Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 38
^ 38 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSENDAR GREINAR_ Verðmæti þjóðarinnar DJARFIR framkvæmdamenn hafa í tímans rás haft mikla forsjá, fnimkvæði og af mikilli bjartsýni unnið ötullega að vexti og eflingu sjávarútvegsins, þar sem framtak einstaklingsins er lagt til grund- vallar. Þeir hafa fjárfest, tekið áhættu, ábyrgð, staðið og fallið með henni. Lagt allt sitt undir til atvinnuuppbyggingar til að skapa einstaklingum og fjölskyldum at- vinnu, og þannig haldið uppi at- vinnu í heilum byggðarlögum, af- skekktum sjávarþorpum. Komið því til leiðar að tugir fjölskyldna . hafa getað séð sér farborða og önn- ur viðskipti blómstrað í kjölfarið. Nú er dæminu snúið við og þessir menn gerðir að hinum verstu glæpamönnum. Ósanngjörn og neikvæð umíjöll- un hefur átt sér stað um sjávarút- veg og útgerð. Segja má að um- ræðan einkennist af þröngsýni og fjandskap. Utgerðarmenn eru út- hrópaðir og kallaðir hinum ýmsu nöfnum, sægreifarnir illræmdu, gulikálfarnir, kvótabraskarar, kvótagreifarnir, kvótakóngarnir, milljarðamennirnir og jafnframt . ; alið á hatri í garð útgerðarmanna. " Utgerðarmenn eru bornir þungum sökum hvort heldur er á Alþingi, í dagblöðum, útvarpi og manna á milli og öfgarnar ei-u þvílíkar að athöfnum þeirra er líkt við grimmdarverk Hitlers og Stalíns. Markvisst er grafið undan íslensk- um sjávarútvegi, einstaklings- framtakið brotið niður og þannig reynt að koma í veg fyrir að fram- sækið og duglegt fólk haldist í at- vinnugreininni. Það skiptir Iitlu hvort útgerðarmenn nota laga- heimildir til kvótaframsals í því skyni að hagræða í útgerðinni, styrkja hana með því að breikka grundvöll rekstrarins og leggja gnmn að sérhæfðari og arðsamari veiðum. Kvótakerfíð Tilgangur kvótakerfinu var takmarka sóknina fiskinn og treysta veð banka og sjóða og stýra sókninni í auðlindina. Sú leið sem varð íyrir valinu var að bolfisk- afla var skipt á skip samkvæmt veiði- reynslu síðustu þriggja ára. Þannig var veiðin takmörkuð og skipum fækkað til að ná fram hagræðingu í útgerð- inni. Útgerðin bar kostnað af hagræðing- unni þannig að þeir sem betur stóðu yfirtóku kvóta og skuldbind- ingar þeiiTa sem verst stóðu. Þar með var bæði bönkum og sjóðum bjargað frá gjaldþrotum. Fyrir daga kvótakerfisins var sett á svokallað sóknardagakerfi (skrapdagakerfi). Tilgangurinn var að vernda fiskistofna þar sem ótt- ast var að sóknin væri of mikil. A sama tíma var reynt að setja kvóta á síld og loðnu sem reyndist vel. Þannig þróaðist saga kvótakerfis- ins að farið var að setja kvóta á þorsk og fleiri tegundir. Utgerðin hefur aldrei fengið neitt ókeypis Útvegurinn greiðir núna um 1.400 milljónir í ti-yggingagjöld. Einnig veiðieftirlitsgjald sem renn- ur til rekstrar veiðieftirlits og Fiskistofu. Gjöld eru innheimt af útveginum sem renna til Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins og sam- kvæmt nýjum lögum verður þess- um gjöldum á næstu árum varið í íjármögnun nýs hafrannsóknar- skips. Fiskistofa innheimtir af út- veginum gjald á hvert úthlutað þorskígildistonn og sérstakt gjald á brúttólestir skipa. Útvegurinn greiðir einnig skráningar- gjöld. Svona mætti lengi telja. Allt eru þetta gjöld sem út- gerðin borgar án tillits til afkomu. Tekið miklum framförum Sjávaratvegur á ís- landi nýtur mikillar virðingar erlendis og stjórnkerfið talið það besta í heimi. Hann hefur stundað þróunar- starf, fjárfest í mennt- un