Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 37 Atvinna og umhverfí þungamiðjan Svipmynd frá Stokkhólmi. Fremst er bygging sænska þingsins. Morgunblaðið/Kristinn jóri fjármála- og þróunarsviðs Is- Itefánsson, forstjóri fyrirtækisins. hagur fyrirtækisins er nátengdur þeirra hag. Þetta er grundvallar- þáttur í eðli og starfsemi fyrirtækja af þessari gerð um allan heim og frá upphafi hefur verið lögð áhersla á þetta. Við stofnun fyrirtækisins var eignarhluti lagður til hliðar, svo hægt væri að nota hann til að tengja hagsmuni starfsmanna og fyrii-tækisins með þessum hætti.“ Launakerfið hjá íslenskri erfða- greiningu hefur verið byggt upp með það fyrir augum að tengslin milli launa og árangurs séu augljós. „Það hefur ekki verið auðvelt. Fólk er mótað af gamla verkalýðssamn- ingakerfinu, sex vikur í sumarfrí, vinna frá 9-17 daglega og eftir- vinnugi-eiðslur ef unnið er lengur. Hér fá menn árslaun, greidd út mánaðarlega og þeir eiga að vinna eins og verkefni krefjast hverju sinni. Ef vel tekst til þá er þeim umbunað sérstaklega. Þetta er þeirra íyrirtæki.“ Fulltrúar verkalýðsfélaga hafa kannað launasamninga hjá Is- lenskri erfðagreiningu og sumir verið undrandi á nýjum vinnu- brögðum. „Þeir hafa hins vegar átt- að sig á að samningarnir eru starfs- fólkinu í hag og það fer ekki á milli mála að þetta fyrirtæki hefur hækkað laun starfsfólks í líffræði." Skólakerfinu hefur hnignað Starfsfólkið er vel menntað. Kári orðar það svo, að Islend- ingar séu svo gott fólk að meira að segja lélegt skólakerfið geti ekki skemmt það. „Skólakerf- inu hér á landi hnignaði mjög mikið á þeim tveimur áratug- um sem ég bjó í útlöndum," segir hann. „Það er beinlínis lélegt og Is- lendingar eru að svíkja sjálfa sig og komandi kynslóðir með því að svelta það. Það verður á brattan að sækja að byggja upp hátækniiðnað á íslandi, hver svo sem sá iðnaður er, ef ekki verður fjárfest meira í ís- lensku skólakerfi. Hérna hjá Is- lenskri erfðagreiningu erum við með fimagott fólk, sem lærh- hratt. Það byggir kannski á gömlum merg, því hér var skólakerfið gott á árum áður. Þegar litið er á barna- skólana núna, þá fær maður áfall. Ég á sjálfur börn, sem farið hafa í gegnum skólakerfið í Bandaríkjun- um og það er ekki sambærilegt.“ Hann segir að fslensk erfða- greining leggi mikla áherslu á að þjálfa starfsfólk sitt. „Við erum með fyrirlestra og ýmiss konar nám- skeið. Þetta er ekki eingöngu fyrir- tæki sem býr til verðmæti, heldur einnig menntastofnun. Ég óttast ekki samanburð við nokkra aðra menntastofnun hér á landi.“ Hannes segir að rannsóknarstofa fyrirtækisins sé ekki hólfuð niður í vinnustofur, heldur vinni allir sam- an í opnu rými. „Hingað koma starfsmenn með sérmfnntun frá er- lendum háskólum og vinna við hlið fólks sem hefur sótt menntun sína hér á landi. Þetta verður einn suðu- pottur þekkingar.“ íslensk erfðagreining rekur sjö manna ættfræðideild innan fyrir- tækisins, en þríi- verða ráðnir til viðbótar á næstunni. Þessi hópur gerir ekkert annað en að grúska í íslenskum ættum, en skýrar upp- lýsingar um ættartengsl eru grund- völlur sérstöðu íslenskrar erfða- greiningar. Starf íslenskrar erfðagreiningar er komið á góðan rekspöl, en Kári segir ekkert vera pottþétt. „Ef menn halda að eitthvað sé pottþétt og ætla að hafa það náðugt er það vísasta leiðin til að klúðra öllu sam- an. Við verðum að nýta sköpunar- gleðina á hverjum degi.