Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 47
umst hennar í dag kynntumst henni
í „fluginu" fyrir svo ótai mörgum
árum og bundumst tryggðaböndum
þótt við værum allar óskaplega ólík-
ar, en þó má segja að það hafi verið
hún sem á vissan hátt hafi tengt
okkur allar saman því við vinkon-
urnar eigum það allar sameiginlegt
að hafa beðið með eftirvæntingu
eftir að fljúga með þeirri „frönsku".
Allar eigum við ógleymanlegar
minningar og við héldum að við ætt-
um morgundaginn óskiptan að
eilifu, elli kerling svo óralangt í
burtu og dauðinn tengdist engum
nema henni elli. Skemmtibæki-
stöðvar okkar voru á Túngötunni og
á Laugateignum. Var mikið um
glaum og gleði og stefnt að því að
sofa seinna og drekka sherrý á
Grund, svona um nírætt. Hiddý var
„scrabble“-meistari hópsins og var
aldrei lagt í ferðalag án þess að spil-
ið væri með í ferð.
Þær eru ógleymanlegar allar
ferðaminningarnar sem við eigum,
hvort heldur í starfí eða leik, enda
ferðaðist Hiddý heimshornanna á
milli og eignaðist vini á hverjum
stað enda ræktarsöm með eindæm-
um. Seint renna úr minni pílagríms-
ferðir Loftleiða/Flugleiða í Afríku
og Asíu, en þá eins og alltaf var
Hiddý í fararbroddi með að skipu-
leggja þann kost sem þyrfti að hafa
með sér til þess að enginn yrði
hungurmorða í framandi landi og
voru það niðursoðin svið og Ora
fiskibollur sem áttu mestum vin-
sældum að fagna og náttúrulega var
þetta allt framreitt með frönsku
ívafí að ógleymdum harðfiski að
vestan, en ei'flðlega gekk henni
Hiddý okkar að sætta sig við að
drekka eðalvín úr plastglösum í
svörtustu Afríku. Ógjörningur er að
segja frá því sem við höfum upplifað
saman á ferðum okkar, en eitt árið
fór hluti hópsins til Kína. Það ferða-
lag tók 33 klst. og síðasta spölinn
var ferðast í ævafornri lest og voru
þá allar að niðurlotum komnar
nema Hiddý, hún ein tók eftir öllum
knipplingunum sem prýddu far-
þegaklefann án þess að nokkur okk-
ar yrði vör við það sökum þreytu,
ekkert smáatriði fór fram hjá henni.
Og ekki má gleyma stórafmælis-
veislunni í Oran, Alsír, þar sem hún
ásamt fleirum stóð fyrir því að þessi
veisla er ógleymanleg öllum. A
ströndinni voru grillaðar geitur í
heilu lagi sem borðaðar voru að al-
sírskum sið með „guðsgöfflunum".
Þvílíkir dagar.
Hiddý var mikið jólabarn og um
leið og hausta tók byrjaði undirbún-
ingur jólanna. Jólalögin ómuðu, það
var ekki seinna vænna til þess að öll
kortin og allir pakkarnir yrðu tilbú-
in á réttum tíma. Þótt Hiddý hefði
aldrei orðið barna auðið, átti hún
hlutdeild í bömum allra vina sinna
og gleymdi aldrei „ammælisdögum"
þeirra eða öðrum tímamótum í
þeirra lífí. Hennar er sárt saknað.
Elsku Hiddý, það vora forréttindi
að fá að þekkja þig. Við kveðjum þig
með virðingu og væntumþykju og
vottum aðstandendum samúð okk-
ar.
Hvfldu í Guðs friði og góða ferð,
kæra vinkona.
Anna, Björg, Ása,
Hildur, Iris,
Sigrún Margrét,
Hrafnhildur,Linda,
Sigríður og Guðrún.
Elsku Hiddý.
Eg man og mun ætíð muna eftir
þér. Þú ert svo góð við mig. Þú
manst alltaf eftir afmælinu mínu.
Mér á ætíð eftir að þykja vænt um
þig. Ég var að hugsa um þig þegar
ég samdi þetta: Þú ert stjarnan
mín. Lýsir upp allan alheiminn. Þú
ert björtust hér, kemur brosi á vör.
