Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 29
28 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR TÆPLEGA þrjár og hálf millj- ón eru ekki miklir pening- ar, þegar litið er til heildarút- gjalda ríkissjóðs. En þetta er sú upphæð, sem ákveðið hefur verið að leggja fram til þess að tryggja flug til Raufarhafnar. Þetta mál snýst því ekki um upphæðir held- ur grundvallaratriði. Núverandi ríkisstjórn og for- veri hennar hafa báðar haft þá meginstefnu að grípa ekki ti! sértækra aðgerða til stuðnings einstökum byggðarlögum eða einstökum fyrirtækjum. Engum blandast hugur um, að sú megin- stefna er rétt enda öllum ljóst, að áratuga fjáraustur úr ríkis- sjóði skilaði engu og jafnvel veik- ara atvinnulífi en ella. Helzta undantekningin frá þessari reglu á þessum áratug er Vestfjarðaað- stoðin, sem ákveðin efnisleg rök voru fyrir. Það er ekkert nýtt, að stjórn- völd leggi fram fé til þess að tryggja flugrekstur. íslenzka rík- ið átti á sínum tíma verulegan hlut í Flugfélagi íslands hf. og eftir sameiningu þess fyrirtækis og Loftleiða átti ríkið töluverðan hlut í Flugleiðum í u.þ.b. áratug. Þessi eignaraðild var á sínum tíma hugsuð til þess að efla flug- samgöngur innanlands og utan. Fyrir einum og hálfum áratug stóðu Flugleiðir frammi fyrir miklum rekstrarvanda. Forráða- menn fyrirtækisins tóku þá ákvörðun um að leggja flug til Bandaríkjanna að mestu leyti niður. Þeir fóru ekki til ríkis- valdsins og báðu um aðstoð. Þá- verandi ríkisstjórn taldi hins veg- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ar, að miklir hagsmunir væru í húfi og bauð Flugleiðum fjár- hagsaðstoð í ýmsu formi, sem varð til þess, að fyrirtækið hélt fluginu vestur um haf áfram og náði sér síðar á strik. Hefði fluginu til Bandaríkj- anna verið hætt á þeim tíma hefðu mörg hundruð starfsmenn fyrirtækisins misst atvinnu sína og samgöngur til Bandaríkjanna orðið svo stopular, að það hefði augljóslega háð útflutningsstarf- semi okkar verulega. Það er auð- velt að færa rök fyrir því, að þessi afstaða þáverandi ríkis- stjórnar hafi verið skynsamleg á þeim tíma enda studdi Morgun- blaðið hana þá. Mikilvægt er hins vegar að minnast þess, að fyrir- tækið fór ekki fram á þá aðstoð heldur ætlaði það að bregðast við vandamálum í sínum rekstri með eðlilegum hætti. Það var ríkis- stjórn þess tíma, sem bauð að- stoðina fram. Flugfélag íslands hf. hafði ákveðið að leggja niður flug frá Akureyri til Raufarhafnar vegna þess, að ekki var rekstrargrund- völlur fyrir því. Það var eðlileg afstaða af hálfu fyrirtækisins. Þá koma hins vegar opinberir aðilar til skjalanna og bjóða fram styrk til þess, að fyrirtækið haldi fluginu áfram. Er eitthvað at- hugavert við það? Það er náttúrlega augljóst, að fleiri byggðarlög geta komið í kjölfarið og óskað eftir styrk úr ríkissjóði til þess að tryggja flug þangað. Það á ekki sízt við um byggðir á Vestfjörðum. Þess vegna má vel vera, að styrkurinn til Raufarhafnarflugsins eigi eft- ir að draga dilk á eftir sér að því leyti. Á hinn bóginn fer ekki á milli mála, að ríkisvaldið heldur alltaf uppi ákveðnum aðgerðum til þess að tryggja samgöngur á milli byggðarlaga. Ríkissjóður leggur fram fé til rekstrar á ferjum til þess að tryggja samgöngur. Rík- issjóður