Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRÉTTIR Frumvarp alþýðubandalagsmanna til stjórnskipunarlaga Stund milli stríða Tekur af öll tvímæli um eign- arrétt á náttúruauðæfum SAMRÆÐUR á Alþingi fara iðulega fram í hinu mesta bróð- erni þvert á öll flokksbönd. Hér stinga þeir saman nefjum Guðmundur Árni Stefánsson og Ossur Skarphéðinsson, sem eitt sinn tilheyrðu hvor sínum þing- flokknum, en eru nú báðir þing- menn Alþýðuflokksins. RAGNAR Arnalds, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, mælti fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á fimmtudag, en með- flutningsmenn hans eru sex aðrir þingmenn Alþýðubandalags og óháðra. Með frumvarp- inu er lagt til að nýjar málsgreinar bætist við 72. grein stjórnarskrárinnar, en fyrsta . málsgreinin sem lagt er til að bætist við er I svohljóðandi: Öll verðmæti í sjó og á sjávar- botni innan efnahagslögsögu, svo og al- menningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda teljast sameign þjóðarinn- ar allrar, einnig námur í jörðu, orka í renn- andi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi. ! Þá er með frumvarpinu lögð áhersla á, að | sögn Ragnars, að taka af öll tvímæli um ► eignarrétt á náttúruauðæfum og landi og marka skýra stefnu í því efni. „Við höfum | talið að eðlilegast væri að gera þetta með stjórnarskrárákvæði á þann veg að eignir sem enginn hefur sannanlega átt fram að þessu og eru þess eðlis að þær þurfa að nýt- ast af þjóðarheildinni, verði í stjórnarskrá lýðveldisins, lýstar sameign þjóðarinnar allr- ar. En um leið leggjum við áherslu á að staða ; bænda sé ekki skert í neinu, heldur haldi þeir þeim hlunnindum sem hafa fýlgt ís- I lenskum búskaparháttum á liðnum öldum. Við höfum gert ráð fyrir því að mörkin milli einkaeignar og sameignar þjóðarinnar verði ákveðin með löggjöf þar sem hagsmuna þétt- býlisbúa sé fyllilega gætt og þeim sé tryggð- ur réttur til eðlilegrar umgengni og útivistar í landinu," sagði Ragnar. Hóflegt auðlindagjald í máli sínu vék Ragnar sérstaklega að jarðhitanum, en í frumvarpinu er lagt til að jarðhiti neðan við 100 metra dýpi verði lýst- ur sameign þjóðarinnar. „Hugmyndin um að takmarka einstaklingseignarrétt á jarðhita á ákveðnu dýpi er ekki komin frá okkur al- þýðubandalagsmönnum heldur byggist á langri umræðu hér á Islandi um það efni. Meðal annars ítarlegum álitsgerðum virtustu fræðimanna á þessu sviði á sínum tíma,“ sagði Ragnar. Hann tók það á hinn bóginn fram að það væri ekki skilyrði af hálfu al- þýðubandalagsmanna að miðað væri ná- kvæmlega við þetta dýpi. „Aðalatriðið er að um einhverja takmörkun sé að ræða því við teljum það fráleitan skilning með öllu að landeigandi geti átt slík réttindi inn að mið- punkti jarðar.