Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNHEIÐUR
JÓHANNA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Ragnheiður Jó-
hanna Ólafsdóttir
fæddist í Otradal í
Amarfirði hinn 28.
október 1915. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 26. janú-
ar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Friðriks-
dóttir Bríkssonar frá
Litla Galtardal, f. 13.
desember 1888, _d. 17.
júní 1920, og Ólafur
Guðmundsson Guð-
mundssonar Jónsson-
ar bónda í Tungu-
múla, f. 1882. d. 1922. Hálfsystir
Ragnheiðar sammæðra var Frið-
rikka Guðný, f. 4. desember 1913,
d. 28. maí 1993, albræður Frið-
rik, f. 2. september 1918, d. 23.
september 1983, og Ingibjöm, f.
6. júní 1920, d. 12. desember
1987.
Hinn 8. september 1930 eign-
aðist Ragnheiður dótturina Hall-
fríði Helgu, faðir hennar var
Dagbjartur Guðbrandsson, f. 5.
september 1911, d.
31. janúar 1932, hún
er gift Guðjóni Ólafs-
syni, f. 23. september
1922, og eiga þau
einn son og á Helga
þrjú börn frá fyrra
hjónabandi. Hinn 11.
maí 1939 giftist Ragn-
heiður Björgvini Guð-
jónssyni, f. 26. desem-
ber 1910. Böm þeirra
em 1) Hörður, f. 25.
júní 1940, kvæntur
Guðbjörgu Hjörleifs-
dóttur, eiga þau tvö
böm. 2) Guðbjörg, f.
7. febrúar 1945, gift Magnúsi H.
Sigurðssyni, f. 23. júlí 1942, eiga
þau þrjú böra og á Magnús tvo
syni frá fyrra hjónabandi. 3) Ingi-
björg Edda, f. 20. mars 1947, gift-
ist Gísla Sveinssyni, f. 15. janúar
1943, d. 16. maí 1970, þau eignuð-
ust tvær dætur. 4) Katrín Jónína,
f. 4. ágúst 1954. Hún á einn son.
Utför Ragnheiðar fer fram frá
Þorlákskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var ferðahugur í eldri borg-
urum í Þorlákshöfn hinn 22. janúar,
þegar haldið var til höfuðborgarinn-
ar að skoða söfn og merkisstaði.
Ragna var uppábúin eins og alltaf
þegar hún fór á mannamót og það
sópaði að henni eins og vanalega.
En þama var hún að kveðja. Hún
veiktist hastarlega í ferðinni og lést
á Sjúrahúsi Reykjavíkur á fjórða
degi.
Tengdamóðir mín, Ragnheiður,
eða Ragna eins og við kölluðum
hana missti komung foreldra sína.
Hún var fimm ára gömul er móðir
hennar lést, þá yngsta bamið ný-
fætt og ári síðar lést faðir hennar.
Eftir stóðu fjögur systkini munað-
arlaus. Á þessum árum var fátt um
opinberan stuðning og því flestum
bömum komið fyrir hjá vandalaus-
um. Það var undravert að heyra
Rögnu segja frá þessu tímabili æv-
innar og þar hefur persóna hennar
mótast.
Mjög ung urðu böm á þessum
tíma að vinna, ekki síst munaðar-
laus böm svo þau yrðu minni baggi
á heimilinu. Ekki fór Ragna var-
hluta af þeirri stöðu sinni. Skóla-
ganga var í lagmarki þrátt íyrir
hæfileika og þrá hennar til mennt-
unar og víst er að kennari hennar
leitaði eftir að hún fengi tækifæri til
náms. Oft fundum við fyrir því í frá-
sögnum hennar frá þessum tíma
hve sár foreldramissirinn var og
skortur á móður- og föðurást og
umhyggju.
Efalaust hafa staðið að Rögnu
sterkir vestfirskir stofnar, hún lét
ekki bugast, hún vissi hvað hún vildi
og lét ekki bjóða sér hvað sem var.
Slíkt kom greinilega fram í frásögn-
um hennar og þeirra systkina. Ung
eignaðist hún sitt fyrsta bam,
Helgu Dagbjartsdóttur, en faðir
hennar dmkknaði þegar Helga var
tveggja ára. Þá vom þau komin til
Reykjavíkur. Lífsbaráttan varð
áfram erfið. Ragna réðst í vist til
herra Jóns Helgasonar, biskups, og
fór hún oft fógrum orðum um þau
hjón, þar sagðist hún hafa lært
margt, enda eftirsóknarvert að
komast á slíkt heimili á þessum
tíma.
