust 1. júní 1996, en þakinu var lokað 18. nóvmeber sama ár og fjósið gert fokhelt í framhaldi af því. Vinna innanhúss stóð yfir allan veturinn og í sumar og nú er verið að leggja lokahönd á frá- gang. Geldneyti voru sett í fjósið fyrir nokkru og stefnt að því að mjókurkýrnar verði fluttar í lok vikunnar. í fjósinu sem er lausagöngu- fjós, verða 35 n\jólkurkýr, 40 geldneyti og 20 kálfar. Greiðslu- mark er rúmlega 151 þúsund lítrar af n\jólk. Kostnaður við bygginguna er samtals 15 millj- ónir. Bændur á Sökku eru Gunn- steinn Þorgilsson og Dagbjört Jónsdóttir. Uppsteypa tók tvo mánuði Á Hofi er um viðbyggingu að ræða við fjós frá árinu 1955 fyr- ir 28 kýr. Byggt var haughús, sem var orðið lélegt og of lítið, 6 básar og geldneytapláss sem var ekkert fyrir. Framkvæmdir hófust 10. júní í sumar og fyrsta steypa var 18. sama mánaðar og var henni lokið 14. ágúst þannig að uppsteypa hússins tók því aðeins tvo mánuði. Jafnframt nýbyggingunni fóru fram endur- bætur á gamla fjósinu. Kostnaður við nýja fjósið, sem er 6 básar og lausaganga er um 7,5 milljónir. Gripir voru fluttir í lausagönguna fyrr í þessum mánuði en nokkru áður höfðu kýrnar verið settar á básana í nýja fjósinu. Á Hofi eru 34 n\jólk- urkýr, 15 geldneyti og 21 kálfur en greiðslumarkið er rúmlega 103 þúsund lítrar af n\jólk. Abú- endur eru Stefán Jónsson og Filippía Jónsdóttir. 350 lítrar af málningu Á Hofsá hófust framkvæmdir við lausagöngufjós um miðjan maí á liðnu ári og var unnið við uppsteypu byggingarinnar um sumarið og fram í vetrarbyijun en byggingin var fokheld upp úr miðjum nóvember. Þá hófst innivinna og má geta þess að verið var að mála fram undir það að flutt var í fjósið, en alls voru notaðir 350 lítrar af máln- ingu. Geldneyti voru tekin í fjósið viku af október og mjólkurkýrn- ar nokkru síðar. I fjósinu cru 34 mjólkurkýr, 43 geldneyti og 40 kálfar. I fjósinu eru 58 básar. Greiðslumark er rúmlega 147 þúsund lítrar af mjólk. Kostnað- ur nemur um 17,5 mil^ónum króna. Bændur á Hofsá eru Trausti Þórisson og Ásdís Gísla- dóttir, Heiðbjört Jónsdóttir og Gísli Þorleifsson. Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN heiti ég Ólafsson, gæti forseti bæjarsljórnar Dalvík- ur verið að upplýsa kýrnar á Hofsá í Svarfaðardal um, en þar á Sökku og Hofi voru opin fjós um helgina. ÁBÚENDUR á Sökku, Dagbjört Jónsdóttir og Gunnsteinn Þorgilsson, í mjaltabásnum í nýja fjósinu. Gengið í skrokk á manni GENGIÐ var í skrokk á manni í miðbæ Akureyrar um helgina, en áður hafði árásarmaðurinn dregið hann með sér inn í húsagarð. Árás- armaðurinn gaf sér góðan tíma til að koma gleraugum sínum á góðan stað áður en hann gekk til verks og er óvíst hvernig hefði farið ef vegfarandi hefði ekki orðið árásar- innar var og látið lögreglu vita. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur hálfmeðvitundarlaus á sjúkrahús, mikið bólginn og skrám- aður, en mun ekki hafa hlotið alvar- lega áverka. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að veita manninum ærlega ráðningu og ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Bað hann lögreglu eftir yfírheyrslu að sækja gleraugu sín og vísaði á þau í garðinum. Maður- inn hefur oft komið við sögu lög- reglunnar á Akureyri áður. Prests- hjónin kvödd Björk, Mývatnssveit. Morgunblaðið. MÝVETNINGAR kvöddu séra Örn Friðriksson og eiginkonu háns, Álfhildi Sigurðardóttur, með veglegu hófi í Skjól- brekku laugardaginn 22. nóv- ember. Séra Örn er búinn að þjóna hér í sveitinni í 43 ár, kom árið 1954. Stjórnandi og kynnir á sam- komunni var Jón Árni Sigfús- son sem bauð gesti velkomna og alveg sérstaklega heiðurs- hjónin. Dagskráin var ijöl- breytt. Anna Skarphéðins- dóttir las kvæðið Mývatnssveit eftir Jón Þorsteinsson, skáld frá Arnarvatni. Þráinn Þóris- son, fyrrverandi skólastjóri, ávarpaði prestshjónin og af- henti þeim gjöf frá Mývetn- ingum, það var fagurlega gert listaverk eftir Sigurð Þórólfs- son og táknar Mývatnselda. Hulda Harðardóttir færði séra Erni og Álfhildi fagurlega skreytta blómakörfu frá sveit- arstjórn Skútustaðahrepps. Aðrir sem kvöddu sér hljóðs og minntust prestshjónanna með hlýhug og þakklæti voru Guðrún Jakobsdóttir, Helgi Jónasson, Hjörleifur Sigurðs- son og Þorgrímur Starri Björgvinsson. Söngur og veitingar Þá var almennur söngur, stjórnendur Jón Árni Sigfús- son og Þráinn Þórisson, ein- söngur og tvísöngur Steinþór Þráinssonj Margrét Sigurðar- dóttir og Ásmundur Kristjáns- son. Undirleikarar voru Guð- rún Erla Guðmundsdóttir og Örn Friðriksson. Tónlistar- kennarar frá Ungverjalandi, hjón sem nú kenna á Húsavík og í Mývantssveit, léku saman á horn og píanó. Síðast talaði séra Örn og kvaddi sóknar- börn sín. Að lokum var sungið Fjalladrottning móðir mín og Blessuð sértu sveitin mín. Öll- um viðstöddum var boðið upp á rausnarlegar veitingar. Mý- vetningar senda þeim hjónun- um bestu þakkir fyrir liðin ár og óskir um bjarta framtíð. Fjölmenni var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.