Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir hætta eign- arþátttöku í Fríkortinu EINAR Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að félagið hafí ákveðið að draga sig út úr eign- arhaldi og stjórnunarþátttöku á Fríkortinu. Ætlar félagið að ein- beita sér að eigin kortakerfi sem starfrækt er af Vildarklúbbi Flug- leiða. Páll Þór Armann, framkvæmda- stjóri Fríkortsins, segir þessa ákvörðun Flugleiða engu breyta gagnvart korthöfum og engin áhrif hafa á punktasöfunun þeirra. „Við- skipti á milli Fríkortsins og Flug- leiða og þar af leiðandi korthafanna eru byggð á viðskiptasamningum og Jfcþessi ákvörðun Flugleiða hefur eng- in áhrif þar á. Menn munu halda sínum punktum og geta eftir sem áður safnað punktum eða innléyst Hefur engin áhrif á punktasöfnun korthafa þá hjá Flugleiðum," segir hann. Páll Þór segir að í næstu viku verði kynntir nýir innlausnarmögu- leikar sem auki valmöguleika kort- hafa sem nýta megi í ferðalög. „Flugleiðir eru í samstarfi við fjöl- mörg fyrirtæki í gegnum sitt korta- kerfi, samstarf Flugleiða og Fríkortsins er einnig byggt á við- skiptasamningum og þetta hefur engin áhrif þar á,“ segir Páll Þór. Flugleiðir voru meðal fimm stofn- aðila Fríkortsins, en þeir voru auk Flugleiða Hagkaup, Skeljungur, Húsasmiðjan og íslandsbanki. Hafa síðar fleiri fyrirtæki bæst við. Við notkun kortsins í viðskiptum hjá þessum aðilum ávinnur fólk sér punkta, sem hafa m.a. getað nýst til flugferða á vegum Flugleiða. Skörun á milli kortakerfanna „Meginástæðan fyrir þessu er sú að við erum með okkar eigið vildar- kerfi, sem við höfum tengt öðrum vildarkerfum á borð við Fríkortið, og teljum að betra sé að við ein- beitum okkur að því, þar sem ákveðin skörun er á milli kerfanna. Við teljum skynsamlegra, svo ekki sé um hagsmunaárekstra að ræða, að við séum ekki eignaraðilar að báðum kerfunum,“ segir Einar Sig- urðsson. A batavegi með plast- kraga BRUARSMIÐIR við Gígjukvísl á Skeiðarársandi hafa tryggan fé- Iagsskap af dalmatíuhundi sem fylgist gaumgæfilega með því að verkið gangi hratt og örugg- lega. Fyrir skömmu lenti hvutti í lítilsháttar útistöðum við hund í sveitinni með þeim afleiðing- um að hann fékk sár á eyra. Hvutti kunni illa við sárið og leyfði því ekki að gróa í friði. Brúarsmiðir óttuðust að ígerð gæti hlaupið í skeinuna og sniðu því plastfötu utan um háls hvutta til að hann kæmist ekki að sárinu. Hann lætur sér krag- ann vel líka, skokkar á batavegi um nágrenni Gígjukvi'slar og er ekki laust við að hann sé prest- legur til augnanna með nýja hálstauið. Kjaradeila sjómanna Fundi frestað til morguns SÁTTAFUNDI í sjómannadeilunni lauk hjá ríkissáttasemjara kl. 19.30 í gærkvöldi og hefur næsti fundur verið boðaður kl. 13 á morgun, sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá rík- issáttasemjara var á fundinum í gær gerð grein fyrir umfangsmikilli gagnasöfnun um ráðstöfun og verð- myndun sjávarafla sem Ásmundur Stefánsson hefur unnið að í sam- vinnu við sáttasemjara og deiluaðila og velt upp hugmyndum til íhugun- ar sem leitt gætu til samkomulags. ---------------- Út af í * Kollafirði FÓLKSBÍLL fór út af Vesturlands- veginum nokkru austan við Nausta- nes í Kollafirði laust eftir klukkan 9 í gærkvöld. Ökumaður var einn á ferð og flutti lögregla hann á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meiðsli mannsins voru