Eg gleymi aldrei þér. Þú ert inni í
mér.
Þín Arna Björg.
Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir
nokkrum vikum, þegar við sam-
glöddumst Hiddý vegna þess að
hún hafði nokkru áður náð fímm-
tugsaldrinum, hvarflaði ekki að
neinni okkar að heilla- og hamingju-
óskimar næðu svona skammt. Þetta
var ein skemmtilegasta afmælis-
veisla sem ég man eftir. Flugfreyj-
m' núverandi og fyrrverandi, fylltu
litlu risíbúðina á Laugateignum og
Hiddý sveif um eins og unglings-
stelpa, veitt var vel og lengi, gamlar
sögur voru rifjaðar upp, mynda-
albúm skoðuð og gi'átið af hlátri.
Þetta var veisla í lagi og Ásthildur,
móðir Hiddýjar, og Klaus, maður
hennar, voru heiðursgestir, komin
alla leið frá Kaliforníu til veislunn-
ar. Það er stutt á milli gleði og sorg-
ar, hræðilegt slys hendir og ekki
verður aftur snúið, eitt augnablik
skilur á milli lífs og dauða.
Leiðir okkar Hildar Jordan lágu
fyrst saman á menntaskólaárum
mínum. Þá voru helstu eðliskostir
hennar þegar ljósir. Hún var um-
hyggjusöm, glaðvær og ábyrgðar-
full með ríka þjónustulund, allt eig-
inleikar sem mikilvægir eru í flug-
freyjustarfínu, sem varð hennar
ævistarf. Árið 1969 hóf hún störf
sem flugfreyja hjá Loftleiðum og
vorum við margar sem byrjuðum að
fljúga þá, sem bundumst vináttu-
böndum æ síðan. Þar lágu leiðir
saman aftur og margt var brallað,
sem seint gleymist.
Það er erfitt að trúa því að maður
eigi ekki eftir að hitta hana oftar,
heyra ekki hásu sérstöku röddina
hennar Hiddýjar framar, sem ég
heyri í anda. Hún lifír áfram í hug-
um þeirra sem þekktu hana. Ég bið
móður hennar, ættingjum og vinum
Guðs blessunar á þessari erfíðu
stundu.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Eg fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
I dag kveð ég elsku vinkonu
mína, Hiddý. Leiðir okkar lágu
saman þegar ég var við nám í París
og hún dvaldist á heimili vinkonu
okkar, Nínu Gauta listmálara.
Hiddý sá um heimilishald fyrir
Nínu um tíma, en ég kom þangað
vikulega til að kenna börnum henn-
ar píanóleik.
Érá fyrstu kynnum okkar fann ég
að ég hafði eignast frábæran vin,
vin í raun. Það skipti engum togum
hvort maður þurfti öxl til að gráta á
í ókunnu landi eða vin til að hlæja
með, alltaf var manni tekið opnum
örmum. Báðar elskuðum við París,
en þar var Hiddý mjög heimavön.
Þar áttum við margar góðar stund-
ir, einna eftirminnilegast er þegar
við fórum ofan í katakombur París-
arborgar í skjóli nætur.
Upphaflega stóð til að þetta yrði
2 tíma ferð, en endaði sem 10 tíma
leiðangur þar sem vaðið var í vatni
upp í hné og ekki var hægt að rétta
úr sér í langan tíma. Hiddý var ald-
ursforsetinn í þeim 12 manna hópi
Islendinga og Frakka sem fór
þarna niður og það er minnisstætt
að þegar flestir voru orðnir argir í
skapi og farnir að finna þessari
glæfraför flest til foráttu að þá stóð
Hiddý keik með bakpokann sinn og
æmti hvorki né skræmti. Sagðist
vera vön labbi og svona þrengslum
úr fluginu.
Eftir að námi lauk og ég flutti
heim hélt vinskapur okkar áfram að
vaxa. Fjölskyldan flutti fyrir ári úr
vesturbæ í Teigahverfíð. Hiddý átti
sinn hlut í því þar sem hún bjó að-
eins steinsnar frá nýja staðnum, og
hjálpaði til við íbúðarleitina. Við
hlökkuðum til að eiga svo góðan vin
fyrir nágranna á komandi árum.
