Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ & LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR * Aætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu Breiðvarps 4 millj. 20 sjonvarpsrasir sendar út í fyrstu LANDSSIMINN hóf formlegar út- Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Björnsson forsljóri Landssfmans, Friðrik Friðriksson forstöðumaður breiðbandssviðs fyrirtækisins og Jón Þóroddur Jóns- son framkvæmdasljóri þjónustusviðs Qarskiptadeildar. sendingar á sjónvarps- og útvarps- efni í gær á svo kölluðu breiðbandi, en tilraunaútsendingar hafa staðið yfir síðan I lok nóvember. Ákveðið hefur verið að þjónustan nefnist Breiðvarpið og verður í fyrstu boðið upp á um 20 erlendar og innlendar sjónvarpsrásir ásamt tíu erlendum útvarpsrásum. AIls geta 23 þúsund heimili á land- inu notfært sér þjónustu Breiðvarps- ins um ljósleiðaratengingu, eða um fjórðungur, þar af um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eða um 40% heimila, þar á meðal í nýjustu hverf- um í Grafarvogi, hluta Breiðholts og hluta Vesturbæjar. Ekki sjónvarpsstöð Guðmundur Björnsson forstjóri Landssímans segir að heildarfjár- festing í kerfinu nemi um 600 millj- ónum kr. til þessa en áætlaður kostnaður við að ná til 80-90% heim- ila á landinu öllu nemi um 4 milljörð- um kr., ásamt endurnýjun eldra kerfis. Áætlanir gera ráð fyrir já- kvæðri arðsemi af rekstrinum en Guðmundur segir ekki gefið upp hversu marga áskrifendur þurfi til að ná hagnaði. Miðað er við að rugla útsendingar og innheimta áskriftar- gjöld frá og með næsta mánuði. „Við h'tum svo á að við önnumst sjón- varpsþjónustu en séum ekki sjón- varpsstöð í sama skilningi og RÚV eða Stöð 2,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að eftir um hálf- an annan mánuð hefji göngu sína ný sjónvarpsstöð, Bamarásin, sem sendi eingöngu út barnaefni í um á fjórða tug stunda á viku. „Með breiðbandinu skapst svig- rúm fyrir nýja aðila til að fara inn á sjónvarpsmarkaðinn, bæði sérhæfð- ar stöðvar og almennar. Þótt svo að slíkir aðilar greiði Landssímanum fyrir þjónustu er það miklu ódýrara en að byggja upp eigið dreifingar- kerfi. Landssíminn annast útsend- ingu dagskrárefnis og viðkomandi sjónvarpsstöð fengi aðgang að myndlyklakerfí hans, auk þess sem Landssíminn myndi jafnframt ann- ast innheimtu," segir Guðmundur. Bamarás og erlent efni í fyrstu verður boðið upp á 15 til 17 erlendar rásir ásamt myndlykli fyrir 1.595 krónur á mánuði. Þar á meðal má nefna útsendingar frétta- stöðvanna CNN, Sky News, CNBC Europe og Eurosport, fræðslustöðv- arnar Discovery, Animai Planet og The Computer Channel og breskar og bandarískar afþreyingarstöðvar á borð við TNT, MTV, Cartoon Network, VH 1 og BBC Prime, ásamt frönsku sjónvarpsstöðinni M6, þýsku stöðvunum Pro Sieben og ARD og ítölsku stöðinni RaiUno. Að- gangur að íslensku barnarásinni verður seldur á 1.150 krónur á mán- uði, en í sameiningu munu erlendu rásimar og bamarásin kosta 2.470 krónur á mánuði. Friðrik Friðriksson forstöðumað- ur breiðbandssviðs Landssímans segir að unnið sé að samningum um fleiri rásir og sé einkum miðað við kvikmynda- og íþróttastöðvar í því sambandi auk norrænna sjónvarps- stöðva. Þá er útsendingum Ríkis- sjónvarpsins dreift ókeypis sam- kvæmt skilyrðum