Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 31 LISTIR Kona á barmi taugaáfalls KVIKMYNPIR Iláskólabíö GLEYMDU MÉR „OUBLIE-MOI“ z Leikstjóri og handritshöfundur: Noémie Lvovsky. Framleiðandi: Alain Sarde. Aðalhlutverk: Emm- anuel Devos, Laurent Grévill, Emmanuel Salinger, Philippe Torréton. GLEYMDU mér segir nötur- lega sögu af konu sem þráir mann er elskaði hana einu sinni en ger- ir það ekki lengur. Hún hins veg- ar elskar hann ennþá út af lífinu og kannski aldrei meira en eftir að þau hættu að vera saman og gerir ófáar tilraunir til þess að gera honum ljósa grein fyrir ást sinni en honum verður ekki hagg- að. Þetta er að mörgu leyti óþægi- leg mynd á að horfa því örvænt- ing konunnar, sem Emmanuel Devos leikur feikilega vel, er því- lík að hún virðist allan tímann á barmi taugaáfalls. Frakkar hafa fj'allað um ástina frá óteljandi sjónarhornum, fáir eru uppteknari af fyrirbærinu, og líklega er Gleymdu mér fyrst og fremst um eyðileggingarmátt óendurgold- innar ástar. Konan býr með öðrum manni sem elskar hana en hún er ófær um að svara í sömu mynt og það veldur ekki svo litlu hugar- angri mannsins. I leit að einhvers- konar viðurkenningu eða ást reyn- ir hún að sofa hjá þriðja mannin- um og stofnar loks til skyndi- kynna á vínbörum. Höfundur myndarinnar, No- émie Lovovsky, ýtir undir ört versnandi hugarástand konunnar með nöturleika umhverfisins, kuldalegum næturtökum og þar fram eftir götunum og leikur Devos er með mestu ágætum; hún sýnir ákaflega vel inní hugarheim konu sem leitar að ást og á æ erfiðara með að skilja hvað ástin er. Af ungum Frökkum ÞEGAR ALLT ER HÆGT „L’AGE DES POSSI- BLES“ ★ ★ Þegar allt er hægt gerir sér far um að taka púlsinn á ungnm Frökkum og fjalla um líf þeirra og hugmyndir og þrár og að sjálf- sögðu ást. Söguhetjurnar eru tíu persónur á þrítugsaldri sem búa í Strasbourg en titill myndarinnar vísar til þess að þeim er allt mögu- Hæfileika- maðurinn Augustin KVIKMYNPIR lláskólabíó „AUGUSTIN" ★ ★ ★ Leikstjóra og handrit: Anne Font- aine. Kvikmyndataka: Jean-Marie Dreujou. Aðalhlutverk: Jean- Chrétien Sibertin-Blanc, Stephanie Zhang, Nora Habib, Guy Casa- bonne og Thierry Lhermitte. 60 mín. Frönsk. Cinéa/ Sepia Produst- ins. 1995. í DAG þegar margar hasar- myndir eru á þriðja tíma, því allt- af þarf að bæta einni sprengingu enn við, getur kvikmynd Anne Fontaine varla talist annað en stuttmynd en hún er klukku- tími á lengd. Þetta er atriði sem best er að ungTr frönskiTTeikstjórar benda á Þar sem íslenskir stjórar eru að gera og verður enn betra ef sýningar á verkum ungra leikstjóra frá fleiri löndum fylgja í kjölfarið. Doði og drungi „ROSINE" ★ ★»/i Leikstjórn og handrit: Christine Carriére. Kvikmyndataka: Christ- ophe Pollock. Aðalhlutverk: El- oise Charretier, Mathilde Siegn- er, Christine Murillo, Laurent Olmédo, og Auriele Verillon. 100 mín. Frönsk. 1995. legt á þessum aldri, þau eiga fram- tíðina fyrir sér, hafa kannski enn ekki tekið stefnu í lífinu en þeirra er valið. Hvort Þegar allt er hægt gefur raunverulega mynd af lífi ungra Frakka í nútímanum skal ósagt látið en hún gefur í það minnsta forvitnilega innsýn í hugmyndaheim og tilvist þeirra og fer vítt og breitt í þeim tilgangi. Komið er inná ýmislegt það sem snertir unga fólkið, að sofa hjá, ástarsambönd, jafnvel tilgangs- leysi alls sem er. Persónurnar ræða þessa hluti á milli sín í mik- illi nærmynd og leikur hins stóra leikhóps er ágætur. Arnaldur Indriðason ... E.........’m..