Ragna bætti stöðugt við starfs-
reynslu sína, vann um tíma á Hótel
Akureyri, sem hún taldi góðan
skóla. Einnig heillaði sveitin. Vorið
1937 réðst hún í kaupavinnu austur
í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi.
Þar steig hún gæfuspor. 27 ára
glæsilegur piltur, Björgvin frá
Brekkum þar í sveit, hitti 22 ára
fallegu kaupakonuna og síðan hafa
vegir þeirra legið saman í 60 ár.
Þau Ragna og Björgvin giftu sig í
Vestmannaeyjum á lokadaginn 11.
maí 1939 og hófu fyrst í stað bú-
skap á Brekkum en fluttu að Duf-
þaksholti í Hvolhreppi 1945 og hófu
búskap. Búið var ekki ýkja stórt,
svo Björgvin fór oftast á vetrarver-
tíð, fyrst til Vestmannaeyja, og síð-
ar til Þorlákshafnar. Til heimilis
hjá þeim var Guðbjörg, móðir
Björgvins, sem þá var fyrir nokkm
orðin ekkja. Hún aðstoðaði vel við
bamauppeldið og þeim Rögnu
samdi vel og vom vinkonur. Ragna
tók strax virkan þátt í félagsmálum
í Hvolhreppi, bæði í söng og starf-
semi kvenfélagsins Einingar. Ekki
lét hún fjarlægðina að Stórólfshvoli
hefta för á ýmiss konar fundi og æf-
ingar, en þriggja km gangur var
hvora leið og veður misjöfn eins og
gengur.
Árið 1959 urðu kaflaskipti í lífi
fjölskyldunnar þegar ákveðið var að
hætta búskap og flytja til Þorláks-
hafnar, sem þá var í örri uppbygg-
ingu og mikla vinnu að fá eins og
Björgvin hafði þegar kynnst. Ragna
vann þá ýmis störf sem til féllu utan
heimilis, bæði í mötuneytum og í
fiskvinnu, en Björgvin var netamað-
ur. Þau byggðu sér hús á Egils-
braut 22. Ragna hafði yndi af
handavinnu ýmiss konar og var
mikilvirk á því sviði þegar tími
vannst til frá annarri vinnu, heimilið
bar allt vott um þá tilhneigð hennar
og myndarskap. Hún bar mikla
virðingu fyrir öllu þjóðlegu eins og
íslenska þjóðbúningnum og kom sér
upp öllu því sem tilheyrir íslenska
kvenbúningnum í dag og lét ekki
þar við sitja, því hún saumaði einnig
upphlut á dætur og bamadætur sín-
ar.
Þau hjónin nutu íslenskrar nátt-
úru og báru virðingu fyrir henni.
Þau ferðuðust talsvert eða eins og
aðstæður leyfðu, fyrst á hestum og
síðar á bílnum sínum og fóru víða
um landið.
I Þorlákshöfn undu þau sér vel
og í hinu unga samfélagi lét Ragna
ekki sitt eftir liggja og starfaði í
flestu því sem til framfara mátti
telja. Hún var formaður slysa-
varnadeildarinnar Mannbjargar
um árabil. Þá starfaði hún lengi í
söngfélaginu og naut þess vel. Hún
var heiðurfélagi í báðum þessum
félögum. Þegar komið var að
starfslokum á vinnumarkaði var
henni falið hugleikið verkefni er
hún varð formaður kirkjubygging-
amefndar Þorlákskirkju. Þess
starfs naut hún og verkin tala. Hún
bar mikia virðingu fyrir Þorláks-
kirkju og í dag fer útför hennar
fram þaðan.
Við söknum hennar sárt en
þökkum fyrir hvað við fengum að
njóta hennar lengi. Þegar litið er
yfir lífshlaup Rögnu kemur í hug
orðtakið „hver er sinnar gæfu-
smiður", slíkt á við um hana er hún
stóð af sér brotsjói æsku- og ung-
lingsáranna, markmið hennar náð-
ist, að gefa fjölskyldunni ástúð
sína alla og þá var hjálpsemi henn-
ar í garð þeirra sem þurftu við
bmgðið.
Björgvin minn, þið fenguð að
vera saman í 60 ár, þinn söknuður
er mikill, en minningamar em góð-
ar frá langri ævi og þær þarf að
varðveita, seinna kemur að endur-
fundum.
Ég þakka þér, Ragna mín, fyrir
alla þá vinsemd, hjálpsemi og hlýju
sem þú hefur sýnt mér og mínum.
Guð blessi minningu þína.
Magnús.
