Morgunblaðið - 02.12.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 02.12.1997, Síða 38
'38 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ NÁMIÐ er gert að leik og markmiðið er að efla áhuga barnanna á að læra og viðhalda tungunni. Þóra Haf- steinsdóttir, Arna Hallsdóttir, Lára Jónsdóttir, Laufey Jónsdóttir og Árni Eymundsson ásamt nemendum. Hvernig læra börn íslensku í Hollandi? Ni ‘EMENDUR eru 16 í tveimur bekkjardeildum í íslenska barnaskólanum í Utreckt 1 Hollandi og kennslutímarnir þrír á tveggja vikna fresti. „Hugmyndin kviknaði á þorrablóti hjá okkur fyrir þremur árum,“ segir Þóra Hafsteinsdóttir, formaður skólastjómar. Strax á mánudeginum á eftir var hafínn und- irbúningur sem síðan leiddi til þess að fundur var haldinn í júnímánuði 1995 sem varð stofnfundur skólans og kennsla hófst um haustið með 15 ''niemendum í tveimur bekkjardeild- um. Talið er að um 300 „Islendingar" búi í Hollandi um þessar mundir en þeim hefur farið fjölgandi á undan- fórnum árum og samsetning hópsins breyst, sérstaklega eftir að íslenskir læknar fóru að leita til Hollands í framhaldsnám og vinnu. Áður var stærsti hluti hópsins listastúdentar sem færstir voru með börn með sér. Með læknunum var kominn umtalsverður hópur af fjöl- skyldufólki og sömuleiðis hafa skrif- stofur skipafélaganna verið í sókn og þangað hafa komið íslenskir starfs- menn sem sest hafa að í landinu með sínar fjölskyldur. & Að gefa bömunum val „Þegar fólk er búið að vera hér í nokkurn tíma og bömin farin að tala hollenskuna eins og sitt móðurmál kemur upp þörfín á að halda við þessum íslenska menningararfi,“ segir Þóra. „Það er mikilvægt að styðja við íslenskuna hjá börnunum til að þau geti seinna meir valið hvort að þau vilji setjast að á Islandi eða hér í Hollandi." Þóra tekur dæmi af fósturdóttur sinni sem flutti til Hollands 9 ára og er núna orðin með þeim hæstu í sín- um bekk í hollensku þótt hún hafi staðnað í íslenskunni um tíma. En hún eins og svo mörg af íslensku læknabörnunum er alíslensk og ‘'heyrir á hverjum degi íslenskuna heima fyrir. Árni Eymundsson, gjaldkeri í ís- lenskuskólanun, á hollenska konu og dóttir þeirra hefur alist upp í Hollandi. Þar eru aðstæður talsvert erfíðari: „Þegar hún var lítil þýddi ekkert að nefna það að læra íslensku og ég var þá ekkert að neyða hana til þess en lét hana stundum heyra ís- lenskuna. Þegar hún var 7 ára var svo þemaverkefni í skólanum hennar um löndin nær og fjær og bekkurinn hennar tók fyrir Island og þá allt í einu reis stoltið upp hjá henni, að þetta var eitthvað sem hún átti og við mamma hennar gátum lagt þar eitthvað til málanna." Minnimáttarkennd landans íslensku krakkarnir í Hollandi eru yfirleitt alltaf einir af sínu málsvæði í sínum bekk og jafnvel í sínum skóla. p Oft verður því talsverð minnimáttar- kennd hjá þeim gagnvart íslenskunni * „I grænni lautu þar geymi ég hringinn ... „ómar út á Weter- ingstraat í borginni Utrecht í Hollandi, sungið á ástkæra, yl- hýra máli okkar Frón- búa. Bjarni Harðarson fór í íslenskan barna- skóla og hlustaði á íslenskar sögur, vísur og málfræðikennslu og sá ritgerðir skrifað- ar á íslenska tungu. Ljósmynd/Bjarni Harðarson LAUFEY Jónsdóttir kennir börnunum stafina. og velflestir foreldranna sem blaða- maður ræddi við könnuðust við að eftir nokkurn tíma vildu þau alls ekki vera ávörpuð öðruvísi en á hol- lenskunni þegar hinir krakkarnir heyrðu til. Islenskuskólinn hefur breytt miklu í