leggur fram fé til þess að halda þjóðvegum opnum yfir vetrarmánuðina. Er nokkur mun- ur á slíkum framlögum og styrk til þess að halda uppi flugi til ákveðinna staða? Er jafnvel hugsanlegt að það sé ódýrara fyrir ríkissjóð að tryggja sam- göngur til Raufarhafnar með þessum hætti heldur en á annan veg? Þegar litið er á ríkisstyrkinn til Raufarhafnarflugsins í þessu ljósi má með nokkrum rökum halda því fram, að svo lengi, sem ríkisvaldið hefur afskipti af því að tryggja samgöngur í landinu skipti ekki meginmáli hvernig það er gert, svo lengi sem það er gert á hagkvæmasta máta fyrir skattgreiðendur. Og þó. I þessu tilviki eru tvö flugfélög, sem heyja harða sam- keppni á innanlandsmarkaði. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs hf., segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ætli samgönguráðuneyt- ið eða Alþingi að úthluta styrk til þessa flugs er það almenn regla í þjóðfélaginu með tilkomu nýrra samkeppnislaga að jafn- ræðisregla gildi, þannig að allir hafi jafna möguleika ... Við höf- um ekkert verið að skoða þetta sérstaklega, en hins vegar er staðan sú að við munum skoða öll mál, ef við teljum það skyn- samlegt og sjáum það ganga upp fjárhagslega. Því skyldum við ekki hafa áhuga á því eins og hinn aðilinn?“ Þetta er rétt. Hvers vegna er tekin einhliða ákvörðun um að leggja fram styrkinn og samið við Flugfélag íslands hf. um flug- ið til Raufarhafnar? Hvers vegna er ekki kannað með útboði, hvaða þjónustu þessi tvö flugfélög og hugsanlega fleiri eru tilbúin að bjóða íbúum Raufarhafnar miðað við þetta fjárframlag úr ríkis- sjóði? STYRKUR TIL FLUGS Góðar lýsing- • ar á íslenzk- um sögualdarkonum og sjálfstæði þeirra eru m.a. í Grettlu og Laxdælu. í 52. kap. Grettis sögu segir svo um Þorbjörgu húsfreyju úr Vatns- firði og afskipti hennar af Gretti og örlögum hans: „En er þeir höfðu þetta talat lengi, þá kom þat ásamt með þeim, at þeir mundu eigi gera happ sitt at óhappi, ok fóru til ok reistu gálga þar þegar í skóginum ok ætluðu at hengja Gretti ok hlömmuðu nú mjök yfir þessu. Þá sá þeir ríða þijá menn neðan eftir dalnum. Var einn í litklæðum. Þeir gátu, at þar myndi fara Þor- björg húsfreyja ór Vatnsfirði, ok svá var. Ætlaði hon til sels. Hon var skörungr mikill ok stórvitr. Hon hafði heraðsstjórn ok skipaði öllum málum, þegar Vermundr var eigi heima. Hon veik þangat at, sem mann- fundrinn var, ok var hon af baki tekin. Bændr fögnuðu henni vel. Hon mælti þá: „Hvat þingi hafið þér, eða hverr er þessi inn háls- digri, er hér sitr í böndum?" Grettir nefndi sik ok heilsaði henni. Hon svarar: „Hvat rak þik til þess, Grettir,“ sagði hon, „at þú vildir gera hér óspekðir þingmönn- um mínum?“ „Eigi má nú við öllu sjá. Vera varð ek nökkur." „Slíkt er mikit gæfuleysi," segir hon, „at vesalmenni þessi skyldi taka þik, svá at ekki lagðist fyrir þik. Eða hvat ætlið þér nú af honum at gera?“ Bændr sögðu henni, at þeir ætluðu at festa hann á gálga fyrir óspekðir sínar. Hon svarar: „Vera má, at Grettir hafi sakar til þess, en ofráð mun þat verða yðr Isfirðingum at taka Gretti af lífi, því at hann er maðr frægr ok stórættaðr, þó at hann sé eigi gæfumaðr. Eða hvat viltu nú vinna til lífs þér, Grettir, ef ek gef þér líf?“ Hann svarar: „Hvat mælir þú til?