“ Morgunblaðið/Ásdís Önnur málsgrein sem al- þýðubandalagsmenn leggja til að bætt verði við stjórn- arskrána kveður á um að heimilt sé að ákveða að nýtendur auðlinda í sam- eign þjóðarinnar greiði hóf- legt gjald er standi undir kostnaði við rannsóknir og stuðli að vemdun auðlind- anna og sjálfbærri nýtingu þeirra. I þessu sambandi lagði Ragnar áherslu á að um hóflegt gjald væri að ræða og ekki gengið svo langt að íþyngja um of einstökum atvinnuvegum. „Ég er ekki ýkja hrifinn af þeirri tillögugerð sem fram hefur komið frá Þingflokki jafnaðar- manna þar sem gert er ráð fyrir því að auð- lindagjald verði svo stórtækt að það ryðji burtu tekjuskatti," sagði Ragnar. Að loknu framsöguerindi Ragnars tók Ágúst Einars- son, Þingflokki jafhaðar- manna, fram að Þingflokkur jafnaðarmanna hefði lagt til að lagt væri á veiðileyfa- gjald upp á tvo milljarða við núverandi aðstæður. „Við höfum sömuleiðis sagt að þegar hagnaður mun aukast í þessari grein, þegar fram líða stundir og fiskstofnar byggjast upp, verður hægt að auka þessa gjaldtöku," sagði Ágúst. „Það er alveg Ijóst að málflutningur okkar jafnaðarmanna varðandi veiðileyfagjald er reyndar í anda þess sem háttvirtur þingmaður talaði um, hófleg gjald- taka, en þegar fram líða stundir er hægt að auka hana, en samt skilja vel eftir innan sjáv- arútvegsins.“ 1 ; [ú.: rr; . v. < ‘ ':,,r ; \ • ALÞINGI Alþingi Frumvarp til laga um tölvubrot DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á al- mennum hegningarlögum. Miðar frumvarpið að því að skilgreina refsiverða háttsemi sem tengist tölvum og notkun þeirra, til dæmis fölsun gagna á tölvutæku formi, óheimilan aðgang að gögnum eða forritum á tölvutæku formi og eyðileggingu tölvubúnaðar. Frumvarpið var samið af refsiréttarnefnd, sem skipuð var af dómsmálaráðherra 2. júm' 1997 og er formaður nefndarinnar Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Sýslumaðurinn á Akranesi um viðbrögð dómsmálaráðuneytis vegna meðhöndlunar hans á máli ÞÞÞ Telur ráðuneytið brotlegt við íjölda lagaákvæða í GREINARGERÐ Sigurðar Gizurarsonar, sýslumanns á Akra- nesi, þar sem hann rekur afskipti embættis síns af máli Þórðar Þórð- arsonar, kemur fram að hann telur dómsmálaráðuneytið hafa brotið fjölda lagaákvæða. „Með því að fella dóm yfir mér um lögbrot í fréttatilkynningu til allra helztu fjölmiðla landsins - aðeins um það bil fjórum klukkustundum eftir að það hafði fregnir af samkomulagi mínu og Helga V. Jónssonar hrl. - gerðist dómsmálaráðuneytið brot- legt við fjölda lagaákvæða," segir sýslumaður í greinargerð sinni. Greinargerðin kemur í kjölfar at- hugunar Ríkisendurskoðunar á inn- heimtu skattskuldar og sektar á hendur ÞÞÞ, viðbragða ráðuneyta dómsmála og fjármála og vegna umræðna um málið sem orðið hafa í fjölmiðlum. Dómsmálaráðuneytið gerði í síðustu viku athugasemdir við áðurgreindan samning sýslu- manns um greiðslu sektar ÞÞÞ og veitti sýslumanni frest til að skýra sína hlið málsins. Sendi hann ráðu- neytinu greinargerð sína á fimmtu- dag. Leitaðist við að tryggja hags- muni beggja Sýslumaður rekur hvernig hann hefur leitast við að tryggja hags- muni ríkissjóðs við innheimtu á skattskuld annars vegar og hins vegar sekt og telur vegna tengsla þessara mála að rétt hafi verið að framkvæmd þeirra héldist í hendur. Færir hann m.a. rök fýrir því að hann hafi haft rétt til að semja um greiðslu sektar til lengri tíma en árs og segir lög sem dómsmálaráðu- neytið telur banna lengri frest ekki eiga við nema um dóma sem falla eftir gildistöku laganna 1. júlí 1997. Dómur Hæstaréttar hafi gengið 12. júní og lagarök væru til um að lögin væru ekki afturvirk. Nefnir hann