minni háttar á höfði og fæti. Skemmdir á bílnum voru ekki verulegar. Lítið var um umferðaróhöpp á höfuð- borgarsvæðinu í gærkvöld en nokkrir árekstrar urðu á Suður- nesjum enda gengu dimm él yfir og hálka var þar á vegum og götum. Tvöfalt hlé á frumsýningu HLÉ á frumsýningu Ástar- drykksins eftir Donizetti í Islensku óperunni í gær- kvöld varð óvenjulangt þar sem einhver slæmska hljóp í hálsinn á italska tenórnum Roberto Iuliano, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni. Húsfyllir var og tóku óp- erugestir öllu með ró en sýningin hófst á ný eftir nærri klukkustundarhlé, sem hafði þá verið fram- lengt um hálftíma. Læknar huguðu að hálsi tenórsins en gáfu síðan grænt ljós og Ástardrykkurinn rann Ijúf- lega sína leið. Morgunblaðið/Rax Hættu við að sam- einast Borgey hf. HÆTT hefur verið við samruna fimm útgerðarfélaga á Höfn í Homafirði við Borgey hf. en hlut- hafar þeirra náðu ekki að selja þriðja aðila hluta þess hlutafjár í Borgey sem þeir hefðu eignast við sameininguna. Stjórnir útgerðarfélaganna Fiskhóls ehf., Garðeyjar ehf., Mars ehf., Melavíkur ehf. og Perú ehf. sömdu 7. janúar sl. um sam- runa við Borgey hf. Við samrun- ann áttu hluthafar útgerðarfyrir- tækjanna að fá hlutabréf í Borgey og ætluðu þeir að eiga áfram um fjórðung þess hlutafjár sem þeir þannig eignuðust. Fyrirvari var í samningnum þess efnis að þeir hefðu innan til- skilins tímafrests tryggt sér sölu til þriðja aðila á eftirstöðvum hlutafjárins. Hafði hluthöfum út- gerðarfélaganna fímm ekki tekist að tryggja sölu á þeim hlut sem þeir ætluðu sér og var því hætt við samrunann. -------♦-♦-♦---- Banaslys við Olfusárbrú Selfoss. Morgunblaðið. BANASLYS varð laust fyrir há- degi í gær við Olfusárbrú á Sel- fossi. Tveir bílar skullu saman með þessum hörmulegu afleiðingum. Farþegi annars bílsins lét lífið á Sjúkrahúsi Suðurlands skömmu eftir slysið. Tveir farþegar voru í hvorum bfl, tveir fullorðnir og tvö börn. Meiðsli annarra farþega era ekki talin alvarleg. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðs- sonar hjá lögreglunni á Selfossi er talið að annar bfllinn hafi rannið til í hálkunni með þeim afleiðingum að hann kastaðist á öfugan vegar- helming þar sem hann skall framan á hinum bflnum. Vala Flosadóttir setti heimsmet í stangarstökki innanhúss, 4,42 m Gleðistraumur fór um mig þegar ég lenti á dýnunni VALA Flosadóttir úr ÍR setti heimsmet inn- anhúss í stangarstökki er hún stökk 4,42 metra á frjálsíþróttamóti í Bi- elefeld í Þýskalandi í gær. Hún bætti þar með tveggja daga gamalt heimsmet Danielu Bar- tovu frá Tékklandi um einn sentimetra. Vala setti metið í fyrstu tilraun og sagði líðanina að stökkinu loknu ólýsanlega. „Þetta var yndislegt,“ sagði hún við Morgunblaðið. Vala sagði metstökkið hafa verið einstaklega vel heppnað. „Það má segja að það hafi komið sjálfkrafa." Hún hafi farið vel yfir Vala Flosadóttir stökk 16,70 rána og gleðistraumur farið um sig er hún lenti á dýnunni. Vala er fyrsti íslenski frj álsíþróttamaðurinn sem setur heimsmet í viðurkenndri keppnis- grein á Ólympíuleikum, en fyrst verður keppt í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Næst viðlíka áfanga komst Vilhjálmur Einarsson, ÍR, er hann jafnaði gild- andi heimsmet í þrístökki á Laugardals- velli 7. ágúst 1960 og metra. I Vala/Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.