“ „Þú skalt vinna eið,“ sagði hon, “at gera engar óspekðir hér um ísafjörð. Engum skaltu hefna, þeim sem í atför hafa verit at taka þik.“ Grettir kvað hana ráða skyldu. Síð- an var hann leystr, ok kvaðst hann mest bundizt hafa at sínu skap- lyndi, at hann sló þá eigi, er þeir hældust við hann. Þorbjörg bað hann fara heim með sér ok fekk honum hest til reiðar. Fór hann þá heim í Vatnsfjörð ok beið þar til þess, er Vermundr kom heim, ok gerði húsfreyja vel við hann. Varð hon af þessu mjök fræg víða um sveitir. Vermundr var ófrýnn, er hann kom heim, ok spurði, hví Grettir væri þar. Þorbjörg sagði allt, sem farit hefði með þeim ísfirð- ingum. „Hvers naut hann at því,“ sagði Vermundr, „er þú gaft honum líf?“ „Margar greinir váru til þess,“ sagði Þorbjörg. „Þat fyrst,“ segir hon, „at þú munt þykkja meiri höfð- ingi en áðr, er þú áttir þá konu, er slíkt þorði at gera. Þá myndi þat ok ætla Hrefna, frændkona hans, at ek mynda eigi láta drepa hann. Þat it þriðja, at hann er inn mesti afreksmaðr í mörgum greinum." „Vitr kona ertu,“ sagði Ver- mundr, “í flestu, ok haf þökk fyr- ir.“ Þá mælti hann til Grettis: “Lít- it lagðist nú fyrir þik, þvílíkr garpr sem þú ert, er vesalmenni skyldu taka þik, ok ferr svá jafnan óeirðar- mönnum.““ Og í Laxdælu segir svo í • 23. kap.: „Þat er sagt, einn dag, er þeir feðgar, Höskuldr ok Óláfr, gengu 'frá búð ok til fundar við Egil (Skallagrímsson). Egill fagnar þeim vel, því at þeir Hösk- uldr váru mjök málkunnir. Höskuldr vekr nú bónorðit fyrir hönd Óláfs ok biðr Þorgerðar. Hon var ok þar á þinginu. Egill tók þessu máli vel, kvaðst hafa góða frétt af þeim feðgum. „Veit ek ok, Höskuldr," segir Egill, „at þú ert ættstórr maðr ok mikils verðr, en Óláfr er frægr af ferð sinni. Er ok eigi kynligt, at slíkir menn ætli framarla til, því at hann skortir eigi ætt né fríðleika. En þó skal nú þetta við Þorgerði ræða, því at þat er engum manni fært at fá Þorgerðar án hennar vilja.“ Höskuldr mælti: „Þat vil ek, Egill, at þú ræðir þetta við dóttur þína.“ Egill kvað svá vera skyldu. Egill gekk nú til fundar við Þorgerði, ok tóku þau tal saman.“ M. HELGI spjall IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er skýrt frá niðurstöð- um könnunar á vegum Ferða- málaráðs sl. sumar þar sem 2.700 ferðamenn af 3.500, sem lentu í úrtaki frá byijun júní til ágústloka svöruðu spurningum um ferðamál. Rúmlega helming- ur sagði, að það mundi hafa neikvæð áhrif á ákvörðun um ferð til íslands, ef við íslend- ingar stunduðum hvalveiðar. Þar af sagði tæpur þriðjungur eða 29%, að það hefði haft mjög neikvæð áhrif á ferðaval þeirra og fjórðungur sagði að það hefði haft frek- ar neikvæð áhrif. Alveg um þriðjungur þeirra, sem spurðir voru sögðu, að hvalveið- ar á okkar vegum hefðu engin áhrif haft. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður en koma þó tæpast á óvart. Þær sýna, að í þessum efnum erum við á milli tveggja elda. Tekjuaukning vegna hvalveiða getur leitt til tekjutaps í ferðaiðnaði. Sjálfsagt er hægt að áætla út frá þessum tölum, hvað það tekjutap gæti orðið mikið og með sama hætti er væntanlega hægt að áætla út frá fyrri reynslu hvað tekjuaukning af því að hefja hvalveiðar á ný gæti orðið mikil. Spurningin um hvalveiðar eða ekki hval- veiðar er þó aðeins lítill þáttur í mjög stóru máli, sem við íslendingar stöndum frammi fyrir í lok tuttugustu aldarinnar. Á hvern veg getum við hagnýtt auðlindir okkar með þeim hætti, að það samrýmist nútímalegum sjónarmiðum um vernd náttúru og um- hverfis og nauðsyn þess, að snúast gegn vaxandi loftmengun, sem vísindamenn telja að gæti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni, þótt enginn geti full- yrt neitt um það? Fyrir skömmu sat hópur stóriðjusinnaðra einstaklinga að tali og spurði sjálfa sig, hvað líklegt væri, að hér yrðu byggð mörg álver til viðbótar við þau, sem fyrir væru og ákvörðun hefur verið tekin um. Niður- staða þeirra var sú, að hér yrði í ljósi nýrra aðstæðna einungis byggt eitt álver til við- bótar við Straumsvík og Norðurál og í allra mesta lagi tvö. Fyrir fimm árum hefði eng- um í þessum hópi látið sér til hugar koma, að nauðsynlegt yrði að setja þak á fjölda álvera hér. Jafnframt og jafnhliða er sú spurning orðin raunhæf, hvað við getum gengið langt í virkjun fallvatnanna án þess að spilla þeirri náttúrufegurð, sem dregur að sér vaxandi fjölda ferðamanna ár frá ári. Fyrir aldarfjórðungi var í almennum þjóðmálaumræðum talað um það, að ís- lenzka þjóðin ætti fyrst og fremst tvær auðlindir; fiskimiðin við strendur landsins og orku fallvatnanna, sem enn væri að mestu ónotuð. Nú er yfirleitt talað um að við eigum þijár auðlindir, þ.e. fiskimiðin, orku fallvatnanna og náttúru landsins, sem enn sé að mestu leyti óspillt og þess vegna mikil og vaxandi tekjulind. Auk þessara þriggja auðlinda er svo gjarnan til þess vitnað, að fjórða auðlindin sé vel menntuð þjóð. Fiskimiðin eru að mestu fullnýtt, sem auðlind þótt alltaf komi við og við fram ábendingar um þá möguleika, sem felist í veiðum á fiskistofnum, sem við höfum ekki sinnt hingað til. í því sambandi hefur búri og túnfiskur verið mest til umræðu undan- farin ár auk kolmunna, sem við höfum ekki náð viðunandi tökum á að veiða. En jafnframt er augljóst, að við eigum enn langt í land með að nýta sjávaraflann þann- ig að hann gefi af sér auknar tekjur, þótt magnið aukist ekki að ráði. Fram á síðustu ár höfum við talið, að einungis lítill hluti af þeirri auðlind, sem við eigum í ónýttri orku fallvatnanna hefði verið notaður. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir þeirri spurningu, sem áður var vikið að, hvort miklar virkjanafram- kvæmdir í óbyggðum muni spilla náttúru landsins svo mjög, að tekjuauki vegna virkj- anaframkvæmda og stóriðju leiði til tekju- taps í ferðaiðnaði. Slíkar umræður hefðu verið nánast óhugsandi fyrir aldarfjórðungi en eru brýnar nú. Raunar er þetta ekki bara spurning um tekjuauka eða tekjutap. Við stöndum líka frammi fyrir því siðferðilega mati, hvort okkur leyfist að umgangast landið með þeim hætti, að börn okkar og barnabörn og framtíðarkynslóðir fái ekki að njóta þeirrar fegurðar og óspilltu náttúru, sem í óbyggðum landsins býr. Og loks stöndum við frammi fyrir ákvörðun um, hvort við getum leyft okkur að horfa fram hjá væntanlegri viðleitni annarra þjóða heims, sem að vísu er ekki orðinn veruleiki nema að litlu leyti til þess að vinna gegn þeim áhrifum, sem alþjóðleg mengun hefur haft á umhverfi okkar. Stundum