þessum efnum. Krakkarnir hitta aðra sem eru í sömu stöðu og öðlast ákveðið stolt við það. Þau segja líka öll að það sé öðruvísi að leika sér við íslenska krakka heldur en hollenska og það verður fljótlega eftirsóknarveit að komast í Is- lenskuskólann. Eitt skemmtilegasta dæmið um þessa íslensku samstöðu og samkennd eru samtök unglinga sem hafa lokið námi í skólanum og stofnuðu í sumar með sér óformlegt félag sem heitir ekki minna en Ung- lingaráð Islands. Það er leikur að læra ... Bakgrunnur nemenda í skólanum er misjafn, sumir koma með tals- verða íslenskukunnáttu en aðrir eru lakar á vegi staddh, sumir hafa búið alla ævi í Hollandi en aðrir eru ný- fluttir heiman af Islandi. „Fyrsta árið var erfíðast að vinna með þennan mismun,“ segh Lára Jónsdótth kennari sem kennh í eldri hópnum. Fyrsta árið setti skólinn sér allt of strangar kröfur um yfir- ferð námsefnis og til þess að mæta því að sumh réðu ekki eins vel við yfirferðina var farið að útdeila léttari verkefnum til þeirra. Þær Lára og Laufey Jónsdótth, kennari yngri hópsins, segja að sú aðferð hafí reynst slæm og fljótlega var ákveðið að létta námsefnið og samræma það þannig að allir í hópn- um eru í reynd að leysa það sama þrátt fyrir að vera komnh mislangt í íslenskunni. Námið er gert að leik og megin- markmiðið er að örva og efla áhuga barnanna á að læra og viðhalda tungunni. Málfræðinámið byggist þannig mikið á ýmsum leikjum með orð, börnin leysa krossgátur og svo mætti lengi telja. Það er líka margt að varast í kennslunni, til dæmis eru mörg börnin í yngri hópnum að byrja að læra stafina á hollenska vísu og það getur orðið mjög ruglandi fyrh þau ef að þau eiga á sama tíma að læra að þessh stafir hafi allt aðra merk- ingu á íslenskunni. Þá hefur íslenskuskólinn fundið sér vinaskóla heima á Islandi og börnin skrifa pennavinum þar bréf í tímunum. Skólai'nir eru Ketilstaða- skóli í Mýrdal, sem er af svipaðri stærð og Utrecht-skólinn, og Grunn- skóli Breiðdalshrepps á Breiðdals- vík. Skemmtilegt þróunarstarf Strax við undirbúning Islensku- skólans fyrh þremur árum var haft samband við menntamálaráðuneytið um faglegan og fjárhagslegan stuðn- ing. Skólinn fær árlega 100 þúsund íslenskar krónur í styrk og það ásamt skólagjaldi sem er um 2.000 krónur á barn á hverri önn sleppur fyrh launum og húsaleigu en lítið meha en það. Árni Eymundsson, gjaldkeri skól- ans, segir að þessi fjárstuðningur frá ríkinu sé alger forsenda þess að skólastarfið geti haldið áfram og hann megi ekki minni vera. En hvað um faglegan stuðning? Þrátt fyrh að skólahald sem þetta sé þekkt meðal þjóða um víða veröld er ekki til nein íslensk fyrirmynd eða íslensk leiðsögn um það hvernig skuli farið að, hvað skuli kennt eða hvað gert. Á Norðurlöndum hafa íslensku- kennarar tekið saman rit sem heitir Skrudda og eru í því helstu markmið íslenskunámsins en aðstæðui’ á Norðurlöndum eru talsvert aðrar heldur en í Hollandi því að þar er ís- lenskukennska víða styrkt af þar- lendum yfirvöldum. „Við höfum mest orðið að þreifa okkur áfram sjálf,“ segja þau Lára, Þóra, Laufey og Árni og virðast líka bærilega sátt við skemmtilegt og krefjandi verkefni í þágu íslenskrar tungu. Tungumála- kunnáttan er vegabréfíð Færni í erlendum tungumálum verður æ þýðingarmeiri fyrir Islendinga, en sefur skólakerfið á verðinum? Gunnar Hersveinn nam hugmyndir Margrétar Jónsdóttur um breytta stefnu í takt við nútíðina. Hún segir það alþjóðlega kröfu að fólk tali