Ég hugsa um mynd þína þjartkæra móðir
og höndina mildu, sem tár strauk af kinn.
Það yljar á göngu um ófamar slóðir,
þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn.
Ljósið er slokknað á lífskerti þínu,
þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut.
Hlýja þín vakir í hjartanu mínu,
frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.
Minningarþösið á Iífsvegi mínum
lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hjjótt
Höfði nú drúpi’ ég hjá dánarbeð þínum,
þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt
(Hörður Björgvinsson.)
Bömin þín,
Helga, Hörður, Guðbjörg,
Ingibjörg og Jónína.
Elsku amma mín. Mig langar til
að minnast þín með nokkrum orðum
þar sem þú hefur nú kvatt þennan
heim og haldið af stað til nýrra
heimkynna. Þú varst alltaf svo
glæsileg og falleg, fallegasta kona
sem ég hef kynnst. Þegar ég kom til
þín á spítalann þar sem þú lást fár-
veik í rúminu þínu varstu eins og
prinsessa. Svo falleg, eins og þú
alltaf varst.
Það er svo margt sem streymir í
gegnum hugann þegar hugsað er til
baka. Minningin um yndislega
ömmu sem átti til óendanlega
hjartagæsku og blíðu handa öllum
bamabömunum sínum er svo sterk.
Mínar fyrstu minningar um þig,
amma mín, á ég frá því að þú komst
í heimsókn að Birtingaholti og
dvaldir í nokkra daga og saumaðir
upphlut á mig með öllu tilheyrandi.
Ekki áttir þú í erfiðleikum með að
leysa það verk vel úr hendi, enda
þótt stelpurófan hafi nú stundum
verið óþekk við að máta. Eitt er víst
að ekki var þetta fyrsti búningurinn
né sá síðasti sem þú saumaðir um
ævina. Snilli þín í saumaskap var
ótrúleg, allir kjólarnir, vestin og
jakkamir sem þú saumaðir bám
vott um smekkvísi þína og myndar-
skap á þessu sviði. Þessa iðju stund-
aðir þú með dugnaði þínum allt til
síðasta dags. Þú varst alltaf boðin
og búin til að hjálpa öðram, en það
að þú þægir hjálp frá öðram var allt
annað mál. Hjálpsemi þín og örlæti
gagnvart öðram var engu lík.
Þó að þú hefðir ekki mörg orð um
erfiða æsku þína og uppvaxtarár, þá
komu skilaboð þín til mín skýrt í
ljós, og nú þegar ég er fullorðin, þá
skil ég ennþá betur hvað þú varst að
fara. Það að eiga foreldra og fjöl-
skyldu sem manni þykir vænt um,
er það dýrmætasta í lífinu. Mér er
kært að minnast allra þeirra ára
sem við komum öll saman, afmælis-
daginn hans afa, annan í jólum. Þar
vorað þið afi höfuð fjölskyldunnar
umvafin bömum, bamabörnum og
barnabarnabömunum ykkar. Ekki
var amalegt veisiuborðið hjá þér,
amma mín, þar sem heitt súkkulaði
með rjóma útí, hálfmánar og gyð-
ingakökur skipuðu fastan sess.
Enginn fór burtu svangur úr heim-
sóknum frá ykkur afa, hvort sem
maður gerði boð á undan sér eða
ekki.
I október síðastliðnum fóram við
saman fjórar mæðgumar í mynda-
töku, allar á þjóðbúningum, þú í
skautbúningnum þínum, og litla
Guðbjörg mín í upphlutnum sem þú
saumaðir á mig fyrir 22 áram. Þar
varst þú tvímælalaust glæsilegust
okkar allra. Þú naust þess að vera
fín í tauinu og hafa þig vel til, og er
það ekki síst vegna þess að ekki
fékkstu þess notið sem barn.
Elsku amma mín. Það er ósk að
nú líði þér vel, komin í faðm for-
eldra þinna. Komin til þeirra sem
þú misstir sem lítil stúlka.
Elsku afi minn. Ég bið þess að
hin styrka hönd sem öllu stjórnar
megi styrkja þig og styðja í sorg-
inni. Mundu að þú ert ekki einn.
Megi minningin um þig, elsku
amma mín, lifa um ókomin ár. Guð
geymi sálu þína.
Þú fagra blómið blóma
sem blómstrar jörðu á
þú fegurst rósin rósa
sem reynist vera oss hjá.
í garði þeim sem gengur þú
ergjamanþigaðsjá.
Pú fagra rósin rósa,
sem reyndist vera oss hjá.
(E.S.)
Þín dótturdóttir,
María Magmísdóttir.