Það varð ekki nema eitt, en það
skilur eftir sig margar dýrmætar
minningar um þann tíma sem við
nutum samvista við Hiddý. Sjálf
hún átti sér yndislegt heimili á
Laugateig, persónuleiki hennar
setti svip sinn á allt þar inni. Það
var nostrað við hvert smáatriði, og
ef orðið „kósí“ getur átt við eitt-
hvað, þá var það litla risíbúðin
hennar. í öllum skúmaskotum var
eitt og annað smádót sem var komið
hvaðanæva að úr heiminum, og oft-
ar en ekki af „flónni", en flóamark-
aði stundaði Hiddý í öllum heims-
hornum. En þegar betur var að gáð
keypti hún þetta ekki nærri allt
handa sjálfri sér, því ef eitthvað ein-
kenndi Hiddý var það gjafmildi.
Þau ár sem ég þekkti hana var hún
sífellt gefandi okkur eða stelpunum
okkar eitthvað. Þetta voru ekki
alltaf dýrar gjafir, þó að stundum
hafi manni þótt nóg um hvað hún
eyddi í okkur, en þær voru alltaf út-
hugsaðar, og komu að góðum not-
um. Hún fylgdist vel með því að Sæ-
dís eldri dóttir okkar ætti alltaf nóg
af skrauti í búið og mjúkdýr til að
sofa með, gaf henni ballettpils og
leyfði henni að koma í heimsókn til
að skoða dótið sitt, slíkur staður var
ævintýraland í augum lítillar stelpu.
Þegar Margrét systir hennar kom í
heiminn fór hún heldur ekki var-
hluta af gjafmildi Hiddýjar.
Elsku Hiddý, ég vil þakka fyrir
að fá að vera vinkona þín og fyrir
þær stundir sem við áttum saman,
söknuðurinn er sárari en orð fá lýst,
góður Guð geymi þig. Við sendum
öllum aðstandendum og vinum
Hiddýjar okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji guós englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Jórunn, Dúi, Sædís og Margrét.
Elsku Hiddý.
Þú varst hjartað í hópnum, stórt
og gjafmilt. Þakka þér fyrir sam-
fylgdina, vinkona.
Þínir
Magnús, Birgir,
Erling og Björn.
Elsku Hiddý.
Okkur langar til að skrifa fáein
kveðjuorð til þín, í þakklætisskyni
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur í gegnum árin. Alltaf stóð
íbúðin þín tilbúin til afnota fyrir
okkur, í okkar mörgu ferðum til
Reykjavíkur, til læknishjálpar í
mörg ár, bara hringt og sagt: „Lyk-
illinn er hjá Ingu,“ já á „Hótel
Hiddý“ var gott að vera „5 stjörau
lúxus“. Það er sárt að horfa á eftir
þér, elsku Hiddý okkar. Megi góður
guð gefa mömmu þinni, Hönnu og
öllum hinum styi'k á þessum erfíðu
stundum.
Guð geymi þig.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Alfa og Hlín.
Um undrageim í himinveldi háu
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ,
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ.
Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja,
og hreimur sætur fyliir bogagöng.
En langt í fjarska foldarþrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld.
Þar roðnai' aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
(Benedikt Gröndal.)
Með þökkum fyrir allar samveru-
stundirnar, elsku Hiddý.
Nína, Ásta, Smári
og Freyja í París.
Það eina sem er eftir af ástkæru
vinkonu okkar er minningin ein og
þau veraldlegu gæði sem hún var
alltaf að gefa þeim sem hún þekkti.
Það er erfitt að sætta sig við það að
ein mikilvægasta manneskjan í lífi
okkar fjölskyldunnar er farin.
Hvert einasta tækifæri sem Hildur
og við fjölskyldan höfðum til þess að
hittast nýttum við til hins ýtrasta,
hvort sem það þýddi langar nætur
eða langar helgar. Það var á afmæi-
inu mínu hinn 12. nóvember sem við
fengum hræðilegustu fréttir sem
við höfum fengið, hin ávallt unga
Hildur hafði lent í hræðilegu slysi.
