Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kristinn Björnsson annar á heimsbikarmóti í svigi
Egnýt
augna-
’ bliksins
KRISTINN Björnsson frá Ólafs-
firði varð í öðru sæti á fyrsta
heimsbikarmóti vetrarins í svigi
í Bandaríkjunum á laugardags-
kvöldið og hefur afrek hans vakið
mikla athygli hjá erlendum fjöl-
miðlum. Þetta er langbesti árang-
ur sem íslenskur skíðamaður hef-
ur náð og meðal glæsilegustu af-
reka í íslenskri íþróttasögu.
Allir bestu svigmenn heims
voru saman komnir í Park City í
Utah, en Kristinn skaut þeim öll-
um ref fyrir rass nema Austur-
ISMiismanninum Thomas
Stangassinger sem sigraði.
Kristinn byijaði ungur að
stunda skíðaíþróttina. Hann hef-
ur oft fagnað sigri, en annað sæt-
ið um helgina var stærsti sigur
hans til þessa. Þrátt fyrir glæsi-
legan árangur er Kristinn jarð-
bundinn. „Þessi árangur í Park
City gefur mér ekkert í næstu
mótum,“ sagði hann. „Eg reyni
aðeins að njóta augnabliksins
meðan það varir og síðan tekur
næsta verkefni við. Eg reyni
ávallt að gera mitt besta. Það
eina sem ég veit er að ég er í
mjög góðri æfingu um þessar
mundir."
■ Getur orðið/C-blað
------------
Sameining
samþykkt
FÉLAGSMENN í Verkakvennafé-
laginu Framsókn og Verkamannafé-
laginu Dagsbrún samþykktu í gær
að félögin yrðu sameinuð.
Atkvæðagi-eiðsla Framsóknar á
félagsfundi í gærkvöldi fór þannig að
63 greiddu atkvæði með sameiningu
og tveir á móti. Um tvö þúsund
manns eru í félaginu.
395 félagsmenn í Dagsbrún
greiddu atkvæði með sameiningu og
62 voru á móti í atkvæðagreiðslu á
föstudag og laugardag. Talningu
lauk í gærkvöldi. 3250 félagsmenn
voru á kjörskrá.
''JPStofnfundur nýs, sameiginlegs
stéttarfélags verður 6. desember.
Kariakvóti á Reykjaneshrygg 153.000 tonn á næsta ári samkvæmt NEAFC
Morgunblaðið/Reynir B. Eiríksson
KRISTINN, lengst t.v. á verðlaunapallinum eftir heimsbikarmótið á
laugardagskvöld. I miðjunni er sigurvegarinn, Thomas Stangassin-
ger frá Austurríki, núverandi ólympíumeistari í svigi og Norðmaður-
inn Finn Christian Jagge, fyrrum ólympíumeistari í greininni, sem
varð þriðji. Á myndinni hér að ofan er Kristinn á verðlaunapalli eftir
sigur í svigi og stórsvigi á Andrésar andar-leikunum 1981, þá átta
ára. T.v. er Akureyringurinn Magnús Karlsson, sem varð annar, og
t.h Arnar Bragason frá Húsavík, sem lenti í þriðja sæti.
Kastaði sér út úr
bflnum á barmi
hengiflugsins
BJÖRN Árni Ólafsson slapp
naumlega þegar bifreið hans fór
fram af 70 metra háu hengiflugi
í Hvalnesskriðum fyrir austan
Höfn í Hornafírði um kl. 7 í gær-
morgun. Bíllinn er gerónýtur, en
bílstjórinn gat gengið í burtu.
„Eg var að keyra í myrkri og
leit augnablik af veginum," sagði
Björn Ami, sem var á leið í
vinnu á Akureyri. „Það þurfti
ekki meira en sekúndubrot því
þegar ég leit aftur á veginn var
komin beygja og ég sá fram á að
ég næði henni ekki. Ég reyndi
að rétta bílinn af, en hann fór
fram af.“
Hann kvaðst hafa hent sér út
úr bílnum þar sem hann vó salt á
vegarbrúninni og lent á hnján-
um um tveimur metrum fyrir
neðan vegarkantinn. Hann hafí
verið á 50 til 60 km hraða.
„Ég fór þama síðast fyrir um
þremur vikum og þá sprakk hjá
mér,“ sagði hann. „Þannig að
mér er meinilla við þessar skrið-
ur.“
Bifreiðin hrapaði niður skrið-
urnar og út í sjó. „Bíllinn er al-
veg ónýtur,“ sagði Björn Árni.
„Toppurinn kýldi niður báða
höfuðpúðana og hluti úr þakinu
skar annan í tvennt.“
Var ekki með bílbelti
Hann kvaðst yfirleitt aka með
bílbelti, en í þetta eina skipti hafi
hann tekið það af sér. Ástæðan
væri sú að vinnufélagar hans á
Akureyri hefðu verið að ræða
kosti og galla þess að vera í belti.
Hann væri hlynntur því að vera
með belti, en í þetta skipti hefði
hann ákveðið að nota það ekki.