Elsku amma mín.
Það er svo erfitt að sætta sig við
að þú sért farin frá okkur. Margar
minningar hafa komið upp í hugann
síðustu daga, og vil ég þakka þér
fyrir allar góðu stundimar sem við
höfum átt saman í gegnum árin og
fyrir alla fallegu hlutina sem þú
gerðir sjálf og gafst mér. Einmitt
það að þeir vora gerðir af þínum
höndum gerir þá svo sérstaka fyrir
mig og verður þeirra gætt vel um
ókomin ár.
Ég geymi minninguna um þig
vandlega í hjarta mínu og kveð þig,
amma mín, með versum úr sálmi
Valdimars Briem:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé iof fyrir bðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stiíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku afi minn, ég bið Guð um að
styrkja þig í sorginni.
Þín
Ragna Björg.
Elsku besta amma mín.
Mér var bragðið þegar pabbi
hringdi til mín og sagði mér að þú
lægir alvarlega veika á Borgarspít-
alanum í Reykjavík. Það átti ekki
við þig að liggja kyrr uppi í rúmi.
Þú varst dugnaðarforkur. Mánu-
daginn 26. janúar sl. fékk ég þær
sorglegu fréttir að þú værir dáin.
Eg sakna þín sárt, en ég er mikið
lánsöm að hafa átt ömmu eins og
þig í næstum 19 ár.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til ykkar afa í Þorláks-
höfn. Andrúmsloftið á fallega heim-
ilinu ykkar var svo notalegt. Þið afi
vorað alltaf eins og nýgift, þó að þið
hafið verið gift í 59 ár. Þið funduð
nefnilega það besta, þið funduð
hvort annað.
Það var í september sl. sem ég sá
þig síðast. Ég var á leið til Banda-
ríkjanna og kom við á Selvogsbraut-
inni hjá ykkur að kveðja. Mér datt
ekki í hug að það væri í síðasta sinn
sem ég faðmaði þig, elsku amma
mín. En mér finnst gott að við
kvöddumst vel.
Þú varst dugleg að senda mér
bréf. Að eiga þau, er dýrmætur
sjóður, sem ekld verður metinn til
fjár. Síðasta bréfið kom frá þér að-
eins tíu dögum áður en þú kvaddir
þennan heim.
Elsku afi minn, ég veit að það er
erfitt að kveðja eins yndislega konu
og hún amma var. En alltaf kemur
sá tími að kveðja þarf jafnvel þá
sem manni þykir vænst um og elsk-
ar mest. Amma fer aldrei langt frá
okkur, hún verður alltaf með okkur.
Elsku amma mín, ég bið Guð að
geyma þig. Mig langar að þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér af
hjarta þér.
Þín einlæg,
Ragna Guðný.
Hún elsku langamma mín er dáin.
Hún var svo frísk í afmælinu hans
langafa míns annan jóladag að mér
kom ekki til hugar að hún myndi
þurfa að dveljast sína síðustu ævi-
daga á Borgarspítalanum. Það var
mjög sárt þegar hún dó en henni
líður eflaust miklu betur hjá Guði.
Ég heimsótti hana á Borgarspítal-
ann einum degi áður en hún dó, hún
svaf bara og svaf. Ég spurði
mömmu, Nínu og ömmu hvort hún
myndi vakna einhvem tíma aftur og
Nína sagði mér að hún myndi vakna
í himnaríki.
Hún var svo góð og indæl að það
er sárt að vita að hún er dáin. Nú er
langamma komin inn í himnaríki og
orðin engill og hún mun taka á móti
okkur með hlýhug og ástúð þegar
við deyjum. Ég samdi þetta handa
henni:
Himnaríki er góður staður, Guð
er líka góður maður. Englar guðs
eru yfir þér. Minning þín verður
ávallt í huga mér. Nú líður þér
miklu betur eins vel og verið getur.
Heimili þitt er nú Himnasetur. Sál
þína Guð til mikils metur.
Þín
Stefanía.
í dag fylgjum við vinir Ragnheið-
ar Jóhönnu Ólafsdóttur henni síð-
asta spölinn og þökkum fyrir kynn-
in af þessari heiðurskonu.
Skilafrestur minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS ÞÓRARINSSONAR
járnsmiður.
Sérstakar þakkir til starfólks á hjúkrunarheimi-
linu Barmahlíð.
Hallfríður Guðmundsdóttir,
Þórarinn Þorsteinsson, Þórunn Játvarðardóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Valdimar Jónsson,
Sigvaldi Þorsteinsson, Kristín Mogensen,
barnabörn og barnabarnabörn.