í þessu sambandi að ráðuneytið sjálft hafi án lagaheimilda samið um greiðslu sekta með aíborgunum til allt að fimm ára. „Það kemur því æði kynlega fyrir, þegar sama ráðu- neyti sér ástæðu til að gefa út sér- staka fréttatilkynningu um, að ég hafi brotið lög með því að gera slík- an samning með eins árs afborgun- arfresti," segir m.a. í greinargerð sýslumanns. „Samkomulag okkar Helga V. Jónssonar hrl. var heiðursmanna- samkomulag, sem miðaði að því að bjarga því sem bjargað yrði í máli, sem var komið í óefni fyrir mistök af hálfu ríkisins. Eina gildið sem samkomulag þetta hafði var sið- ferðilegt, þ.e. að þess var að vænta, að sonur Þ.Þ., eigandi skuldabréf- anna, teldi sér siðferðilega skylt að nota andvirði bréfanna til að bjarga föður sínum frá fangelsi, enda hafði hann lýst því yfir, að hann hefði vilja til að láta andvirði skuldabréfanna ganga til greiðslu sektarinnar," segir m.a. í greinar- gerð sýslumanns. Hann segir að þeim Helga hafi borið að gæta bæði hagsmuna ríkisins og hins dæmda og að ríkið hafi mátt telja siðferðilega ábyrgt fyrir því að Þ.Þ. gat ekki greitt sektina því að það hafi vanrækt að bjóða í skuldabréf á uppboði. „Á uppboðinu hlunnfór ríkið bæði sjálft sig og Þ.Þ. og felldi í raun á hann viðbótarrefs- ingu, sem hann hafði ekki verið dæmdur til.“ Hélt samskiptin í bezta lagi Sýslumaður rekur síðan viðbrögð dómsmálaráðuneytisins og telur það hafa stutt málflutning sinn með lagaákvæði sem ekki sé í gildi um dóm Hæstaréttar í málinu og segir ráðuneytið hafa gerzt brotlegt við fjölda lagaákvæða: „í fyrsta lagi felldi það dóm yfir mér án þess að gefa mér kost á að tjá mig um málsefnið, áður en það komst að niðurstöðu sinni, og braut þannig gegn andmælareglu stjórn- sýslulaga nr. 37/1993, sbr. 13. gr. laganna. í öðru lagi hrapaði það að niðurstöðu sinni, og braut þannig rannsóknarreglu stjómsýslulag- anna, sbr. 10. gr. laganna. I þriðja lagi studdi það niðurstöðu sína við lög, sem ekki giltu um málefnið, sbr. það sem segir að framan um lögin nr. 57/1997. í fjórða lagi braut það þá meginreglu laga, að stjóm- völd, sem eiga dagleg samskipti, bera hollustuskyldur hvert gagn- vart öðra og ótækt er, að þau vegi hvort að öðru opinberlega í fjölmiðl- um. Dómsmálaráðuneytið ber holl- ustuskyldur gagnvart mér. Má vera ljóst, að mér er illkleift að starfa, ef ég á ávallt á hættu að ráðuneytið ráðist á mig opinberlega hvenær sem það telur sig hafa fundið högg- stað.“ Og í fimmta lagi telur sýslu- maður að fréttatilkynning ráðu- neytisins og yfirlýsingar ráðuneyt- ismanna í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi feli í sér ærumeiðandi að- dróttanir í sinn garð. Lokaorð greinargerðar sýslumanns era þessi: „Ég vil að lokum taka fram, að ég hefi verið sýslumaður frá árinu 1974 - í meira en 23 ár - án þess að mér hafi orðið á mistök og aldrei hefur dómsmálaráðuneytið veitt mér áminningu fyrir embættisstörf mín. í grandaleysi mínu hélt ég, þegar ég ræddi við Björgu Thorarensen skrifstofustjóra ráðuneytisins í síma fimmtudaginn 29. jan. 1998, að sam- skipti mín við ráðuneytið væra í bezta lagi. Önnur varð raunin þegar leið að kvöldi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.