og fagþekkingu. Honum hefur tekist að styrkja stöðu sína með því að hagræða, auka fullvinnslu sjávarfangs, með markaðssetningu á verðmætari vöra og sókn í nýjar tegundir. Út- gerðin hefur fært út kvíarnar með því að kaupa erlend sjávarútvegs- fyrirtæki og öðlast þannig veiði- heimildir m.a. í úthlutuðum kvóta Evrópubandalagsins. Eignast hlut bæði í matvælafyrirtækjum og vörudreifingu á viðskiptamörkuð- um erlendis. Sjávarátvegurinn hef- ur tekið að sér að tæknivæða veið- ar og vinnslu hjá öðrum þjóðum og gert þekkinguna og hugvitið að út- fiutningsvöra, sem aldrei hefði orð- ið ef ekki væra til öflug sjávarút- vegsfyrirtæki. Fiskiskipaflotinn hefur endurnýjast og lagað sig vel að kröfum nútímans, bæði tækni- lega og faglega. Ég hefði viljað sjá fleiri atvinnugreinar feta í sömu fótspor, þá væri margt öðruvísi hér á landi. Auðlindaskattur Það er ótrálegt að þegar betur árar í sjávarútveginum eftir margi-a ára tímabil aflasamdráttar og skuldasöfnunar og útgerðin er Útvegurinn greiðir núna 1.400 m.kr. í tryggingagjöld, segir Kristín S. Þórarinsdótt- ir, og að auki veiðieftir- litsgjald, sem rennur til eftirlits og Fiskistofu. farin að geta greitt skuldir sínar skammlaust, þá biðja menn um auðlindaskatt á útgerðina. Auðlindaskattur mun hafa alvarleg áhrif á þjóðarbúskapinn og þjóðlíf- ið. Það mun ekki aðeins veikja samkeppnisstöðu sjávarátvegsins heldur brjóta hann gjörsamlega niður. Fækkun yrði í fiskvinnslu- störfum og stórfelld byggðaröskun mundi eiga sér stað. Það er hags- munamál að fiskistofnar séu verndaðir og hagkvæmni gætt í veiðum. Einnig er það hagsmuna- mál fyrir þjóðina að til séu öflug útgerðarfyrirtæki, stór og smá. Sjávarútvegur er í harðri sam- keppni við niðurgreiddan sjávarát- veg í nágrannalöndum, sérstak- lega í Noregi, þar sem greiddir eru tugir milljarða króna til sjávarút- vegsins. Hverjum dettur í hug sú hag- fræði að útgerðarmenn og sjó- menn séu svo miklu betri hér á landi en í nágrannalöndum, að þeir geti greitt auðlindaskatt? Það eru veruleikafirrtir stj órnmálamenn sem berjast fyrir þessum skatti, á sama tíma eru þessir sömu menn að tryggja íslandi aðgang að stærsta markaði veraldar, EES (Evrópska efnahagssvæðið), þar sem öll viðskipti og leikreglur at- vinnulífsins eiga að vera hin sömu. Kristín S. Þórarinsdóttir Af ferðakostnaði Seðlabanka Islands, risnu o.fl. r** ENN hafa gengið yf- ir umræður um risnu og ferðakostnað Seðla- banka Islands, sér- staklega vegna utan- ferða, og enn fyrir til- stilli Jóhönnu Sigurðar: dóttur alþingismanns. I umræðum um ferða- kostnað Seðlabankans hafa yfirmenn hans forðast að svara með því að benda sér til varnar á aðrar stofnan- ir, enda væri að því lítill mannsbragur. Eftir umræðu liðinna daga hef ég hins vegar ekki lengur geð í mér til þess að sitja undir þessum flaumi án þess að bregðast við og vekja athygli á fáeinum atriðum. Fyrir- vara verður að hafa á samanburði kostnaðarliða í reikningum ólíkra stofnana. Aðrir hafa hins vegar beitt margs konar samanburði síð- ustu daga og sá sem hér er gerður setur útgjöld Seðlabankans a.m.k. í eitthvert samhengi við * útgjöld annarra stofnana. Fjár- hæðir eru fengnar úr ríkisreikn- ingi 1996 og ársskýrslu Seðla- bankans 1996. 