“ íslensk erfðagreining hefur átt við sína byrjunarörðugleika að etja, sem þeir félagar segja ekkert óeðli- legt. Skýrt hefur verið fi'á sam- skiptum fyrirtækisins og Tölvu- nefndar, því menn voru ekki á eitt sáttir um hvort persónuupplýsing- um væri stefnt í hættu með rann- sóknaraðferðum fyrirtækisins. „Þetta er allt að baki. A síðustu vik- um hefur þróast gott samstarf Tölvunefndar og Islenskrar erfða- greiningar og öllum misskilningi hefur verið eytt. Tölvunefnd vill að sjálfsögðu ekki bregða fæti fyrir okkur og við styðjum þá afstöðu nefndarinnar að vernda persónu- upplýsingar." A fyrsta starfsári íslenskrar erfðagreiningar var greint frá nið- urstöðum rannsókna sem hafa leitt í ljós staðsetningu erfðavísisins, sem veldur fjölskyldulægum skjálfta eða handskjálfta. .1 afnframt var skýrt frá því að fyrirtækið ætti skammt í land með að einangra eitt þeirra gena sem valda MS-hrömunarsjúk- dómnum. Vísindamenn Islenskrar erfðagreiningar vinna ótrauðir áfram að þessum rannsóknum og öðrum, en það er ómögulegt að áætla hvenær þeim verður lokið. „Það er eins og að spyrja ljóðskáld hvenær hann ætli að semja gott ljóð,“ segir Kári. „Skáldið sjálft get- ur verið sannfært um að ljóðið verði samið, en aldrei fullvisst um hvenær." Njóta velvildar Islensk erfðagreining nýtur vel- vildar almennings, sem hefur brugðist mjög vel við auglýsingum fyrirtækisins um samstarf. „Fólk kemur um langan veg til læknis og vill fá að vita nákvæmlega hvað á að rannsaka og hvers vegna. Ef það fær góðar upplýsingar er það alltaf reiðubúið að leggja sitt af mörkum. Þetta var til dæmis raun- in með rannsóknir á fjöl- skyldulægum skjálfta. Samstarf okkar við lækna og heil- biágðisstarfsfólk um land allt hefur líka verið mjög gott.“ Þeir verða ekki lengi tveir í yfir- stjórn íslenskrar erfðagreiningar, Kári og Hannes, því þeir eru að svipast um eftir góðu fólki til stjómunarstarfa, annarra en á rannsóknarstofu, sem er í góðum höndum Jeff Gulcher, dr. C. Augustin Kong og Hákonar Guð- bjartssonar. „Vonandi verður ráðn- ingu inn í yfirstjórn fyrirtækisins lokið á þessu ári. Við leitum eftir Is- lendingum, hér á landi sem erlend- is.“ Norðurlönd eiga að vinna sameiginlega að auknum atvinnutæki- færum, segir Leif Pagrotsky, og gera svæðið að vistvænum hluta Evrópu. ARIÐ 1998 hefur Svíþjóð formennsku í samvinnu ríkisstjórna Norðurlanda. Það er verkefni sem ég og öll sænska ríkisstjórnin hlökkum til að fást við. Til eru þeir, ekki síst í Svíþjóð, sem draga í efa samvinnu Norður- landa með þeim rökum að hún sé ekki lengur jafn áríðandi nú þegar samvinna innan ESB hefur aukist til muna. Sjálfur er ég þeirrar skoð- unar að það sé rangt að ætla að Norðurlandasamstarfið hafi skilað hlutverki sínu í hinni nýju Evrópu, þvert á móti finnst mér vera enn frekari ástæða til samstarfs. Þróunin eftir kalda stríðið hefur gert okkur