Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 49 I 1 9 I : J I I 1 < € 4 4 i i i i i Í i i i i i i i i i i 4 FÓLK í FRÉTTUM „Leikhúsið fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður“ Ólafur Haukur Símon- arson er einn afkasta- mesti núlifandi leikhöf- undur landsins og hef- ur samið 17 leiksviðs- verk. Rakel Þorbergs- dóttir spurði hann um nýjasta leikritið, Meiri gauragang. Meiri gaura- gangur í Þjóðleikhúsinu ►LEIKRITIÐ Meiri gauragangfur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í febrúar næstkomandi. Um er að ræða sjálfstætt framhald leikritsins Gauragangur sem var tekið til sýn- inga árið 1994 og íjallar um félag- ana Orm og Ranúr sem lenda í hin- um ýmsu ævintýrum. Gauragangur er eitt vinsælasta leikrit sem sett hefur verið upp í Þjóð- leikhúsinu og sáu um 40 þúsund áhorfendur þá félaga fara á kostum. Að þessu sinni halda Ormur og Ranúr á vit nýrra ævintýra og leggja leið sína til Danmerkur, nánar tUtekið til Kaupmannahafnar. Þar lenda þeir í margvíslegum háska og á vegi ^ þeirra verður skrautlegt lið og óteljandi pylsur. Með hlutverk Orms og Ranúrs fara þeir Bergur Þór Ingólfsson og Baldur Trausti Hreinsson en þeir taka við af Ingvari E. Sigurðssyni og Sigurði Sigmjónssyni sem skemmtu áhorfendum eftirminni- lega í Gauragangi. „UPPHAFLEGA voru þetta tvær bækur sem komu út fyrir nokkrum árum. Söguhetjurnar eru tveir strákagalgopar og við unnum leik- rit upp úr fyrri bókinni fyrir fjór- um árum. Nú eru þeir aftur komnir á kreik félagarnir og leiðin liggur til Kaupmannahafnar þar sem þeir verða sér úti um öll þau vandræði sem hægt er að rata í.“ - Hafa þeir félagar eitthvað elst eða breyst? „Sagan gerist svona ári eftir að sú fyrri gerðist þannig að þeir eru enn um 17-18 ára.“ - Er leikritið alfarið byggt á seinni bókinni? „Það er stuðst við bókina en leik- ritið lýtur öðrum lögmálum en bók- in. Leikritið er allt annað og knappara form og í skáldsögunni getur þú lýst í löngu máli því sem þú vilt. Þetta leikrit er líka fullt af söngvum sem Jón Ólafsson hefur samið lögin við og er því í raun söngleikur.“ - Eru Ormur og Ranúr dæmi- gerðir ungir menn? „Nei, ég held að dæmigerðir ungir menn séu ekki til. Þetta eru algjörir einstaklingar en það er alltaf gaman að vera ungur og maður verður að fara í gegnum ýmislegt á þeim árum til að full- orðnast.“ - Þú varst á æfingu leikritsins í Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Haukur Símonarson er höfundur leikritsins Meiri gaura- gangur sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í febrúar. morgun. Hvert er þitt hlutverk núna í uppfærslunni? „Ég verð að fylgja þessu eftir al- vegfram á síðasta dag. “ - Eru einhverjar breytingar gerðar á handritinu? „Jájá, ég breyti alltaf heilmiklu þegar ég sé hvernig þetta leggst. Ég vinn líka talsvert mikið út frá leikurunum sjálfum.“ - Koma leikararnir með hug- myndir að breytingum? „Já, það koma allir með góðar hugmyndir og ég tíni úr það sem mérfínnst bitastætt." - Ferill þinn er mjög fjölbreytt- ur. Er leikhúsið eitthvað sem heill- ar þig sérstaklega? „Það er mjög gaman að vinna í BALDUR Trausti Hreinsson (Ormur) og Bergur Þór Ingólfsson (Ranúr) leika aðalhlutverkin í ieikritinu Meiri gauragangur. Jagger raddlítill Los Angeles. ROKKHLJÓMSVEITIN Rolling Stones hefur aflýst tveimur tón- leikum í tónleikaferð sinni um Bandaríkin og Kanada vegna veikinda Micks Jaggers, söngv- ara sveitarinnar, en hann er með raddbandabólgu. Hljómsveitin átti að leika í Syracuse í New York-ríki og Toronto í Kanada en tónleikun- um hefur nú verið frestað fram á vor. Vonast er til þess að Jagger jafni sig á næstu dögum og hægt verði að halda tónleika í Montr- eal eins og til stóð. Tónleikaferð- in hófst í Quebec 5. janúar en þeir voru óvenju stuttir vegna veikinda Jaggers. Gleðilegt nýtt ár! Um leið og við óskum landsmönnum A öllum farsældar og friðar á nýju ári þökkum við gestum okkar hollustuna á liðnum ánim. Hollt og gott mataræði og hamingja fara vel saman. Lifið heil! Opið hjá okkur: Virkadaga frákl. 11:30-14:00og 18:00-22:00. Laugardaga frá kl. 11:30-21:00. Matstofan A ncestu grösum 4 Laugaveg 20b • Sífni 552 8410 leikhúsinu annað slagið, fá að vera innan um fólk, og leikhúsið er fjöl- breytilegur og skemmtilegur vinnustaður. Það getur gengið á ýmsu.“ - Er þessi uppfærsla ólík Gauragangi? „Nei, þetta er ósköp svipað. Við erum með sama leikstjórann og tónlistarstjórann en það eru nýir leikarar. Ég er með tvær af yngstu stjömunum í leikhúsinu í aðalhlut- verkum.“ - Er nýtt leikrit á borðinu hjá þér? „Já, það er alltaf eitthvað í tölv- unni en svo er bara að sjá hvað rat- ar upp á svið.“ - Er möguleiki á framhaldsbók um þá félaga? „Það er aldrei að vita nema þeir félagarnir skjóti upp kollinum aft- ur. m e ð O r v i I I e fyrir krakka, og alla hina! v. Bergstaðastræti 2ja mánaða námskeið hefjast 15. janúar Aðahld, fræðsla, stuðningur, vigtun, fitumæling Lokað fitubrennslunámskeið fyrir fólk sem vill losna við 15 kg. eða meira Hjólaþjálfun + styrkjandi æfingar • Mikið aðhald og stuðningur Innifalið á öllum fitbrennslunámskeiðum Mappa með fróðleik og uppskriftum, T-bolur, fæðubótarefni frá Davina og máltíð á Hollustu og heilsu - Listhúsinu Laugardal Verðlaun fyrir besta árangurinn er frítt á framhaldsnámskeið Frjáls aðgangur að tækjasal og opnum tímum hjá GYM 80 GYM - BO Suðurlandsbraut 6 (bakhús) Sfmi s 588 8383

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.