Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR # Morgunblaðið/Golli BISKUP Islands, vígslubiskupar, biskupar erlendra kirkna og vígsluvottar leggja hendur yfir höfuð séra Karis Sigurbjörnssonar þegar hann var vígður biskup á sunnudag. Yfir 1.200 manns við bisk- upsvígslu í Hallgrímskirkiu Hvert sæti var skipað í Hallgrímskirkju þegar herra Olafur Skúlason biskup vígði eftirmann sinn, séra Karl Sigurbjörnsson. Jóhannes Tómasson fylgdist með virðulegri athöfninni í hátíðlegri umgjörð tónlistar. NÁNAST hvert sæti var skipað í Hallgrímskirkju við biskupsvígsluna. Hér ganga biskupar úr kirkju við hlið forsetahjónanna. UNDIR áhrifamiklum upp- hafstöktum í inngöngutónlist Þorkels Sigurbjömssonar með pákuslætti, síðar trompet- hljómum, þrumandi orgelinu og loks söng Mótettukórs Hallgrímskirkju á sálmi dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups, en tónverkið var samið sér- staklega fyrir þessa athöfn, gekk prósessía presta, biskupa svo og barnakór inn eftir Hallgrímskirkju að viðstöddum um 1.200 kirkjugest- um. Var það upphaf vigslu nýs bisk- ups Islands, séra Karls Sigurbjörns- sonar, en það var herra Ölafur Skúlason biskup sem vígði eftir- mann sinn. Auk biskups fslands, herra Ólafs Skúlasonar, voru vel flestir þjónandi og fyrrverandi prestar landsins við- staddir vígsluna, biskupar, erlendir biskupar og fulltrúar erlendra kirkna, forsetahjónin, ráðherrar, handhafar forsetavalds, fyrrverandi forseti, borgarstjóri, sóknamefndir Dómkirkju og Hallgrimskirkju og ýmsir aðrir gestir. Athöfnin var öll- um opin og sátu hana vel yfir 1.200 manns ef með eru taldir kórar og aðrir sem komu við sögu. Organistar vom Hörður Áskels- son, sem stjórnaði Mótettukór Hall- grímskirkju, og Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti en hann stjómaði Dómkómum sem flutti m.a. lofgjörðarvers eftir Misti Þor- kelsdóttur, bróðurdóttur vígsluþega. Þá stjórnaði Þórunn Björnsdóttir Skólakór Kársness sem flutti Te De- um sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi þegar séra Karl var vígður prestur árið 1973 og Mótettukórinn flutti sem stólvers hluta af mótettu Bachs, Syngið Drottni nýjan söng. Aðrir hljóðfæraleikarar voru Szymon Kuran fíðluleikari, trompet- leikaramir Ásgeir H. Steingríms- son, Eríkur Öm Pálsson og Einar Jónsson og slagverksleikari var Eggert Pálsson. Viðstaddir vora og vígslubiskup- arnir séra Bolli Gústavsson og séra Sigurður Sigurðarson, fyrri bisk- upar, þeir séra Pétur Sigurgeirsson, dr. Sigurbjörn Einarsson og séra Jónas Gíslason og séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskupar. Þá stóðu þau séra Anna S. Pálsdóttir og séra Sveinbjörn Einarsson vörð við altarið við athöfnina. Er það forn siður við biskupsvígslu og þá fengnir þeir sem einna síðast hafa verið vígðir til prestsþjónustu til að vera eins konar biskupsþjónar. Tengsl við kirkjuna frá blautu bamsbeini Séra Hjalti Guðmundsson dóm-: kh-kjuprestur þjónaði fyrir altari og séra Ragnar Fjalar Lárusson lýsti vígslu. Samkvæmt fomri venju lýsir sá sem vígjast skal þar ferli sínum og leið sinni til trúar og sem þjónn kirkjunnar. Hófst lýsingin áj bernskuminningu úr foreldrahúsumj þegar verið var að syngja skírn-j arsálm og lýsingu á því hvemig fjöl- skyldan og kirkjan vora nátengd og hafa alltaf