Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 18

Morgunblaðið - 12.12.1997, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Glæsileg ný einbýlishús í Garðabæ og Kópavogi 220-240 fm meö tvöföldum bílskúr, á einni hæö. Skilast frágengin að utan, fokheld að innan. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. deildarstjóra innanlandsdeildar. Árið 1995 flutti Hrönn til London þar sem hún vann að ýmsum sérverkefnum á sviði markaðsmála fyrir Úrval-Útsýn, þar til hún hóf meistaranám sitt haustið 1996. Eiginmaður Hrannar er Sigurður Skagfjörð Sigurðsson svæðisstjóri Flugleiða í London og eiga þau 2 dætur. Hrönn mun hefja störf 1. mars nk. • Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri fyrir Hótel Sögu og Hótel ísland. Elín lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1976, prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla ís- lands 1989 og fékk löggildingu til endurskoð- unarstarfa 1994. Elín starfaði hjá Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand hf. frá 1988 til 1994 og frá þeim tíma sem innri endurskoð- andi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hf. Eiginmaður Elínar er Júlíus Sig- urðsson og eiga þau 2 syni. • Konráð Guðmundsson sem verið hefur hótelstjóri Hótel Sögu frá 1963 og framkvæmdastjóri Hótel Sögu og Hótel íslands undan- farin ár, lætur af því starfi en mun áfram eins og hingað til hafa umsjón með viðhaldi og breytingum á hótel- unum. Nýirsijórn- endurhjá Hóteli Sögu • Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri fyrir Hótel Sögu og Hótel ísland. Hrönn varð stúdent frá Menntaskólan- um við Hamra- hlíð árið 1986 og viðskiptafræð- ingur (Cand.Oec- on) af markaðs og stjórnunar- sviði frá Háskóla íslands árið 1992. Lokaritgerð hennar fjallaði um ráðstefnu og hvataferðamarkað- inn. Síðastliðið ár hefur Hrönn stundað framhaldsnám í City Uni- versity Business School í London og lauk nú í haust meistaragráðu í við- skiptafræðum (MBA) með íjármál sem sérsvið. Eftir stúdentspróf hóf Hrönn störf hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn og vann þar samhliða háskólanámi. í ársbyij- un 1992 tók hún við nýrri stöðu sölu- stjóra ráðstefna og hvataferða í inn- anlandsdeild Úrvals-Útsýnar og var jafnframt staðgengill deildarstjóra. Árið 1993 tók Hrönn svo við stöðu Naten 1-2-3 VIÐSKiPTI ' wsfötmti 1. Fullkomin fæða 2. Til styrktar ónæmiskerfi líkamans 3. Andlegur og líkamlegur orkugjafi WtW* An efa eitt áhrifamesta lífræna fæðubótarefnið á markaðnum. Útsölustaðir: Apótekin, verslanir KÁ, kaupfélögin, Hagkaup, Blómaval Reykjavík og Akureyri og fleiri. Dreifing: NIKO ehf., sími 568 0945 Fíkni í upplýsingar vaxandi vandamál London. Reuters. KYNSLÓÐ „upplýsingafíkla" er komin til skjalanna samkvæmt nýrri álitskönnun Reuters, sem sýnir að meira en helmingur aðspurðra telur sig sólginn í upplýsingar, einkum í tölvum og á ainetinu. Af 1.000 kaupsýslumönnum í nokkrum löndum viðurkenndu 53% að þeir væru sólgnir í upplýsingar og 54 sögðust komast í sæluástand þegar þeir fyndu það sem þeir leit- uðu að á netinu. Um leið telja þeir upplýsingar þær sem úr sé að moða yfírþyrmandi og hafa áhyggjur af því að börn þeirra verði líka upplýsingafíklar. Alls sögðu 46% að börn þeirra hefðu meira gaman af tölvum en jafnöldr- unum. Sjúkdómur áratugarins? Könnunin kaliaðist „Límd við skjáinn: rannsókn á upplýsingasýki um allan heim“ og er byggð á við- tölum við fólk í Bretlandi, Bandaríkj- unum, írlandi, Þýzkalandi, Singa- pore og Hong Kong. „Eru upplýsingar eiturlyf níunda áratugarins?" spurði Mark Griffiths, sálfræðingur og fyrirlesari við Nott- ingham Tent háskóla, um könnun- „Erum við staðreyndasjúklingar og upplýsingafíklar? ðljós mörk eru milli nægra upplýsinga og of mik- illa,“ sagði Griffiths. „Skýrslan sýnir að greinileg tengsl eru á milli misnotkunar á netinu, upplýsingasöfnunar og upp- lýsingafíkni,“ sagði hann. Áhrif á störf og heimili Waddington, talsmaður Reuters, sagði að upplýsingasöfnun væri í sjálfu sér ekki vandamál. „Hún verð- ur vandamál þegar hún fer að hafa áhrif á starf fólks og heimi!islíf,“ sagði hann. Þegar fólk er í þijá eða fjóra tíma á netinu hefur það auðvitað ekki góð áhrif á framleiðni þess í starfi og sama gildir um heimilislífið," sagði hann. Samkvæmt könnuninni telja 80% sig knúna til að safna eins miklum upplýsingum og hægt er til að standa viðskiptavinum eða keppi- nautum á sporði, en rúmlega 50% telja sig ekki ráða við allar þær upplýsingar sem þeir sanka að sér. Alls töldu 97% að námskeið í upp- lýsingastjórnun væru fyrirtækjum þeirra í hag. Áttatíu og sex af hundr- aði töldu að skólar og æðri mennta- stofnanir ættu að gera meira af því að kenna börnum að nota upplýs- ingar á árangursríkan hátt. Niðurstöður könnunarinnar sýna að netið er mjög skipulagslaust, sagði Waddington. Áhrif á börn Þijú hundruð aðspurðra voru for- eldrar. Af þeim sögðust 36% hafa áhyggjur af því að börn þeirra stæðu berskjölduð gegn upplýsingum. „Ef börnin væru niðursokkin í alfræðiorðabók mundi enginn hafa áhyggjur," sagði Waddington. „Það sem veldur áhyggjum er að flakk á netinu sé til lítils gagns og ekki þroskandi.“ Samkvæmt skoðanakönnun Reut- ers 1996 á vaxandi fjöldi fólks við vanheilsu að stríða vegna álags af völdum of mikilla upplýsinga. Miðasala Sony í yfir milljarð dollara Hollywood. Reuters. ANDVIRÐI seldra aðgöngumiða að kvikmyndum Sony Pictures Entertainment utan Bandaríkj- anna í ár hefur komizt í yfir einn milljarð dollara — eða rúmlega sjö- tíu milljarða króna — í fyrsta skipti í sögu kvikmyndaversins. Söluhæsta kvikmyndin er Men in Black. Andvirði seldra miða að þeirri kvikmynd nam 5,2 milljón- um dollara í Japan þegar sýningar á henni hófust þar um síðustu helgi — sem er met í sögu kvik- myndaversins. Mikil aðsókn að kvikmyndum SPE stafar fyrst og fremst af vin- sældum fjögurra kvikmynda — Men In Black, Jerry Maguire, My Best Friend’s Wedding og The Devil’s Own — og nemur andvirði seldra miða að hverri þeirra um sig meira en 100 milljónum doll- ara. Miðasölutekjur af Men In Black í heiminum eru komnar nálægt 300 milljónum dollara. I ■ I s i I E í; I 1 I I t I I l, I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.