Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 12.12.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Glæsileg ný einbýlishús í Garðabæ og Kópavogi 220-240 fm meö tvöföldum bílskúr, á einni hæö. Skilast frágengin að utan, fokheld að innan. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. deildarstjóra innanlandsdeildar. Árið 1995 flutti Hrönn til London þar sem hún vann að ýmsum sérverkefnum á sviði markaðsmála fyrir Úrval-Útsýn, þar til hún hóf meistaranám sitt haustið 1996. Eiginmaður Hrannar er Sigurður Skagfjörð Sigurðsson svæðisstjóri Flugleiða í London og eiga þau 2 dætur. Hrönn mun hefja störf 1. mars nk. • Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri fyrir Hótel Sögu og Hótel ísland. Elín lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1976, prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla ís- lands 1989 og fékk löggildingu til endurskoð- unarstarfa 1994. Elín starfaði hjá Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand hf. frá 1988 til 1994 og frá þeim tíma sem innri endurskoð- andi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hf. Eiginmaður Elínar er Júlíus Sig- urðsson og eiga þau 2 syni. • Konráð Guðmundsson sem verið hefur hótelstjóri Hótel Sögu frá 1963 og framkvæmdastjóri Hótel Sögu og Hótel íslands undan- farin ár, lætur af því starfi en mun áfram eins og hingað til hafa umsjón með viðhaldi og breytingum á hótel- unum. Nýirsijórn- endurhjá Hóteli Sögu • Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri fyrir Hótel Sögu og Hótel ísland. Hrönn varð stúdent frá Menntaskólan- um við Hamra- hlíð árið 1986 og viðskiptafræð- ingur (Cand.Oec- on) af markaðs og stjórnunar- sviði frá Háskóla íslands árið 1992. Lokaritgerð hennar fjallaði um ráðstefnu og hvataferðamarkað- inn. Síðastliðið ár hefur Hrönn stundað framhaldsnám í City Uni- versity Business School í London og lauk nú í haust meistaragráðu í við- skiptafræðum (MBA) með íjármál sem sérsvið. Eftir stúdentspróf hóf Hrönn störf hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn og vann þar samhliða háskólanámi. í ársbyij- un 1992 tók hún við nýrri stöðu sölu- stjóra ráðstefna og hvataferða í inn- anlandsdeild Úrvals-Útsýnar og var jafnframt staðgengill deildarstjóra. Árið 1993 tók Hrönn svo við stöðu Naten 1-2-3 VIÐSKiPTI ' wsfötmti 1. Fullkomin fæða 2. Til styrktar ónæmiskerfi líkamans 3. Andlegur og líkamlegur orkugjafi WtW* An efa eitt áhrifamesta lífræna fæðubótarefnið á markaðnum. Útsölustaðir: Apótekin, verslanir KÁ, kaupfélögin, Hagkaup, Blómaval Reykjavík og Akureyri og fleiri. Dreifing: NIKO ehf., sími 568 0945 Fíkni í upplýsingar vaxandi vandamál London. Reuters. KYNSLÓÐ „upplýsingafíkla" er komin til skjalanna samkvæmt nýrri álitskönnun Reuters, sem sýnir að meira en helmingur aðspurðra telur sig sólginn í upplýsingar, einkum í tölvum og á ainetinu. Af 1.000 kaupsýslumönnum í nokkrum löndum viðurkenndu 53% að þeir væru sólgnir í upplýsingar og 54 sögðust komast í sæluástand þegar þeir fyndu það sem þeir leit- uðu að á netinu. Um leið telja þeir upplýsingar þær sem úr sé að moða yfírþyrmandi og hafa áhyggjur af því að börn þeirra verði líka upplýsingafíklar. Alls sögðu 46% að börn þeirra hefðu meira gaman af tölvum en jafnöldr- unum. Sjúkdómur áratugarins? Könnunin kaliaðist „Límd við skjáinn: rannsókn á upplýsingasýki um allan heim“ og er byggð á við- tölum við fólk í Bretlandi, Bandaríkj- unum, írlandi, Þýzkalandi, Singa- pore og Hong Kong. „Eru upplýsingar eiturlyf níunda áratugarins?" spurði Mark Griffiths, sálfræðingur og fyrirlesari við Nott- ingham Tent háskóla, um könnun- „Erum við staðreyndasjúklingar og upplýsingafíklar? ðljós mörk eru milli nægra upplýsinga og of mik- illa,“ sagði Griffiths. „Skýrslan sýnir að greinileg tengsl eru á milli misnotkunar á netinu, upplýsingasöfnunar og upp- lýsingafíkni,“ sagði hann. Áhrif á störf og heimili Waddington, talsmaður Reuters, sagði að upplýsingasöfnun væri í sjálfu sér ekki vandamál. „Hún verð- ur vandamál þegar hún fer að hafa áhrif á starf fólks og heimi!islíf,“ sagði hann. Þegar fólk er í þijá eða fjóra tíma á netinu hefur það auðvitað ekki góð áhrif á framleiðni þess í starfi og sama gildir um heimilislífið," sagði hann. Samkvæmt könnuninni telja 80% sig knúna til að safna eins miklum upplýsingum og hægt er til að standa viðskiptavinum eða keppi- nautum á sporði, en rúmlega 50% telja sig ekki ráða við allar þær upplýsingar sem þeir sanka að sér. Alls töldu 97% að námskeið í upp- lýsingastjórnun væru fyrirtækjum þeirra í hag. Áttatíu og sex af hundr- aði töldu að skólar og æðri mennta- stofnanir ættu að gera meira af því að kenna börnum að nota upplýs- ingar á árangursríkan hátt. Niðurstöður könnunarinnar sýna að netið er mjög skipulagslaust, sagði Waddington. Áhrif á börn Þijú hundruð aðspurðra voru for- eldrar. Af þeim sögðust 36% hafa áhyggjur af því að börn þeirra stæðu berskjölduð gegn upplýsingum. „Ef börnin væru niðursokkin í alfræðiorðabók mundi enginn hafa áhyggjur," sagði Waddington. „Það sem veldur áhyggjum er að flakk á netinu sé til lítils gagns og ekki þroskandi.“ Samkvæmt skoðanakönnun Reut- ers 1996 á vaxandi fjöldi fólks við vanheilsu að stríða vegna álags af völdum of mikilla upplýsinga. Miðasala Sony í yfir milljarð dollara Hollywood. Reuters. ANDVIRÐI seldra aðgöngumiða að kvikmyndum Sony Pictures Entertainment utan Bandaríkj- anna í ár hefur komizt í yfir einn milljarð dollara — eða rúmlega sjö- tíu milljarða króna — í fyrsta skipti í sögu kvikmyndaversins. Söluhæsta kvikmyndin er Men in Black. Andvirði seldra miða að þeirri kvikmynd nam 5,2 milljón- um dollara í Japan þegar sýningar á henni hófust þar um síðustu helgi — sem er met í sögu kvik- myndaversins. Mikil aðsókn að kvikmyndum SPE stafar fyrst og fremst af vin- sældum fjögurra kvikmynda — Men In Black, Jerry Maguire, My Best Friend’s Wedding og The Devil’s Own — og nemur andvirði seldra miða að hverri þeirra um sig meira en 100 milljónum doll- ara. Miðasölutekjur af Men In Black í heiminum eru komnar nálægt 300 milljónum dollara. I ■ I s i I E í; I 1 I I t I I l, I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.