■" v.-j AUOUSTíH «AOÚSTÍNUS» Málgleði 1 grátónum KVIKMYNPIR Iláskólabíó ÚTHVERFI „L’ ÉTAT DES LIEUX ★ ★ Leikstjóri Jean Francois Richet. Handritshöfundur Jean Francois Richet. Aðalleikendur Pierre Ceph- as, Stephanie Colliere. 80 mín. Frakkland 1995. ÞAÐ er fróðlegt og forvitnilegt að fá tækifæri til að skyggnast inní veröld ungra kvikmyndaskálda annarra þjóða, en Úthverfi er ein fimm mynda sem Háskólabíó sýnir þessa dagana og eru byijendaverk franskra kvik- myndagerða- rmanna. Jean Francois Richet vakti talsverða athygli í heimalandi sínu árið 1995 með þessari frumraun sinni, gott ef hún kom ekki við sögu Cesar verðlaunanna, sem er svar Franskra við Óskarnum og þeirra veigamestu verðlaun. Fylgst er um sinn með Pierre, verkalýðs- og vinstrisinnuðum verkamanni sem býr í úthverfi í París en sækir vinnu að manni skilst inní niðurníddan hluta gömlu borgarinnar. Pierre er eng- an veginn ánægður með lífið, uppá kant við vinnuveitandann, kærustuna, lögguna. Grámygluleg mynd, enda i svart/hvítu, sem gefur þreytulegu umhverfi hennar og persónum raunsæan blæ. Úthverfi er gerð í heimildarmyndastíl, kvikmynda- tökuvélin hvílir í iðandi höndum tökumannsins, persónurnar fara ftjálslega með textann, sem þeir spinna sjálfsagt mikið til af fingr- um fram. Málgleðin er hömlulaus, einsog frönskum er iagið, erfitt að fylgja vaðlinum eftir þar sem enski skýringartextinn er knappur. Fram- vindan er sundur- laus, snýst þó að mestum hluta í kringum Pierre og hans fólk. Myndin ýmist vinnur mann á sitt band, þess á milli fjarlægist maður málglaða kjaftaskana og hvers- dagslegt þófið. Undur og stór- merki gerast undir lokin þegar Úthverfi vaknar hressilega og alls óvænt til lífsins í ohefluðum, lo- stafullum bílskúrsmökum, ótrú- lega líflegum. Koma svona einsog skrattinn úr sauðarleggnum. Mjög frönsk. Leikurinn allur ósvikinn og eðlilegur. Sæbjörn Valdimarsson áhorfendur búast frekar við því að verið sé að gera hlé þegar ljósin koma á eftir klukkutíma en að myndin sé í raun búin að renna sitt skeið. Það verður ekki annað sagt en að Fontaine nýti þennan klukku- tíma vel því „Aug- ustin“ skilur áhorfandann ánægðari eftir en mörg þriggja- tíma stórmyndin. Fontaine er ekki að reyna að segja neina stórbrotna sögu heldur er myndin skemmti- leg persónustúdía um sérvitringin Augustin. Hann er leikinn af bróð- ur leikstjórans, Jean-Chrétien Si- bertin-Blanc, og skilar samstarf þeirra systkina heilsteyptri og blæbrigðaríkri lýsingu á kostuleg- um karakter. Augustin sinnir hlutastarfi hjá tryggingafyrirtæki af kostgæfni, vinnur þijá tíma og 38 mínútur á dag, en nýtir annars tímann til að láta leikaradrauma sína ræt- ast. Grínið í myndinni sprettur aðallega upp af misræminu sem er á milli þess hvernig áhorfandi upplifir Augustin og hvernig hann sér sig sjálfur. Hann er blindur á eigin galla og annmarka, eða kýs ekki að viðurkenna þá, og er því fullviss um eigið ágæti og hæfileika. Bardúsið hjá honum í kring- um hlutverk sem honum býðst er sérlega vel útfært og rennur reyndar öll frásögnin fyrirhafnarlaust í gegn. Þessi stuttmynd Fontaine er Ijúf og lítil og vel lukkuð svo ég get ekki annað en vonað að hún fái tækifæri til að gera fleiri kvik- myndir. Það er virðingarvert framtak að gefa íslenskum bíó- gestum tækifæri til að sjá hvað ungir franskir kvikmyndaleik- „ROSINE“ er grafalvarleg kvik- mynd um grámyglulegt líf ungl- ingsstúlkunnar Rosine (Eloise Charretier). Móðir hennar, Marie (Mathilde