kleift að efla samvinnu okkar á sviði stjórnmála um leið og við getum aukið samstarf okkar þannig að það nái einnig til nær- liggjandi lýðræðisríkja. Hin já- kvæða þróun hjá nágrönnum okkar hefur verið áskorun til okkar og hefur sögulegt gildi. Það er einnig ástæða til að nefna að Norðurlandasamstarfið hefur vakið athygli annars staðar í heim- inum. Þar má nefna hinn svæðis- bundna sjálfsákvörðunarrétt og eru Álandseyjar oft nefndar á alþjóð- legum vettvangi. Það er einnig at- hyglisvert að samstarf Norður- landaráðs hefur nýlega orðið inn- blástur til nýs samvinnuforms á Norður-írlandi, einmitt þess þáttar samstarfsins sem sumir stjórnmála- menn hafa viljað afnema. Norður- landaþjóðirnar eru með í ýmsum samtökum sem stöðugt kalla á upp- lýsingar, umræður og stundum á samræmingu meðal norrænu þjóð- anna. Það á ekki síst við um SÞ, ESB og á sviði öryggismála. Verkefnin eru mörg. Á komandi ári er það meðal annars á okkar ábyrgð að standa vörð um norræna vegabréfasamstarfið þegar Schengen samningurinn mun falla undir reglugerð ESB. Samkvæmt Amsterdamsáttmála er búið að tryggja að hagsmunir Noregs og íslands verði virtir og mun það verða sett í lög á þessu ári. Það mun krefjast mikillar samvinnu. Að þrjú lönd af fimm eru meðlim- ir í ESB hefur ýtt undir þörfina á samræðum milli Norðurlandaþjóð- anna á sviði stjórnmála, enda sátu utanríkisráðherrar landanna sam- tals 20 fundi á síðasta ári. Norður- lönd geta og eiga að láta tO sín taka á alþjóðlegum vettvangi, á heims- vísu og í Evrópu. Samhliða samstarfinu í utanríkis- málum er alltaf þörf á samvinnu innan Norðurlandanna, ekki síst hvað varðar viðskipti og verslun. Samstarf Norðurlanda á sviði við- skipta er áberandi sönnun þess hversu öflug norræn þróun er. Hér fylgja nokkur dæmi: - Merita bank- inn í Finnlandi og Nordbanken í Svíþjóð hafa sameinast. - Norska fjölmiðlasamsteypan Schibstedt á stóran hlut í Aftonbladet í Svíþjóð. - Danska Royal Copenhagen hefur tekið við rekstri Onæfors. - ís- lenska fyrirtækið Rammi hf. hefur keypt hlut í Frysvarugruppen í Stokkhólmi. Árið 1996 voru 77.000 Svíar ráðn- ir hjá meira en 1.000 norrænum fyr- irtækjum og var ekkert þeirra sænskt. Það nemur rúmlega fjórð- ungi starfsmanna erlendra fyrir- tækja. Og 1995-1996 jókst fjöldi norrænna fyrirtækja í Svíþjóð um næstum fjórtán af hundraði. Verslun innan Norðurlanda er einnig talsverð og þýðingarmikil fyrir sameiginlega þróun okkar í fjármálum. Verslunin innbyrðis nemur einum fimmta af sameigin- legum viðskiptum okkar. Atvinnulíf á Norðurlöndum er blómlegt um þessar mundir Sem viðskiptaráðherra og ráð- herra Norðurlandasamstarfs, og einnig sem formaður samstarfsráð- herra Norðurlanda, fagna ég þessari þróun. Ég tel mikilvægt að N or ðurlandasamstarfið haldi áfram að þróast þannig að það stuðli að auknum viðskiptum milli landanna. Allar Norðurlanda- þjóðimar eru opin svæði, háðar verslun og standa vel að vígi í sam- keppni á heimsmarkaði. Með aðild Noregs og ís- lands að EES-samn- ingnum eiga öll Norður- löndin einnig aðild að innri markaði ESB, en samt sem áður eru hindranir á Norðurlöndum og það verður að vera