hefur verið sagt á undanförn- um árum og m.a. hér í Morgunblaðinu, að lítið væri um stór og mikil viðfangsefni á vettvangi íslenzkra stjórnmála. En með sterkum rökum má halda því fram, að bar- átta við óðaverðbólgu og önnur slík dægur- mál sé smámál samanborið við þau verk- efni, sem hér blasa við. Ný afstaða FYRIR NOKKRUM dögum var frá því skýrt í Evrópuút- gáfu bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, að allar bílaverksmiðjur heims leggja nú gífurlega áherzlu á, að þróa nýja tegund af bílvél, sem valda mun byltingu í almennings samgöngum í fram- tíðinni. Forráðamönnum þessara risafyrir- tækja er orðið ljóst, að dagar hinnar hefð- bundnu bílvélar eru taldir m.a. og ekki sízt vegna þeirra mengunaráhrifa, sem hún hefur. Þeir gera sér jafnframt grein fyrir, að sú verksmiðja eða þær verksmiðjur, sem ná forystu í framleiðslu á nýrri bílvél eiga von á gífurlegum ábata á næstu áratugum. Gamla bílvélin er á útleið vegna þess, að hún mengar svo mikið og hefur skaðleg áhrif á umhverfi okkar. Þess verður áreið- anlega ekki langt að bíða, að hið sama REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. janúar gerist með þær vélar, sem knýja fiskiskip, kaupskip og flugvélar. Þegar við íhugum þessi nýju viðhorf og þessa nýju afstöðu hljótum við um leið að hugleiða, hvort við getum nýtt hreina orku fallvatnanna á þann veg, að hún breytist ekki í andhverfu sína með því að verða undirstaða atvinnugreina, sem óumdeilan- lega hafa mengandi áhrif á umhverfi okk- ar. Og jafnframt hvort við getum nýtt hana án þess að spilla umhverfinu að öðru leyti. Breytingin á viðhorfi fólks á nokkrum áratugum er nánast ótrúleg. Nú stöðva menn ekki bara við virkjanirnar sjálfar heldur líka mannvirkin, sem þarf að reisa til þess að flytja orkuna til notenda. Hvað eftir annað hafa komið upp miklar umræð- ur um það, hvort heimila eigi flutningalín- ur fyrir raforku víðs vegar um landið. Að sjálfsögðu má færa fram þau rök, að sjónarmið sem þessi geti auðveldlega leitt út í öfgafullar umræður og afstöðu. Spyija má, hvernig þjóðin eigi að geta lifað í þessu landi, ef hún má ekki nýta þær auðlindir, sem fyrir hendi eru. Og það eru fullgild sjónarmið. Á hinn bóginn gætum við staðið frammi fyrir því, að markaðurinn sjájfur setji okkur harða kosti. í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs var vitnað til könnunar Ferðamálaráðs, sem bendir til þess, að við gætum orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna færri heim- sókna erlendra ferðamanna, ef við hefjum hvalveiðar. Með sama hætti er ekki óhugs- andi, að við yrðum líka fyrir miklu tekju- tapi ef við reisum svo mikið af mannvirkj- um í óbyggðum íslands, að þær verði ekki lengur eftirsóknarverðar fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn að heimsækja. Við gætum líka staðið frammi fyrir því, að kaupendur sjávarafurða segi sem svo: ITJARNARBORG jú, það er rétt. íslenzkar sjávarafurðir eru hollar og góðar og sjórinn í kringum ísland er enn hreinn og tær en þið veiðið fiskinn með aðferðum, sem valda svo miklum út- blæstri gróðurhúsalofttegunda að slíkar vörur er ekki hægt að kaupa. Það er alls ekki útilokað að niðurstaða könnunar Ferðamálaráðs sé vísbending um, að markaðurinn sé að taka