Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Ný sending
Franskar, hnésíðar buxur
Opið virka daga frá kl. 9-18,
laugardaga frá ki. 10-16.
TESSV
neðst við Dunhaga,
sími 562 2230
Hándel orgelLonsertar
Árni Arinbjarnarson leikur 2 orgelkonserta Handels
ásamt hljómsveit í Grensáskirkju á morgun kl. 17.
Nýi tónlistarskóllnn.
r
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Domus Medica - Kringlunni
Nýkomin sending
Teg.: Capito
Litir: Svartir og bláir
8.995,-
Verð
Teg.: Neapel
Litur: Svartir
Verð: 8.995,-
Langur laugardagur Opið 10-16
- kjarni málsins!
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tjörnin og
borgin - svar
FÖSTUDAGINN 23. janú-
ar birtist í Velvakanda
grein undir fyrirsögninni
„Borgin og fuglarnir á
Tjörninni". I greininni er
fundið að því að fuglarnir
fái ekki nægilegt æti, að
Tjörnin sé skítug og að að-
búnaður fuglanna sé ekki
nægilega góður.
Á undanfóiTium misser-
um hefur fjöldi borgarbúa
kvartað yfir þeim mikla
fjölda gæsa sem heldur sig í
nágrenni Tjarnarinnar og
skilur eftir sig óhreinindi á
gangstígum og á grasflötum
sem ætlaðar eru til útivist-
ar. Hefur ítrekað verið ósk-
að eftir því að reynt verði
að minnka gæsastofninn.
Minnst af þessum fuglum
eiga sér hreiður eða fastan
samastað við Tjörnina en
sækja þangað vegna brauð-
gjafa borgarbúa. Þegar ill-
viðri geisa og hart er í ári
eru fáir á ferii við Tjörnina
og bregðast þá þessar
brauðgjafir. Þegar svo
stendur á hefur stafsfólk
garðyrkjudeildar hlaupið
undir bagga og gefið fugl-
unum. Þegar ég ræddi við
ráðgjafa garðyrkjudeildar-
innar um Tjarnarfuglana,
dr. Ólaf K. Nilsen, ráðlagði
hann mér að hætta brauð-
gjöfum. Endur og álftir
gætu aflað sér viðurværis í
fjörunum ef í harðbakkann
slær en brauðgjafirnar
hændu einungis gæsirnar
að Tjörninni. Tekin var
ákvörðun um að borgin
hætti brauðgjöfum í til-
raunaskyni en það hefur
engin áhrif haft enn því veð-
urfar hefur verið þannig í
vetur að ekki hefði verið
gripið til þeirra hvort eð
var.
Svifþörungagróður verð-
ur stundum mikill í Tjöm-
inni vegna þess hversu mik-
ið berst í hana af næringar-
efnum, m.a. með brauðgjöf-
um og fugladriti. Vegna
þessa er vatnið mjög
gruggugt, einkum þegar
heitt er í veðri á sumrin.
Þetta grugg er þó um fram
allt merki um hátt næring-
arinnihald vatnsins og er
megin undirstaða þess
hversu góð fæðuskilyrði eru
þar fyrir andarungana.
Að lokum. Þegar við fá-
um vitneskju um veika eða
slasaða fugla er jafnan
brugðist skjótt við og þeim
komið á dýraspítala þar
sem gerðar eru viðhlítandi
ráðstafanir þeim til að-
hlynningar. Það eru einkum
„fuglavinir" i hópi borgar-
búa sem láta lögregluna
vita af slíku og þeim upplýs-
ingum er þá komið til
starfsmanna borgarinnar.
Því er ekki talin ástæða til
að hafa sérstaka eftiriits-
menn til að annast daglegt
eftirlit með Tjarnarfuglun-
um.
Reykjavík 3. febrúar
1998.
Jóhann Pálsson,
garðyrkjusljóri
Reykjavíkurborgar.
Sj ómannaverkfallið
EINS og allir sjá stafar sjó-
mannaverkfallið af ólögum
sem alþingi setti um stjórn-
un fiskveiða, „Lög um fisk-
veiðistjórnun", og reglum
því tengt. Það er ekki hægt
að horfa upp á þetta að-
gerðariaust því þetta er í
þriðja skiptið á stuttum
tíma sem sjómenn fara í
verkfall. Það er alþingi sem
ber ábyrgð á þessu, enginn
annar, því aldrei eru þau
leiðrétt þessi ólög. Hópar
forréttindamanna sem geta
leigt leyfi til fiskveiða virð-
ast vera friðhelgir. Þetta
litla magn sem þeir eru
skyldugir að veiða geta þeir
dekkað með því að veiða
aðrar tegundir, svokallað
þorskígildi. Eg krefst þess
sem þegn þessa lands að Al-
þingi sjái sóma sinn og felli
niður þessi ólög því þau eru
glæpu
Einar Vilhjálmsson.
Tapað/fundið
Leðurhanski týndist
í miðbænum
SVARTUR leðurhanski,
karlmanns, týndist frá
Kirkjustræti 10 í Hafnar-
stræti, eða í miðbænum, sl.
fimmtudag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 557
3959 eða 581 3838.