forgangsatriði að ryðja þeim síðustu úr vegi. Ég er á þeirri skoðun að Norðurlöndin þurfi alls ekki að bíða þangað til innri markaður ESB verður að veruleika. Við höfum komið á opnum og sam- eiginlegum vinnumarkaði á undan öðrum í Evrópu, og sömuleiðis get- um við verið í fararbroddi við að koma á innri markaði. Þess vegna er verið að rannsaka í Svíþjóð hvaða viðskiptahindranir eru ennþá milli landanna. Samstarfsráðherrar Norðurlanda hafa að frumkvæði Svíþjóðar lagt fram þá tillögu að utamákisráðherr- ar landanna hvetji til noiræns sam- starfs á sviði rafrænna viðskipta. Það mætti líta á það sem viðbót við það samstarf sem á sér þegar stað á sviði fjarskipta og miðar að því að leysa vandann varðandi rafrænar undirskriftir. Norðurlönd hafa ásamt Banda- ríkjunum forystu í heiminum í fjar- skiptamálum og þess vegna er eðli- legt að við nýtum stöðu okkar til að stuðla að auknum viðskiptum. Reynslan af farsímanotkuninni hvetur einnig til nýrra framlaga. Ég er sannfærður um að sú stað- reynd að Norðurlönd ákváðu mjög snemma sameiginlegan net-staðal, NMT, sé ein af ástæðunum fyrir því að Norðurlönd eiga nú tvo af fremstu framleiðendum á því sviði. Með notkun NMT vöndust Norður- landabúar snemma farsímum. Ericsson og Nokia eru þess vegna einnig vel samkeppnishæf á GSM- markaðnum. Nú þegar Svíþjóð hefur tekið við formennsku í Norðurlandasam- starfi á sviði stjómmála langar okk- ur að sameina fornar hefðir nýjung- um. Við munum fylgja eftir frum- kvæði Norðmanna frá 1997 sem m.a. varðar fjarskiptamál um leið og við munum fylgja gömlum sið og viðhalda samskiptum á sviði menn- ingar og lista og auka tungumála- skilning. I sænsku dagskránni mun þungamiðjan í N orðurlandasamstarfi 1998 vera atvinna og umhverfi. Norðurlöndin eiga að vinna sameigin- lega að auknum at- vinnutækifærum og því að Norðurlöndin verði vistvænn hluti Evrópu. Þá finnst mér rétt að undirstrika mikilvægi þess að til þess að leysa orkuþörfina í framtíð- inni þurfi sameiginlega lausn í kringum Eystra- salt. Norðurlöndin geta haft sameiginlega stefnu sem sam- einar vistkerfí, fjármál og atvinnu. Við verðum, með þekkingu og tækni, í krafti stjórnmála og með viljastyrk að stuðla að því að þessi þróun verði efld. Landfræðileg lega okkar styrkir okkur einnig í baráttunni fyrir at- vinnu og umhverfi, þar sem Norð- urlöndin eru á einu mest vaxandi svæði Evrópu. Með nærliggjandi löndum í kringum Eystrasalt, við Barentshaf og norðurheimskaut hafa Norðurlönd einstaka þróunar- möguleika. Þar fer saman vaxandi lýðræði og uppbygging markaðs- hagkerfis svo sem í Póllandi, Eystrasaltslöndum og í Norðvest- ur-Rússlandi, samhliða þróuðum velferðarsamfélögum á Norður- löndum. I stað neikvæðra áhrifa sem kalda stríðið hafði á okkar hluta Evrópu hefur nú tekist sam- vinna sem lofar góðu. Engin kyn- slóð í samtímanum hefur haft sömu möguleika á að skapa framtíð sem einkennist af hagvexti, öryggi og vænlegu umhverfi. Við eigum að standa saman og nota þetta tæki- færi! Höfundur er norrænn samstarfs- ráðherra. Tengsl launa og árangurs fyrirtækisins Leif Pagrotsky
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.