þá ákvörðun fyrir okkur, sem deilt hefur verið um, hvort eigi að taka, þ.e. að hvalveiðar séu of mik- ið hættuspil. Og það er alls ekki óhugs- andi, að viðhorf markaðarins eigi eftir að takmarka svigrúm okkar til nýtingar ann- arra auðlinda landsins, sem við hingað til höfum talið eðlilega. Morgunblaðið/Golli Breyttur lífsmáti? ALLT LEIÐIR þetta til þeirrar nið- urstöðu, að breytt viðhorf og breyttar aðstæður knýi þjóð- ir heims og að minnsta kosti þá, sem búa í allsnægtarþjóðfélögum Vesturlanda til þess að taka upp breyttan lífsmáta. Neyzlu- æðið á Vesturlöndum virðist ekki eiga sér nokkur takmörk. Og það verður stöðugt æðisgengnara. Þegar horft er yfir heims- byggðina alla verður ljóst, að misskipting lífsgæðanna er hrikaleg. Þurfum við Vesturlandabúar meira? Komumst við ekki vel af án þess að auka velmegun okkar stöðugt? Er það ekki vísbending um að úrkynjun sé í uppsiglingu, þegar við heimt- um meir og meir? Eru engin takmörk? Voru yfirleitt nokkur takmörk á eftirsókn yfirstéttarinnar í Róm eftir munaði á þeim árum og áratugum, þegar Rómarveldi var að hrynja? Eða yfirstéttarinnar í Frakk- landi skömmu fyrir byltinguna fyrir rúmum 200 árum? Þær umræður, sem augljóslega eru í uppsiglingu um nýtingu landsins gæða á næstu öld eru stórmerkilegar. Það fer ekk- ert á milli mála, að við tökum á næstu árum ákvarðanir, sem hafa mikil áhrif á líf afkomenda okkar á seinni hluta næstu aldar. Það skiptir afar miklu máli, að við fjöllum um þessi nýju viðhorf og breyttu afstöðu með opnum huga og fordómalaust. Það má telja líklegt, að niðurstaðan verði einhvers staðar á milli tveggja öfga. Þeir verða margir, sem telja, að við höfum ekki efni á öðru en að nýta auðlindir okkar á þann veg, sem við blasir og við höfum tækifæri til. Og að með því séum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Svo verða hinir, sem munu halda því fram, að nú þegar eigi að stoppa á þeirri braut, sem við erum á og gerbreyta um stefnu. í umræðum sem þessum er alltaf að finna öfgafull sjónarmið á báða bóga. Við höfum þegar tekið ákvarðanir um stóriðju, sem eru ýmist komnar til fram- kvæmda eða undirbúningur stendur yfir. Gera má ráð fyrir, að viðunandi samstaða verði um nýtt álver á Austurlandi, ef kost- ur er á samningum um það. En ekki er ósennilegt, að úr því verði efasemdir um hversu langt eigi að ganga. í þessu samhengi hlýtur útflutningur á orku um kapal til Evrópu að verða áhuga- verður kostur. Mikil vinna hefur verið lögð í að kanna þá möguleika til hlítar og ekki óeðlilegt í ljósi breyttra viðhorfa að leggja aukna áherzlu á þá. Við þurfum að hafa heildarmyndina í huga við allar ákvarðanir um þessi efni í framtíðinni. Eða öllu heldur: við verðum knúin til að vega og meta öll þessi sjónar- mið á næstu árum áður en við tökum nýjar ákvarðanir. „Spurningin um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar er þó aðeins lítill þáttur í mjög stóru máli, sem við Islendingar stöndum frammi fyrir í lok tuttug- ustu aldarinnar. Á hvern veg get- um við hagnýtt auðlindir okkar með þeim hætti, að það samrýmist nútímalegum sjónarmiðum um vernd náttúru og umhverfis og nauðsyn þess, að snúast gegn vax- andi loftmeng- un...“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.