Hins vegai' var hann ekki viss
um að það hefði skipt sköpum
því bíllinn hefði ekki oltið fyrr en
20 til 30 metram neðar í skriðun-
um.
Bjöm Árni kvaðst hafa ráfað
um eftir að bíllinn, sem er af
gerðinni Hyundai Pony, fór út af.
Um einni klukkustund síðar hafi
bíll numið staðar og hann fengið
far með honum til Hafnar.
Hann sagðist ekki ætla að
taka rútuna til Akureyrar: „Ég
held ég fari nú bara í flugi, það
er öruggari ferðamáti.“
Ráðstöfun starfs í læknadeild frestað
Deilt um hæfnismat
MAT dómnefndar á hæfni umsækj-
enda í starf prófessors í taugasjúk-
dómafræði við Háskóla íslands hef-
ur valdið deilum innan læknadeild-
ar. Prófessorinn verður jafnframt
yfirlæknir taugalækningadeildar
Landspítalans.
Starfinu átti að ráðstafa á deild-
arfundi 12. nóvember en var frestað
fram í desember eða janúar. Fimm
sóttu um starfið og mótmæltu þrír
mati dómnefndar í bréfum til rekt-
ors Háskólans.
Gagnrýnin felst m.a. í að form-
galli hafi verið í vinnuferlinu, próf
og vísindastörf vegi minna en viðtöl
við umsækjendur og að ósanngjarnt
sé að gefa tveimur umsækjendum
neikvæðan hæfnisdóm. Formaður
dómnefndar segir að nefndin geti
ekki svarað gagnrýni einstakra um-
sækjenda opinberlega.
Deildarfundur getur ekki greitt
umsækjendum með neikvæðan
hæfnisdóm atkvæði sitt og getur því
aðeins valið milli þriggja lækna. Ef
enginn þeirra fær meirihluta, þarf
að auglýsa starfið aftur.
■ Efasemdir/32-33
Riissar greiða atkvæði
gegn skiptingunni
MEIRIHLUTI aðildarríkja Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) samþykkti á
ársfundi stofnunarinnar, sem lauk í London að-
faranótt laugardags, að leyfa veiði á alls 153.000
tonnum af karfa á Reykjaneshrygg á næsta ári.
Þetta er sama heildaraflamark og fyrir árið 1996
og var samþykkt sama innbyrðis skipting milli að-
ildarríkjanna og þá gilti. Rússland og Pólland
greiddu atkvæði gegn samþykktinni og mótmæli
stjórnvöld þessara ríkja henni formlega eru þau
óbundin af henni.
Samkvæmt samþykkt NEAFC-fundarins koma
45.000 tonn í hlut Islands, Grænland og Færeyjar
fá 40.000 tonn, Rússland 36.000 tonn, Eviúpusam-
bandið 23.000 tonn, Noregur 6.000 tonn, Pólland
1.000 tonn og önnur ríki 2.000 tonn. Ekkert ríkj-
anna, sem stunda þessar veiðar, hefur náð karfa-
kvóta sínum í ár.
Á ársfundi NEAFC í fyrra var samþykkt að
Hlutur íslands áfram
45.000 tonn
hlutur Rússlands í veiðunum í ár yrði 41.000 tonn
og heildaraflinn þar með 158.000 tonn, í því skyni
að reyna að sætta Rússa við hlut sinn. Þetta dugði
þó ekki til og lögðu Rússar áfram fram tillögu,
sem er þeim mun hagstæðari.
Heildarsamkomulag ekki útilokað
Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og aðalsamn-
ingamaður Islands í fiskveiðimálum, segist ekki
hafa gefið upp alla von um að hægt sé að ná heild-
arsamkomulagi um karfaveiðarnar. Ákveðið hafi
verið að halda aukafund NEAFC í júní á næsta ári
og ekki sé útilokað að þar verði rætt áfram um
skiptingu karfastofnsins.
Aðalefni fundarins í júní verður hins vegar nýtt
eftirlitskerfi NEAFC. ísland hefur mjög beitt sér
fyrii- bættu eftirliti með veiðunum og segir Jóhann
að kerfi stóreflds eftirlits sé nú í mótun, þar sem
meðal annars sé gert ráð fyrir gei’vihnattaeftirliti
með karfaveiðiskipum. Stefnt sé að því að sam-
þykkja nýja kerfið í júní, þannig að það geti tekið
gildi 1. janúar 1999.
Þá var á ársfundinum fjallað um heildarendur-
skoðun á skipulagi og starfsemi NEAFC. Island
hefur lagt áherzlu á að starf skrifstofu stofnunarinn-
ar verði eflt, en starfsmaður í brezka landbúnaðai’-
og sjávarútvegsráðuneytinu hefúr til þessa sinnt því
meðfram öðrum störfum. Jóhann Sigurjónsson seg-
ir nú stefnt að því að sett verði á fót varanleg skrif-
stofa og ráðinn framkvæmdastjóri fiskveiðinefnd-
arinnar. Enn hefur hins vegar ekki verið ákveðið
hvort taka eigi tilboði íslands um að hýsa skrifstof-
una hér á landi og bæta mjög aðstöðu hennar.