verið í huga vígsluþega. En ekki aðeins athafnirnar þar held- ur og umhyggja móður hans fyrir öllum umbúnaði við skímir og brúð- kaup í stofunni heima. Hann minnt- ist og orða Lúthers að engin vígsla væri æðri en sú sem í skíminni fælist og því leitaði hugurinn til þessarar minningar við biskups- vígslu nú. Kirkjan og allt starf henn- ar, leiðtogar úr hópi karla og kvenna sem á heimilið komu, trúarappeldið heima fyrir - allt átti þetta þátt í að eðlilegt var að setjast í guðfræði-j deild og gerast prestur. I vígsluræðu sinni minnti Ólafur! Skúlason biskup á þau tímamót sem framundan væra í kirkjunni, nýtt kirkjuár, minnti á fyrirheit sem því tengjast og bað menn að minnast nýs biskups í bænum sínum. Vígsluvottar vora séra Birgir Snæbjömsson, séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir, séra Miyako Þórðar- son og séra Þórhallur Heimisson. Ritningarlestur önnuðust Auður Garðarsdóttir, formaður sóknar- nefndar Dómkirkjunnar og Kristín Bögeskov djákni. Séra Birgir las ritningarorð og séra Miyako flutti þau á táknmáli og Hannu Juntanen dr. theol. frá Finnlandi, Andreas Aarflot biskup frá Noregi og Hans Jí Joensen biskup frá Færeyjum lásu ritningarlestra á sínum tungumál-' um. Aðrir fulltrúar erlendra kirkna; vora frá Grænlandi, Danmörku, Sví- þjóð, Englandi og frá Lútherska heimssambandinu. Ber að leiða kirkjuna með festu og hógværð Biskup ávarpaði þá vígsluþega og sagði m.a. „Það er krafa hans til þín, að þú sért trúr og árvakur í köllun þinni og byggir á þeim eina grand- velli, sem lagður er, Drottni Jesú Kristi, að þú hafir gát á sjálfum þér og allri hjörðinni, sem þér er trúað fyrir, að þú haldir fast við sannleika Guðs orðs, eins og það er að finna í j Heilagri ritningu og samkvæmt' vitnisburði kirkju vorrar í játning- um hennar. Þér ber með hógværð og festu að leiða kirkju þína, verja hana gegn villu og styrkja hana í þeirri trú, sem henni hefur í eitt skipti fyrir öll verið seld. Ver þú samþjónum þínum ráðhollur faðir, styð hina veiku og leiðrétt þá, sem villast. Ver mildur án þess að um- bera hið illa, vanda um án þess að gleyma mildinni." I lokin spyr biskup vígsluþega: „Lofar þú mér fyrir augliti allsvit- andi Guðs að gegna biskupsþjónust- unni með árvekni, réttsýni og trú- mennsku eftir þeirri náð, sem Guð1 vill þér til þess veita?“ Vígsluþegi svarar játandi, gefur biskupi hönd sína því til staðfestu og lætur biskup þá biskupskrossinn um háls hans. Síðan er hann færður í kórkápu. Það gerði faðir hans, dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, en biskupskápan er gullofin, frá árinu 1898. Vígsluþegi ki-aup síðan og lögðu biskup Islands, vígsluvottar og biskupar hendur yfir höfuð hans um leið og biskup sagði: „Karl Sig- urbjörnsson. Ég afhendi þér hið heilaga biskupsembætti í nafni Guðs, foður og sonar og heilags anda. Amen.“ Að því loknu prédikaði hinn ný- vígði biskup. Meirihluti kirkjugesta gekk síðan til altaris en alls önnuð- ust átta prestar og biskupar útdeil- ingu og undir henni söng mótettuna Dómkórinn Lux mundi, Ljós heims- j ins eftir Jón Nordal. Síðdegis þágu gestir bpð kirkju- málaráðherra í Listasafni íslands og um kvöldið bauð ráðherra biskups- fjölskyldunni og erlendum gestum til kvöldverðar. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.