Útvarsréttar- nefndar ásamt útsendingum frá Al- þingi, upplýsingarás sem fjallar um hvaða efni stendur til boða á Breið- varpinu og einnig verður ein rás helguð sjónvarpsstöðvum sem fyrir- hugað er að bjóða eða verið er að meta til útsendingar. Tilraunir með hraðvirkan flutning Alnetsins munu jafnframt hefjast innan skamms. Friðrik segir að stækkun útsend- ingarsvæðisins miðist við að 2 til 5 staðir bætist við á þessu ári og sé horft til Akureyrar, ísafjarðar og Egilsstaða í því sambandi. „Hug- myndin er að dreifikerfið nái til alls landsins að endingu, þótt að óvíst sé að það verði alfarið í gegnum ljós- leiðara. Bandið gæti flutt hundrað sjónvarpsrásir væri það alfarið nýtt til slíkra útsendinga, en við sjáum fyrir okkur að nýtingin nemi 30 til 50 rásum og síðan komi til stafræna tæknin, þar sem stafræn rás nýtir tíðnibandið átta sinnum betur en hefðbundin rás,“ segir hann. Ríkisstjórnin samþykkir að taka Evr- óputilskipun upp í EES-samninginn Foreldraorlof í þijá mánuði verður lögfest RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær, að tillögu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, að tilskipun Evrópusambandsins verði hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Tilskipunin kveður á um að veita körlum og konum rétt til töku launalauss foreldraorlofs til að annast barn sitt í að minnsta kosti þrjá mánuði við fæðingu eða ættleiðingu bams, fram að átta ára aldri barns. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að það væri óljóst hvernig staðið verður að staðfest- ingu tilskipunarinnar hér á landi. Til greina komi að það verði gert í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof. Páll Pétursson segir að sam- kvæmt tilskipuninni eigi hvoi-t for- eldranna rétt á orlofi í þrjá mánuði og geti þau ekki verslað með það þannig að annað fái leyfi í sex mán- uði en hitt afsali sér réttinum. „Þetta er til viðbótar við og alveg óháð mæðraorlofinu," sagði Páll Pét- ursson. Hann sagði að starfsaldur til þess að öðlast réttinn yrði að vera að minnsta kosti eitt ár. Ekki væri skylt að taka allt leyfið í einu lagi en vinnuveitandi mætti fresta því af sérstökum ástæðum sem snerta rekstur fyrirtækisins. „En þetta á semsagt ekki að vera brottrekstrar- sök. Viðkomandi getur farið og geymt starfið sitt í þrjá mánuði á grundvelli þess arna,“ sagði Páll Pét- ursson. Fæðingaorlof í deiglunni Ráðherrann sagði að öll mál sem snerta fæðingarorlof væru nú í deiglunni. „Ekki minnkaði óvissan við dóm Hæstaréttar [um feðraorlof á fimmtudag] og þau mál eru til skoðunar og umhugsunar." Hann sagðist búast við að foreldraorlofið yrði skoðað heildstætt með öðru fæðingarorlofi. „Það verður um að ræða einhverjar breytingar á lögun- um um fæðingarorlof og ein leiðin væri sú að taka þetta inn í heildar- löggjöf," sagði Páll. Hann kvaðst telja það aðgengilegri kost að hafa reglurnar á einum stað heldur en að leggja fram sérstakt frumvarp um foreldraorlofið. íslensk stjómvöld hafa ársfrest til að ganga frá lög- festingu þessarar Evróputilskipun- ar. Eins og fyrr sagði er um launa- laust orlof að ræða. „Þetta truflar ekki kjarasamninga að því leyti að launagreiðandi sé skyldur til að greiða þetta en það er hægt að hugsa sér að þetta endi inni í trygg- ingunum. En þetta skref er bara til að tryggja réttinn til töku oflofsins og að viðkomandi eigi afturkvæmt í sitt starf,“ sagði Páll Pétursson. • • # Onnur sknða úr Reynisfjalli SKRIÐA féll í fyrrakvöld neð- an úr bergfyllunni sem eftir varð í brún Reynisfjalls þegar mikil grjótskriða féll þar sl. fóstudag. í Vík hafa menn beð- ið eftir að viðri til þess að sprengja, þar sem fyrirsjáan- legt þótti að meira kæmi niður. Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þar myndu menn bíða átekta enn um sinn með að sprengja það sem eftir væri, þar kyngdi nið- ur snjó og útlitið væri svipað næstu daga. Formaður yfírfasteignamatsnefndar um tilmæli um leiðréttingu á framreikningi fasteignamats 70-110 fermetra íbuðir fulllágt metnar Þeim tilmælum hefur verið beint til fjármálaráðherra að ■ ________________ ______ framreikninffur fasteignamats verði leiðréttur. I umfjöllun Hjálmars Jónssonar kemur fram að formaður yfirfasteignamats- nefndar telur ekki ástæðu til leiðréttingar. SAMSTARFSNEFND ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna hefur farið fram á það við fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að fram- reikningur fasteignamats verði leið- réttur fyrir fasteignir af stærðinni 70-110 fermetrar í samræmi við raunverulegar breytingar á mark- aðsverði þessara íbúða. Hér sé um að ræða skattahækkanir fyrir þann hóp sem búi í algengustu stærð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð- inu og líkur séu einmitt á því að þessi hópur eigi erfitt með að rísa undir hækkuninni, en fasteignamat myndar grunn fasteignagjalda sem er annar tveggja aðaltekjustofna sveitarfélaga. Formaður yfirfast- eignamatsnefndar segir að ekki sé að sínu áliti ástæða til leiðréttingar og að eignir af stærðinni 70-110 fer- metrar séu enn fulllágt metnar, þrátt fyrir 3-4% hækkun mats 1. desember síðastliðinn. í bréfi nefndarinnar til fjármála- ráðherra kemur fram að yfirfast- eignamatsnefnd skuli í nóvember ár hvert ákveða framreikningsstuðla fyrir matsverð fasteigna með hlið- sjón af breytingu verðlags við kaup og sölu. Nýjustu upplýsingar sem Fasteignamat ríkisins hafi þegar framreiknistuðullinn sé ákveðinn séu kaupsamningar frá septembermán- uði og fyrrihluta októbermánaðar. Yfírfasteignamatsnefnd þurfi því að spá fyrir um fasteignamatsverð einn og hálfan mánuð fram í tímann. Nú liggi fyrir upplýsingar um raunveru- lega þróun fasteignaverðs frá nóv- ember 1996 til jafnlengdar 1997 á 70-110 fermetra húsnæði á höfuð- borgarsvæðinu og sé hækkunin 0,9% en ekki 4,5% eins og stuðullinn hafí verið hækkaður um. Samkvæmt ákvörðun yfirfast- eignamatsnefndar hækkaði mats- verð íbúðarhúsa, íbúðarlóða, og bú- jarða ásamt íbúðarhúsum og útihús- um almennt um 4,5% 1. desember síðastliðinn, Þó hækkaði matsverðið um 9% á Akranesi, Hellissandi, Rifi, Ólafsvík, Grundarfii’ði, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Fella- bæ, Egilsstöðum, Neskaupstað, Hellu, Eyrarbakka og Borgarnesi, nema hvað húsnæði í fjölbýli þar hækkaði um 12%. íbúða- og lóðaverð hækkar einnig um 12% í Stykkis- hólmi, Hólmavík, Vopnafirði og Djúpavogi. Þá er óbreytt matsverð á fbúðum og lóðum á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík og Seyðisfirði. íbúðarhúsnæði síðan afskrifað um 1% eða rúmlega það á ári og því hækkar matið minna en framan- greindar tölur bera með sér eða á bilinu 3-4% á höfuðborgarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Pétur Stefánsson, formaður yfir- fasteignamatsnefndar, segir að eng- in ástæða sé til að leiðrétta fram- reikning nefndarinnar. 