SKAK
getur ekki bæði valdað
hrókinn á c5 og mátið á d8.
Á mótinu er teflt eftir
svonefndu Scheveningen-
kerfi. Þar mætast tvö tíu
manna lið. Annað er frá
Evrópu hitt frá Norður- og
Suður-Ameríku. Þegar
tefldar höfðu verið sjö um-
ferðir af tíu höfðu þeir
Leitao og Bandaríkjamað-
urinn Shabalov staðið sig
best úr Ameríkuliðinu með
514 vinning. Af Evi’ópubú-
um var Búlgarinn Vladimir
Georgiev með besta skorið,
5 v., en Frakkinn Eloi
Relange kom næstur með
414 v.
HVÍTUR á leik.
llmsjún Marguir
Póínrsson
STAÐAN kom upp á móti á
Bermúdaeyjum sem nú
stendur yfir. Rafael Leitao
(2.515), Brasilíu, var með
hvítt, en Rússinn Alexander
Babúrin (2.600), sem nú
teflir fyrir Irland, hafði
svart.
15. Ra4!! - bxa4 16. Bxa4+
- Ke7 (Hvítur stendur
einnig mun betur eftir 16. -
Rfd7 17. b4!
-Dxb4 18.
Bxd7+ - Rxd7
19. Hbl og 16,-
Red7 17. Hxc5!
-Dxc5 18. Rxe6
- Db4 19.
Bxd7+ - Rxd7
20. Rxg7+ -Kf8
21. Rf5 með yf-
irburðastöðu)
17. Hxc5! -
Hxc5 18. Rb3
-Hhc8 19. Rxc5
- Hxc5 20. b4
-Dxb4 21. Dd2!
og svartur gafst
upp, því hann
HÖGNI HREKKVÍSI
„ 'fo/n/ t/rS ó dýrngar&isiuw í "
Víkverji skrifar...
AÐ hefur verið forvitnilegt að
fylgjast með umræðum í
Bandaríkjunum vegna fjöl-
miðlaumfjöllunar um meint sam-
band Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta og stúlkunnar Monicu Lewin-
sky. Það hefur orðið gífurleg
breyting á öllu íjölmiðlaumhverfi í
heiminum á síðustu árum og í
þessu máli hafa áhrif þeirra breyt-
inga greinilega komið í Ijós.
Margir hafa gripið til þess að
bera umfjöllun fjölmiðla nú saman
við umfjöllun um Watergate-málið
í byrjun áttunda áratugarins. Sú
umfjöllun þótti einstök á sínum
tíma. Urðu blaðamennirnir á Was-
hington Post, sem hvað mest fjöll-
uðu um málið, heimsfrægir vegna
skrifa sinna og um þá var gerð
kvikmynd með stórleikurunum Ro-
bert Redford og Dustin Hoffmann
í aðalhlutverkum. Fréttir af málinu
bárust hins vegar „einungis"
tvisvar til þrisvar á dag, þ.e. þegar
blöðin komu út og í aðalfréttatím-
um sjónvarpsstöðvanna.
Fjölmiðlaumhverfið breyttist til
muna með tilkomu geivi-
hnattasjónvarps og sjónvarps-
stöðva er sendu út fréttir allan sól-
arhringinn. Styrkur slíkra sjón-
varpsstöðva kom bersýnilega í ljós
í Persaflóastríðinu árið 1991 þegar
fréttastöðvar á borð við CNN og
Sky gerðu fólki um allan heim
kleift að fylgjast með þróun mála í
beinni útsendingu.
Það sem hefur gerst síðan er að
nú geta dagblöðin einnig tekið þátt
í þeim leik að ffytja fréttir allan
sólarhringinn. Á undanförnum
misserum hafa fjölmörg dagblöð
sett upp sérstakar netútgáfur, þar
sem hægt er að birta fréttirnar
þegar þær gerast en ekki þegar
blaðið fer í prentun. Segja má að
Lewinsky-málið hafi verið eldraun
þessara nýju miðla og í Bandaríkj-
unum eru skiptar skoðanir um
ágæti þess mikla hraða, sem er
farinn að einkenna fjölmiðlun.
Fréttaflæðið er stöðugt allan sól-
arhringinn, sem þýðir að minni
tími gefst til að sannreyna heimild-
ir. I nokkrum tilvikum hafa blöð
orðið að draga fréttir til baka, áður
en þær birtust í hinum prentaða
miðli. Sumir halda því fram að
hinn mikli hraði og kapphlaupið
um fréttimar hafi leitt til að menn
missi sjónar á ýmsum grundvallar-
reglum.
xxx
ETTA allt saman hefur leitt
til athyglisverðrar umræðu
um það, hvernig bregðast eigi við
þessari þróun. Eflaust eiga
bandarískir fjölmiðlar eftir að
draga ýmsa lærdóma af umfjöll-
uninni um mál Clintons og Lewin-
sky. Ávallt þegar nýir miðlar líta
dagsins ljós koma upp efasemdir
um ágæti þeirra. Reynslan sýnir
hins vegar yfirleitt, að þegar hinir
nýju miðlar hafa slitið barnsskón-
um er fjölmiðlaumhverfið auðugra
og athyglisverðara en það var fyr-
ir.