erlend tungumál sómasamlega. ISLENSK börn ættu að byrja að læra ensku 7 ára gömul, tungumálakennarar í fram- haldsskólum að efla sjálfs- mynd sína, Háskólinn að bjóða upp á eins árs allsherjar tungumála- nám og fólk ætti að fara á endur- menntunarnámskeið í tungumálum vegna þess að umburðarlyndi gagnvart illa talandi fer þverrandi - þetta er skoðun Margrétar Jóns- dóttur, lektors í spænsku við Há- skóla Islands, og áhugamanns um endurskoðun tungumálakennslu á öllum menntastigum. „Það er líkt og það sé ekki nógu fínt að vera bara tungumálakenn- ari og því er sjálfsmyndin orðin neikvæð," segir Margrét, „og tungumál hafa farið halloka í bar- áttu framhaldsskólakennara fyrir fógum sínum og í sumum skólum eru ekki einu sinni kenndar jafn- margar einingar í þriðja máli og nemendur eiga rétt á. Hins vegar liggur ljóst fyrir að landamæri milli þjóða hafa minna gildi en áður og að vinnumarkaðurinn er alþjóðlegur." Utskrif- aðir nemendur eru nú spurðir um tungumálakunnáttu þegar þeir sækja um störf. Börnum kennt tungumál með söng og Ieikjum Margrét telur hæfileika barna í grunnskólum vanmetna því rann- sóknir og dæmi sýna að þau eiga mjög auðvelt með að tileinka sér nýtt tungumál. Hún mælir með að kennsla í ensku hefjist í sjö ára bekk. „Nota má aðferðir til að kenna börnum nýtt tungumál án þess að það bitni á íslenskunni eða lestrarnámi," segir hún, „þær fel- ast í því að börnin tileinki sér nýja málið með hlustun, leik og söng.“ Hún segir lykilatriðið í þessu vera að börnin eru ekki orðin sér of meðvitandi og feimin. Þau eru til dæmis ekki hrædd um að gys sé gert að þeim fyrir framburðinn og hugsun þeiiTa er ekki orðin of bók- leg. Þess má geta að foreldrar barna í bekk 7 ára sonar Margrét- ar slógu saman í tungumála- kennslu handa þeim. Kennari kem- ur einu sinni í viku í Melaskóla og kennir þeim ensku. Gæðaeftirlit í framhaldsskólum Margrét telur að tungumála- kennarar í háskólanum skilgreini sig oft innan annarra faga eins og bókmennta eða málvísinda. Hún telur brýnt að tungu- málakennarar á öllum skólastigum haldi sterku sambandi við landið sem tungumál þeirra tilheyr- ir og fari þangað reglu- lega til að afla efnis. „Það virkar eins og vítamínsprauta," segir hún. Hún vill líka koma á ytra aðhaldi með tungumálakennslunni, því núna fylgist enginn með hvernig kennslan fer fram, hvorki góðir né lélegir kennarar fái umbun eða skammir. „Þegar ég kenndi spænsku í Bandaríkjunum gat ég alltaf átt von á því að kennsla mín yrði tekin út, því það var fylgst Ófælni barna auðveldar þeim námið Á hvaða bili hafa einkunnir |i—i piltar þínar í íslensku verið í vetur? 'Iwstúlkur Um 10 Kynjamunur mældur í tungumálum GREINILEGUR munur á tungu- málaeinkunnum kynjanna kom í Ijós í könnun Rannsóknarstofnun- ar uppeldis- og menntamála sem gerð var á liðnu skólaári. Nemend- ur voru spurðir á hvaða bili skóla- einkunnir þeirra hefðu verið í ís- lensku, ensku og dönsku og sögð- ust stúlkurnar iðulega vera með betri einkunnir. I íslensku var til dæmis fjórð- ungur telpna með einkunn á bilinu 9-10 borið saman bið 11% drengja. Kynjamunurinn var líka umtalsverður í dönsku. Tæplega 17% stelpna hafa verið með ein- kunnina 5 eða lægra í dönsku en yfir 38% stráka. 13,6% stráka ná 9 eða hærra í dönsku en 29% stelpna. Munurinn er ekki eins greinileg- ur í ensku, til dæmis voru tæplega 18% stráka með 5 eða lægra á móti liðlega 10% stelpna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.