17. grein laga um skráningu og mat fasteigna sé mjög afgerandi, en þar segi að skráð matsverð fasteigna skuli vera gang- verð umreiknað til staðgreiðslu sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölu í nóvembemánuði næst á und- an matsgerð. Á þessari lagagrein byggist starf fasteignamatsins. Framreikningur matsins milli ára sé að sönnu almenn verðbreyting, þannig að finna megi dæmi um mis- munandi hækkanir einstakra flokka fasteigna, en þess sé ævinlega gætt eins vel og nokkur kostur sé að eng- inn flokkur fasteigna verði of hár í mati. Þess sé gætt að skattþegninn, ef litið sé á fasteignamatið sem skattstofn, njóti óvissunnar. Pétur sagði að hvað varðaði þann stærðarflokk fasteigna sem vísað sé til, þ.e.a.s. íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu af stærðinni 70-110 fermetrar, þá hafi sá flokkur íbúða verið mjög sterkur í sölu síð- ustu 2-3 árin. Verð á þessum stærð- um íbúða hafi tekið kipp upp á við í lok síðasta árs, þannig að segja megi að þessar eignir hafi verið fulllágt metnar í því fasteignamati sem ákveðið var 1. desember 1996 eða fyrir rúmu ári. Framreikningurinn nú sé því að hluta til leiðrétting vegna hækkunar á þessum flokki íbúða sem hafi orðið á árinu 1996 en hafi ekki komið fram í hækkun fast- eignaraats á því ári. „Þrátt fyrir þessa 4,5% hækkun fasteignamatsins er mat eigna í þessum tiltekna flokki ennþá full- lágt. Af þessari ástæðu tel ég í raun- inni engin rök til þess að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, enda var hún að mínu mati vel ígrunduð," sagði Pétur. Hann bætti því við að yfirfasteignamatsnefnd hefði and- vara á sér varðandi skammtíma- sveiflur á verði húsnæðis og tæki verðbreytingar ekki inn í matið fyrr en ljóst væri hvort þær yrðu varan- legar eða ekki. Þannig sköpuðust stundum tilefni sem taka þyrfti tillit til síðar og hækkun á verði íbúða í þessum flokki væri einmitt dæmi um þessi varfærnu vinnubrögð yfirfast- eignamatsnefndar í þessum eftium, Lögin samin við verðbólguskilyrði Lögin um skráningu og mat fast> eigna eru frá árinu 1976. Aðspurður hvort ástæða væri til að breyta lögun- um í ljósi breyttra aðstæðna sagði Pétur að þau væru samin við verð- bólguskilyrði og legðu nokkuð strang- ar kvaðir á yfirfasteignamatsnefnd miðað við það að verðlag hefði verið stöðugt undanfarin ár. Lögin gerðu kröfur til þess að gefið væri út leið- rétt mat miðað við þann mánuð sem matið væri framkvæmt í. Hins vegar væru þær markaðsrannsóknimar, sem stuðst væri við við gerð matsins, eðli málsins samkvæmt alltaf tveimur til þremur mánuðum á eftir vegna úr- vinnslu gagna. Þess vegna væru nokk- uð veikar forsendur fyrir matinu síð- ustu tvo mánuðina áður en það væri gert. Það væri ekkert leyndarmál, en nefndin hefði brugðist við þessu með því að hafa varúðarsjónarmið í fyrir- rúmi. Að öðru leyti væru lögin að hans mati mjög vönduð og hefðu staðist ótrúlega vel tímans tönn. Þannig væri réttur hagsmunaaðila alveg sérstak- lega vel tryggður í lögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.