Hildur var á leiðinni til mín í afmæl-
ið mitt, hún var nývöknuð og að
hafa sig til, afmælisgjöfin tilbúin
eins og á hverju ári, þegar hún gat.
Hefði hún verið komin, hefði hún
bara sofíð eða bara verið að fljúga,
en hennar er greinilega þörf annars
staðar, en það er erfítt.
Vertu blessuð, Hiddý mín.
Ég veit að vel verður tekið á móti
þér og að þín verður gætt.
Ebenezer (Dissi)
Þórarinn Ásgeirsson.
í dag er til moldar borin okkar
elskulega vinkona Hildur Svava
Jordan. Frá því að við vorum
„smápúkar" vestur á ísafirði hefur
Hiddý verið í hópi bestu vinanna,
alltaf glöð og kát og tilbúin að ræða
og leysa hvers manns vanda.
Tilviljun réð því að við fluttum sem
unglingar að vestan um svipað leyti
og svo að segja í samliggjandi hús.
Næstu árin var Hiddý daglegur
gestur á heimili okkar og litum við á
hana eins og systur. Oftast kom hún
til að hitta Línu systur eða bara til
að spjalla við okkur systkinin. Milli
Línu og Hiddýjar myndaðist djúp
og einlæg vinátta, sem entist þeim
alla ævi. Nú hafa þær báðar kvatt
þennan heim. ÖIlu er afmörkuð
stund.
Hiddý ólst upp hjá ömmu sinni og
móðursystkinum. Þar var henni búið
gott veganesti, sem hún bjó að, enda
var hún sérlega vel gerð, áræðin og
skemmtileg og gædd ríkri sóma- og
réttlætiskennd. Hún var traustur
vinur og hlúði að vinum sínum. Við
sögðum oft að Hiddý mundi vaða
krókódílafljót fyrir vini sína.
Hiddý var ung haldin útþrá og
sterkri löngun til að fræðast og
kynnast heiminum. Hún sá í
flugfreyjustarfmu tækifæri til að
láta drauma sína rætast og slíkur
var sannfæringarkraftur hennar að
hún fékk hina jarðbundnu Línu til
að slást í lið með sér í flugið. Hún
flaug á vit ævintýranna og með vissu
millibili fréttist af Hiddý; í
pílagrímaflugi, í erlendum skólum,
eða sem ráðskonu í erlendum
borgum. Þrátt fyrir ferðalög og
langdvalir meðal framandi þjóða,
átti hún alltaf sitt fallega heimili á
íslandi, sem hún prýddi af einstakri
smekkvísi, fögrum munum úr
ferðum sínum til fjarlægra landa.
Við þökkum Hiddý samfylgdina,
hún var sannur Isfirðingur,
gleðigjafí og góður samferðamaður.
Astvinum hennar sendum við
samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, elsku vinkona.
í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin.
Að augum mér bar eina bemskusýn.
Ur blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur, fjarlægra daga.
(Tómas Guðmundsson.) x,
Ásdís Ásbergsdóttir,
Jón Ásbergsson,
Sigurður Pálmi Ásbergsson.
t
Hjartkær tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 32,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. nóvember sl.
Útförin auglýst síðar.
Ólafur Haukur Ólafsson,
Ragnhildur Ólafsdóttir,
Helga S. Ólafsdóttir,
Karl Á. Ólafsson
og aðrir aðstandendur.
t
Elskuleg frænka mín,
CONCORDIA GUÐJÓNSSON,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
lést föstudaginn 14. nóvember. Kveðjuathöfn fórfram í kyrrþey.
Vilborg Runólfsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdasonur,
RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR
læknir,
Sunnubraut 26,
Kópavogi,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. nóvember.
Gréta Pálsdóttir,
Arnar Arinbjarnar,
Guðrún Arinbjarnar,
Halldór Ottó Arinbjarnar,
Johann Petersen,
Jóhanna Jóhannesdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garði,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 25. nóvember
kl. 14.00.
Anna Pála Sigurðardóttir, Sveinn Ormsson,
Erla Sigríður Sveinsdóttir, Gunnar Þór Sveinbjömsson,
Helga Sveinsdóttir, Magnús Sigmarsson,
Anna María Sveinsdóttir, Brynjar Hólm Sigurðsson
og barnabörn.