Seigner), átti hana þeg- ar hún var varla búin að slíta barnsskónum og hefur alið stelp- una ein upp. Reyndar er þetta síð- asta ekki alveg rétt þar sem Ros- ine er í rauninni sú sem sér um móðurina en ekki öfugt, þar sem Marie er einstaklega seinheppin og barnaleg. Þetta fyrirkomulag hefur síðan hörmulegar afleiðingar þegar faðir Rosine, Pierre (Laurent Olmedo), dúkkar aftur upp og fljdur inn á heimili þeirra mæðgna. Það sem heppnast best í mynd Christine Carriére er að fanga and- rúmsloft flatn- eskju og leiðinda, og sýna heimilis- ofbeldi og mis- notkun með kulda- legri Ijarlægð. í lífi Rosine er vetur sem er grár og kaldur, og um- hverfi aðalpersónanna allt ein- staklega niðurdrepandi. Marie vinnur í verksmiðju og leitar að skemmtun á börum á kvöldin áður en Pierre kemur aftur inn í líf hennar. Hún segir Rosine að taka sig ekki til fyrirmyndar og reyna að afla sér menntunar en Rosine lætur sig dreyma um að gerast söngkona. Þegar upp er staðið er Rosine þokkalega heppnuð tilraun til þess að segja sögu fólks sem virðist svo fast í feni hvunndagsins að ofbeldi nær varla að hrista það úr doðanum. Eloise Charretier er einstaklega sannfærandi í hlut- verki Rosine, sem er nánast tilbú- in að leggja allt í sölurnar fyrir móður sína. Önnur hlutverk eru einnig ágætlega skipuð. Veiki hlekkurinn í keðjunni er Mathilde Seigner í hlutverki Marie þó hún vinni töluvert á þegar líður á myndina. Anna Sveinbjarnardóttir Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir KRISTRÚN Jónsdóttir færir Keith Reed blómvönd frá Menningarsamtökum Héraðs- búa að tónleikum loknum. Keith Reed í Egils- staðakirkju Egilsstöðum. Morgunblaðið. KEITH Reed, bassa og baríton- söngvari, hélt einsöngstónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 15. nóvember sl. Eins og flestum er í fersku minni vann Keith Reed til Tónvakaverðlauna Rík- isútvarpsins 1997, og í tilefni af því söng hann með Sinfóníu- hljómsveit Islands á sérstökum hátíðartónleikum 30. október sl. Keith er fæddur í Bandaríkj- unum og lauk meistaraprófi í tónlist frá Indiana University í Bloomington með söng með aðal- grein. Hann hefur m.a. kennt söng í Reykjavík, sungið með Islensku óperunni og starfað með óperunni í Detmold í Þýskalandi í 4 ár. Keith hefur búið á Egils- stöðum með fjölskyldu sinni sl. eitt ár og kennir söng við Tón- skólann á Egilsstöðum. Með nemendum sínum og fleiri heimamönnum af Héraði mun hann stjórna flutningi á óratór- íunni Messías eftir Hándel í byrj- un aðventunnar. Undirleikari á tónleikunum var Olafur Vignir Albertsson, sem flestir Islending- ar þekkja, en hann hefur annast undirleik helstu listamanna okk- ar til margra ára. Hann er nú píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík. Tónleikarnir voru ákaflega vel sóttir og listamönnunum vel fagnað i lokin með lófataki og blómum. Tónleikarnir voru á vegum Tónlistarfélags Fljóts- dalshéraðs. ------»■■■■»-■♦- Rithöfund- ar fara með ástarorð FIMM rithöfundar lesa úr nýút- komnum verkum sem fjalla um ást- ina á veitingastaðnum Sólon ísland- us í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Didda les úr Ertu; Jón Karl Helgason úr þýðingu sinni Sálin vaknar, eftir Kate Chopin; Rúnar Helgi Vignisson les úr Ástfóstri; Steinunn Sigurðardóttir úr Han- ami, sögunni af Hálfdani Fergus- syni og Þórunn V aldimarsdóttur úr Alveg nóg. Rúnar Þórisson leikur á klassísk- an gítar í hléi. Kynnir verður Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.