1. Skv. upplýsingum skrifstofu Alþingis gilda þær reglur um ut- anferðir alþingismanna að þeir fá greitt fargjald, gistikostnað og 80% dagpeninga ríkisstarfsmanna fyrir hvern dag sem ferðin stend- ur. Þessar reglur eru nokkurn veginn samhljóða þeim sem gilda um utanferðir bankastjóra (ekki aðstoðarbankastjóra) Seðlabankans (far- gjald, gistikostnaður með morgunverði og 80% af dagpeningum bankastarfsmanna). Að auki eiga banka- stjórar sem kunnugt er rétt á að taka maka í utanferð skv. reglum sem upphaflega voru sniðnar eftir reglum um utanferðir maka ráðherra en eru nú orðnar þrengri. 2. Heildarkostnaður Alþingis af utanferð- um árið 1996 nam 43,7 m.kr. Heildarkostnað- ur Seðlabanka Islands af utanferð- um nam 28,9 m.kr. á því sama ári. 3. Risnukostnaður Alþingis 1996 nam 14,5 m.kr. en 10,8 m.kr. í Seðlabankanum (fastar risnu- greiðslur sem eru í raun launaauki og skattlagðar að fullu námu um 2,2 m.kr.). 4. Kostnaður Alþingis af að- keyptum akstri (þar með af afnot- um einkabifreiða starfsmanna) nam 22 m.kr. árið 1996 og hlið- stæður kostnaður Seðlabankans 23,9 m.kr. 5. Starfsmenn ráðuneytanna munu vera u.þ.b. þrisvar sinnum fleiri en starfsmenn Seðlabankans. Risnukostnaður ráðuneytanna er hins vegar um fimm sinnum meiri og kostnaður vegna utanferða starfsmanna þeirra tæplega sjö sinnum meiri en starfsmanna bankans. Utanferðir starfs- manna bankans eru ekki skemmtiferðir, segir Ingimundur Friðriksson, heldur vinnuferðir og ábyrgð og álag starfsmanna 1 þessum ferðum er mikið. í svörum við fyrirspurnum hef- ur Seðlabankinn veitt upplýsingar um allar utanferðir mínar á árun- um 1994 til 1997, tilgang hverrar ferðar, heildarkostnað við hverja ferð og gi’eiðslu dagpeninga til mín á hverju ári fyrir sig. I fjöl- miðlum hafa verið raktar upplýs- ingar sem Seðlabankinn hefur veitt um utanferðir bankastjóra Seðlabankans á árunum 1994 til 1997, tilefni einstakra ferða og kostnað. Hvar liggja fyrir að- gengilegar upplýsingar um utan- ferðir annarra á vegum hins opin- bera, svo sem alþingismanna, fjölda og tilgang ferða, kostnað, dagpeningagreiðslur o.þ.h.? í við- tali við Dag hinn 19. nóvember sl. um kostnað af utanferðum bank- anna sagðist Jóhanna Sigurðar- dóttir halda því fram að „veruleg- ur hluti af þessu séu óþarfa ferð- ir“. Er til of mikils ætlast að hún færi rök fyrir þessari fullyrðingu, a.m.k. að því er varðar þann banka sem ég starfa hjá, áður en hún hefur næstu lotu, með aðstoð fjöl- miðla, við að rífa mannorðið af mér og öðrum sem í bankanum starfa með áframhaldandi dylgj- um um spillingu og misnotkun á almannafé? I fjölmiðlum fyrr á árinu var frá því greint að Jó- hanna Sigurðardóttir hefði farið á fund til Indlands á vegum Alþing- is. Ég hef hvorki ástæðu né for- sendur til þess að halda því fram að sú ferð hafi verið óþörf ekki fremur en Jóhanna til þess að halda því fram að verulegur hluti utanferða á vegum Seðlabankans sé óþarfur. Seðlabanki Islands gegnir mik- ilvægu hlutverki í íslensku efna- hagslífi. í tengslum við j)að hefur hann mjög fjölþættum skyldum að gegna á erlendum vettvangi sem ekki verður sinnt með þeim hætti sem krefjast verður nema með ferðalögum starfsmanna hans til útlanda. Hið sama gildir eflaust um Alþingi og fjölmargar stofnan- ir og fyrirtæki. Island á mjög náin tengsl við umheiminn og er mjög háð samskiptum við önnur lönd á vettvangi stjórnmála, efnahags- og peningamála, atvinnumála, fé- lagsmála, verkalýðsmála o.s.fi-v. Þessu fylgir kostnaður en beinn og óbeinn kostnaður þjóðarinnar kynni að verða miklu meiri væri þessum samskiptum ekki sinnt sem skyldi. Engin leið er að meta hvort kostnaður stofnunar af ut- anferðum starfsmanna er mikill Ingimundur Friðriksson Markaðshagkerfi er það sem gildir í nútíma þjóðfélagi en ekki mið- stýrt hagkerfi kommúnismans. Ekki er öllum gefið að reka fyr- irtæki svo að vel sé. Tímarnir breytast hratt og rekstur fyrir- tækja verður stöðugt margbrotn- ari og samkeppnin harðari. Það er sama hvert litið er, markaðsmál, framleiðslumál og tæknímál eru sí- fellt að breytast. Stjórnendur verða að búa yfir stöðugri fram- þróun, frjórri hugsun, vönduðum vinnubrögðum, víðtækari þekk- ingu á atvinnulífinu, hafa framtíð- arsýn og ábyi’ga stefnu í rekstri. Öðravísi verður aldrei velgengni í fyrirtækjum. Margt af því fólki sem er hvað háværast í umræð- unni um auðlindaskatt og eignar- rétt manna á kvótanum hefur orð- ið undir í baráttunni, hefur ekki hugsað rökrétt né haft framtíðar- sýn í sínum rekstri og selt frá sér kvótann. Kennir kvótakerfinu um allt sem aflaga fer. Svo eru aðrir sem enga þekkingu hafa á málun- um og enn aðrir sem sitja á þingi og jafnvel gæla við þá hugmynd að leigja kvótann erlendum aðilum. Skelfilegt er til þess að hugsa, að þetta fólk sitji á Alþingi Islend- inga. Þeir sem látið hafa hæst ættu að sjá sóma sinn í því að draga úr fúkyrðum í garð útgerðar, því ef ekki nyti við velgengni og aukinn- ar arðsemi í atvinnugi-eininni, þá verður engin nýsköpun, framþró- un eða aukin lífskjör í landinu. Sú fjandsamlega umræða sem ýtt hef- ur verið af stað er hættuleg þróun, og menn hljóta að uppskera svo sem sáð hefur verið, það er ljóst. Ég ætla að ljúka þessari um- fjöllun minni á orðum útgerðar- manns að austan þegar hann var spurður hvort hann væri ekki rík- ur: „Nei, vinur minn,“ sagði hann við unga manninn. „Það ert þú sem ert ríkur. Þú átt allt Iífíð framund- an.“ Þannig mættu fleiri hugsa, „ekki er allt gull sem glóir“. Höfundur er sérfræðingur í heilsu- gæslu og á sæti í stjórn úgerðarfyr- irtækis. eða lítill nema hann sé settur í samhengi við hlutverk hennar og skyldur. I opinberri umræðu lið- inna vikna hefur ekki svo mikið sem örlað á viðleitni til þess að setja kostnað Seðlabankans af ut- anferðum í samhengi við skyldur hans, hvorki í fjölmiðlum né ann- ars staðar. Útanferðir starfs- manna bankans eru ekki skemmti- ferðir heldur vinnuferðir og ábyrgð þeirra í þessum ferðum er mikil og að sama skapi álagið sem þeim fylgir. Ég efast ekki um að hið sama gildi um aðra sem vinnu sinnar vegna verða að ferðast til útlanda. Starfsemi Seðlabanka íslands sætir endurskoðun innri endur- skoðanda sem heyrir undir banka- ráð auk ráðherraskipaðs löggilts endurskoðanda og ríkisendurskoð- anda. Að lokinni endurskoðun staðfesta allir þrír endurskoðend- urnir ársreikninga bankans á hverju ári með áritun sinni. Sinnti Seðlabanki íslands ekki alþjóðleg- um skuldbindingum sinum af ábyrgð væri sannarlega tilefni til alvarlegra athugasemda af hálfu endurskoðenda. Að lokum þetta: Ef það er til- gangur Jóhönnu Sigurðardóttur að beita sér fyrir breytingum á reglum um utanferðir bankastjóra Seðlabankans og að gera starfs- kjör almennt „sýnilegri" þá verður að ætlast til þess að hún beiti sér um leið fyrir hinu sama hjá Al- þingi og öðrum opinberum stofn- unum. Annað væri loddaraskapur. Ekki þarf að draga í efa að Seðla- bankinn myndi breyta reglum sín- um með hliðsjón af því sem annars staðar kynni að verða gert hjá hinu opinbera. Höfundur er adstoöarbankastjóri Seðlabanka íslands. Skoðanir sem fram koina í greininni eru lians eig- in og lýsa ckki endilcga afstöðu Seðlabanka íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.